Morgunblaðið - 13.07.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 13.07.1958, Síða 16
16 MOTtnrMtr 4Ð1Ð Sunnudagur 13. júlí 1958 ÍVZIE WONCr t. iiiM Mintli —-jgwiúp' — SKÁLDSAt-A EFTIR RICMAKO MA»»N kringum heitan graut, og svo kom hvasst augnatillit og bein yfirlýsing. Augnatillit hennar var jafnan mjög einarðlegt og rannsakandi, og hún starði stund um á þann, sem í hlut átti, mínút- um saman. Þetta var ein orsök þess, að mér reyndist jafnan erfitt að' blekkja Suzie. „Hafðu engar áhyggjur af þvi, Suzie“, sagði ég. „Eg skrökva oft sjálfur. Mér stendur alveg á sama“. „Þú veizt hvers vegna ég skrökvaði?" „Þú þarft ekki að gefa mér skýringu á því, nema þig langi til þess.“ „Já, mig langar til þess“. Hún horfði enn hvasst á mig“. „Ferð þú stundum í bíó?“ „Bíó? Já oft“. „Hugsaðu þér, að þú farir í bíó og sjáir kvikmynd. Hetjan er mjög rík. Mjög fallegur líka. Hann á stóran bíl. Og líka fallega kærustu. Þau fara til fjallanna, þar sem allt er fallegt — mikill snjór. Þau eru hamingjusöm. Jæja, þú trúir þessu öllu?“ „Meðan ég er að horfa á það, trúi ég því nógu vel til að hafa gaman af myndinni“. „Já. Samt veiztu, að hetjan er bara að látast. Þú veizt kannski úr blöðum, að hann er mjög ó- hamingjusamur — nýbúinn að skilja við konuna. Þú veizt líka, að kvikmyndin er orðin til í höfð- inu á einhverjum. Þú veizt, að þetta er bara saga, eins og í kín- versku óperunum. Þú trúir — en trúir þó ekki“. „Það er hverju orði sannara, Suzie“. „Jæja. Stundum bý ég líka til sögu í höfðinu. Og ég trúi — og trúi þó ekki“. Hún hélt áfram að útskýra þetta af slíku innsæi, að mig stórfurðaði á því. Henni hafði verið fullkomlega ljóst, hvað hún var að gera. Hvað var hún í raun og veru? Hún var utanveltu í þjóðfélaginu, neydd til að vinna fyrir sér á andstyggilegan hátt, spillt stúlka, sem aldrei mundi geta gifzt. Og hvað vildi hún helzt vera? Rík stúlka af góðum ættum, góð stúlka og hrein mey, sem átti giftingu í vændum. Þá stund, sem hún var að leika þetta hlutverk og koma ókunnum manni til að trúa á það, tókst henni að trúa því sjálf — trúa því nægilega vel til að bæta inn í sögu sína sennilegum smáatrið- um eins og ánægju ríku stúlk- unnar yfir að aka í sporvagni. Það var sams konar veruleiki og í kvikmyndunum. Veruleiki — og þó ekki veruleiki. „En þú hefur aldrei haft and- styggilegt starf eins og ég“, sagði hún, er hún lauk máli sínu. „Eg held þú getir ekki skilið þetta“. „Auðvitað skil ég það, Suzie“. „Nei“. Hún virtist allt í einu fjarlægari, eins og hún sæi eftir að hafa sagt mér þetta. Hún virtist næstum fjandsamleg. „Eg held ekki. Þú ert mikill maður. Fínn maður — ég veit það. Þú getur aldrei skilið". „Allir búa sér til einhverjar sögur, Suzie“, sagði ég. „Við er- um alltaf að látast — en fæst okkar eru nógu hreinskilin til að viðurkenna það eins og þú gerir“. Hún leit snöggt og rannsakandi á mig. Mér varð allt í einu ljóst, að nokkurs yfirlætis hefði kennt í orðum mínum. Eg hafði leikið hlutverk hins umburðarlynda yfirstéttarmanns gagnvart ó- menntaðri hafnardrós. Það var leitt. Það stóð heldur ekki á því, að hún skynjaði það. Hin smávaxna, mjúkleita, ertnislega og sakleys- islega Suzie-Mee-ling var sann- arlega ekkert blávatn. „Nei.“ Hún hristi höfuðið. „Þú skilur aldrei“. „Ef til vill ekki, Suzie. Hvað sem því líður skulum við fá okk- ur eitthvað að borða“. „:Tei“. Eg hló „Eg ætla ekki að sleppa þér í þetta skipti. Eg brenni mig ekki á 'sama soðinu aftur“. Hún leit tortryggnislega á mig. „Hvers vegna vilt þú bjóða mér?