Morgunblaðið - 22.06.1958, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. júní 1958
í dag er 173. dagur ársins.
Sunnudagur 22. júní.
Árdegisflæði kl. 9.52.
Síðlegisflæði kl 22.10.
Slysavarðstofa Beykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all
an sólarhringinn. LæknaVörður
L. R. (fyrir vitjanir) er á sama
stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Helgidagsvarzla er i Lyfjabúð-
inni Iðunni sími 17911. Helgi-
dagslæknir er Árni Guðmunds-
son.
Næturvarzla vikuna 22. til 28.
júní er í Ingólfs apóteki sími
11330.
Holts-apólek og Garðsapótek
eru opir á sunnudögum kl. 1—4.
Hafnarfjarðar-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl.
9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16
Helgidagslæknir í Hafnarfirði
er Kristján Jóhannesson.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga kl.
9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Kópavogs-apótek, Alfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20. nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kL 13—16. — Simi 23100.
EH^Messur
Eliiheimilið. Messa kl. 10 ár-
degis. Sr. Sigurbjörn Á. Gísla-
son.
* AF M Æ Ll <■
Gullbrúðkaup eiga í dag frú
Anna Bjarnadóttir og Jörgen
Björnsson, fyrrum bóndi, Vita-
stíg 17.
Silfurbrúðkaup eiga í dag Ebba
Jónsdóttir og Engilbert Guð-
mundsson, tannlæknir.
(5?^ Brúökaup
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Eiríksstaðakirkju
ungfrú KapítólaJóhannsdóttirfrá
Neskaupstað og Hákon Aðal-
steinsson Vaðbrekku, Jökuldal.
Séra Einar Þór Þorsteinsson,
prestur að Kirkjubæ framkvæm
ir hjónavígsluna.
Skipin
Eimskipafélag Reykjavíkur hf.
Katla er væntanleg til Rvíkur
annað kvöld. Askja er í Reykja-
vík.
Skipadeild SÍS.: Hvassafell er
á Vestfjörðum. Arnarfell fór frá
Þorlákshöfn 20. þ.m. Jökulfell
fór frá Hull 19. þ.m. Dísarfell er
á Blönduósi. Litlafell losar á Aust
ur- og Norðurlandshöfnum.
Helgafell er í Hull. Hamrafell er
á leið til Rvíkur.
gg Flugvélar
Loftleiðir hf.: Hekla er vænt-
anleg kl. 08.15 frá New York.
Fer kl. 09.45 til Oslóar og Staf-
angurs. Edda er væntanleg kl.
19.00 frá Hamborg, Kaupmanna-
höfn og Osló. Fer kl. 20.30 til
New York.
Flugfélag fslands hf.: Hrím-
faxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08:00 í dag. —
Væntanlegur aftur til Reykja-
víkur kl. 22:45 í kvöld.
Gullfaxi er væntanlegur til
Rvíkur kl. 16:50 í dag frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Oslo.
Flugvélin fer til Lundúna kl.
10:00 í fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag er áætl-
að að fljúga til Akureyrar (2 ferð
ir) Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu-
fjarðar og Vestmannaeyja. Á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Bíldudals,
Egilsstaða, Fagurhólsmýrar,
Hornafjarðar, ísafjarðar, Kópa-
skers, Patreksfjarðar og Vest-
mannaeyja.
Ymislegí
Orð lífsins: Góður maður ber
gott fram úr góðum sjóði hjarta
síns, en vondur maður ber vont
fram úr vondum sjóði, því að af
gnægð hjartans mælir munnur
hans. Lúk. 6,45.
★
Telpur, sem eiga að fara í
Skátaskólann 24. júní mæti í
Skátaheimilinu kl. 2 sama dag.
Skólagjald greiðist við brottför.
Leiðrétting. — í frétt af þjóð-
hátíðarhöldum á Akranesi, var
sagt að fjallkonan hefði verið
klædd í upphlut. Þetta var rang-
hermi. Hún var í skautbúningi.
Barnaheimilið Vorboðinn. —
Farangur barnanna, sem eiga að
vera í Rauðhólum í sumar, á að
koma mánudaginn 23. kl. 9.30 í
portið við Austurbæjarbarnaskól
ann. Börnin eiga að fara þriðju-
daginn 24. kl. 1,30 frá sama stað.
Bréfaskipti. — Liv Kristian-
sen, Lundegardsv. 43, Lande pr.
Sarpsborg, Norge, óskar eftir
bréfaskiptum við íslenzka stúlku
13—14 ára, sem kann norsku.
J§|Aheit&samskot
Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.
Frá Ollu 50; NN 150; Lísa og
börn 50.
Aheit á Strandarkirkju, afh.
Mbl.: AGH 300; KG 25; LT-55 30;
Unnur 100; áheit frá ónefndum
100; NN 30; áh. Jónína Einarsd.
Ve. 50; frá ónefndum 100; SB
100; NN 100; Aðalbjörg 50; JG
10; HP 10; JG 30; KH 20; frá
Vamba 20; GÓ 25 ;GÓ 25; Snerrir
100; SA 200; ES 100; áheit Jósef
100.
