Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 10
10 MOTtr.rKTtr 4ÐH) Sunnudagur 13. júlí 1958 (Jtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. „HVERSVEGNA LÁTA KOMMÚN- ISTAR DAGSBRÚN BÍÐA ?" ("'t REIN með þessari yfir- skrift var á forsíðu Al- ■r þýðublaðsins í gærdag. Segir Alþýðublaðið, að Þjóðvilj- inn haldi nú áfram árásum á far- menn út af verkfalli þeirra. Skýr ir Alþýðublaðið í þessu sambandi frá því, að Sjómannafélagið hafi gefið „ríkisstjórninni og þing- mönnum það til kynna löngu áð- ur en lögin um útflutningssjóð voru sett, að farmenn myndu ekki geta sætt sig við þá kjara- skerðingu, er lögin myndu hafa í för með sér fyrir þá“. Segir blaðið ennfremur, að afstaða far- manna hafi komið til umræðu á ráðstefnu verkalýðsfélaganna um þessi mál, en þar hafi kommún- istar beitt sér fyrir „að öllum aðgerðum í kjaramálum væri frestað, aðeins farið fram á að samningar yrðu lausir“. Alþýðu- blaðið segir, að engum hafi kom- ið samningsuppsögn farmanna á óvart. „Hitt hefur ef til vill vakið meiri undrun, að kommúnistar skyldu láta Félag járniðnaðar- manna gera verkfall, en láta Dags brún bíða. Hvers vegna láta kommúnistar Dagsbrún bíða, þegar flotinn stöðvast hvort sem er og hafnarverkamenn hafa ekk ert að gera? Finnst kommúnist- um betra að til vinnustöðvunar komi aftur síðar á' árinu hjá hafn arverkamönnum?" Þessum spurn ingum varpar Alþýðublaðið fram til kommúnista. ★ Loks spyr Alþýðublaðið, hvort allir eigi að fá kauphækkun nema verkamenn. Segir blaðið svo: „Undanfarið hafa fjölmörg verka lýðsfélög fengið grunnkaupshækk un. En það er mál manna að verkamönnum í Dagsbrún hefði enn fremur riðið á einhverjum kjarabótum. En kommúnistar í Dagsbrún segja aðeins: „Verka- menn geta beðið“. Spurningin er þá eftir hverju þeir eigi að bíða. Ætla kommúnistar enn einu sinni að nota Dagsbrún í pólitískum tilgangi, ef undan fæti hallar fyr- ir þeim? Á þá að láta Dagsbrún gera verkfall?“ ★ Þannig skrifar Alþýðublaðið í gær. Að vísu má segja, að óþarfi sé að varpa þessum spurningum fram til kommúnista, því það liggi fyrir löngu Ijóst fyrir, hvernig á því standi, að komm- únistar hafa „látið Dagsbrún bíða“, eins og Alþýðublaðið orð- ar það. Það er augljóst að Al- þýðublaðið spyr ekki vegna þess að það viti ekki hið rétta í þessu máli, heldur vegna þess að það hugsar séx að koma Þjóðviljan- um í einhvers konar klípu með þessum spurningum. Kommúnistar hafa sjálfir lýst því yfir, að tilgangurinn með því að segja Dagsbrúnarsamningun- um upp sé sá, að geta skellt á verkfalli með sem minnstum fyr- irvara, þegar talið sé hentugt. Að vísu hafa kommúnistar notað það sem yfirskin, að þessa aðferð þurfi að hafa til þess að tryggja, að Dagsbrún geti neytt verkfalls- réttar síns, ef um kjaraskerðingu verði að ræða, enda sé það sjálf- sögð skylda félagsstjórnar í hverju verkalýðsfélagi að haga sér þánnig að félagið sé viðbúið því með sem minnstum fyrirvara að gera verkfall, ef breyting verði á kjörum til hins verra. Nú er þetta í algerri mótsögn við það sem að öðru leyti er haldið fram í Þjóðviljanum um kjara- málin. Það hefur mjög mikil áherzla verið einmitt lögð á það í blaði kommúnista, að efnahags- málalög ríkisstjórnarinnar, eða bjargráðin svokölluðu, hafi haft í för með sér kjaraskerðingu. Þar hafi verið horfið frá hinni svo kallaðri stöðvunarstefnu með þeirri afleiðingu að miklar verð- hækkanir á almennum nauðsynj- um hafi skollið á. Það er því glöggt, að kjaraskerðing er þegar fyrir hendi, þannig að þess vegna þyrftu kommúnistar ekki eftir neinu að bíða í Dagsbrún. Það er því alveg glöggt, að hér liggur allt annað á bak við en kjara- málin. Það