Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 6
6 MORCinSBIAÐÍb Sunnudagur 13. júlí 1958 Sumarbaksfurtnn : Nokkrar kökur, sem geymast vel ÞEGAR komið er fram á sumar vill við brenna að við húsmæð- urnar séum latar að baka og yf- irleitt að matselda. Þetta er ekki nema eðlilegt og einnig sjálfsagt að heimilisfólkið sé ekki látið fylla sig á einhverju gómsætu kaffibrauði yfir heitustu mánuði ársins. Það er hvorki hollt eða þægilegt. En eitthvað verður víst að vera til annað en kex, kringl- ur og skonnrok og hér koma nokkrar uppskriftir: Hnetubrauð: grautur úr 125 gr. ljósum apri- kósum bragðbættum með 2—3 matsk. af hvítvíni og sykri. Þeytið eggin með sykrinum. Bætið út í Vz dl. af sjóðandi vatni og loks er hveitið og lyftiduftið sigtað út í deigið. Bakið siðan kökuna á vel smurðum smjör- pappír í bökunarplötunni við góðan hita og hvolfið henni síðan á smjörpappír með sykri. Smyrj- ið þá volgum grautnum jafnt á kökuna og vefjið nenni saman. Pakkið henni síðan inn í smjör- pappír áður en hún fer í köku- kassann. ★ ★ ★ Þessar þrjár síðustu kökur eru vel til þess fallnar að fara í sum- arbústaðinn, því séu þær geymdar í vel lokuðum kassa geymast þær vel og þá má ekki gleyma bless- uðum kleinunum. Það er alltaf gott að eiga kleinur og þær geym ast vel. En við höfum áður birt uppskrift að þeim, svo þær verða ekki með núna. A. Bj. Fanny Jónsdóttir trá Holti — Minningarorð Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. J. H. Á MORGUN, 14. júlí, verður jarð sett að Auðkúlu í Svínadal Fanný Jónsdóttir frá Holti. Hún andað- ist 1 Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, 4. þ. m. Sjálf hafði hún áður ákveðið að láta flytja sig norður til hinztu hvildar hjá manni sínum, er hún alla tíð unni mjög. Hún var komin af merkum hún vetnskum bændaættum. Foreidr- ar hennar voru Guðbjórg Árna- dóttir og Jón Ásgeirsson, bóndi á Þingeyrum og þar fæddist hún 14. marz 1891. Hún var aðeins fárra ára gömul, þegar faðir hennar dó, og var henni þá komið til fósturs hjá merkum hjónum þar í héraðinu, Björgu og Pétri Tímóteussyni, er lengi bjuggu í Meðalheimi á Ásum. Þar hlaut 3 bollar hveiti 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt % bolli sykur 1 egg lVz bolli mjólk % bolli brætt smjörlíki 1 bolli saxaðar hnetur. Deigið er hrært saman, en ekki nema rétt þar til það er vel bland að. Þá er það látið í vel smurð form (þetta er mátulegt í tvö venjuleg kökuform) og látið standa í 20 mín. Á meðan skuluð þér hita bakarofninn í 350° (F) og bakið síðan brauðin í urn það bil 1 klt. 10 min., eða þar til þau eru orðin ljósbrún. — Þessi brauð eru langbezt daginn eftir að þau eru bökuð. Hunangshjól: 150 gr. smjörl. 200 gr. hunang 75 gr. sykur 4 lítil egg 250 gr .hveiti 1 Vz tsk. lyftiduft 2 matsk. hakkaður, sultaður appelsínubörkur 1 matsk. hakkað súkkat 1 matsk. kúrennur 1 tsk. steyttur negull 1 tsk. steytt engifer. Til skrauts 2 dl. sítrónuglerungur dálítið brætt súkkulaði. Hrærið smjörið vel og iátið hunangið og sykurinn út í. Síð- an eru eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu. Þá er hveitið sigt- að með lyfti duftinu og hrært sam an við ásamt kryddinu og loks er því sem eftir er, blandað vel saman. Látið déigið síðan í vel smurt form, og stráið raspi inn í það og bakið kökuna við vægan hita í um það bil 1 klt. Látið kökuna síðan kólna á rist og smyrjið sítrónuglerungnum á hana. Látið hann stífna áður en þér sprautið einhverju mynstri með súkkulaðinu ofan á. Pasha-kaka. Vi kg. smjörl. V* kg. sykur 5 egg V* kg. hveiti Vt kg. steinalausar, hakkaðar sveskjur. Hrærið smjörið og sykurinn vel saman og síðan eggin út í eitt og eitt. Hrisstið dálítið af hveit- inu saman við sveskjurnar og