Morgunblaðið - 22.06.1958, Side 1

Morgunblaðið - 22.06.1958, Side 1
20 síðuK 45. ái*gangur 138. tbl. — Sunnudagur 22. júní 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gríska stjórnin á bandi Makariosar AÞENU, 21. júní — 1 morgun var brezka sendiherranum í Aþenu afhent bréf frá gríska forsætis- ráðherranum til Macmillans. — Fullvíst er. talið, að í þessu bréfi geri forsætisráðherrann grein fyrir afstöðu Grikkja til hinna Soraya komin úr vesturför LONDON — Soraya er nú komin úr Bandaríkjaförinni — og þar með virðist loku fyrir það skot- ið, að þau Iranskeisari taki aft- ur saman. Keisarinn dvelst sér til hvíldar og hressingar á Hawai og ekki var talið ólíklegt, að þau hefðu í hyggju að hittast meðan Soraya dveldist í Bandaríkjunum. Samkv. írönskum lögum geta keisari og drottning hans fyrir- hafnarlaust tekið saman á ný ef þau hittast innan 100 daga frá skilnaði. En 100. dagurinn frá skilnaði þeirra er hinn 22. þ. m. (í dag) svo að nú þykir séð að þau hittast ekki, úr því að Soraya hélt frá Bandaríkjunum, heim til foreldra sinna í Þýzkalandi án þess að fundum þeirra hefði bor- ið saman vestra. Keisarinn og Soraya hafa búið saman í sjö ár án þess að drottning hafi alið manni sínum barn. Sá orðrómur komst á kreik meðan Soraya var vestra, að hún hefði gengizt undir smáuppskurð, sem gerði henni kleift að ala barn — og þá var talið, að endurfundir þeírra keisarans stæðu fyrir dyrum. Belgiski flug- maðurinn laus BERLÍN 21. júní — A-þýzka stjórnin lét í dag lausan belgísk- an orrustuflugmann, sem neydd- ur var til þess að lenda í A- Þýzkalandi fyrir Iöngu, er hann villtist af leið á flugi frá Belgíu til Danmerkur. A-þýzka stjórmn lætur á sér skilja, að Bandaríkja- menn geti leyst úr haldi níu flug- menn, sem villtust á þyrilvængju að a þýzku landamærunum og voru neyddir til þess að lenda þar fyrir skemmstu. Bandaríkja- menn hafa árangurslaust reynt að fá Rússa til þess að leysa mennina úr haldi, en eru tregir til að ræða við a-þýzku stjórn- ina þar eð óbein viðurkenn- ing á stjórninni fælist í beinum viðræðum. nýju tillagna Breta um framtíð- arstjórn Kýpur. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að gríska stjórnin sé í einu og öllu á bandi Makariosar og hafni til- lögunum. Makarios ritaði Foot, lands- stjóra á Kýpur, bréf í gær þar sem hann kvaðst ekki mundu fallast á sameiginlega yfirstjórn Breta, Grikkja og Tyrkja á Kýp- ur. Hins vegar kvaðst hann fylgj- andi því, að fulltrúar Kýpurbúa ræddu við fulltrúa brezku stjórn- arinnar um framtíðarstjórn Kýp- ur, en brezka stjórnin hefur skýrt svo frá, að hin nýja áætlun hennar verði framkvæmd, hvað sem hver segir — og til þess að sýna einhug sinn hafa Bretar flutt mikinn liðsafla til Kýpur. Túnis og Marokko 'tyðja uppreisnar- f s ' v** ' Sfi ' Aí ' < , ^nn LONDON, 21. júní — Sjórnir Túnis og Marokkós hafa lýst því yfir, að bæði ríkin styðji þá kröfu uppreisnarmanna í Alsír um að Alsír og Frakk- land verði aldrei skoðuð sem ein heikl. Var tilkynning þessi gefin út að loknum fundi fulltrúa beggja ríkj- anna, sem fram fór í Túnis. Segir og í yfirlýsingunni, að Alsírdeilan verði aldrei leyst á viðunandi hátt fyrr en stofn að hafi verið sjálfstætt og fullvalda