Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBT AÐIP Sunnudagur 20. júlí 1958 ^J^uenhió&in og. heimiíié Frumstœður ísskápur NÖ stendur tími sumarbústað- anna einna hæst og þá koma upp vandamál hjá húsmæðrunum, sem sjaldgæfari eru þegar búið Séð með frönsk- um augum Franskt vikublað spurði ný- lega karlmennina í lesendahóp sínum hvað það væri sem. þeir iitu fyrst á er þeir sæu stúlku. Alls bárust 1026 svör og þau skiptust á eftirfarandi hátt: 550 litu fyrst á fæturna 206 — — - augun 105 — — - brjóstin 43 — — - fötin 32 — — - hendurnar 30 — — - skartgripina 25 — — - handtöskuna 14 — — - hárið 11 — — - skóna er í bænum með flest öll lífsþæg- indi við hendina. Einna verst er að finna hent- uga matargeymslu. Fæstir sum- arbústaðir eru svo vel úr garði geiðir að þeir hafi rafmagn og ísskáp, en auðvitað er nauðsyn- legt að geta geymt matinn og þá ekki sízt mjókuna ósk«mmda frá degi t.l dags. Grípa verður þá til frum- stæðra ráða og meðal þeirra er hið gamalkunna ráð að hafa kassa fyrir utan norðurglugga, þar sem aldrei skín sól. Það er að vísu ekki hægt að halda mat köldum í slíkum kössum, en þeir eru betri en ekki neitt. Annar frumstæður „ísskápur“ er búinn þannig til að klóakrör er grafið niður og í botn þess er látinn fín- gerður, hreinn sandur. Þar ofan á má leggja eitthvert lok, t.d. gamalt pottlok og ofan í rörið er síðan látin hrein fata með loki yfir (hún þarf að passa í rörið), — og þá er kominn prýðilegur „kæliskápur". En ef einhvern skyldi nú langa í ískældan drykk í sumarhitan- um þá er einnig hægt með lítilli fyrirhöfn að útbúa smá „frysti- klefa“. Hálffyllið vatnsfötu með rökum hreinum sandi, Síðan er % kg af matarsalti leyst upp í vatni og látið út í fötuna. Flösk- unum er síðan stungið ofan í þannig að aðeins flöskuhálsarnir standi upp úr. Á þennan hátt er hægt að kæla á um það bil einum klukkutíma. Ef ekki eru nokkur tök á því að fá sandinn er hægt að búa til eft- irfarandi kæliblöndu: 5 hlutar kali-saltpétur, 5 hlutar salmíak og 15 hlutar vatn. — Þarna tek- ur kælingin líka 1 klst. :• KVIKMYNDSR Victor Sjöström sem gamli læknirinn og Bibi Anderson sem unga stúlkan, í kvikmynd Ingmars Bergmans, sem hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Ýmsum kvikmynda- verðlaunum úthlutað Hvernig á að ná sér í eiginmana? Og hinir 10 sem eftir eru kváð- ust ekki líta á neitt sérstakt í fari konunnar, þeir litu á hana í heild! Ekkert er nýtt undir sólinni „Börnin í dag elska munað. Þau hafa slæma ávana, fyrirlíta þá sem yfir þeim ráða og sýna fullorðnum enga virðingu, þau elska að ííflast í stað þess að læra eitthvað. Börnin í dag ráða öllu í fjöl- skyldunni í stað þess að vera hlýðin og undirgefin. Þau eru hætt að rísa úr sætum sínum þeg ar fullorðnir koma inn, þau eru óhlýðin við foreldra sína, hávær í samkvæmum, sötra matinn í sig, sitja með krosslagða fætur og ráða yfir kennurum sínum“. Þessi vitnisburður gæti svo sem vel átt við í dag, því unga fólkið „hefur aldrei verið verra“ í augum þeirra sem eldri eru. En þetta er bara ekkert nýtt, því að það