Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. júní 1958 MORGUNBLAÐIÐ 13 Aðalfundur Fylkis, félags ungra Sjálfstœðismanna á ísafirði 35 nýir meðlimir gengu i félagið Frá flugvellinum í Tulsa. Við flugvirkjanám í Bandaríkjunum Rætt við Lárus Gunnarsson Framh. á bls. 18. Hin nýkjörna stjórn Fylkis. Aftari röð, talið frá vinstri: Jón Karl Sigurðsson, gjaldkeri; Guðfinnur Magnússon, formaður; Gaiðar S. Einarsson, varaformaöur. Fremri röð frá vinstri: Olga Ásbergsdóttir, varastj., og Helga Þórðardóttir, ritari. Á mynd- ina vantar Grétar Steinsson, meðstjórnanda. SÍÐA'STLIÐIÐ IV2 ár hefur Lár- us Gunnarsson dvalið i Tulsa, Oklahoma, í Bandarikjunum við flugvirkjanám. Flugvirkjun mun ekki vera kennd hér heima, og verða því þeir, sem æskja þess að leggja flugvirkjun fyrir sig að leita utan. Lárus er nýkom- inn að vestan, og átti ég eftirfar- andi viðtal við hann fyrir skömmu, þar sem hann segir síð- unni nokkuð frá dvöl sinni í Bandaríkjunum. — Hvað voruð þið margir við flugvirkjanám héðan að heiman. þegar þú fórst frá skólanum? — Við vorum 9, 6 frá Reykja- vik, 1 frá Hafnarfirði og 2 frá Keflavík. — Var margt útlendinga í skól- anum? — Nei. Við vorum einu nem- ' •>f aðalgötunum í Tní endurnir frá Evrópu. Nokkrir voru frá Suður-Ameríku, en langflestir voru Bandaríkjamenn. Margir Bandaríkjamannanna voru fyrrverandi hermenn. Sum- ir höfðu barizt í Kóreustríðinu og á fleiri stöðum, aðrir verið í herstöðvum erlendis. Ríkið greið- ir skólakostnað fyrir þessa menn, veitir þeim 110 dollara á mánuði. Fjölskyldufeður, en þeir voru ekki allfáir, fá þó lítið eitt hærri „styrk“. — Geturðu sagt okkur í stuttu máli, hvernig náminu er hagað? — Námið er bæði verklegt og bóklegt. Skólatíminn er frá 8 árdegis til 2.30 síðdegis. Fyrsti mánuðurinn er nokkurs konar undirbúningur undir það, sem á eftir kemur. Þá kemur alveg sér- stakur undirbúningur undir mót- orfræðina, og síðast er mótorinn tekinn fyrir rækilega á sérstöku verkstæði, sem skólinn á. Þá er gengið undir próf í mótorfræð- inni við sjálfan skólann Það er samt ekki nóg. Lokapróf er íekið hjá bandarísku flugumferðar- stjórninni (CAA). Hlýtur nem- andinn þá réttindi sem „Power- plant mechanic“, þ. e. réttindi til þess að gera við algengustu teg- undir flugvélamótora. Eftir þetta er „skrokkurinn" tekinn fyrir á svipaðan hátt og mótorinn. Þar er komið inn á t. d. plötusmíði og logsuðu, og megum við vera viðbúnir að þurfa að smiða og laga til sjálfir ýmsa hluti „skrokksins“. Prófað er á sama hátt og áður, og eftir prófið hjá CAA hefur nemandinn rétt- indi sem „Airframe mechanic“. — Hvers konar vélar fengust þið aðallega við? — Skólinn á sínar eigin fiug- vélar, mótora og yfirleitt ailt, sem viðkemur flugi. Flestar eru þetta gamlar vélar. . svoneíndar „trainers", af gerðinni PT-13. Orrustuflugmönnum er kennt á þessar vélar, áður en þeim eru fengnar í hendur eiginlegar orr- ustuflugvélar. Oft er það -vo, að vélarnar laskast meira og minna, meðan á kennslufluginu stendur. Verður ósjaldan að taka þær al- veg upp, og er þá upplagt að nota þær í flugvirkjaskólanum. — Unnuð þið nokkuð í sam- bandi við námið? — Já, við unnum 4 tíma á dag og fengum fyrir það rúman doll- ara á tímann. Vinnan var að vísu ekki alltaf í beinu sambandi við námið. Við vorum t, d. látnir halda húsakosti skólans við, eftir því sem við varð komið. — Hve langan tima tekur nám- ið? — Það, sem ég tók fyrir, tók 14 mánuöi. Skóiinn veitir enn- fremur kennslu í „flight-engine- er“, en það er nokkurs konar sér_ menntun sem vélamaður. Það | nám tekur 4 mánuði. Emnig er kennd meðferð mælitækja, 8 mánaða nám, svo eitthvað sé nefnt. í — Er námskostnaður mikill [ þar vestra? — Skólagjaldið er 60 dollarar á mánuöi, en fæði og