“ „Hvers vegna? Eg veit það ekki. k býst viðj— að það sé vegna þess, að mér geðjast frem- ur vel að þér“. „Nei — þú skrökvar". „Einmitt. það? Hvernig veizt þú, hvort mér geðjast vel að þér eða ekki?“ „Þér geðjast að Mee-ling. Þér geðjast að stúlkunni í ferjunni, sem var hrein mey. En ég er Suzie. Eg hef andstyggilegt starf. Eg fer upp með sjómönnum". „Þú getur nú verið svöng fyr- ir því“, sagði ég. „Hvað eigum við að borða?“ En hún hélt áfram, sýnilega LOKAD staðráðin í að ganga alveg fram af mér. „Yeiztu hvað lengi ég hef haft svona starf? Sex ár, síðan ég var sautján ára“. „Þú ert þá tuttugu og þriggja ára. Þú virðist ekki svo gömul“. „Sex ár. I sex ár hef ég verið með karlmönnum". „Þeir hijóta að vera orðnir æði margir. Mér þætti fróðlegt að vita hve margir?“ „Eg veit það ekki. Eg hef ekki talið þá. Kannski tvö þúsund“. „Hamingjan sanna! Eg gat ekki varizt hlátri. „Hvers vegna hlærðu?" „Þú verður að viðurkenna, að þetta er í meira lagi spaugilegt, Suzie. Þú telur mér trú um, að þú sért hrein mey — en svo kemur allt í einu upp úr kafinu, að þú hefur átt vingott við tvö þúsund karlmenn! „Ef til vill þrjú þúsund — fjögur þúsund". „Mér finnst, að þetta ættu fleiri konur að reyna, að minnsta kosti virðist það hafa átt vel við þig. Það væri synd að segja, að hörund þitt væri ekki slétt og fallegt!" „Já — slétt. Til þess að fela hvað það er óhreint undir.“ „Hættu nú þessu, Suzie! Mig langar að reyna einhvern nýjan rétt — hverju mælirðu með?“ „Eg veit ekki. Eg fer núna“. „Suzie, setztu niður“. „Nei, ég þarf að vinna fyrir mér. Þú getur farið og fundið Mee-ling — fundið hreina mey.“ Hún fór og settist hjá þeldökk- um bandarískum sjómanni, sem nýkominn var inn í salinn. 3. Næsta kvöld um tíu leytið hringdi siminn í herbergi mínu. „Halló, þetta er Molly“; „Hver?“ „Molly“. Eg heyrði óminn af röddum og skarkala sem benti til þess, að hringt væri neðan úr veitingasalnum, en ég þekkti enga stúlku með þessu nefni á Nam Kok. Röddin hélt áfram. „Hvað, þú búinn að gleyma mér strax? Þú varst með mér í síð- ustu viku?“ Vegna sumarleyfa verðutr lokað frá 14.—28. júlí. Æfingasföð Stálumbuðir H.f. Styrktetrfélags Lamaðra og Fatlaðra Vesturgötu 3. að Sjafnargötu 14 verður lokuð vegna sumarleyfa LOK AÐ vegna sumarleyfa til 28. júlí. Tjónskoðanir annast Sigurjón Einarsson, Skipa- smíðastöðinni Dröfn, Hafnarfirði. * Samábyrgð Islands á fiskiskipum Skólóavörðustíg 16. til 14. ágúst. — Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra. Skrifstofur vorar verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 5. ágúst. Sveinn Bjiirnsson & Ásgeirsson Hafnarstræti 22, / Ú J I'M HERE TO NOTIFV VOU, DR. DAVI3, THAT WE INTEND TO CONDEMN VOUR PROPERTY ..WE’LL HAVE APPRAISERS B DETERMINE ITS VALUE / /q Shocked BV THE APPARENT DANGER OF SNOW SLIDES ON BEAR MOUNTAIN,THE COMMISSION, LED ÐV ITS UNSCRUPULOUS CHAIRMAN, > MOVES QUICKLY TO TAKE OVER LAND IN LOST FOREST Vegamálastjórnin er hrsedd við skriðuhættuna, sem sýnilega er í Bjarnarfjalli og gerir sig um- svifalaust líklega ti) að taka eign arnámi land í Týndu skógum, undir forystu hins óprúttna for- manns. 1) „Ég er kominn til að til- kynna þér, Davíð, að við ætlum að taka land þitt eignarnámi, og að við munum láta meta það“. 