Læknar fjarverandi:
Brynjúlfur Dagsson héraðsl. í
Kópavogi frá 16. júní ti! 10. júlí.
Staðgengill: Ragnhildur Ingi-
bergsdóttir, Kópavogsbraut 19
(heimasími 14885). Viðtalstími í
Kópavogsapóteki kl. 3—4 e.h.
Eíríkur Björnsson, Hafnarfirði
um óákveðinn tíma. Staðgengill:
Kristján Jóhannesson.
Eyþór Gunnarsson 20. júní—
24. júlí. Staðgengill: Victor Gests
son.
Hulda Sveinsson fr' 18. júní til
18. júli. Stg.: Guðjón Guðnason,
HverfisgJtu 50, viðtalst. kl.
3,30—4,30. Sími 15730 og 16209.
Jonas Sveinsson til 31. júlí. —
Staðgengjll: Gunnai Benjamins-
son. Viðtalstimi kl 4—5.
Karl S. Jónasson frá 20. júni
til 2. júlí. Staðgengill: Ólafur
Helgason.
Jón Þorsteinsson frá 18. júní
Nýr bíll Norðurleiðar
Akureyri.
NÝLEGA kom hingað til bæjar-
ins ný bifreið á vegum Norður-
leiðar hf. og var blaðamönnum
og fleiri gestum boðið að skoða
hana. Gafst þeim kostur á að
til 14. júlí. Staðgengill: Tryggvi
Þorsteinsson.
Ófeigur Ófeigsson frá 11. júní
til 22. júní. — Staðgengill: Gunn-
ar Benjamínsson.
Richard Thors frá 12. júní til
15. júlí.
Víkingur H. Arnórsson frá 9.
júní til mánaðamóta. Staðgengill:
Axel Blöndal, Aðalstr. 8.
Njarðvík — Keflavík.
Guðjón Klemensson 18. júní til
6. júlí. — Staðgengill: Kjartan
Ólafsson.
• Gengið •
Gullverð Isl. krónu:
100 gulikr. = 738,95 pappírskr.
Sölugengj
1 Sterlingspund .... kr. 45,70
1 Bandarikjadollar..— 16,32
1 Kanadadollar .... — 16,96
100 danskar kr. ...... — 236,30
100 norskar kr.......— 228,50
100 sænskar kr.......— 315,50
100 finnsk mörk .... — 5,10
1000 franskir frankar .. — 38,86
100 belgiskir frankar.. — 32,90
100 svissn. frankar .. — 376,00
100 tékkneskar kr. .. — 226,6?
100 vestur-þýzk mörk — 391,30
1000 Lírur .................— 26,02
100 Gyllini ..............— 431,10
Hvað kostar undir bréfin.
1- -20 grömm.
Sjópóstur til utianda ......... 1,75
Innanbæiar ................... 1.50
Út á land..................... 1,75
Banuaríkin — Flugpóstur:
i— & gr 3.45
S—10 gi 3,15
1(P -15 gx 3.85
15—20 gi 1.5f
Evrúpa — Plugpostur:
DanmörJt ......... 2,55
Noregur .......... 2,55
Sviþjóð .......... 2,55
Finnland ........ 3.00
ÞýzKaland ....... 3.00
Bretland ......... 2,45
Fraitkiand ...... 3.00
írlana ........... 2.65
ítalia ........... 3,25
Luxemburg ....... 3,00
Maita ............ 3.25
Holland .......... 3,00
Póliand .......... 3,25
Portugai ........ 3.50
Spánn ............ 3.25
Rúmenla .......... 3.25
Sviss ............ 3,00
Buigarla ......... 3,25
Belgia ........... 3.00
Jugóslavía ....... 3,25
Tékkóslóvakla .... 3.00
aka í bifreiðinni austur á Vaðla-
heiði en þar var staðið við nokkra
stund og mönnum skýrt frá gerð
og gæðum bifreiðarinnar. Hún
er af Mercedes-Benz gerð og
tekur 33 farþega 1 sæti. Sætin
eru sérstaklega gerð með það
fyrir augum að fólk geti sofið í
þeim, því vagninn er ætlaður sem
næturvagn, en slíkar ferðir hafa
notið vinsælda á undanförnum
árum.
Þessi bifreið hefir það fram
yfir fyrri svefnvagna að hún er
á gormum að framan í stað
fjaðra. Er hún því muh þýðari
enda sáralítill munur á mýkt
hennar og venjulegra fólksbif-
reiða. Aflvélin er aftast í bif-
reiðinni og er hávaði frá henni
mjög lítill. Grind er sett þannig
saman að höggpúðar úr gúmmí
eru á samskeytum, einnig á sam
skeytum yfirbyggingar og grind-
ar og dregur það úr titringi á
yfirbyggingu. Öryggisútbúnaður
er með fullkomnasta hætti sem
nú þekkist og hátalarakerfi er
um bifreiðina. Hitakerfið er ný-
stárlegt og hitar alla bifreiðina
jafnt. Fulllestuð vegur þessi bif-
reið sama og fyrri svefnvagnar
Norðurleiðar þ. e. um 9 tonn, en
eldri bifreiðirnar vega það tóm-
ar. Vélin er 120 ha. dieselvél, og
mun eyða sem svarar 23—25
lítrum á hverja 100 km. Hingað
kominn kostar bíllinn um 400
þús. kr.
