Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 13. júli 1958 FRA S.U.G. RITSTJÖRAR: ÖLAFUR B. THORS OG SIGMUNDUR BÖÐVARSSON Fram til sóknar Hugleiðingar um unga fólkið og stjórnmálín, * eftir Jóhannes Arnason stud. ju.r. erindreka S. U. S. Úr raeðu Jóhannesar Árnasonar OFT ræða menn urn það og deila sín á milli, hvort ungt fóik eigi sð hafa afskipti af stjórnmálum og þá á hvern hátt og í hve ríkum mæli, eða hvorc stjórnmál- j in sem slík, séu eitthvað fyrir- j brigði, sem þeir, er fulltíða eru orðnir og öðlast hafa vissa ; reynzlu á lífsbrautinni, hafi al- j gjöran einkarétt á. Ég er þeirrar skoðunar, og tel, að sú skoðun j hafi við gild rök að styðjast, að þess sé ekki einungis þörf, að íslenzk æska fylgist með stjórn- málum og taki sína afstöðu tii þeirra, heldur sé þess jafnframt náuðsyn, og sú nauðsyn hefur sennilega sjaldan verið meiri en einmitt nú. Eins og kunnugt er, snýst stjórnmálabaráttan miklu frem- ur um leiðir að settum markmið- um, sem meira eða minna sam- komulag er um að keppa beri að, en markmiðin sjálf. Ef keppt er t d. að því æskilega markmiði að lífskjörin í þjóðfélaginu séu sem bezt, þannig að hver þegn beri sem mest úr býtum fyrir vinnu sína, sem aftur byggist á því, að' menningin fer vaxandi, tækninni fleygir fram og hún sé tekin í þjónustu atvinnuveganna þannig að framfarirnar verði sem örastar og framleiðslan og at- vinnuöryggið sé sem mest, hlýtur sú stóra spurning að vakna, hvaða leið sé vænlegust til að tryggja það, að þessu markmiði verði sem bezt náð. Er það leið sjálfstæðisstefnunn ar, samvinnuhreyfingarinnar eða kommúnismans? Vegna þess að þessari spurn- ingu verður ekki svarað nerna með þekkingu og skilningi, sem hér eins og endranær er undir- staðan á þeim staðreyndum. sem við blasa og þeim ályktunum, sem af þeim verða dregnar, reynzlu okkar eigin þjóðar og annarra þjóða, er það nauðsynlegt, að ís- lenzk æska kynni sér sem bezt þessi mál og fylgist með því, sem er að gerast í hinu íslenzka þjóð félagi í dag og því, sem er að gerast með öðrum þjóðum, okk- ur skyldum og óskyldum að upp- runa og menningu. Á þann hátt getur íslenzk æska myndað sér skoðanir í stjórnmálum, skapað sér sjálfstætt viðhorf til þjóðffé- lagsmálanna. Það er nauðsynlegt að íslenz æska vakni til vitundar um það hverju hlutverki hún hefur að gegna, til hvers er ætl- ast af henni og á hvern hátt hún getur bezt gegnt því hlutverki að skapa sér þau skilyrði, sem gera henni bezt kleift að taka við hinum ýmu störfum i þjóð- félaginu, til lands og sjávar, og standa vörð um sjálfstæði og frelsi, sem íslendingum er í bióð borið og þeir munu aldrei glata trúnni á, meðan stoðunum er ekki kippt undan þeim eðlilega rétti mannsins, að mynda sér sjálf- stætt viðhorf og heilbrigða iífs- skoðun í skjóli lýðræðisins. Við þekkjum nefnilega dæmi um það, að á tímum eymdar og upplausnar, sem skapast hefur vegna innbyrðis sundrungar og tortryggni, hefur verið aiið á hatri milli stétta, þjóða og kyn- þátta og maðurinn í veikleika sínum og valdafýkn hefur leitað á náðir ofbeldisins, einræðisöfl- in hafa náð völdum í þjóðfélag- inu, heilar þjóðir hafa verið leidd ar fram í blindni og blekkingum, og það hefur leitt yfir mannkyn- ið þær mestu hörmungar, sem veraldarsagan greinir frá. Til þess að hindra vöxt einræðis aflanna í okkar eigin þjóðfélagi, höfum við ungir Sjálfstæðismenn mikilvægu hlutverki að gegna, en það gerum við bezt með því að efla samtök okkar, verða sem flestir og einarðastir og leggja fram okkar skerf í þeirri sókn, sem framundan