er alkunnugt, að það sem á bak við liggur er það, að kommúnistar hugsa sér að nota Dagsbrún sem svipu á ríkisstjórn ina og er þannig enn einu sinni verið að leika þann leik, að nota stærstu verkamannasamtökin í landinu í pólitískum tilgangi og beinlínis í þágu kommúnista- flokksins. ★ Kommúnistar vilja augljóslega sveifla verkfallssvipunni yfir höfði ríkisstjórnarinnar. Á stjórn arheimilinu er mikill órói enn sem fyrr. Þó kommúnistar og Framsóknarmenn standi nú þétt saman um líf stjórnarinar, veit þó enginn hvað kann að gerast innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar og í landsmálunum almennt á næstu tímum. Kommúnistar vilja líka tryggja sér það, að geta haft nægilegt aðhald að ríkisstjórn- inni og það telja þeir sig hafa með því að geta veifað verkfalls- svipunni, þegar þeim sýnist. Þetta er það sem raunverulega liggur á bak við það,' að komm- únistar hafa látið Dagsbrúnar- stjórnina segja upp samningum „til að hafa þá lausa", en hafa beðið með allar aðrar aðgerðir, fram að þessu og munu bíða þar til þeim finnst hinn rétti tími kominn vegna stjórnmálanna en ekki vegna kjara Dagsbrúnar- manna. Dagsbrúnarmenn eru nú eins og fyrr fórnarlömb hinnar pólitísku refskákar kommúnista. Vitaskuld dettur engum í hug, að kommúnistar hafi breytt um stefnu í verkalýðsmálum, að því leyti, sem þau koma til kasta þess flokks. Kommúnistar vilja enn nota það vald, sem þeir hafa í þessum málum sér til pólitísks framdráttar. Um raunverulegan hag verkalýðs og|launþega hafa þeir aldrei hugsað. Það eru stjórn málalegir hagsmunir kommún- istaflokksins, sem ætíð eru látn- ir sitja fyrir öllu. Það voru þeir, sem lágu að baki verkföllunum miklu 1955 og það eru þessir sömu hagsmunir og ekkert annað sem valda því, að Dagsbrún er „látin bíða“. Hvenær svipan verður látin dynja leiðir framtíðin í ljós. Kommúnistar hafa svipu Dags- brúnar á lofti og þeir ráða því, hvenær höggið verður látið falla. ^pfcllTAN IIR HEIMt | r I myndum Rafael Trujillo, sonur ein- ræðisherrans í Dominíkanska lýðveldinu, virðist vera hættur að sinna kvikmynda- stjörnunni Kim Novak, sem hann undanfarið hefir gefið stórgjafir, þ. á. m. eina bif- reið. Skömmu eftir að hann var gerður að yfirmanni flughers Dominikanska lýð- veldisins, hélt hann mikla veizlu um borð í herskipi sínu, Angelita, í höfninni í Los Angeles, en Kim Novak var víðsfjarri. Ekki var þó hætta á, að einhver annar yrði ekki til þess að sýna svo glæsilegri konu riddara- mennsku. Ernest L. Wynd- er, M. D., sem kunnur er af krabbameinsrannsóknum sín- um, sýndi Kim Novak næt- urlífið í Manhattan í New York. Eftir myndinni að dæma hefir Kim Novak ver- ið ánægð með lífið þá stund- ina, enda verður því víst ekki neitað, að Wynder muni vera traustari maður en Trujillo, þó að hann berist ekki eins mikið á og sonur einræðisherrans. Á kvikmyndahátíðinni í Berlín hélt Willy Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar, hóf fyrir kvik- myndaframleiðendur og kvik- myndaleikara. Á myndinni sést hann ásamt konu sinni heilsa franska kvikmyndaleikaranum Jean Marais. Á myndinni eru þrír bandarískir sérfræðingar, sem nú sitja ráðstefnuna í Genf, dr. James Brown Fisk (í miðið) er formaður sendinefndar vestrænu ríkjanna á ráðstefnunni. Hann er meðlimur í hinni vísindalegu ráðgjafanefnd Eisenhowers Bandaríkjaforseta. Til vinstri er dr. Ernest O. Lawrence, forstjóri geislavirkni-rannsóknarstofunnar við Kaliforníuháskóla, og dr. Robert F. Bacher, forseti deildar þeirrar við California Institute of Technology, er eðlisfræði, stærðfræði og stjörnafræði heyra undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.