ríki Afríkumanna i Alsír. Að því marki verð'i unn ið með öllum friðsamlegum til tækum ráðum. Að lokum er það sögð skoðun stjórna i beggja ríkjanna, að tilgangs- Iaust sé að setja á fót útlaga- stjórn uppreisnarmanna í Alsír. Hollenzka flutningaskipið Tjibantjet lenti í september sl. ár í fellibyl rétt við höfnina í Hong- kong. Kastaðist skipið upp að klettóttri ströndinni við höfnina og sat þar fast. Nú fyrir skömmu tókst að losa skipið, sem er 8,240 lestir, og var það dregið inn í sjálfa höfnina. Þetta hefur tekið langan tíma, en aftur á móti mun það taka aðeins hálfan mánuð að gera við þær skemmdir, er urðu á skipinu. I.ýsa fyrirlitningu á framferði kommúnista LONDON, 21. júní — Ungverja- landsncfnd Sameinuðu þjóðanna kemur nú saman til þess að ræða að hvaða gagni nefndin megi helzt koma hvað viðvíkur nýaf- stöðnwm aftökum Nagy og félaga hans í Ungverjalandi. í höfuðborgum víða um Evrópu hefur fjöldi fólks látið í ljós andúð sina og fyrirlitningu á starfsháttum kommúnista. 1 París gengu stúdentar fylktu liði að sigurboganum og lögðu blómsveig á minnisvarða óþekkta hermannsins til minningar um ungversku frelsishetjurnar. Lög- regla hefti för skarans að rúss- neska sendiráðinu. 1 Bonn grýttu stúdentar og Fimm ár hjá þrœlahöldur- Kína um i HONG KONG, 21. júní. — Tveir kaþólskir prestar, Bandaríkja- menn, komu hingað í dag, er þeir voru látnir lausir af kínverskum kommúnistum. Prestarnir, sem eru 65 ára og 51 árs, haia setið í fangelsi kommúnista í fimm ár og hlotið hina verstu meðferð. Voru þeir fölir sem lík og ekkcrt annað en skinin bein, eins og fréttamenn komust að orði. Sagðist þeim svo frá, að þeir hefðu verið leiddir fyrir leyni- legan dómstól strax eftir hand- tökuna — og réttarhöld hefðu staðið nær óslitið í heilt ár. ,,Við vorum sakaðir um alla þá glæpi, sem hægt er að fremja — allt undir sólinni. En við vissum að þetta voru allt falsréttarhöld og það skipti engu máli hvort við játuðum eða neituðum — dóm- urinn varð sá sami, hann er á- kveðinn fyrirfram" ungverskir flóttamenn rússn- eska sendiráðið, brutu rúður og unnu önnur smávægileg spjöll. Lögreglan dreifði hópnum með kylftum. I Aþenu og mörgum öðrum borgum hefur sama saga gerzt. Svíar sýndu hug sinn STOKKHÓLMI — Er Ungverjar léku við Wales í heimsmeistara keppninni í knattspyrnu í Stokk- hólmi voru aðeins viðstaddir 600—700 áhorfendur, en leik- vangurinn tekur 50,000. Svíar sóttu ekki leik Ungverjanna til þess að mótmæla aftökunum í Ungverjalandi. Meðan leikurinn fór fram stóðu allmargir leik- menn úr júgóslavneska landslið- inu aftan við ungverska markið og báru fána með sorgarborðum til minningar um hina myrtu föð- urlandsvini Ungverjalands. Listkynning Mbl. BÓKAÚTGÁFAN Helgafell opn- ar næstu daga nýja deild í fyrir- tækinu, málverkadejld, og verða þar seld málverk ýmissa lista- manna. Mun fyrirtækið opna sýn- ingu í Listamannaskálanura næstu daga til að kynna þessa nýju starfsemi. En fyrirhugað mun að lána fólki myndirnar í nokkra mánuði til að kynnast þeim, en gefa því síðar kost á að eignast þær með afborgunum, ef það kærir sig um. Allmikið af myndum er komið í skálann, en þeim hefir ekki verið komið fyrir á veggjunum og því ekki unnt að segja