hrærið þeim saman við. og síðan er afgangurinn af hveitinu sigt- aður út í deigið og hrærið deigið vel. Deigið er síðan látið í smurt og (raspað) form og kakan bökuð við frekar vægan hit í 1 klt. 15 mín. Látið hana kólna í forminu og hellið yfir hana 1 glasi af rommi á meðan hún enn er heit. Aprí kósu - rúlluter ta. 4 egg 125 gr. sykur 100 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduit. Til fyllingar Hárgreiðsla, sem hœfir pokakjólum Þessa greiðslu má fá með þvi að greiða sítt hár fram eða bara nota hárkollu. Samskeyt- in má fela undir ennisbandinu. Myndirnar, sem hér fylgja, gefa hugmynd um hvers konar greiðsla þykir hæfa pokakjólun- um frægu. Sýnist ykkur önnur konan úfin, og eins og hún sé ógreidd, eða jafnvel eins og þetta sé ekki einu sinni hennar eigið hár? Það er líka alveg rétt. Ef ekki er nóg hár á kollinum, er bara notuð kárkolla. Þessi nýja tízka í hárgreiðsl- unni varð til, þegar tízkufröm- uðurinn Givenchy gafst upp á að finna hárgreiðslu, sem hæfði pokakjólunum handa sýningar- stúlkum sínum, og fékk hár- greiðslumeistarann Carita í lið með sér. Nú eru hárkollur Carita ekki einungis seldar í Bandarikj- unum fyrir 175 dali stykkið, heldur eru konur farnar að stæla greiðsluna hans upp á eigin spýt- ur og nota alls konar ennisbönd. Rósótt ennisband er notað með síðdegiskjól úr sama efni. shrifar úr daglega lífinu Þokukennd ferðaáætlun. KÓPAVOGSBÚI hefur skrifað Velvakanda og ber hann sig illa yfir hve strætisvagnaferðir milli Kópavogs séu einkennilega — og illa auglýstar. „Vagnarnir hefja ferðir sínar frá Lækjargötu gegnt Vonarstræti — — segir bréfritari — en engar upplýsingar er þar að finna hvorki um brottfarartíma þeirra né um leið þá, sem þeim er ætl- að að fara. Er þessu öðru vísi far- ið en um strætisvagna Reykjavík ur, þar sem þessi atriði eru skii- merkilega auglýst á brottfarar- stað. Eftir að hafa þýfgað vagn- stjórana um skriflega áætlun fékk ég hana loks í hendur. — Ferðaáætlun þessi er vægast sagt krossgáta. f upphaf ihennar seg- ir svo um „Austurbæinn": „Inn Nýbýlaveg kl. 6,40 að morgni og síðan frá Lækjargötu. Óneitan- lega væri heppilegra fyrir ókunn uga að vita hvaðan úr Lækjar- götunni vagninn hæfi ferðir sín- ar. Þetta er þó ekki mikilvægt atriði hjá því, að menn fá bók- staflega engar upplýsingar í „ferðaáætluninni" um það hvert ferðum vagnsins er nú heitið að því einu undanskildu, að kl. 8,10 á hann að hefja aðra ferð án fyrirheits frá sama stað og áður. Hroðvirkni og ónákvæmni Aöðrum stað í þessari áætlun: Frá kl. hálf-fjögur til kl. 7, fara báðir vagnarnir öfugan hring .. .“ Þa rsem öll tímatak- mörk í áætluninni“ eru greind í klukkustundum frá 0—24 virðast þessir „öfugu hringir" vera farn- ir síðari hluta nætur og snemma morguns. Ætli það sé ekki nokk- uð tómlegt í vögnunum á þessum næturferðum þeirra?! Hvergi er gefin nokkur skýring á. hvað sé átt við með „öfugum hring“ svo að farþegar mega vaða i villu og reyk um það atriði sem fleiri. Fleiri tilvitnanir tekur Kópa- vogsbúinn sem bera að sama brunni. „Þær eru aðeins — segir hann að lokum — eitt lítið dæmi um hroðvirkni og ónákvæmni bæjaryfirvaldanna í Kópavogs- kaupstað". Góð landkynning? TVEIR ungir menn litu inn til Velvakanda fyrir helgina og höfðu meðferðis nýlegt eintak af „Billedbladet" sem birtir meðal annars stóra og áferðarfallega mynd af einni ,,fegurðardrottn- ingu“ okkar, ungfrú Önnu Guð- mundsdóttur, sem nýverið gisti kóngsins Kaupinhöfn á leið til keppni í Istambul um titilinn „Ungfrú Evrópa“. „Okkur finnst anzi skrítið — og anzi hart — sagði annar ungi maðurinn, ef þessar ungu stúlkur, sem stöðugt er verið að dásama og lofsyngja sem ágæta landkynningu fyrir ísland, bera á borð rangar