Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. júní 1958 Mmtnrnyni AÐih 9 Til framandi hnaífa — ný „mána&ar- bák" Almenna hókafélagsins, eftir Gisla HaUdórsson verkfræðing ÚT er komin júní-bók Almenna bókafélagsins. Nefnist hún Til framandi hnatta og er eftir Gísla Halldórsson verkfræðing. Til framandi hnatta fjallar um geimför og geimsiglingar. Hefur höfundur bókarinnar kynnt sér þau mál um langt skeið, og er í hópi fróðustu íslendinga í þess- ari grein. Erfitt er í stuttu máli að gera grein fyrir þeim mikla og skemmtilega fróðleik, sem þessi bók hefur að geyma. Hún skipt- ist í þrjá aðalkafla. Fjallar sá fyrsti um „alla heima og geima“, eins og höfundur kemst að orði í íormála, — undirbúning manns- ins undir ferðalög út fyrir þyngd arsvið jarðar, heimsóknir til tunglsins og annarra hnatta og lýsing á þeim hnöttum, sem hugsanlegt væri að heimsækja. í öðrum kaflanum er lýst þró- un í smíði eldflauga og gerð drif efna þeirra, er knýja þær fram. Síðan eru langir kaflar með mörg um myndum um gervitungl síð- asta vetrar, hugsanleg sam- göngutæki í geimnum og á öðr- um hnöttum, og loks er kafli um líkindi fyrir lífi á öðrum hnött- um. í þriðja kafla gerir höfundur á ljósan og einfaldan hátt grein fyrir helztu skoðunum nútíma eðlisfræðinga og heimspekinga á tilverunni, — upphafi og endi veraldar, vitrun Einsteins, stytt- ingu tommustokksins við mjög hraða hreyfingu, hægfara tíma á ferðalögum um geiminn og úti i geimnum, stærð alheimsins o.fl. Að lokum er mjög ýtarlegt hug taka- og orðasafn. í bókinni eru um 60 myndir og uppdrættir, margar þeirra heilsíðumyndir og nokkrar lit- myndir. Stærð hennar er 208 bls. auk 34 myndasíðna. Bókin er unnin í Víkings- prenti, prentmyndagerðunum, Lithóprenti og Litrófi og bók- bandsvinnustofunni Bókfelli h.f. Er allur frágangur sérlega vand- aður, hvar sem á er litið. Á fundi með fréttamönnum í tilefni af útgáfu bókarinnar, sagði Gísli Halldórsson m. a.: Ég vona að þessi bók verði mörgum til ánægju og fróðleiks. Ekki sízt vona ég að hún eigi eftir að glæða áhuga margra ungra manna og drengja á náttúrufræðunum og verkfræð- unum. Ég vildi óska að til væri miklu meira úrval bóka á ís- lenzku um slík efni og að takast mætti að vekja almennan áhuga íslendinga á raunvísindunum meir en orðið er. Einnig og ekkí sízt í heimi raunveruleikans og í leit að leyndardómum náttúr- unnar má finna hamingjuna. Ég hefi frá blautu barnsbeini haft áhuga á hvers konar fyr- irbærum og tilraunum. Ég mun þannig ekki hafa verið nema 12 eða 13 ára (1919 eða 1920) þegar ég helti rjúkandi saltpéturssýru ofan á „fixer natrón“ í flösku og flýtti mér að setja tappann í. Eftir augnablik myndaðist rauð- brúnn reykur og tappinn skauzt af miklum krafti úr flöskunni. Þetta var eins konar eldhreyfill, sem notaði fljótandi eldsneyti! Og ef ég hefði haft hugmynd um að ég var þarna á næsta leiti með að verða fyrsti maður í heimi til að búa til eldflaug með fljótandi eldsneyti þá hefði ég ekki hætt að leika mér að þess- um skotum! Vinur minn og bekkjarfélagi Halldór Dungal sem varð hrifinn af tilrauninni fór niður í Reykja víkur apótek og keypti sér flösku