frá sýningunni fyrr en síð- ar. Listkynning Morgunblaðsins fékk hins vegar lánaðar nokkrar myndir af handahófi, sem verða til sýnis í sýningarglugga þess meðan sýningin í Listamanna- skálanum stendur. Myndirnar eru eftir þessa mál. ara: Þorvald Skúlason, Veturliða Gunnarsson, Braga Ásgeirsson, Krisíj' "'avíðsson, NínuTryggva dóttur og Kan »n. Hammarskjöld stríðir í ströngu Reynt að sprengja forsetabústaðinn skjöld flugleiðis til Jerúsalem til þess að heimsækja aðalstöðvar S. þ. þar. Síðan mun hann halda til Amman til viðræðna við Huss- ein konung til þess að reyna að jafna deilur Jórdana og ísraels- Víkingaskipinu miðar vel OSLO, 21. júní. — Sem kunnugt er sigldu sjö norskir „víkmgar" fyrir skemmstu áleiðis til New York á einu víkingaskipanna, sem Kirk Douglas notaði við gerð víkingakvikmyndarinnar í Nor- egi í fyrra. Er þetta að mestu gert í auglýsingaskyni fyrir kvix myndina. Hreppti víkingaskipið vont veður á hluta leiðarinnar, en samt hefur ferðin gengið mun betur en ætlað var — og hefur skipið nú tekið íand í Nýfundna- landi — og er lagt upp í síðasta áfangann, til New York. í skeyti, sem barst til Oslo í morgun frá „víkingaskipstjóranum“ gerir hann ráð fyrir að koma til New York á miðvikudaginn, eða fjór- um dögum áður en gert hafði verið ráð fyrir, ef allt gengi klakk laust. Mun skipstjórinn fá álitleg verðlaun, ef svo vel tekst til, því að Kirk Douglas hafði heitið hon_ um 5.000 dollurum, ef hann næði landi í New York þann 28. júní — og þúsund dollurum að auki fyrir hvern dag, sem hann yrði skemur á leiðinni. Frumsýning víkingamyndarinnar fer fram í New York í þessum mánuði. Prestarnir sögðust hafa hlotið illa meðferð, enda bar útlit þeirra vott um það að þeir höfðu orðið að þola líkamlegar pyndingar. □--------------□ Hitabylgja NÝJU DELHI, 21. júní. — Mikil hitabylgja hefur að undanförnu gengið yfir Indland — og yfiv 600 manns hafa látið lifið í hit- unum. P--------------□ BEIRUT, 21. júní. —- Hammar- skjöld hefur í morgun átt tai við líbönsk stjórnarvöld og ráð- gjafa sína og kynnt sér ákærur Líbanonstjórnar á hendur Sýr- lendingum og ákærurök. Samkv. áreiðanlegum heimildum hefur Hammarskjöld tjáð sig mjög and vígan því að Líbanonstjórn leit- aði aðstoðar Breta og Bandaríkja manna til þess að berja uppreisn- ina niður. Hann mun vera þeirrar skoðunar, að fela berj gæzluliði S. þ. að annast gæzlu á landa- mærunum við Sýrland. Líbanon- stjórn hefur nú hafið nýja her- ferð gegn uppreisnarmönnum og her og lögregla hafa nandtekið fjölmarga þeirra í morgun Um hádegisbilið hélt riammar- manna. Ekki er talið loku fyrir það skotið að hann fari til Kario seinnihluta dags á morgun og ræðj við Nasser — og komi síðan aftur til Beirut á mánudag eða þriðjudag. ★ Tímasprengja sprakk í morgun tæplega 100 metra frá aðsetri for- seta Líbanons. Bifreið gjöreyði- lagðist og rúður brotnuðu i for- setabústaðnum. Stendur forseta- bústaðurinn í halla — og þykir sýnt, að uppreisnarmenn hafi lát- ið umgetna bifreið renna stjórn- lausa niður hallann, x áttina að bústaðnum, en í bifreiðinni hafi þeir falið tímasprengju, sem hef- ur sprungið fyrr en uppreisnar- mennirnif ætluðust til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.