Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. júK 1958
n r T’ v n r 4 n i j)
9
a u m
o r
u m
s a g t
Hvi þá ekki oð láta jboð dynja
á þeim, sem í kistunum lágu?
Samtal (i tveim þáttum) v/ð
Vigfús Jónsson
i.
Það munaði litlu, að Vigfúsi
Jónssyni yrði að ósk sinni. Þeg-
ar samtali okkar var lokið í fyrri
viku, sagði hann eitthvað á þessa
leið: — Ég vona þetta rabb
okkar komist aldrei á prent; ég
vona þú týnir blöðunum og gleym
ir því, sem þú ætlaðir þér að
muna. I þeirri vissu fer ég vestur.
Það fór eins um þessa ósk og
margar aðrar: Hún rættist ekki.
Mbl. í dag toer þess vitni. — En
hver er þessi maður, sem Mbl.
minnir svo óþyrmilega á von-
blekkingu lífsins, hver er hann
þessi ókunni, hógværi ferðalang-
ur, sem hefur ekki annað tak-
mark í svipinn en komast „vest
ur“? Ég veit það ekki, mér láð
ist að spyrja þessar mínútur, sem
ég sat og hlustaði á hann, en
þegar hann talar um „vestur
hefur hann Hellissand i huga, svo
mikið veit ég. Þar hefur hann
búið í rúma hálfa öld og þegar
hann fór hingað suður í fyrri
viku til að halda upp á 75 ára
afmæli sitt, var það ekki vegna
þess að Sandur hefði glatað sínu
gamla seiðmagni, ónei, hann var
á sínum stað í hjarta Vigfúsar
Jónssonar. En Reykjavík átti líka
sínar björtu hliðar: hér biðu hans
13 börn og ef grunur minr. er rétt
ur, á hann einnig 39 barnabörn
einhversstaðar í pokahorninu.
Það hefur margur færri að hugsa
um í ellinni: — En oft var þetta
líka erfitt, ojú, það var erfitt með
köflum, en hví ætti ég að vera
að tala við þig um erfiðleika?
Ekki hef ég misst son í sjóinn,
ekki hef ég þurft að horfast í
augu við sorgina, þegar hún kem-
ur einn góðan veðurdag og segir:
Sonur þinn, jú sjáðu til . . . Onei,
það voru aðrir, ég sá þá stund-
um hverfa í útsogið. Það var eins
og það væri kallað á þá, það var
eins og þeir ættu heima í öldunni.
Sumir komu aldrei aftur. Það
bar oft bráðan að, ojújú; þá hafði
ég mikið að gera, þá urðum við
oft þreyttir við Gústi minn Páls-
son, unnum dag og nótt að því
að smíða líkkistur, þetta fimm
og sex og kannski eina í viðbót
eða tvær, ef nýir menn skjluðu
sér á fjöruna. Ætli ég muni ekki,
þegar Heppinn Lofts Loftssonar
fórst í lendingu með 9 manns;
8 rak á land en sá níundi er enn
einhversstaðar í bárunni. Svona
var það í gamla daga, já svona
var það. Einu sinni fórust þeir 5
saman á pramma úr Krossavík,
á þurru landi að ég kalla. Þeir
ætluðu að bjarga bát, sem þeir
áttu í festum í víkinni. Þeir fóru
á áralausum pramma og hugð-
ust skutla honum fram að
bátnum, en straumurinn tók þá
og bar út úr víkinni. Við sáum
til þeirra, þar sem þeir stóðu á
prammanum og héldu í öxlina
hver á öðrum, unz yfir lauk. Við
sáum þegar skuggi þeirra hvarf
í ölduna. Og svo var allt hljótt
og við Gústi löbbuðum heim að
smíða líkkistur. Ojú, því miður
urðu mörg slys fyrir vestan og
oft með svo undarlegum hætti,
að engu var líkara en — ja, hvað
eigum við að segja, — að ein-
hver hafi gripið í taumana.
