Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 2
MORcrnvnr 4»i*> Sunnudagur 13. júlí 1958 Ekki nóg að stöngin góð heldur verður línan að vera rétf FLEIRI og fleiri leggja nú stundá stangaveiði og mun nú meiri og aimennari áhugi fyrir stangaveiði en dæmi eru til áður. I öllum laxveiðiám landsins er hver veiði dagur umsetinn þegar snemma á vorin og verði einhver forföll, þá eru hundruð um boðið. Allir, sem einhvern tíma hafa handleikið veiðistöng, hafa heyrt nöfn eins og Milward og Handy stangir. Þær hafa algera sérstöðu þegar um er rætt hinar vandaðri gerðir veiðistanga, enda eru þetta heimsþekkt vörumerkj á sviði veiðistangaframleiðslu og gerð hverskonar tækja til þeirra. Nú er staddur hér á landi, kominn í laxveiðiför H.G.V. Mil- ward ofursti, sern er einn eigenda og framkvæmastj. Milward Fish ing Tackle Ltd. Hann er mikiil og gamalreynáur laxveiðimaður og hefur mikla þekkingu a smíðj og gerð veiðistanga. Hann fer vikulega til laxveiða 1 einni af helztu laxveiðiám Skotlands, Wye. Hér mun hann einnig renna í nokkrar ár. Mun hann fara til laxveiða með forseta íslands en honum hefur hann árlega sent laxafiugu. Voru þær lengi vei framleiddar undir nafninu Ice- land 'Sweep, en nú neita þessar flugur „President". Einn af tíðindamönnum Mbl. hitti Milward ofursta í gær, skömmu áður en hann var að leggja af stað út úr bænum. Hann ætlaði að veiða í Laxá í Leirársveit, síðan í Langá á Mýr- um. þá í Laxá í Þingeyjarsýslu, svo í Svalbarðsá og Hafralónsá, en þær eru báðar í Þistilfirði. Var ofurstinn með Sæmundi Stefáns- syni stórkaupmanni, sem heíuv umboð fyrir Milward hér á landi. Um laxveiðar almennt, komst Milward ofursti svo að orði, að flugulínur úr gerfiefnum t. d. terylene, sem nú hefði tekizt að framleiða með betri eiginleikum en gömlu silkilínurnar myndu vafalaust marka tímamót í þess- ari vinsælu íþrótt. Þær hafa þá kosti, að þær þola vern með- xerð en gömlu línurnar og þær fúna ekki þó þær séu á hjóiinu árið um kring. Þá sagði hann, að fjöldinn allur af stangaveiði mönnum gerði sér ekki ljóst að vel heppnuð veiðiför væri ekki undir því einu komið að skil- yrðin frá náttúrunnar hendi væru góð, stöngin rétt valin, held ur skipti þar ekKj minna máli áð við stöngina væri rétt lína. Milward ofux-sti kvað pað hafa glatt sig, að hafa nitt laxveiði- menn hér í Reykjavík, sem veitt hefðu í 20—25 ár með sömu Mill wardstönginni og teldu hana enn sína beztu. — En annars er ég ekki kominn til þess að reka aug- lýsingastarfsemx fyrir fy’iitaki mitt, heldur einvörður.gu til þess að veiða lax. Síðan kvaddi ofurst- inn og það var auðséð á honum, að hugurinn var allur við lax- veiðarnar. Vmáffusamningur Breta og Jemensmanna? ADEN — Opinber tilkynning hefur verið gefin út um það í Lundúnum og Jemen, að stjóinir þessara ríkja geri nú tilraun til að komast að samkomulagi um ýmis deilumál, svo að þau geti undirritað vináttusamning sín á milli. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur ríkt mikil ólga á landamærum Jemens og vernd arsvæðis Breta Aden. Samningsviðræðurnar um vin- áttusamning fara fram í sumar- höll Haile Selassis í Eþíópíu Meðal fulltrúa Breta í þessum viðræðum er Horace Phillips ráð herra í stjórninni í Aden. Hann fiaug skyndilega frá Eþíópíu og var för hans haldið leyndri, sagt að hann væn á leið til Bretiands. Aðalfulltrúi Jemens mun vera varautanríkisráðherra landsins, Gadi al Amri. RANGT: — Sá, sem ætlar að beygja, stanzar þannig, að ÖU umferð að baki honum verður einnig að stanza, og veldur þannig óþarfa töf í umferðinni. U mferðaþáttur: Hvernig á að beygja rétt UMFERÐARLOGIN gefa bend- ingu um það. Þau bjóða öku- mönnum að aka hægt og sýna ýtrustu varkárni í beygjum. Þau segja að vísu ekki, hve hægt skal aka, enda ókleift að gefa al- menna reglu um það. En auðvit- að skal aka svo hægt sem beygj- an og umferðin gefa tilefni til, og annað er að beygja á gatna- mótum en fylgja beygju á vegi. Ökumenn skulu sýna ýtrustu varkárni í beygjum. En er ýtrasta varkárni alltaf hin sama? Á að stöðva ökutæki áður en ekið er fyrir horn og láta mann hlaupa og gefa merki, þegar óhætt er að aka áfram? Eða á að aka með fullri gát, svo að stöðva megi ökutækið þegar í stað, ef ástæða er til? —- Umferðarlögin segja um ökuhraða, að aldrei megi aka hrðar en svo, að stöðva megi öku- tækið á þriðjungi þeirrar vega- lengdar, sem auð er og hindrun- arlaus framundaa og ökumaður hefur útsýn yfir. En þau krefjast meiri varkárni í beygjum, ýtr- ustu varkárni. í beygjum ber ökumanni sérstaklega að gæta þess, að aka eftir vinstri vegar- helmingi, einkum þar, sem útsýn er lítil og erfitt að sjá umferð á móti. Nú voru sett í lög sérstök ákvæði um umferð, þegar beygt er á vega- eða gatnamótum. Þau hafa ekki verið í lögum áður, en þóttu nauðsynleg, enda árekstrar á gatnamótum mjög al- gengir. Fyrst og fremst er lögð rík að- gæzluskylda á þann ökumann, sem ætlar að beygja, gagnvart þeim, sem á eftir honum aka, að beygja þannig, að ekki valdi hættu. Þá eru ýtarleg ákvæði um það, hvernig akstri skuli hagað, áður en beygt er. Merkasta nýmælið er það, að ekið skuli, ef aðstæður ikuiuur í nærsveitum Reykjavíkur munu hafa tekið daginn snemma í gær, þvi gíaóasóisKu, ». Að vísu fannst mörgum þessi fyrsti þurrkadag ur, sem komið hefur um nokkurt skeið, vera allótryggur, en samt var tekið til óspilltra maianna við að þurrka, því margir áttu hey sín flöt. En þurrkuriim var ótryggur og svo fór, að um nónbii gerði víða skúr úr lofti, og kom hún ofan í hálfþurra flekkina. Fleiri skúrir fylgdu í kjölfarið. 1 Reykjavík má enn sjá hin gömlu hey- vinnutæki þegar ekki er um umfangsmeiri slátt að ræða en á Arnarhólstúni eða snúa þarf flekk á Landsspítalaskákinni. Konurnar sögðu ljósm yndaranum, að þær vonuðust tii þess að ná hey- inu upp þurru um kvöldið. — Sú von þeirra rættist ekki og svo mun hafa verið méð fleiri, scm voru í heyvinnu í gærdag. (Ljósm. Mbi.: Ól. K. M.) leyfa, að miðlínu vegar, þegar ætlunin er að beygja til hægri, eða ef um einstefnuakstur er að ræða, yfir á hægri vegarbrún, áður en beygt er. Regla þessi gildir á Norðurlöndum og víða annars staðar. Hér á landi hafa ökumenn fylgt henni í æ ríkara mæli, án þess að hún hafi verið leyfð í lögum. Kostir þessarar reglu eru þeir, að hún dregur úr töfum fyrir þá, sem ætla að halda beint áfram