var enginn annar en gríski spekingurinn Sókrates sem sagði þessi orð fyrir tveim þúsund ár- um! Egg i skyrib SKYR er viðurkennd holl og góð fæða og sérstaklega heppileg í heitu veðri, vegna þess, hve sval- andi það er — og svo er það eink ar fljótlegt og handhægt til fram reiðslu. Sumir kvarta þó yfir því, að skyrið sé heldur þungt í maga — en við því er til ágætt ráð: hrærið hrátt hænuegg (1 egg í 3—4 manna skammt er nokkuð hæfilegt) og skyrið verð ur í senn miklu ljúffengara og hollara. — Þér þurfið hvorki að vera rík né sérlega lagleg til að ná yður í góðan mann — segir í út- lendu blaði, sem hefir ráð undir hverju rifi. — Gerið bara eins og við segjum — og þetta kemur allt af sjálfu sér: 1. Fáið yður hund. Hundur getur vérið óþrjótandi umræðuefni, ef laglega er á haldið. (Varið ykkur stúlkur mínar, hér í Reykjavík og annars staðar, þar sem bannað er að hafa hunda)! 2. Ef þér eruð úr sveit en búsett- ar í borg eða kaupstað, þá far- ið heim á hinar gömlu slóðir í sumarleyfinu. Þótt yður hafi fundizt ungu piltarnir heima klunnalegir og leiðinlegir, get- ur vel verið, að nú séu þeir orðnir laglegustu menn. 3. Afþakkið aldrei, ef yður er boðið á fótboltakappleik, jafn- vel þótt yður hundleiðist allt slíkt. Vinur yðar yrði í senn svo innilega stoltur og glaður yfir að geta skýrt fyrir yður — út í yztu æsar — allan gang leiksins og enn þá stoltari verð ur hann auðvitað ef þér sýnið þó ekki sé nema dálítinn á- huga (og þó hann sé falskur)! 4. Ef þér vinnið að vérzlunarstörf um, þá reynið um fram alla muni að komast að í sportvöru- verzlun, sem verzlar með fisk- veiðiáhöld. Margir ágætis menn, sem eru einmana hafa áhuga á að fiska. 5. — Og munið að velja yður allt af smáu gistihúsin til dvalar, þegar þér farið í sumarleyfið. Á slíkum stöðum er alltaf miklu auðveldara með kynn- ingu milli gestanna heldur en á hinum stærri hótelum. (Birt án ábyrgðar). FYRIR nokkrum árum var farið að halda árlega kvikmyndahátíð í Berlín, sem ekki hefur þó notið eins mikils álits og hátíðarnar í Cannes í Feneyjum. Nú er ein slík hátíð nýafstaðin og búið að úthluta verðlaunum. Fyrstu verð laun hlaut myndin „Jarðarberja- mórinn“, gerð af Svíanum Ing- mar Bergman, en hann virðist aldrei senda mynd á sýningu svo að hún hljóti ekki verðalaun. Að- alhlutverkið í myndinni, hinn 76 ára gamla Isak Börg, leikur Victor Sjöström. Ingmar Berg- man gefur þessum gamla manni í myndinni tækifæri til að líta yfir ævi sína og gera sér greín fyrir mistökum sínum. Verðlaunin fyrir langa fræðslu kvikmynd féllu í hlut Walt Disn- eys. Mynd hans heitir „Perri'*. ítalir hrepptu verðlaun fyrir stutta fræðslumynd, sem fjallar um olífuuppskeru í Kalabríu. Verðlaun fyrir bezta kvenhlut- verkið fékk ítalska leikkonan Anna Magnani, fyrir leik sinn í myndinni „Viltur er vindurinn“ og Sidney Poitier fyrir hlutverk negrans í „Sá þrjózki". ★ Kvikmyndagagnrýnendur í Brússel hafa úthlutað „Grand Prix 1957, og verðlaunin hlaut mynd frá United Artists, „Tólf reiðir menn“. Henni stjórnar ’Sidney Lumet og Henry Fonda leikur