Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Hxg norðlæg átt, léttskýjað. Reykjavíkurbrét Sjá bls. 11. 156. tbl. — Sunnudagur 13. júlí 1958 Miðlunartillaga í farmannadeilunni? KLUKKAN 2 í gærdag stóð enn yfir sáttafundur í farmannadeil- unni. Þá höfðu samninganefndar- menn ásamt sáttasemjara ríkis- ins, Torfa Hjartarsyni, setið á fundum frá því klukkan 3 á á föstudaginn. Þegar þetta er skrifað, kl. 2,30, er blaðið var fullbúið til prent- unar, var ekki orðið samkomu- lag. Að vísu virtist þá liggja í loftinu að samningum hefði mið- að verulega í áttina til samkomu- lags, en þó gat brugðið til beggja vona. Ef svo fer, að samninganefnd- irnar komist að samkomulagi, verður að sjálfsögðu að bera það undir fundi deiluaðila, sjómanna og skipafélaganna, því undir sam þykki þessara aðila er komið að deilan leysist. Hafi miðlunartil- laga kömið fram í gærkvöldi, mun hún trúlega verða borin undir félagsfundi í dag. Hannibal Valdimarsson hafði einn ráðherranna tekið þátt í samningafundunum á föstudags- kvöldið. Allgóð síldveiði var á austursvœðinu í gœr m * - Maawamwgg «bíw VIKAN sem nú er liðin var léleg síldarvika, því ýmist var slæmt veður og landlega, sem var raun ar fram yfir miðja vikuna, en þegar bátarnir komust út aítur, var engin veiði. í fyrrinótt hafði verið mjög síldarlegt á Vestursvæðinu, en það var ekki nóg, því þegar kast- að var, en það mun hafa verið á allstóru svæði sem síldin hélt sig, hafði sáralítið fengizt úr köst unum og vart meira en 30—40 tunnur, margir fengu aðeins 2—3 tunnur í kasti. ★ ER Mbl. hafði síðast samband við Vísitalan 199 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. júlí s.l., og reyndist hún vera 199 stig. Viðskiptamálaráðuneytið, 11/7. 1958. 6187 kr. lil Eyjóifs Jónssonar SUNDAFREK Eyjólfs Jónssonar, þegar hann um daginn synti frá Reykjavík til Akraness, hefur vakið almenna aðdáun og var uppi mikill áhugi um að styðja hann til að þreyta hið fræga Ermarsund. Þykjast menn sjá fram á að ekki muni það reynast honum ofviða eftir að hann hefúr leyst af hendi svo langt sund í hinum kalda sjó við strendur ís- lands. Nú hafa starfsmenn í Áhalda- húsi Reykjavíkurbæjar viljað sýna áhuga sinn í verki og safn- að kr. 6187.00 til að styrkja Eyj- ólf í hið fyrirhugaða ferðalag, svo að hann geti reynt sig í hinu eftirsótta Ermarsundi. Heyrst hefur að fleiri starfshópar hafi á prjónunum svipaða söfnun. Nærri lá að illa færi GATWICK, Englandi, 11. júlí. — Nærri lá, að illa færi, er farþega- flugvél frá belgíska flugfélaginu SABENA lenti hér í dag. Flug- vélin var af gerðinni DC-C7, með 54 farþega innanborðs, á leið frá Evrópu til New York. Einn hreyfl anna bilaði, þegar komið var út yfir Atlantshaf — og sneri flug- vélin til Englands. Er hún lenti hér sprakk einn hjólbarðanna um leið og hann nam við jörðu, flug- stjórinn missti stjórn á flugvél- inni og rann hún út af brautinni. Siglufjörð í gærdag var veður nyrðra hið ákjósanlegasta en sára lítil síldveiði á vestursvæðinu. Frá Raufarhöfn barst blaðinu hins vegar eftirfarandi síldarfregn: RAUFARHÖFN, 12. júlí: — Bát- arnir hafa verið að fá síld úti á Þistilfirði í nótt og morgun og hafa fimmtán skip tilkynnt komu sína til Raufarhafnar með þann afla sem hér segir: Faxaborg 250 tunnur; Grundfirðingur II 250; Þorsteinn GK-15 150; Sigurður, Siglufirði 600; Álftanes 1000; Suðurey 200; Stella 600; Kópur KE 150; Hrönn 