— Onei, ég hef eiginlega aldrei
stundað neina aðra atvinnu en
trésmíðar og þau eru orðin nokk-
uð mörg húsin sem ég hef reist,
svo ekki sé talað um bátana og
líkkisturnar. Þær eru víst orðnar
hátt á fjórða hundrað, ég man
það nú ekki glöggt, en get sýnt
þér það, ef þú kemur heim. Ég
hef töluna einhversstaðar í
gömlum plöggum. Ja, innan
brjósts? Mér hefur alltaf liðið
ágætlega, hvort sem ég hef smíð-
að líkkistur eða hús. Ég skal þó
viðurkenna, að mér var heldur
illa við þetta starf í fyrstunni, en
svo vandist það eins og annað.
Fyrst framan af var ég einnig
líkmaður og leiddist heldur að
handfjalla þá dauðu. En það
komst lika upp í vana, og af
einhverju þurfti maður að lifa
með fullt hús af börnum og þröng
an búskap, eins og þá var títt.
Maður fór ekki í sparifötin og
setti upp ísbara, onei, það var
eitthvað annað. Menn þurftu að
hafa mikið fyrir lífinu, vinna
eins og fjandinn sjálfur, berjast
fyrir hverjum bita. Og það datt
engum í hug að mögla. Það var
nú einu sinni venja vestur á
Sandi og í sveitinni í kring, að
sá sem smíðaði utan um, var
sjálfkjörinn líkmaður. Það var
gagnslaust að muðla, það datt
engum í hug að viðurkenna ótta
eða ógeð eða neitt því um líkt
— stoltið sjáðu til. Við eigum
nóg af því í þessu landi, annars
værum við sennilega löngu orðn-
ir til — og í hæsta lagi d>sja0ir
við eitthvert kirkjuhornið. — En
afskiptum mínum af dauðum
samborgurum var ekki lokið með
þessu — onei. Heldurðu ekki, að
ég hafi fengið að gaula yfir þeim
líka. Jú, sjáðu til, yfirvöldin
komust á snoðir um, að það var
söngur i báðum ættum mínum,
eitthvað í blóðinu, ótamið, sem
enginn gat haft hemil á — og hví
þá ekki að láta það dynja á þeim
sem í kistunum lágu? Þeir voru
hvort eð er búnir að fá nóg af
mér, einn sálmur gerði hvorki
til né frá. — Og nú faer söng-
náttúra þessarar undarlegu ætt-
ar útrás á tveimur stöðum: Ég
syng í Ingjaldshólskirkju og Sig-
urður Ólafsson, systursonur
minn, í útvarpið.
— Onei, þeir hafa aldrei látið
mig kenna á því, ég hef aldrei
orðið fyrir ásóknum dauðra
manna. Þrisvar hafa þeir vitjað
mín í draumi og þakkað mér fyr-
ir hjálpina, en aldrei hef ég orðið
var við neitt „óhreint“, þurfti
að vísu einu sinni að snúa hefil-
bekknum mínum, því mér leið
hálfilla, veit ekki af hverju,
fannst eins og einhver stæði fyrir
aftan mig og tæki í mig. Ég
slökkti olíuljósið, kveikti síðan
aftur og sneri bekknum — og þá
var allt horfið. Þetta er afskap-
lega ómerkileg draugasaga, en
önnur svokölluð undur þekki ég
ekki úr mínu lífi.
Ég viðurkenndi fyrir sjálfum
mér, að þetta væri heldur ó-
skemmtilegt umræðuefni, ekki
sízt í dagblaði sem nær til 90
þúsund lesenda og á að skemmta
þeim öllum í einum kór. Og svo
á þetta ekki við um hásumarið,
þegar sól skín í heiði næstum
allan sólarhringinn. En ég fann
jafnframt, að hugur minn var
kominn vestur á Sand og þar var
hann orðinn fullur af vetri og
myrkri og líkkistum. Ég vildi fá
meira að heyra og lét lesendur
Mbl. því lönd og leið:
— Hvað þurftirðu nú að gera,
þegar þú byrjaðir á kistusmíð-
inni?
— Taka mál! Það smíðaði eng-
inn líkkistu í gamla daga án þess
að taka mál af skrokkunum, en
nú eru bara seldar ákveðnar
héðan að sunnan, efnisleysið ætl-
ar að drepa okkur úti á landi.