er til sköpunar þeirrar þjóðareiningar, sem ís- lendingum er nauðsynleg. Það er engin hending ,að Sjálf stæðisflokkurinn er í dag ,- tór og vaxandi flokkur, sem á fyígi að fagna í öllum stéttum þjóðfélags ins, það afl í íslenzku þjóðfélagi, sem aldrei verður brotið á bak aftur, vegna þess, að hin fram- farasinnaða og víðsýna s.efna flokksins á undanförnum árum fer saman við hagsmuni fóiksins í landinu og þá ekkj hvað sízt unga fólksins, sem á að taka við af hinum eldri og aðhyllast í vax andi mæli þá skoðun, að það sé Sjálfstæðisflokkurinn, sem einn ísl. stjórnmálaflokka sé vaxinn því hlutverki að búa svo i haginn fyrir æskuna. að hún fái að þrosk ast til átaka og sóknar til hag- sældar fyrir land og þjóð með því að skapa það öryggi í landinu sem sérhvér þjóðhollur íslend- ingur hlýtur að óska eftir. Vinstri flokkarnir og stétta- pólitíkin. Ef við lítum á hina svoköll- uðu vinstri flokka, könnum stefnu þeirra og viðhorf til þjóð- málanna og baráttuaðferðir, kom umst við að raun um, að þrátt fyrir sundurleit viðhorf og ólík- ar stefnur, er þeim þó ýmislegt sameiginlegt, en þó eitt öðru fremur. Ekki það að láta ráðherra sína sitja sem fastast í ráðherrastól- unum meðan sætt er þrátt fyrir brostnar forsendur fyrir stjórn- arsamstarfinu. Ekki það að vera sammála um að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum að iausn þeirra vandamála, sem að steðja og þeir stand.a sjálfir ráðþrota gagnvart, og þess vegna beri að vinna gegn flokknum og útiloka hann frá áhriíum á stjórn lands- ins. Ekki heldur það, sem er þó meginstefna vinstri stjórnarinn- ar, að svíkja öll sín kosningalof- orð að meira eða minna leyti, þora ekki að horfast í augu við vandann og segja þjóðinni sann- leikann um ástandið í efnahags- málunum. heldur að fara þá leið að gera ráðstafanir, sem ekki leysa neinn vanda, eru aðeins til bráðabirgða en ekki frambúðar, þ. e. að leggja hundruð milljóna króna í nýjum sköttum og toll- um í einni eða annarri mynd á þjóðina og ganga svo auk þess betlandi milli nágrannaþjóða okkar. Heldur hitt, sem skiptir meg- inmáli og er hin eiginlega orsök ástandsins í landinu í dag, að ail- ir þessir flokkar lita á sig sem málsvara vissra stétta og hags- munasamcaka og haga baráttu sinnj í samræmi við það, án alis tillits til þess, hvermg slíkt kem- ur við þjóðarheildina og hverjar afleiðingarnar verða. Kommúnistar, stærsti stjórn- málaflokkurinn, telja sig vera hina einu og sönnu rr.áisvara verkalýðsins og byggja tilveru flokks síns, Alþýðubandalagsins, að meginstefnu á því. Þeun hef- ur tekist með dyggilegum stuðn- ingi vissra hluta af Hræðslubanda lagsflokkunum að ná meirihluta í heildarsamtökum verxaiýðsms, Jóhannes Arnason Alþýðusamb. fslands. Þó hafa þeir nú að undanförnu einkum notið stuðnings þeirra fáu Fram- sóknarmanna, sem fyrir finnast. í verkalýðsstétt, en þeir fylgja þeim óskiptir, þegar skipanir í þá átt berast frá forkólfum Fram- sóknarflokksins, sem þá telja hagsmunum SÍS bezt boigið í það skiptið með því að hafa þann hátt inn á. Svipað er að segja um Alþýðu- flokkinn, sem lítur á sig sem flokk alþýðunnar í landinu, en eins og öllum er kunnugt hafa kommúnistar og Alþ.fl.menn, allt frá því að Alþýðuflokkurinn og heildarsamtök verkalýðsins voru skilin að árið 19^0 fyiir baráttu og forgöngu Sjálfstæðismanna, staðið sem tvær andstæðar fylk- ingar og háð harða hildi um fylgi meðal verkamanna og sjómanna. Alþýðuflokkurinn hefur beðið ó- sigur í þessari viðureign, hann er klofinn innbyrðis og nú er svo komið málum, að tilvera