af saltpéturssýru. Stakk henni í vasann. En þegar hann kom heim var tappinn brunninn úr og Halldór hérumbil brunninn UPP og varð að binda um sár hans. Þannig mun Halldór hafa orðið einna fyrstur til að fórna En hætt var við tilraunirnar um sinn! Þegar ég varð stúdenf árið 1925 varð ég að taka þýðingar- mikla ákvörðun. Ég hafði sem sé áhuga á heimspeki og ritstörfum á annan bóginn, en uppfinning- um og tilraunastarfsemi á hinn bóginn. Hvað átti ég nú að leggja fyrir mig? Eftir mikil heilabrot kaus ég verkfræðina. Hún myndi frekast gera mér fært að sjá fyrir móður minni sem var orðin ekkja, en gefa mér um leið mögu leika á að starfa að uppfinning- um. Á ritstörfum myndi ég lík- lega svelta í hel eða a.m.k. ekki verða nein gagnleg stoð. Svona getur maður verið barnalegur. Það kom aldrei til þess að ég þyrfti að styrkja móður mína. Systir mín sá fyrir því. Og löngu, löngu síðar, þegar ég var loksins orðinn uppfinningamað- ur, úti í Ameríku, fékk é'g skeyti um að hún væri dáin. Ég gat ekki svo mikið sem komizt heim til að vera við útförina. Kannske er þetta ástæðan til þess að mér finnst alltaf að hún sé ennþá á sér og geta samkjaftað frá morgni til næsta morguns. Ég er stundum að velta þvi fyrir mér, hvort ég eigi að sætta mig við að fara á Elliheimilið á þessu tiltölulega unga aldurs- skeiði! Mest myndi mig langa til að glíma við einhver stór verkefni. T.d. Hitaveitu og rafvirkjun úr gufu úr Hengilsvæðinu! Nú mun eiga að fara að bora þar með stóra bornum. Vona ég að sá hiti og sú orka sem þar verður virkj- uð verði fyrst og fremst hagnýtt með hag Reykjavíkur og nær- sveita fyrir augum. Það verður að tryggja Reykja- víkurbæ nægan hita, áratugi fram í tímann, frá þeim neðan- jarðar gufukatli sem Hengillinn er. Það ætti strax að hefjast handa um að rannsaka aðstæður og gera áætlun um slíka virkjun. Mér skilst, að áætlað sé að gufa sem fengist með borunum í Henglinum myndi ekki kosta nema 1/10 á móts við það, sem hún myndi kosta framleidd með olíu eða kolum. Innflutningur á erlendu eldsneyti gæti aldrei keppt við gufuorkuna og þess vegna verður að tryggja hags- muni Reykjavíkurbæjar og ann- arra íslenzkra aðila, áður en samið er um hagnýtingu orkunn- ar til útflutnings í formi þungs vatns. Annars úir og grúir af merki- legum viðfangsefnum á íslandi. Og möguleikarnir væru ótæm andi, ef íslendingar væru ekki búnir að binda sig og vefja í slíkt net fyrirmæla og lögbanna, að enginn má sig hreyfa. Ég á að baki áratuga reynslu innanlands og utan um fram- leiðslu og sölu á fiskiafurðum. Tel ég fyrir hendi ýmsa mögu- leika um nýjar verkunaraðferð- ir. Enda þótt það sé vénjulega hin óarðbærasta vinna hér á landi að fást við hugmyndasköp- un, hefi ég ekki komizt hjá þvi upp á síðkastið, að eyða nokkr- um tíma í að hugsa og teikna tæki til þess að þurrka skreið, á eins mánaðar tíma eða svo. Hefi ég góðar vonir um að þetta megi takast á hagkvæm- an hátt, en þá mætti framleiða skreið allx árið og einnig frá því í maí og fram í september, sem nú er dauður tími. Gæti þá skap- azt tugmilljóna króna útflutn- ingsverðmæti, allt í hörður.l gjaldeyri. Vonandi verður unnt