En það er ágætt að skipta við
þá hér, þeir eru fljótir að þessu,
það er einhver munur eða við,
sem höfum þurft að smíða allt
fyrir hönd, skrautið líka: síðustu
geisla sólarinnar á höfðagafl, út-
runnið stundaglas á fótgafl;
svo voru kransar á loklista og
laufaskurðir undir. Þetta skraut
lagðist þó af, skömmu eftir að
ég kom vestur á Sand. Það var
ekki vegna þess að virðingin fyrir
dauðanum hefði minnkað, heldur
hafði smekkurinn breytzt. Hvað
þær kostuðu? Það var misjafnt,
lítið framan af. Fyrst eftir að
ar ég hóf námið. Ég vann því lítið
við sjálfa bygginguna, en smíð-
aði skólaborðin; þau voru öll
smiðuð á verkstæðinu heima í
Kirkjuhvoli á veturna. Verkstæð
ið var í litlu húsi við Kirkjuhvol,
sem Jakob Sveinsson trésmíða-
meistari hafði átt og Jón keypti
eftir hans dag. Jakob var nýfall-
inn, þegar ég kom til Jóns. Jón
byggði sjálfur Kirkjuhvol og bjó
þar. Ég vann við að reisa það
ágæta hús, það þótti stórt á sinni
tíð og var eina íbúðarhúsið í
bænum, sem hafði miðstöðvar-
hitun. Einnig vann ég við hús
Ásgeirs konsúls Sigurðssonar í
Suðurgötu. Það var reist 1901—2,
að mig minnir, og var kallað í
Sunnanfara „snotrasta húsið í
bænum“. Ég held Jón hafi teikn-
að það sjálfur. Hann var teiknisti
mikill og gerði uppdrætti að
flestum þeim húsum, sem hann
smíðaði.
Ég spurði Vigfús hvernig geng-
ið hefði að smíða þessi hús, hvort
það hefði ekki oft verið erfitt.
Hann svaraði:
— Onei, þetta gekk ágætlega,
þótt verkfæri væru af skornum
Vigfús Jónsson: — Komdu með mér vestur á Sand.
ég kom vestur mátti ég ekki taka | skammti og vélar engar. Við unn-
j meira en 24 krónur fyrir að
j smíða utan um hreppsómaga. Það
I var víst gamalt lag. Á þessum
árum voru mörg gamalmenni og
I þurfalingar vestur á Sandi og
þeir dóu auðvitað eins og aðrir —
ojá, ekki síður. Þú getur séð, að
það hefur ekki alltaf verið ábata-
i samt starf að bíða eftir því, að
einhver dæi.
II.
Við Vigfús lögðum nú þetta
umræðuefni á hilluna og ég fór
að spyrja hann um ýmislegt ann-
að, sem á daga hans hefur drifið.
Hann var hér í Reykjavík á náms
árum sínum og þótti mér því rétt
að minnast á þau nokkrum orð-
l um. Ég spurði, hvar hann hefði
lært trésmíðar. Hann svaraði:
— Hjá Jóni Sveinssyni, bygg-
ingarmeistara hér í Reykjavík.
Það var rétt fyrir aldamótin.
Hann var þá einn helzti bygg-
ingarmeistari bæjarins. Ég var
lærlingur í fjögur ár, en fékk
þá sveinsbréf og fluttist síðar
vestur á Sand. Það var oft erfitt
hjá okkur meðan á náminu stóð,
kalt á veturna. Við hjuggum all-
ar húsgrindur að vetrinum og
reistum, þegar voraði og veðrið
fór að skána. Stærsta húsið, sem
stærðir, ætli það sé ekki kallað ég vann við hér í Reykjavík, var
„standard“-stærðir hér í Reykja- Miðbæjarbarnaskólinn, en þar
vík. Ég ætti víst að vita það, fæ var ég aðeins skamma stund, því
nú allar mínar kistur tilbúnar þeir voru að ljúka við hann, þeg-
um sleitulaust, þótt kaupið væri
lágt. Ef satt skal segja, þá hafði
ég raunar ekkert kaup meðan ég
var lærlingur hjá Jóni, en við
fengum fæði og húsnæði ókeypis
og bjuggum á heimili þeirra
hjóna í Kirkjuhvoli. — Ég hef
áður sagt þér, að ég fluttist vest-
ur á Sand 1904, vissi að þangað
vantaði góðan trésmið og þóttist
sjá brosandi framtíð í þessu litla
plássi. Þegar ég kom vestur á
Sand voru þar aðeins tvö timbur-
hús fyrir, en hitt voru allt mold-
arkofar. Ég held Sveinn Jónsson
trésmiður, sem var í Stykkis-
hólmi, hafi smíðað þessi hús.
