Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. júli 1958 MOPCT’vnr ioih 3 i Sr. Jónas Císlason í Vík: Réttlættir fyrir Guði Matt. 5, 20—26. HVERJIR voru farísearnir? Okk- ur hættir oft til þess að gera okk- ur skakkar hugmyndir um það vegna þess að Jesús dæmir þá oft hart. Sennilega hafa sjaldan verið uppi menn, sem vönduðu jafnt hina ytri breytni og þeir. Þeir gengu manna lengst í því að reyna að halda allt lögmál Guðs. >eir gerðu mjög strangar kröfur til sjálfra sín, og líf þeirra og breytni var að mörgu leyti til fyrirmyndar. Samt dæmir Jesús þá svo harð- lega og álasar þeim. Hvers vegna? Það var ekki vegna þess, að honum væri hin góða breytni þeirra þyrnir í aug- um. Slíkt væri auðvitað futlkom- in fjarstæða. Það var allt annað, sem hann gagnrýndi þá fyrir. Faríseunum hætti til þess að ofmeta sjálfa sig. Þeim hætti til þess að hrokast upp í sjálfrétt- læti og telja sig langt upp yfir aðra menn hafna, miklu betri og fullkomnari. Þá skorti auðmýkt. Og þeim nægði ekki einu sinni að hafa allt lögmál Guðs. Þeir höfðu bætt við það ótal mannaboðum, þannig að sjálfur kjarni lögmáls- ins var þeim hulinn. Og þeir voru sannfærðir um það, að með hinni góðu breytni sinni gætu þeir áunnið sér rétt- læti frammi fyrir Guði. Þegar farísearnir heyrðu svo boðskap Jesú Krists, þar sem hann sagðist vera kominn til þess að -frelsa syndara, þá sneru þeir baki við honum. Þeir þurftu ekki á honum að halda. Þeir voru eng- ir syndarar. Hann gat ekki verið Messías, hinn fyrirheitni Guðs. En Jesús gerði engan slíksn greinarmun á mönnum. Hann sá auðvitað þann mun, sem var á lífi og breytni mannanna, mælt á mannlegan mælikvarða. En hann vissi hitt, að allir voru þeir syndarar framrni fyrir Guði, höfðu brotið gegn viija hans og þörfnuðust þvi náðar hans og miskunnar. Og hann flutti fariseunum einn ig þennan sama boðskap. Þess vegna risu þeir öndverðir gegn honum. Þessir voru farísearnir, sem Jesús talar um í guðspjallj dags- ins. Það eru áreiðanlega fáir menn, sem hafa fágað líf sitt og breytni jafnt og þeir. Þeir voru því eftir mannlegum mælikvarða öðrum mönnum réttlátari. Samt nægði það þeim ekki að dómi Jesú. Þar þurfti meira til. Og Jesús segir .pkkur, að rétt- læti okkar þurfi að taka réttlæti þeirra langt fram, ef við eigum að komast inn í himininn. Þeir eru margir enn í dag, sem hafa svipaða afstöðu til Guðs og farísearnir. Þeir vilja sjáifir reyna að ávinna sér réttlæti frammi fyrir honum með lífi sinu og breytni. Þeir vitja halda allt lögmál Guðs og þannig verða launa verðir hjá honum. Ef við uppfylltum réttlætið og héldum allt lögmál Guðs, eða ef við gætum bætt fyrir öll brot okkar gegn Guði, þá gætum við réttlætt okkur sjálf. En við mennirnir getum hvor- ugt. Enginn sá maður er til, sem getur haldið allt lögmál Guðs. Lesum fjallræðuna og lítum á þær kröíur, sem Jesús þar gerir til okkar um breytm Hver hefur haldið það allt? Enginn. Og sá er heldur enginn til, sem geti bætt fyrir eigin brot sín gegn Guði. Það, sem v.ið gerum gott, er aðeins uppfylling boða Guðs og bein skylda okkar. Og Jesús segir okkur, að það séu lélegir þjónar, sem aldrei gera nema skyldu sína. Og það lítið, sem við gerum gott, er í veikleika gjört. Það getur aldrei bætt upp brotin, sem við brjótum. Við get- um aldrei éignazt nein aukagóð- verk fram yfir það, sem okkur er skylt að gjöra gott, þannig að