flokksins er ekki sjálfstaiðari en svo, að þingmenn flokksins eru kosnir á þing með Framsóknar- atkvæðum, og vegna þessa stefnu leysis og Framsóknardekurs. er flokkurinn að þurrkast út í is- lenzkum stjórnmálum, en um það vitna bezt úrslit seinustu bæjar- og sveitastjórnakosningar. Framsóknarmenn hafa íöngum haldið því fram, að flokfcur þeirra væri fyrst og fremst flokkur bænda og þeim helur tekist að hreiðra um sig innan samvinnu- hreyfingarinnar og nota aðstöðu sína óspart til að vinna flokki sín um fylgi og beita til þess ymsum ósæmilegum aðferðum. Um Þjóð varnarflokkin er óþarfi að fjöl- yrða. Flokkur, sem virðist eiga þaó eina stefnumál að gera land- ið varnarlaust, getur ekki átt miklu fylgi að fagna með þjóð sem ann sjálfstæði og frelsi og vill því til verndar leggja af mörkum sinn litla skerf í því skyni að hindra yfirgang einnar mestu ofbeldis- og einræðisstefnu sem um getur í mannkynssögunni og í dag ógnar öryggi hins vest- ræna heims. Hlutverk kommúnista. Ef við lítum svo út í þjóðlífið, horfum yfir farinn veg, og virð- um fyrir okkur raunveruieikann, komumst við að raun um, að þjóðin þarfnast annars, en þeirrar sundrungar, sem vegna baráttu vinstri flokkanna, hefur sett svip sinn á hið íslenzka þjóðfélag á undanförnum árum þjóðinni til meira og minna tjóns. Vinstri flokkarnir haía att hagsmunasamtökunum til inn- byrðis baráttu, sem leitt hefur af sér mikið tjón, oft mest íyrir með limi þessara samtaka sjálfra. Sú mikla ógæfa hefur lient ís- lenzkan verkalýð að fela komm- únistum með sjálfan féiagsmáia- ráðherrann í broddi fylkingar, for ustu mála sinna, og í beinu fram haldi af því sitja þeir nú í ríkis- stjórn á íslandi og glíma við þann vanda, sem þeir áttu sjálfir mest- an þátt í að skapa með hinum pólitísku verkföllum vorið 1955 þegar jafnvægisstefna rikisstjórn ar Ólafs Thors, sem þá hafði verið fylgt með góðum árangri nokkur undanfarin ár var gerð að engu. Þá rifu kommúnistar niður með óþjóðhollri stéttabaráttu það, sem Sjálfstæðismenn og Framsókn höfðu byggt upp. Þessi forusta kommúnista í Al- þýðusambandinu og þátttaka þeírra í ríkisstjórn landsins, hef- ur orðið þjóðinni dýrkeypt, en jafnframt lærdómsrík reynzla. Islenzku ofbeldis- og einræðisöfl in standa uppi ráðalaus og rök- þrota frammi fyrir dómara sín- um, frammi fyrir þjóðinni, og viðurkenna með starfsaðferðum sínum og framkomu í ríkisstjórn skrum sitt og óþjóðhollustu svo ekki verður um villst. Venjulega er það svo, að þeir, sem eiga mestan þátt í að sxapa vandann veigra sér við og forðast að eiga nokkra aðild að lausn hans. Sú hefur hins vegar orðið raun in á hér, að þeir eiga að finna lausn vandans. Hins vegar virð- ast þeir ekki finna neina iausn, [ sem kemur að einhverju haldi. I Þeirra lausn er aðeins þess eðlis, I að hún leiðir síðar til enn meiri vanda og kostar enn meiri fórnir fyrir þjóðina. En þetta er aðeins einn liður í valdabaráttu kommunista, að- eins einn þáttur í því h'utverki, sem íslenzkum kommunistum hefur verið falið að gegna á Is- landi, það er að rifa niður það, sem hefir verið byggt upp, grafa undan íslenzku þjóðskipulagi, sem þeir vilja feigt, og reisá svo á rústum þess sitt eigið þjóð- skipulag, ríki kommúnismans, þar sem mannshugsjóninni og sjálfstæði þjóðar og einstakiings er varpað fyrir borð, og vegur- inn er varðaður með ríkisþræl- um, aftökum og fjöldagröfum. Þessi starfsaðferð kommún- ista verður skiljanleg, þegar við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd, sem sagan sannar okk ur, að kommúnisminn festir ekki