að útvega það fé sem þarf til að byggja og starfrækja fyrsta tækið. Ég hefi séð svo margar nýjungar ryðja sér til rúms hér á landi, sem líkt hefur staðið á um. T.d. hrað- frysta fiskinn, sem erfitt átti uppdráttar í fyrstu. Tilviljunin olli því, að ég kom Mr. Smet- hurst í samband við Skipulags- nefnd atvinnumála 1935. En hann varð fyrsti kaupandi að hraðfrystum flökum og síðan langstærsti kaupandi. Hafði ég áður skilað skýrslum um fryst- inguna til nefndarinnar. Jæja, þetta er nú orðið svo langt, en af miklu að taka. Ég fór út í að skrifa þessa bók fyrst og fremst vegna þess að ég hafði gaman af því. Ef ég skyldi skrifa fleiri bækur myndi það hiklaust verða af sömu ástæðu. 50 ára afmœli Umf. ,,Samhygðar" Gísli Halldórsson lífi, þangað til það rifjast upp fyrir mér, að svo er ekki. En þegar hér var komið sögu varð mér það ljóst að ég hafði náð þeim árangri sem ég haföi sett mér, að verða gjaldgengur uppfinningamaður. Einnig að ég hafði í leiðinni eignazt og tapað flestum veraldlegum verðmæt- um. Og að eiginlega væri nú kom inn tími til að hefja splunkunýtt líf: Gerast nú rithöfundur og heimspekingur! Þó að ég hafi fjórfaldað tekjur mínar í Bandaríkjunum á fjórum árum og nýlokið við að setja upp þurrkara sem ég hafði fundið upp og sem valdir höfðu verið til að framleiða eitt öflugasta eldflaugadrifefni sem nú þekk- ist, þá ákvað ég að snúa aftur heim á leið til Islands. Hreinsa til í mínu gamla vélasöiufyrir- tæki, sem ég hafði orðið að selja að mestu leyti áður en ég fór vestur til Ameríku. En fyrirtæki þetta hafði komizt í mikla örðug leika. Kom ég svo heim árið 1956 um haustið, enda þótt ég væri bú- settur áfram í Baltimore, Md., — og sé það reyndar enn. Það atvikaðist svo eins og af sjálfu sér, að ég fór að sinna mín um gömlu störfum á ný hér í Reykjavík. Gamla skrifstofan í Hafnarstræti 8 var af tilviljun laus, og okkur Stefáni Thoraren- sen hefur alltaf komið ágætlega saman. Síðan eru nú IV2 ár: — „Ef einhvern vantar miðstöðvarteikn ingu í hús þá fæst hún hérna!“ Ég er allan daginn á þönum eftir einhverjum sem vantar miðstöðv arteikningu! Svo eru aðrir á þönum eftir mér. Einn hefur fundið upp eilífðarvél og vill fá mig til að hjálpa sér með smá- vegis endurbót. Mér þykir gaman að vera á ís- landi. Hvergi meira gaman fyrir sér í þágu eldflaugavísindanna. þá sem ekki þurfa að vinna fyrir SELJATUNGU, 10. júní. — Mikil hátíðahöld voru hér í sveitinni sl. laugardag, er Ungmennafélag- ið „Samhygð“ minntist fimmtíu ára starfsafmælis síns. Það var stofnað þann 7. júní 1908. Hefir það starfað alla tíð síðan og sinnt fjölda verketna, er síðar skal lauslega vikið að. Afmælishátíðin hófst kl. 1.30 e. h. á laugardaginn með því að hátíðagestir gengu til guðsþjón- ustu í Gautverjabæjarkirkju þar sem sóknarpresturinní síra Magn ús Guðjónsson, prédikaði, en kirkjukór Gaulverjabæjarsóknar söng, Organleikari var Pálmar Eyjólfsson, Stokkseyri. Síra Magnús flutti skörulega ræðu, þar sem hann ræddi hinn upp- runalega tilgang ungmennafélag- anna og þátt þeirra í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar fyrr á tím- um. Minnti hann æskufólkið á hlutverk