Hann var bróðir Björns Jónsson-
ar ritstjóra, eins og þú kannski
veizt. Fyrsta húsið sem ég smíð-
aði á Sandi hét Hraunprýði. Þar
býr nú Sveinbjörn Benediktsson,
stöðvarstjóri. Sjálfur bý ég í
timburhúsi, sem ég flutti frá
Ólafsvík 1915 og gerði upp. Það
þótti sæmilegt hús í þann tíð en
erfitt var að flytja það og koma
því í gott lag. Ég varð að flytja
það 'á opnum bátum úr Ólafsvík.
Þeir voru margir sem léðu mér
hönd fyrir lítinn pening, en flest-
um borgaði ég þó eitthvað. Það
er nú einu sinni svo, að maður
vill ekki skulda neinum.
— Ojá, svona er nú þetta.
Á Sandi hef ég alið allan minn
aldur. Þar hefur mér liðið vel og
þar vil ég vera. Það hefur lítið
komið fyrir mig, mér hefur eigin
lega aldrei lagzt neitt til. Þó get
ég sagt þér frá dálitlu ferðalagi
með Björgúlfi Ólafssyni lækni í
Ólafsvík. Hann var þar aðstoðar-
læknir og urðum við miklir mát-
ar. Eitt sinn var hann sóttur út
í Sand og kom við hjá mér. Ég
átti lítið útvarpstæki, sem var
bilað, og ákvað því að fara með
Björgúlfi aftur til Ólafsvíkur og
láta séra Magnús Guðmundsson
gera við það. Séra Magnús hefur
alltaf verið aðalviðgerðarmaður
okkar. Þetta var ósköp ómerki-
legt ferðalag og eiginlega ætti
ég ekki að vera að segja þér frá
því, en mér er það nú einu sinni
minnisstætt, ég held það hafi
ekki munað miklu, að sjórinn
tæki mig í það skiptið: — Við
Björgúlfur urðum samferða inn-
eftir ásamt fylgdarmanni hans.
Undir Enninu var ekki fært, það
var vestan stórviðri, en þó ágæt
lög með köflum. Þegar ég kem
inn undir forvaðann undir Enn-
inu, fer ég á bak öðrum klárnum
og ætla að komast fyrir ytri
helluna, sem kölluð er, en hest-
urinn dettur, þegar báran skellur
á honum. Þá missti ég viðtækið
í sjóinn. Við komumst þó yfir að
aðalforvaðanum, og fylgdarmað-
ur læknis kemur sínum hesti fyr-
ir klöppina og sleppur vel. En
við Björgúlfur stönzum uppi á
forvaðanum, og ég' sæti fyrsta
færi á næsta útsogi að reka klár-
inn inn fyrir. En hann neitar
vendingu, svo ég fer á bak hon-
um og keyri hann eins og mér
var fært, kemst rétt inn fyrir
aðra klöppina, en þar stöðvast
klárinn og snýr rassi í báruna og
hún skellur yfir okkur og allt á
bólakaf. Þegar dregur undan okk
ur á næsta útsogi, er klárinn
dottinn á framlappirnar og ég
held hann sé brotinn, en svo var
þó ekki. Síðan komumst við heilu
og höldnu inn í Ólafsvík.
Ég spurði Vigfús að lokum,
hvort hann vildi ekki segja mér
eitthvað meira um þá gömlu,
góðu Reykjavík, sem hann þekkti
svo vel frá námsárum sínum.
Hann svaraði aðeins: — Onei,
ég ætla ekki að fara að lýsa
henni fyrir þér. En komdu með
mér vestur á Sand, þá geturðu
farið nærri um lífið í Reykjavík
á þessum árum.
M.
Amerísk hjón
búsett í New York-ríki óska að ráða
til sín stúiku í eitt ár. Þrennt í heimili.
' 9
Upplýsingar í síma 14578.
GBuggatíaEdavoal
CARDÍNUBÚÐIN
Laugaveg 28.