200; Gunnólfur 200; Rafnkell 800; Hafrenningur 400; Garðar 500; Skipaskagi 500; og Sæborg 150. Síld þessi hefur aflazt á Þistilfirði um 13 mílur frá landi. Veiðiveður var gott í nótt, enda þótt svolítill kaldi væri á miðunum. í kvöld og í nótt er búizt við góðu veiðiveðri. Fitu magn þessarar síldar er 19,5% og er þetta talin góð söltunar- síld. Er saltað á öllum stöðvum hér á Raufarhöfn. Fólksskortur er nokkur og einkum vantar síld- arstúlkur, en allmargar stúlkur, sem voru ráðnar hingað fóru til Siglufjarðar. — Einar. Frá Norðurlöndum — á leið til Langasands MEÐAL farþega í flugvél Loft- leiða vestur um haf sl. föstu- dagskvöld voru þrjár nýkjörnar „fegurðardrottningar“ frá Norð- urlöndum á leið til keppni um titilinn „Ungfrú Alheimur", sem hefst á Langasandi í Kaliforníu 17. þ. m. Myndin að ofan er tekin meðan flugvélin stóð við á Reykjavík- urflugvelli. — Blómarósirnar eru, talið frá vinstri: ungfrú Britt Gárdman (19 ára) frá Svíþjóð, ungfrú Greta Andersen (20 ára) frá Noregi og ungfrú Evy Nord- lund (20 ára) frá Danmörku. — Allar eru þær ljómandi lagleg- ar stúlkur og bjóða af sér einkar góðan þokka, enda mun hörð samkeppni bíða þeirra fyrir vest- an. Ungfrú Svíþjóð stundar nám í ensku og frönsku við háskólann í Stokkhólmi og segist ætla að Sanngjörn skrif um land- helgismálið I JULIHEFTI enska fiskveiði- tímaritsins „World Fishing“ birt- ist löng og ýtarleg grein um ís- land, sjávarútvegsmál okkar og landhelgina. Einn af starfsmönn- um blaðsins hefur dvalizt hér á landi og aflað efni í greinina, sem er óiík flestu því, sem skrifað er í Englandi um landhelgismál Kaupslefna í Leipzig í HAUST, 7.—14. september verð ur haldln kaupstefna í Leipzig og munu yfir 30 þjóðir sýna þar vörur sínar á 110,000 fermetra sýningarsvæði. Verður kaup- stefna þessi nú umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Mörg lönd taka þátt í kaup- stefnunni og sýna þar framleiðslu vörur sínar. Má þar nefna Vestur Þjóðverja, Frakka, Belgíumenn, Hollendinga, Dani, Norðmenn, Finna, Svisslendinga, Breta, íra og allar austurevrópuþjóðirnar. Einnig verða á sýningunni vör- ur frá öðrum heimsálfum, svo sem kaffi frá Brasilíu og Colum- bíu, aldini, vín og kaffi frá Chile, romm frá Jamaika, aldini frá Morokkó og vefnaðarvara frá arabíska samveldinu. okkar. í greininni gætir mikils skilnings á hagsmunum okkar og viðhorfum, enda er ljóst, að grein arhöfundur hefur útt tal við marga málsmetandi menn hér og reynt að kryfja málefnið til mergjar. Margar myndir prýða og greinina — og er okkur mikill hagur af því að landhelgismálið skuli skýrt áf jafnmikilli óhlut- drægni og raun ber vitni — í jafnviðurkenndu blaði og „World Fishing" er. Niðurlag greinarinn- ar er á þessa leið: Þess er vænzt í einlægni, að Sir Farndale Phillips láti verða af því að fljúga til íslands til við- ræðna. Við viljum veiða við þröskuldinn hjá þeim (fslending- um) — og það væri ekkert annað en kurteisi af okkur að knýja á þessar dyr til þess að ræða málið við þá, sem búa innifyrir. Akureyringar unnu Skagfirðinga 10:1 AKUREYRI, 12. júlí: — Knatt- spyrnumót íslands í annarri deild hófst hér í gærkvöldi kl. 8,30 með leik milli Akureyringa og Skagfirðinga. Leiknum lauk með sigri Akureyringa, 10 gegn 1. — Dómari var Magnús V. Pétursson. — Mag. verða kennari. Ungfrú Noregur er verzlunarskólamenntuð og vinnur á skrifstofu í heima- borg sinni, Stavanger