húsnæði kostar um 70 dollara á mánuði. Skólinn veitir þó þeim, sem það vilja, húsnæði fyrir 15 dollara á mánuði, en fæði verður maðui alla vega að verða sér úti um sjálfur. — Hljótið þið einhvern styrk eða lán við námið? AÐALFUNDUR „Fylkis“, F, U. S. á ísafirði var haldinn að Upp- sölum laugardaginn 7. júní sl. Formaður félagsins, Guðfinnur Magnússon sýsluskrifari, setti fundinn, bauð fundarmenn vel- komna og las upp 35 inntöku- beiðnir, sem borizt höfðu, og voru þær allar samþykktar samhljóða. Eru félagsmenn í „Fylki“ nú um 100 talsins. Fundarstjóri var kjörinn Al- bert K. Sanders og fundarritari Helga Þórðardóttir. Þá fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og lagð- ar voru fram og samþykkar til- lögur fráfarandi stjórnar um breytingar á lögum félagsins. Kjörin var ný stjórn fyrir félagið, en hana skipa: Guðfinnur Magn- ússon, formaður; Garðar S. Ein- arsson, verzlm.; Helga Þórðar- dóttir, póstafgrm.; Jón Karl Sig- urðsson, afgrm. og Grétar Steins- son, nem. Varastjórn: Jens Kristmanns- son, Olga Asbergsdóttir og Birgir Baldursson. — Endurskoðendur voru kosnir Árni Höskuldsson og Rúnar Steindórsson. Að því loknu hófust almennar umræður. Aðalræðurnar íluttu Jóhannes Árnason, erindreki S. U. S. og Matthías Bjarnason, bæjarfulltrýi. Jóhannes ræddi nokkuð þau mál, sem efst eru á baugi hjá stjórn S. U. S., færði félaginu árnaðaróskir af hálfu sambandsstjórnar og kvað æski- legt, að sem nánast samstarf tæk ist með stjórn S. U. S. og félögum ungra Sjálfstæðismanna í dreif- býlinu um að efla samtökin og starfsemi þeirra með því m. a., að gangast fyrir stjórnmálanám- skeiðum, umræðufundum og sam komum. Þá vék hann að afskipt- um íslenzkrar æsku af stjórn- málum og lagði áherzlu á, að framtíð þjóðarinnar stafaði hætta af þeirri sundrung, tortryggni og miskunnarlausu baráttu stétta og hagsmunasamtaka, sem einkenndi íslenzkt þjóðlif í dag á tímum úrræðalausrar vinstri stjórnar, sem nyti þverrandi trausts með þjóðinni. Kvað hann unga Sjálf- stæðismenn hafa hér mikilvægu hlutverki að gegna, þar sem væri öflug sameining íslenzkrar æsku og þjóðarinnar í heild undir merki Sjálfstæðisstefnunnar, sem ein íslenzkra stjórnmálastefna væri þess megnug og vildi fara þá leið, að vinna að gagnkvæm- um skilningi þjóðfélagsstéttanna á hagsmunum hverra annarra undir kjörorði Sjálfstæðismanna: Stétt með stétt. Hvatti hann fundarmenn til þess að leggja sig fram í markvissri baráttu að því marki. Næstur tók til máls Matthías Bjarnason og flutti yíirlitsræðu um stjórnmálaflokkana íslenzku. Ræddi hann um stefnu hvers þeirra um sig, kosti þeirra og galla, hvaða baráttuaðferðum þeir beittu og hvernig stefnur þeirra reyndust í framkvæmd. Þá talaði hann um landhelgis- málið og kvað þjóðinni nauðsyn að standa einhuga saman í því mikilvæga máli, ef sigur ætti að vinnast. Öll innbyrðis sundr- ung og ábyrgðarleysi væri til þess eins að veikja málstað ís- lands. Aðrir ræðumenn voru Albert K. Sanders, Guðfinnur Magnús- son, form. og Guðmundur Hall- dórsson, sjóm. Að loknum fund- inum var svo almennur dans- leikur að Uppsölum á vegum fé- lagsins. Hafa ungir Sjálfstæðismenn á ísafirði mikinn hug á að efla og styrkja félag sitt sem mest og stuðla að vaxandi áhuga unga fólksins á þjóðfélags- og menn- ingarmálum með því að halda uppi fjölbreyttri félagsstarfsemi í kaupstaðnum. Er i ráði að efna til stjórn- málanámskeiðs á ísafirði á veg- um S. U. S. á hausti komandi, ennfremur verður þá væntanlega haustmót ungra Sjálfstæðis- manna. Þá er í athugun að fara hópferð á vegum félagsins á þing Fjórðungssambands Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum, sem haldið verður í Bjarkarlundi 12—13. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.