Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 1
16 síður »f) Lesbófc fiqgmffitibw 45. árgangur 137. tbl. — Laugardagur 21. júní 1958 PrentsmiSia Morgunblansiiu swKiW'Vvr-YVsv'Kw:;^*. Ummæli ungverska stúdentsins á fundinum á Lækjartorgi í gær: Kommúnisminn á Islandi er ekkert frá- hrugðinn kommúnismanum í heimalandi mínu fyrir valdaránio Fjölmennasti mótmælafundur, sem haldinn hefur verib á islandi, lýsir harmi vegna atburbanna i Ungverjaiandi í GÆR minntust Reykvíkingar Ungverjanna fjögurra, sem tekn- ir voru af lífi fyrir skömmu vegna baráttu sinnar fyrir frelsi Ungverjalands. Fánar blöktu í hálfa stöng um alla borgina, á íbúðarhúsum, verzlunar- og iðn- aðarhúsum og á opinberum bygg ingum: m.a. Alþingishúsinu, dómshúsi Hæstaréttar og stjórn- arráðinu. Um hálfsexleytið i gær var skýjað loft en mildur and- vari og þá söfnuðust margar þús- undír manna saman á Lækjar- torgi, þar sem samtök mennta- manna og fulltrúaráð hinna þriggja lýðræðislegu þingflokka efndu til f jöldafundar. Það varð fjölsóttasti mótmælafundur, sem haldinn hefur verið á ís- landi, og þúsundirnar stóðu i hálfa aðra klukkustund og hlýddu þögular á ræðurnar, Pólitískar oísókn- ir á Spáni BARCELONA, 20. júní. — Her- réttur í Barcelona dæmdi í dag 24 manns, þeirra á meðal tvær konur, í fangavist allt upp i sjö ár fyrir tilraun til að endurskipu leggja sameinaða sósíalistaflokk- inn í Katalóníu, sem Franco bannaði þegar hann hrifsaði völdin. Fyrir réttinum voru alls 48 manns, en 24 voru sýknaðir. nema þegar þær tóku undir ein- stök ummæli ræðumanna. Áður en fundurinn hófst gekk flokkur nýútskrifaðra stúdenta með hvítar húfur á torgið. Stú- dentarnir báru ungverska og is- lenzka fána með sorgarblæjum og auk þess svarta borða, þar sem á voru letruð nöfn hinna líf- látnu: Imre Nagy, Pal Maleter, Miklos Gimes, Josef Sizilagy. Ræðupallur hafði verið reistur nyrzt á torginu og klæddur svörtum dúk ásamt ungverskum fánaborðum. Þar tóku stúdentarn ir sér stöðu, en síðan gekk fram Tómas Guðmundsson skáld og setti fundinn. Ræðumenh voru sjö. Þetta litla torg og þetta litla land, sem góðu heilli er fjarri vettvangi þeirra atburða, sem eru mesta blygðunarefni þessar- ar kynslóðar, hefur m.a. eitt fram yfir sum önnur og meiri torg og viðari lönd: Það er óhætt að tala hér. Þannig komst séra Sigurbjörn Einarsson að orði í fyrstu ræðunni á fundinmu. Kommúnisminn á íslandi er ekkert frábrugðinn kommúnism- anum eins og hann leit út í heima landi mínu fyrir valdarán komm únista sagði ungverski stúdent- inn Miklós Tölgycs. Nú stendur fyrir dyrum ferð íslenzkra Alþingismanna til Rúss lands, sagði Helgi Sæmundsson ritstjóri. Ég legg til, að þeir for- fallist frá að sækja Rússa heim. — Undir þessi ummæli tóku fundarmenn með langvinnu lófa- taki. Bjarni Benediktsson ritstjóri sagði í lok síðustu ræðunnar á fundinum: Og loks þurfum við að muna eftir að gera hreint í okkar eigin húsi: Tryggja, að hér verði aldrei slíkar aðfarir sem í U/^verja- landi og biðja þess, að atburðirn ir þar megi leysa þá landa okkar, sem helteknir hafa verið af trú á úreltar kennisetningar, úr villu. Þeir eru ekki verri menn en við hinir. Ógæfa þeirra er sú, að þeir trúðu, að til blessunar mundi verða sú kenning, sem reynzt hefur mestur bölvaldur okkar tíma. Nú mega þeir ekki lengur láta blindast, héðan .íl' leyfist þeim ekki að loka augun- um fyrir sannleikanum. Við skuliun vona, að þeir hafi þrek til að mótmæla réttarmorðunum. Héðan í frá skulum við íslend- ingar allir vinna eftir íslenzkum reglum með hagsmuni íslands eins fyrir augum. í' fundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun, sem var borin fram af fundarboðendum: „Fjölmennur fundur, haldinn i Reykjavík hinn 20. júní 1958 að frumkvæði stúdenta, mennta- manna og hinna þriggja lýðræð- islegu þingflokka, lýsir sárum harmi yfir þeim hryðjuverkum, sem enn á ný hafa átt sér stað i Ungverjalandi, þar sem leynileg- ur dómstóll hefur verið látinn standa að morðum fjögurra föð- urlandsvina. Verður ekki hjá því komizt að lýsa meginábyrgð á þessum hörmulegu atburðum á hendur Sovétstjórninni, sem með her- valdi braut niður frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar og held- ur henni í heljargreipum. Ennfremur skorar fundurinn á alla íslendinga að láta jafnvo- veiflegt dæmi um pólitískt sið- leysi og mannkynsfjandskap Framh. á bls. 2. Um allan heim eru aftökurnar Ungverjalandi fordæmdar i En ungversk stjórnarvöld hælasf um af verknaoinum MOSKVU, BELGRAD, BUDA- PjfcST, 20. júm — NTB-Reuter — UngVerska stjórnin hefur nú skýrt frá því, að réttarhöldin yfir Imre Nagy og félögum hans, sem drepnir voru á dögunum, hafi farið fram í Búdapest og staðið yfir í 12 daga. Hins vegar vildi talsmaður stjórnarinnar, sem í þessu tilfelli var Geza Szenasi ríkissaksóknari, ekki segja hve- nær réttarhöldin fóru fram. Hann kvað þau hafa verið leynileg til að koma í veg fyrir að vestræn ríki skærust i leikinn eða sköp- uðu óróa í landinu. „Auk þess hafa gerðir hlutir alltaf róandi áhrif á fólk", bætti Szenasi við. Júgóslavar undirbúa mótmæli í Belgrad var tilkynnt að júgó- slavneska stjórnin sé að undir- búa mótmælaorðsendingu til ung- versku stjórnarinnar vegna af- tökunnar á frelsishetjunum. Rússar gera aðsúg að Dönum í Moskvu urðu í dag óeirðir við danska sendiráðið í mótmæla- skyni við atburðina sem gerðust við rússneska sendiráðið í Höfn í fyrradag. Voru borin kröfu- spjöld með ýmsum niðrandi áletr unuin um dönsku þjóðina. Kastað var grjóti og eggjum að sendi- ráðsbyggingunni og flestar rúð- ur brotnar. Rússnesk stjórnar- völd segjast harma atburðinn! Glæpur gegn mannkyninu Utanríkismálanefnd franska þingsins samþykkti í dag yfir- lýsingu þess efnis, að af- Framh a bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.