og ungfrú Danmörk vinnur sem sýningar- stúlka hjá tízkufyrirtæki í Kaup- mannahöfn. Greta og Evy eru báðar trúlofaðar en Britt laus og liðug. Þær kváðust ekki vera neitt kvíðnar en hlakka mikið til. — Hvað, ef þær fengju nú kvik- myndatilboð frá Hollywood — myndu þær taka því? Ungfrú Svíþjóð: Nei. Ungfrú Danmörk: Já, það myndi eg gera. Ungfrú Noregur: Nei, eg fer aftur heim til Norge. Flugvélinni seinkaði héðan um einn klukkutíma og notuðu stúlk- urnar hann til að sjá sig dálítið um í Reykjavík í boði Loftleiða og sem minjagrip frá íslandi fékk hver þeirra myndabók A'- bókafélagsins. Fundur norrœnna vinnu- veitenda hér 14.—77. /ú/r REYKJAVÍK, 12. júlí 1958. — Fundur norrænna vinnuveitenda verður haldinn í Reykjavík dag- ana 14.—17. júlí n.k. Fulltrúar frá öllum norður- löndunum koma til Reykjavik- ur í dag til að sitja fundinn. Fastanefndafundur. norrænu vinnuveitendasamtakanna verð- ur haldinn hér í Reykjavik dag- ana 14.—17. þ.m. og sækja hann fulltrúar frá öllum hinum norð- urlöndunum Hlutverk fundanna er að skiptast á upplýsingum um allt það helzta, sem á hverjum tíma gerist í efnahags- og félags- málum hverrar þjóðar fyrir sig. Hafa slíkir fundir verið haldnir til skiptis á norðurlöndum að undanskildu íslandi um langt ára bil og þykja hinir mikilsverðustu fyrir norræna samvinnu á þeim sviðum, sem þeir fjalla um. Vinnuveitendasamband íslands F orsætisráðherr- ann komst ekki í gær H. C. HANSEN forsætis- og ut- anríkisráðherra Dana, sem ætlaði í gærmorgun að halda héðan til Grænlands, varð frá að snúa er hann kom út á Reykjavíkurflug- völl. Kom í ljós að flugveður var óhagstætt til Meistaravíkur. Ár- degis í dag mun ráðherrann halda héðan, og mun þá verða flogið til herbækistöðvarinnar „Station Nord“. Er sennilegt að ráðherr- ann komi ekki að þessu sinni til Meistaravíkur. hefir tekið þátt í þessu samstarfi, en fastanefndarfundirnir hafa aldrei fyrr verið haldnir hér á íslandi. Málefni þau, sem fundurinn mun að þessu sinni taka til með- ferðar auk venjulegra skýrslna hvers lands um ástand og horfur í vinnumálum svo og í efnahags- og félagsmálum eru þessi: 1. Nýjar reglur um samninga- umleitanir í vinnudeilum, sem danska vinnuveitendasambandið og danska alþýðusambandið hafa komið sér saman um. 2. Framkvæmd á styttingu vinnutímans í 45 klst. á viku. 3. Fríverzlunarsvæði Evrópu og samræming á félagslegum kjörum manna Þessir fulltrúar sækja fundinn: Frá danska vinnuveitendasam- bandinu: Civilingeniör Ejnar Thorsen, Fabrikant Svend Hein. eke, Direktör Svend Heineke, Direktör W. Elmquist, Direktör Allan Rise. — Finnland: Mini- stern bergsrodet Lauri J. Kive kas, form., Ambassadören, verk- stallande direktören Johan Ny- kop, Fil. magister, Nils-Östen Grotenfelt. — Noregur: Direktör A. P. Östberg, formaður, Direk- tör G. Ring Amundsen, Direktör Erling Berg, Disponent Sverre Fugelli. — Svíþjóð: Fil. Dr. Sven Schwartz, formaður, Direktör Bertil Kugelberg, Hovrattsrádet Sven Hammerskjold, Direktör Gullmar Bergenström. — ísland: Kjartan Thors, framkvæmda- stjóri, form. Guðmundur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri, Benedikt Gröndal, framkv.stj., Ingvar Vilhjálmsson, framkv.stj., Gústaf E. Pálsson, framkv.stj. Björgvin Sigurðsson framkv.stj. Ritarar fundarins verða Barði Friðriksson, skrifstofustjóri og Einar Árnason, fulltrúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.