þau geti lagzt inn á reikning okk- ar hjá Guði til skuldajöfnunar við synd okkar. Frá fyrstu tíð hafa mennirnir reynt að finna friðþægingarmeð- ul til þess að réttlæta sig fyrir Guði, en án árangurs. Alit það, sem mennirnir fundu upp á, var einskis nýtt í þeim tilgangi. Þeir gátu aldrei unnið sér réttlæti fyrir Guði. Lögmálsleiðin til Guðs er lok- uð okkur syndugum mönnum. Þess vegna kom Jesús Kristur í heiminn. Hann opnaði fórnar- leiðina til Guðs með þvi að órna sjálfum sér okkar vegna. Hann er sá eini, sem hefur uppfyllt allt lögmálið. Hann er hinn eini, sem hefur áunnið sér rétílæti fyrir Guði. Og með því að hann af fúsum vilja tók á sig synd okkar og sekt og um leið hegn- ingu hennar, getur Jiann gefið okkur réttlæti sitt i staðinn. Þann ig getum við réttlætzt fyrir Guði. Guð tilreiknar okkur réttlæti Jesú Krists. Þess vegna er Jesús Kristur frelsari okkar. Hann kom í heim- inn til þess að ljúka upp fyrir okkur leiðinni heim til Guðs, sem áður var okkur lokuð. Hann er sjálfur vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sumir menn eiga erfitt með að sætta sig við þennan boðskap Jesú Krists. Þeim finnst of iítið úr sér gjört. Þeir vilja sjálfir ávinna sér réttlæti sitt fyrir Guði. En orð Guðs flytur þeim hin sömu orð frá Jesú og fariseun- um. Fyrir Guði réttlætist sá einn, sem tilreiknað er réttlæti Jesú Krists. En hver eru þá skilyrðin frá hálfu Guðs, til þess að við menn- irnir eignumst hlut i réttlæti Jesú Krists? Eða eru þau ef til vill engin? Trúin er skilyrði réttlætingar- innar. Við þurfum að trúa á Jes- úm Krist sem frelsara okkar. Og trú okkar þarf að bera sér vitni í lífi okkar. Jesús Kristur ávann okkur ekki hjálpræði til þess, að við gætum áhyggjulaust haldið áfram að brjóta boð Guðs. Hann kom þvert á móti til þess að leysa okkur undan ánauðaroki syndarinnar. Þess vegna hlýtur trúokkar að bera vitni þeim Guði, sem í náð sinni og kærleika hefur tekið okkur að sér sem sín börn, réttlætt okkur fyrir son sinn, Jes- úm Krist, án eigin verðskuldun- ar. Það er einmitt þetta, sem Jesús vill segja okkur í guðspjalli dags- ins. „Ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimann- anna og faríseanna, komizt þér alls ekki inn í himininn.“ Þarna talar hann um þá trú, sem ber ávexti réttlætinu sam- boðna, lifandi trú. Réttlæti farí- seanna var ekki sprottið af trú, heldur af þeirra eigin verkum. Það var réttlæti hið ytra, en ekki hið innra, réttlæti fyrir mönnum, en ekki fyrir Guði. Það er ekki slíkt réttlæti, sem Jesús Kristur krefur af okkur. Hann krefst réttlætis, sem fær ekki aðeins staðizt frammi fyrir mönnum, heldur einnig fyrir Guði sjálfum, það réttlæti, sem lifandi trú gjörir okkur móttæki- leg fyrir. Þetta tvennt má aldrei sundur- skilja. Þegar Jesús krefst rétt- lætis krefst hann um leið þeirrar trúar, sem gerir okkur fært að taka á móti réttlæti Guðs. Þegar hann krefst af okkur trúar, krefst hann um leið réttlætis og hlýðni við boð Guðs, lifandi trúar, sem ber ávöxt í kærleika Enginn maður verður réttlátur í fullum skilningi í þessu lífi. Enginn maður verður réttlátur fyrir eigin tilverknað. En þegar við í trú á Jesúm Krist tileink- um okkur friðþægingu hans. til- reiknar Guð okkur réttlæti Jesú Krists. Þá erum við réttlætt fyrir Guði. Jónas Gíslason. Krossneslaug GJÖGRI, Ströndum, 11. júlí. — Sundnámskeið fyrir börn var haldið í