og villandi upplýsingar um land sitt eins og t. d. þær, að á íslandi sé svo sem ómögulegt fyrir stúlk ur að kaupa glæsileg föt, sem keppnisfær séu við erlendan tízkuklæðnað og, að íslenzkar stúlkur eigi af þessum sökum erfiða aðstöðu í keppni við stúlk ur frá hinum stóru löndum. Að því er ég bezt veit, er hægt að kaupa hér í verzlunum föt sem samboðin væru hvaða fegurðar- dís sem er, og reyndar mikið af þeim komið erlendis frá“. Þetta sögðu þessir ungu menn og voru dálítið gramir. Úr öskubusku í fegurðar drottningu. Þ AÐ er alveg satt, að í um- ræddu blaði eru tilfærð um- mæli þessarar ungu ísl. stúlku — fremur niðrandi, og alls ekki rétt, um íslenzkan tízkuklæðnað. En áður en við dæmum blessaða stúlkuna sem slæman íslending, ættum við að athuga hlutina dá- lítið nánar: „Ungur danskur tízkuteiknari breytir „Ösku- busku“ í — fegurðardrottnigu" — hljómar fyrirsögnin yfir mynd inni — eða myndunum. Og þeg- ar að er gáð er greinilegt auglýs- ingabragð að þessu öllu saman og ekkert er líklegra en að um- mæli íslenzku „fegurðardottn- ingarinnar" séu hreinlega lögð henni í rnunn eða að minnsta kosti vel færð í stílinn skrum- urunum í vil — lil að sýna fram á mátt og snilli viðkomandi dansks tízkufrömuðar. Þar fyrir er það eðlilegt að íslenzkur lesandi reki í þetta augun — og gagnrýni. hún hið bezta uppeldi. Fór síðan í kvennaskólann á Blönduósi, er þá var þriggja vetra skóli og lauk þaðan prófi. Það kom strax í ljós að Fanný var bráðdugleg og það var sama að hverju hún gekk, hvort heldur var úti eða inni. Er hún var í kvennaskólanum gerðist það, að hún ræðst sem kaupakona að Holti í Svínadal til Guðmundar bónda Þorsteinssonar og Bjargar Magnúsdóttur, viðurkenndra heið urshjóna, og þar kynntist hún Jóhanni syni þeirra, er þá var ungur maður og ókvæntur í föð- urgarði. Dvöl hennar í Holti átti eftir að lengjast, því með þeim tókust ástir og þau giftust 19. desember 1915 og hófu um vorið búskap á hálfri jörðinni á móti tengdaforeldrum hennar. Þannig bjuggu þau í mörg ár, eða þangað til Guðmundur brá búi, en þá fengu þau alla jörð- ina. Síðustu árin, er Guðmundur heitinn lifði, var ha»n alveg hjá syni sínum og tengdadóttur. Móð- ir Fannýar naut þar einnig at- hvarfs síðustu árin og dó þar. Þau hjónin unnu mikið og vel í Holti og bjuggu alla tíð fyrir- myndarbúi, og áttu einlæga vin- áttu fólksins í dalnum og hérað- inu. Árið 1948 hættu þau búskap og afhentu þá Soffíu dóttur sinr.i og tengdasyni jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar keyptu þau sér íbúð að Amtmannsstíg 6 og bjuggu þar eftir það. Heimili þeirra í Holti og Reykjavík var alla tíð rómað fyrir gestrisni, glaðværð og mynd arskap. Jóhann, mann sinn, missti Fanný 11. ágúst 1949 og var það henni þung raun. Hann var val- menni hið mesta og hafði hjóna- band þeirra alla tíð verið mjög ástúðlegt og þau samhent í lífinu. Fanný var glæsileg kona, prýði lega greind og skemmtileg. Hún var mikill persóunleiki, hafði af- burða gott minni og ákveðnar skoðanir á hverjum hlut. Hún var glaðlynd kona og kringum hana var alltaf hressandi blær. Hún var dætrum sínum eiskuleg og umhyggjusöm móðir og manni sínum ástvinur, er aldrej brást. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið, Björg býr á Klé- bergi, gift Ólafi Magnússyni, skólastjóra. Soffía í Holti, gift Guðmundi Þorsteinssyni, bónda þar, og Bryndís sem búið hefur með móður sinni, trúlofuð Valdi- mar Bæringssyni, málarameist- ara. Hjá þeim ólst einnig upp systur sonur Fannýar, Jón Þorsteinsson og reyndist hún honum sem bezta móðir. Ég sendi dætrurn nennar og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Fannýar frá Holti. J. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.