Það var Skarphéðinn Eyvinds-
son, sem hafði orð fyrir þeim
Norðurleiðamönnum og lýsti bif-
reiðinni. Auk hans tóku nokkrir
gestanna til máls og árnuðu
Norðurleið heilla með hinn nýja
vagn.
vig.
Vörusala Verzlunarfélags
v.-Skaftf. um 10 millj. kr.
AÐALFUNDUR Verzlunarfélags
Vestur-Skaftfellinga, var hald-
inn í Vík laugardaginn 7. júní
s.l.
Varaformaður félagsins, Bjarni
Bjarnason, hreppsstjóri í Hörgs-
dal, setti fundinn og stjórnaði
honum.
Fundinn sátu auk stjórnar og
framkvæmdastjóra, endurskoð-
endur, 25 fulltrúar frá 7 félags-
deildum og maigir gestir víðs
vegar að úr héraðinu.
Framkvæmdastjórinn, Ragnar
Jónsson, flutti skýi-slu um hag
félagsins og rekstur þess á síðast-
liðnu ári.
Vörusala þess var tæpar 10
millj. króna og hafði aukizt um
tæpl. 1,7 millj. frá árinu áður.
Útistandandi skuldir hækkuðu
ekki á árinu, en innstæður í inn-
lánsdeild og reikningum hækk-
uðu um kr. 700 þús. Samþykkt
var að greiða 5% arð af ágóða-
skyldri vöruúttekt félagsmanna,
og leggja upphæðina í stofnsjóð.
Úr stjórninni áttu að ganga,
Páll Pálsson, Litlu-Heiði og Ás-
geir Pálsson, Frarnnesi. Voru
þeir báðir endurkjörnir. Sr.
Jónas Gíslason í Vík, var endur-
kjörinn endurskoðandi.
Miklar umræður urðu á fund-
inum, áðallega um samgöngumál
Vestur-Skaftfellinga og búnaðar
mál.
Aðalfundurinn skoraði á vega-
málastjóra og ríkisstjórn að end-
urbyggja brúna á Hóimsá í Skaft
ártugu þar sem hún er mjög úr
FLRDIMAND
Samræmd þjónusta
L
sér gengin og að heita má ófær
öllum stórum bifreiðum, enda
byggð fyrir hestvagna í upphafi.
Fundurinn þakkaði þingmarini
Vestur-Skaftfellinga fyrir fram-
göngu hans í því að fá rannsakað
hafnarstæði við Dyrhólaey, og
skoraði jafnframt á stjórn vita-
og hafnarmála, að Iáta nt þegar
skera úr því ,hvort kleift muni
að gera þar höfn.
Þá mótmælti fundurinn harð-
lega þeim aðgerðum búnaðar-
þings s.l. vetur þar sem það
leggur til að hækka til helminga
búnaðarmálasjóðsgjaldið og
leggja 5 króna skatt á hvern
áburðarpoka, sem keyptur er frá
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi. Þessu taldi fundurinn að
búnaðarþing gæti ekki ráðið
nema í samráði við bændafélög
um land allt.
Á fundinum var kosin nefnd til
þess að semja tillögur um fram-
leiðslu og verðlagsmál. Nefndin
skilaði eftirfarandi ályktun:
1. Fundurinn mótmælir harð-
lega þeim gífurlegu hækkunum,
sem í vændum eru á rekstrar-
vörum landbúnaðarins, svo sem
áburði, kjarnfóðri, benzíni og
landbúnaðarvélum.
2. Fundurinn lítur svo á, að
hlutur bænda hafi verið mun
lakari en annarra stétta undan-
farin ár, og telur að ýmsir liðir
í verðlagsgrundvellinum þurfi
leiðréttingar við. Jafnframt
krefst fundurinn þess af stéttar-
sambandi bænda, að það sjái um,
að fullt tillit verði tekið til hækk
unar á rekstrarvörum landbún-
aðarins þegar verðlagsgrund-
völlurinn verður saminn í
haust.
3. Fundurinn skorar á fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, að
það hagi verðlagningu afurðanna
þannig, að hún verði til þess að
örva framleiðslu þeirra afurða,
sem seljanlegastar eru á hverjum
tíma.
Verzlunarfélag Vestur-Skaft-
fellinga er 7 ára gamalt. Formað
ur þess hefur frá upphaíi verið,
Björn Runólfsson, fyrrv. hrepps-
stjóri í Holti á Síðu, en hann,
varð áttræður 11. þ.m. Fram-
kvæmdastjóri þess hefur einnig
verið frá upphafi, Ragnar Jóns-
son frá Hellu.