sitt með þjóðinni og að enn væri fyllsta þörf fyrir góðan liðskost í baráttu þjóðarinnar til verndar tungu sinni og þjóðerni. Hann fagnaði og því að forráða- menn U. m. f. Samhygðar skyldu hefja afmælishátíð sína í húsi drottins, og bað æskuna að minn- ast þess jafnan að efla samband sitt við kirkju sína og kristindóm Athöfninni í kirkjunni lauk með því að kórinn söng þjóðsönginn. Er gestir gengu úr kirkju söfn uðust þeir saman á Gaulverja- bæjarhlaði en þaðan var gengið til félagsheimilisins og var ís- lenzki fáninn borinn fyrir skrúð ■ göngunni. I félagsheimilinu var sezt að kaffiborðum, er stúlkur úr ung- mennafélaginu höfðu alþakið hin um lystilegustu veitingum. For- maður félagsins, Stefán Jasonar- son bóndi í Vorsabæ, setti sam- komuna, bauð gesti velkomna og lýsti tilhögun dagskrárinnar, sem var mjög fjölbreytt. Aðalræðu dagsins, ágrip af sögu félagsins, flutti Gunnar Sigurðsson bóndi í Seljatungu. Rakti hann í stór- um dráttum helztu þætti fimm- tíu ára starfs ungmennafélagsins, en það hefir að mörgum menn- ingar- og nytsemdarmálum unnið. Kvað hann þar til mega nefna stofnun og rekstur bókasafns, er starfað hefði á vegum félagsins ailt frá stofnun þess, byggingu samkomuhúss, er íélagsmenn reistu árið 1911, og aftur árið 1947, er lokið var byggingu nú- verandi félagsheimilis. Félagið reisti Það í samstarfi við hrepps- félag og kvenfélag sveitarinnar, og er eigandi að hálfu heimilinu. Þá hófst félagið handa um bygg- ingu íþróttavallar árið 1948 og er byggingu hans nú lokið og fyrir- hugað að vígsla hans fari fram á þessu sumri. Að skógrækt hefir félagið unnið frá upphafi og liefir nú á leigu afgirtan reit er gróður sett er í árlega. Leikstarfsemi hefir frá byrjun verið eitt helzta mál félagsinfe, og hefir það árlega sýnt sjónleiki smáa og stóra eftir því hvernig aðstæður hafa verið hjá félagsmönnum hverju sinni. Þá hefir félagið nú lokið við að skrásetja öll örnefni í sveitinni og unnið er að kvikmynd, er tekin er af ýmsum þáttum sveitarstarf- anna. Ræðumaður drap á ýmis fleiri viðfangsefni er of langt yrði upp að telja hér, en félagið hefur þó að unnið og mörgum þeirra skilað heilum í höfn. Gunn ar lauk máli sínu með þvi að segja, að þó mörgu af hugðar- og ætlunarverki félagsmanna væri nú eftir fimmtíu ára starf i höfn komið væri þó enn hin mesta þörf fyrir að félagarnir störfuðu með bróðurhug að efl- ingu frjálsrar hugsunar. minnt- ust afreka frumherjanna, og heiðruðu jafnan þjóðlega siði og trúmennsku við land og þjóð. Að ræðu Gunnars lokinni á- varpaði formaður félagsins stofn endur þess er mættir voru á sam- komunni, færði þeim þakkir fé- lagsins fyrir brautryðjendastarf þeirra og ræktarsemi við íélagið. Skýrði hann frá því að félagið hefði í tilefni fimmtíu ára afmæl- is síns kjörið alla stofnendur sína heiðursfélaga. Afhenti hann síð- an hverjum stofnanda félagsins heiðursskjal undirritað af stjórn þess. Stofnendur félagsins eru nú 20 á lífi en félagið stofn- uðu alls 24 piltar og stúlkur. Þá var Ingibjörg Dagsdóttir frá Gaulverjabæ kjörinn heiðursfé- lagi, en húii er eina stúlkan, er gegnt hefur formannsstörfum í félaginu til þessa, auk