Krossneslaug að venju. Átti sundkennslan að standa yf- ir í hálfan mánuð, en hætta varð eftir nokkra daga vegna þess að flest börnin, 21 að tölu, veiktust. Þau fengu mikinn hita, kvalir í eyrun, beinverki og kvef. — R. Ungu sjómennirnir og áhöfnin á Víkingi RE 240 Kokkurinn vann af þeim tyggigúmmíið í póker, svo þeir œtu matinn sinn Á luðuveiðum á vegum Æskulýðsráðs og Vinnuskólans — Við vorum vaktir á ræsi og þó að setja í land eftir að þeir áttum að vera komnir upp á glasi. Þið skuluð ekki láta það á ykkur fá, lesendur góðir, þó þessi setning fari fyrir ofan garð og neðan hjá ykkur. Þetta ku vera sjómannamái, og blaða- maður Mbl. skildi það ekki heid- ur, þegar hann bað 14 stráka, sem voru að koma af lúðuveiðum á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík- ur og Vinnuskóla Reykjavíkur, um að segja sér ofurlítið frá ferð inni. Þetta voru 13—15 ára garr.lir strákar, komnir á skrifstoiu Æskulýðsráðs til að sækja hlut- inn sinn eftir fjórar sjóferðir kr. 1006.00. Alls fiskaði skipið á þessum fjórum vikum fyrir 47.000 krónur, og 37% af því kom í hlut ungu sjómannsefnanna. Farar- stjórinn og leiðsögumaður drengj anna var Hörður Þorsteinsson. Og nú skulum við gefa strák- unum orðið. — Mér fannst nú bezt þegar valt sem mest. Þaö er sjóhetjanl sem talar, sá eini sem aldrei fann til sjóveiki. Allir hinir komust i meira . _ i kynni við þann vágest, en allir hörkuðu þeir af ; sér og stóðu sina vakt. Tvo varð I voru búnir að berjast netjulegri baráttu við sjóveikina í samfleytt hálfa aðra viku. og tapaði því öllu. En kokkurinn skilaði mér því aftur, þegar við komum í land. — Já, tyggigúmmíið tekur al- veg frá þeim lystina, jafnvei þeim, sem ekki eiga það — þeir öfunda svo hina. Kokkurinn, Sig- mundur Kristmundsson, gefur Lúðan ísuð í lestinni — Kokkurinn var ágætur. — Hann kenndi okkur meiió að segja að spila póker Við spil- uðum upp á rúsínur, sveskjur og tyggigúmmí. —. Ég fór með 10—li plötur Strákarnir standa í röð við borðstokkinn og veiða á handfæri þessa skýringu — Þegar strák- 1 arnir vort komnii i bólið, bjrj- uðu venjulega að heyrast smellir úr sumum kojunum. — Allt tyggigúmmí verður bannað næst, úrskurðaði Hörður Þorsteinsson. — Við vorum á fjögurra tíma vöktum, 4 tíma í koju og 4 tima á dekki. Stærsta lúðan kom á stýrimannsvaktinni. Hún var rúm 300 pund. Við settum í hana haka og ífærur og hifðum hana um borð. Við fengum líka „rottufisk" (almennur hlátur og steinbíturinn var svo lúsugur að við hættum við að borða hann. — O-o, kokkurinn sagði að við hefðum fengið hann í kássu. Á nóttunni elduðum við sjálfir. — Það gekk stundum vel. — Ja-á, oftast nær. — Ég hef nú ábyggilega þyngst. — En ég hef mjókkað. — Einu sinni kom hvalur næst- um upp undir bátinn. Og einu sinni sáum við helling af selum, tólf stykki. — Þið verðið líklega ekki í vandræðum með að lýsa selnum, ef þið fáið það verkefni á prófi? — Nei, henn er eins og belja, vantar bara fæturna. — Hann hefur heldur ekki horn. Og svo vantar á hann eyr- un. — Ætlið þið ekki allir að verða sjómenn? — Ég er ekkem sérlega hrifinn af því. En þessi — þessi síbros- andi — hann er alveg upplagður sjómaður, enda er pabbi hans stýrimaður. Hann er ákveðinn að fara á sjóinn. Einn er líka búinn að ráða sig á handfæri og annar er að athuga með togarapláss á móti öðrum. Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.