rætur, nema þar sem ríkir eymd og volæði, hvort sem það er arf- ur frá liðinni tíð og lágu menn- ingarstigi, eða þeir hafa stuðlað að því sjálfir með markvissri baráttu. Sjálfstæðisstefnan — stefna æskunnar. Þegar við gerum okkur þetta ljóst, skiljum við hve rnauðsyn það er þjóðinni og framtíðarafl- gjafa hennar, íslenzkri æsku, að efla SjálfstæðisfloKkinn og styrkja í baráttu sinni. Sjálfstæðisstefnan er aiis'enzk stefna, sprottin upp úr íslenzk- um jarðvegi, miðuö við íslenzka staðhætti og orðin til fyrir ís- lenzka þörf. Sjálfstæðisstefnan er heilsteypt hugmyndakerfi, sem leggur kenrtlngum sínum til viss ar verðmætishugmyndir um hag nýtingu á auðlindum náttúrunn- ar, byggir á einkaframtaki og veitir manninum, hverjum ein- stakling í þjóðfélaginu, visst at_ hafnasvið og telur, að hagsæid þjóðarheildarinnar verðj mest, þegar sköpun þessarar hagsældar hvílir á herðum þegnanna, sem mynda þessa sömu þjóöarneild. Þjóðfélagið er aðeins safn ein- staklinga, sem allir eru ólikir og eiga ekki samleið á nákvram- lega sömu braut. Þess vegna verða þeir sjálfir að veija sér sína leið og hasla sér völl í iifs- baráttunni og njóta til þess vernd ar ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á skynsamiega arðs.*^p- un, það er ávinningsvonin, sem alltaf hlýtur að hvetja menn tii að leggja sig fram við sköpun verðmætanna, eftir oví, sem liæfi leikar hvers og eins leyfa og verða undirstaða framfaranna. Með því að gjörnýta frainleiðslu öílin og ná hámarki framieiðsiu- afkasta, skapast meiri verðmæti og mest kernur til'skiptanna milli þeirra, sem að framleiðslunni vinna. Á þann hátt miðar SjáJf- stæðisstefnan "að því að gera alla ríka, í stað þess að vinstri flokk- arnir leggja áherzlu á arðjöfnun, gera þá fátækari rikari, ei; þá ríku fátækari, en reyndin verð- ur venjulega sú, að allir verða fátækari. Það er stundum sagt, að ungt rólk eigi sér engar hugsjónir og þekki ekki sinn vitjunaruma. Þessum áburði viijum við uiigir Sjálfstæðismenn hnekkja. Við, sem fylkjum okkur ung í raðir Sjálfstæðismanna, eigum vissulega okkar hugsjónir og þeim munum við reynast trú. Við eigum þá hugsjón, að slefna flokks okKar, Sjálfstæðis- stefnan, megi móta þjóðlifið, áhrif hennar verði sem mest, hag ur þjóðarinnar sem beztur, og djarfhuga íslenzk æska öðlist óbilandi og ojargfasta trú á bjarta framtíð í þessu landi til handa sér og sínum afkomenóum. Við eigum okkur þá hugsjón, að sjá þjóð okkar bera gæfu til. þess að ganga fram sameinuð í einni fylkingu, atvinnurekendur og launþegar til lands og sjávar hiið við hlið, með það efst í huga að vinna saman að sköpun verð- mætanna og samræma eftir frið- samlegum og farsælum leiðum hin mismunandi sjónarmið stétta og hagsmunasamtaka, sem alltaf hijóta að verða uppi, þegar kem- ur til skiptingar þeirra verð- mæta, sem þessar stéttir og hags munasamtök skapa í sameiningu og hafa framfærslu sína af. Þetta gerir þjóðin bezt með því að fylkja sér undir merki Sjáif- stæðisflokksins og sameinast til átaka undir kjörorðinu, stétt með stétt. Þetta skilur íslenzk æska, þess vegna fylkir hún sér um Sjálf- stæðisflokkinn og verður megin uppistaðan í vexti hans og efl- ingu. Ungir Sjálfstæðismenn, fram til sóknar og baráttu fyrir mál- stað stefnu flokks ykkar og hug- sjóna, en um fram alit, herjumst ávallt drengilega, virðum rétt mótstöðumanna okkar og berj- umst ávallt með liagsmuni is- lenzku þjóðarinnar fyrir augum. Fram til baráttu fyrir stefnu unga fólksins, Sjálfstæðisstefn- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.