þess sem hún lagði félaginu ómetanlegt lið á þeim árum, er hún heigaði því starfskrafta sína. Þá söng kirkjukórinn undir stjórn Pálmurs Evjólfssonar. Hafði kórinn æft sérstaklega fyfir afmælishátíðina og þótti söngur hans takast með ágætum. Hófust nú frjáls ræðuhöld og tóku þessir gestir til máls: Ólafur Sveinsson, Syðra-Velli; Hall- mundur Einarsson frá Brands- húsum; Steindór Gíslason. Haugi; Hafsteinn Þorvaldsson, formaður U. m. f. „Vöku“ í Villingaholts- hreppi; Dagur Brynjúlfsson fyrr- verandi hreppstjóri í Gaulverja- bæ; Sigriður Einarsdóttir for- stöðukona kvenfélagsins, Kristín Andrésdóttir frá Vestri-Hellum, og Páll Guðmundsson, Baugsstöð um. Fluttu þau öll félaginu þakk- ir fyrir liðna tíð auk þess sem þau árnuðu því áframhaldandi farsældar í starfi sínu. Var nú klukkan orðin sjö, og gjört hlé á samkomunni, enda fóru heimamenn til búverka á heimilum s'rum. Hófst svo sam- koman aftur kl. 22 með bví »8 sýnd var stutt kvikrnynd, «r Gísli Bjamason verkstjóri á Sel- fossi heíír tekið af ýmsum at- burðum í sveitinni fyrir ung- mennafélagið að undanförnu. SÍ8 an söng Einar Sturluson, tenor- söngvari, nokkur lög með aðstoS Gunnars Sigurgeirssonar organ- leikara. Að því loknu fluttu stutt ávörp, Ingimundur Jónsson frá Holti, er var fyrsti formaður „Samhygðar", Hermann Sigur- jónsson Rafholti, og Sigurður Greipsson, formaður Héraðssam- bandsins „Skarphéðins“ Þá var sýndur leikþáttur: „Sam- býlismenn". Leikendur voru þrir félagar úr ungmennafélaginu. Síðasta atriði dagskrárinnar var að sex pör sýndu vikivaka undir stjórn Arndísar Erlingsdóttur, húsfreyju á Galtastöðum. Síðan ávarpaði formaður féiagsins sam komugesti, þakkaði þeim rnarg- háttaðan sóma sýndan félaginu á þessum merkisdegi þess svo og þakkaði hann gjafir er því höfðu borizt í tilefni dagsins. Hann bað fólk minnast hugsjóna æsk- unnar, og kvað því aðeins get* dafnað blómlegt félagslíf í sveit- inni að skilningur og samstarfa- vilji hinna eldri og yngri vaerl jafnan í hávegum hafður, svn sem segja mættj að verið hefði í starfi ungmennafélagsins „Sam- hygðar" þau fimmtíu ár er það ætti nú að baki. Óskaði hann síðan hverjum einum góðrar heimkomu um leið og hann flutti gestum þakkir fyrir ánægjulegan dag. Var nú dansað af miklu fjöri lengi nætur, og er mál manna að aldrei fyrr hafi svo mik ill mannfjöldi verið samankom- inn í félagsheimilinu sem fyrr- nefndan hátíðisdag, enda mikið á þriðja hundrað manns er sótti afmælishátíðina. Ölvunar varð eigi vart og enginn neytti reyks meðan á samkomunni stóð. -Má slikt. til fyrirmnydar telja. Félaginu barst fjöldi gjafs, svo sem forkunnar fagur silfur- bikar til verðlauna í glímukeppni, gefandi Steindór Gíslason bóndi á Haugi, myndasafn úr fjörutíu ára afmælishófi félagsins, gefandj Sigurður Tómasson úrsmiður. Ennfremur myndarlegar peninga gjafir frá stofnendum og öðrum velunnurum félagsins innansveit- ar og utan. Þá bárust félaginu heillaskeyti og var eitt þenr* svohljóðandi: Hálf öld er liðin, hugir okkar mætast, hvar sem við dveljum fjarri átthögonum óskum við þess að allt það megt rætast, Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.