eða til vinstri, því að þeim er heimilað, ef aðstæður leyfa, að fara vinstra megin fram úr ökutæki, sem ætlar til hægri. Ekki má taka beygju til hægri, fyrr en nálæg ökutæki, sem á móti koma, hafa farið fram hjá, og ekki beygja fyrr en svo, að ökutækið lendi á vinstra helm- ingi þess vegar, sem beygt er inn á. i + KVIKMYNDIR «■ „Það skeði i Róm" Þetta er ítölsk kvikmynd sýnd í Stjörnubíói. ÞAU hittast í auðri íbúð á 5. hæð í húsi einu í Róm. því að bæði eru þau í leit að hentugu hús- næði. — Hún er ung og glæsileg saumakona, hann höfuðsmaður, nokkuð roskinn ,en hinn gjörvu- legasti maður. Bæði vilja þau hreppa íbúðina og verða tölu- verð átök á milli þeirra út af því. Þá ber höfuðsmaðurinn fram þá snjöllu miðlunart.illögu að þau skuli njóta íbúðarinnar saman. Hún þykkis tviC það í fyrstu, en þegar hann (sem er orðinn bráðskot.inn) biður hana að giftast sér, lætur hún tilleiðast, en segir honum jafnframt að hún elski hann ekki og vilji hafa frjálsar hendur ef hún verði ást- fangin af öðrum. Hann játar þvL Og nú hefst hjónabandið með margskonar útúrdúrum eiginkon unnar, sem alltaf er að hitta fyrir rnenn,, sem heilla hana. — En eiginmanninum tekst ailtaf með skemmtilegum kænskubrögð um og þekkingu sinni á sálarlífi kvenfólksins að forða konu sinni frá alvarlegum víxlsporum. Og að lokum er það hin kerjótta húslyfta, sem á sinn verulega þátt að því, að leysa vandann milli hjónanna. Mynd þessi er prýðisvel gerð, bráðskemmtileg og ágætiega leik in, en aðalhiutverkin fara þau með, Linda Darnell, er leikur saumakonuna, Renate og Vittorio De Sica, er leikur höfuðsmann- inn. Einkum er leikur hans af» bragðsgóður. Ega. [i a------------------------> ■T :i i RETT: — Sá, sem ætlar að beygja, ekur að mifflínu akbrautar og bíffur þar. þangað tii bifreiðar úr gagnstæðri átt eru komnar fram hjá. Bifreiðar úr sömu átt komast óhindrað fram hjá vinstra megin. Þegar beygja á til vinstri, skal*- í hæfilegri fjarlægð frá gatna- mótum ekið að vinstri brún ak- brautar. Taka skal þrönga og krappa beygju á vinstri vegar- helmingi, en forðast að sveigja yfir á hægri helming áður en beygt er, eins og sumra er siður. í sambandi við beygjur er rétt að minna á það, að nú er skylt að hafa tæki til að gefá með stefnumerki á hverri bifreið. Öku mönnum er og skylt að gefa merki um breytta akstursstefnu, þegar þörf er á. Tvímælalaust ber ökumönnum að nota stefnuljós, er þeir hyggjast beygja á gatna- mótum. Er óþarft að benda á öryggi það, sem fylgir notkun stefnumerkja. Varnir foiorður-Auierílku OTTAWA, 10. júli. — Bandaríkin og Kanada hafa komið sér saman um að koma á fót nefnd, sem skip uð er áf ríkisstjórnum bc.. .a landanna og fjalla á um pólitísk vandamál í sambandi við sam- eiginlegar varnir Norður- Ameríku innan vébanda Atlants hafsbandalagsins. Var þetta upp- lýst að afloknum viðræðum Eisenhowers Bandaríkjaforseta og kanadiska forsætisráðherrans Diefenbakers. Eisenhower held- ur nú heimleiðis. Hefi kaupanda að 3—4ra herb. íbúð á góðum stað. Ibúðin þarf ekki að vera laus nærri strax. ARNI GUÐJÓNSSON hdl., Garðastræti 17, sími 12831. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.