2 „Veiztu nokkuð hvað við get- um tekið til bragðs, til aS vernda landareign okkar, Markús?" segir Davíð. „Já, við getum skotið mál- inu til sérstakrar nefndar, en fyrst verð ég að fá sannanir fyrir því að vegurinn sé lagður í eigin- hagsmunaskyni.“ „Þér farið áreiðanlega manna- villt“. „Jú! Þú ert hara búinn að gleyma því! Þú ert fiðrildi! Þú átt alltof margar kærustur!" Eg heyrði ánægjulegt fliss, og síðan urgaði í tólinu, eins og það væri lagt niður. Síðan var það tekið upp aftur, „Halló, þetta er Gwenny", sagði kunnugleg rödd Gwenny. „Þetta var Suzie — vissirðu það? Við vorum bara að gera að gamni okkar“. „Það gleður mig“, sagði ég. „Eg hélt, að Suzie teldi mig ekki viðmælandi". „Ó, jú, ég er búin að segja henni, að þú sért góður og alls ekkert stór upp á þig, og hún sér eftir, hvernig hún kom fram við þig í gær. Hana langar til að tala við þig núna“. Rödd hennar fjarlægðist, er tólið var rifið af henni. „Halló“, sagði fyrri röddin, glaðklakkanlega. „Hvað ertu að gera núna?“ „Ekki neitt“. „Ágætt. Eg kem og heimsæki Þig“. Þegar hún birtist, um það bil tuttugu mínútum síðar, var hún ekki alveg jafn kotroskin og hún hafði verið, er hún talaði við mig í símann. Hún reyndi þó að bera sig borginmannlega, spígsporaði fram og aftur um herbergið og spurði. „Til hvers er þetta?“ eða „hvað kostar þetta?“ Hún var í ajlltvarpiö Sunnudagur 13. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 9,30 Fréttir og morguntónleik- ar. — 11,00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). — 15,00 Miðdegistónleikar (pl.). — 16,00 kaffitíminn: Létt lög af plötum. — 16,30 „Sunnudagslög- in“. — 18,30 Barnatími (Þorsteinn Matthíasson kennari). — 19,30 Tónleikar: Jascha Heifetz leikur vinsæl fiðlulög (pl.). — 20,20 „Æskuslóðir"; III: Hornstrandir (Þórleifur Bjarnason námsstj.). — 20.50 Tónleikar (pl.): Syrpa af lögum úr söngleiknum ,Carousel‘ eftir Rodgers og Hammerstein (Bandarískt listafólk flytur), 21,15 „í stuttu máli“. — Umsjón- armaður: Jónas Jónasson. — 22,05 Danslög (pl.). — 23,30 Dag- skrárlok. Mánudagur 14. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (pl.). — 20.30 Um dag. inn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). — 20.50 Einsöngur: Elisabeth Schwarzkopf syngur (pl.). — 21.10 Upplestur: „Vættur árinn- ar“ eftir Pearl S. Buck, í þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur (Anna Guðmundsdóttir leikkona). — 21.45 Tónleikar: Suisse-Romande hljómsveitin leikur verk eftir de Falla, Chabrier, Mussorgsky og Debussy (pl.). — 22.15 Erindi: Skrautblómarækt (Sigurlaug Árnadóttir húsfreyja að Hraun- koti í Lóni). — 22.30 Hljómleikar frá tónlistarhátíðinni í Prag nú í vor (fluttir af segulbandi). — 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudag<ur 15. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.) — 20.30 Erindi: Upphaf stjórnarbyltingar innar miklu (Jón R. Hjálmarsson skólastj.). — 20.50 Samleikur á selló og píanó: Erling Blöndal Bengtsson og Ásgeir Beinteins- son leika (Hljóðritað á tónleik- um í Austurbæjarbíói 29. mai sl.). 21.30 Útvarpssagan „Sunnufell“ eftir Peter Freuchen; XIV. (Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur). — 22.10 Kvöldsagan: „Næturvörður“ eftir John Dick- son Carr; VII. (S\/.nn Skorri Höskuldsson). — 22,30 Hjördis Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólksins. — 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.