aðalhlutverkið. Er það annað árið í röð, sem amerísk sÞrifar up daglega lífinu Einar Ásmundsson hæstarcttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslÖKmaður Sími 15407, 19?li>. Skrilstofa Hafnarstræti 5. Meira um pósthúsið. IþORGARI hefur skrifað Vel- " vakanda á þessa leið: „Það voru nú orð í tíma töluð, sem sögð voru 1 dálkum Vel- vakanda í dag (16. júlí) um póst- húsið. Megum við nú ekki vænta þess, að það hætti að heita póst- stofa, þessu óskemmtilega heiti, sem engum kemur til hugar að taka sér í munn? Og þá mætti lúðurinn líka hverfa, þessi an- kannalegi forngripur. Yfir höfuð skulum við vona, að nú sé loks að bjarma af ofurlitlum menn- ingarbrag yfir póstþjónustunni. Gott er það, að nú eru horfnar hinar glæfralegu og fáránlegu tröppur með bréfasmugunum, og vel sé þeim, er því brottnámi réð. En þurfti nú endilega að fela þær inni í þessu myrkra- skoti? Veit nokkur maður til þess, að slíkt eigi sér stað á á nokkru pósthúsi öðru? Því trúj ég ekki. Hið gagnstæða tíðkast með öðrum þjóðum. Fögnum umbótunum. OSKÖP væri það líka gott, — heldur borgari áfram — að hinir smáu og kurfslegu bréfa- kassar úti um bæinn hyrfu fyrir einhverju, sem betur blasti við augum. Ekki kemur mér til hug- ar, að til neins væri að biðja um hin ensku „pillar boxes“, það væri svo langt of stórt menning- arstökk fyrir okkur íslendinga. En hvað um það, við fögnum jafnvel smáu umbótunum í póst- málum okkar. Við fögnum stóra póstskiltinu, þegar það kemur og vonum, að á því verði skýrt og læsilegt letur“. Óreiðutími. ALLIR viilja fá sitt sumarfrí og það er ekki nema sjálfsagt og nauðsynlegt, að fólki fái hvíld og tilbreytingu frá önnum og hversdagsleika. — Því miður verða hér of margir útundan — þrátt fyrir allt. En það er nú svo, að t. d. hér í Reykjavík eru sumarmánuðirnir hálfgerður óreiðutími. Maður getur aldrei gengið að neinum eða neinu vísu. Allt er á ferð og flugi: Lokað hjá skósmiðnum — tannlæknirinn í fríi og þessi eða hin verzlunin — eða skrifstofan lokuð um há- bjartan dag. Óþarfa þægindi. ÞANNIG hefur Velvakandi ein- um fjórum sinnum á undan- förnum þremur vikum gert sér drjúgan krók að umboðsverzlun einni, sem hann átti erindi við. Þar stóð snyrtilega vélritað á blað, fyrst er hann kom — og stendur þar enn: „Lokað í nokkra daga vegna sumarleyfa". Gott og vel, ég kem aftur eftir nokkra daga — en kom að öllu læstu, sem fyrr, og þetta hefur endurtekið sig þrisvar sinn- um. Auðvitað er fólki með þessu valdið óþægindum algerlega að þarflausu. Hversvegna ekki að taka það fram hreinlega, hve lengi verði lokað, og spara þannig viðskiptavinum endurteknar gabbferðir og tíma þann og orku sem til þeirra er varið? mynd fær fyrstu verðlaun I Brússel. í fyrra hlaut „Picnic“, sem sýnd var nýlega í Stjörnu- bíói verðlaun. ★ Eins og sagt hefur verið frá í blöðum var gerð skoðanakönn- um meðal gesta í amerísku deild Brússelsýningarinnar. Voru gest irnir spurðir um, hvern þeir álitu merkastan af evrópískum innflytjendum til Bandaríkjanna. Þriðji í röðinni varð Dr. Werner von Braun, flugskeytasérfræð- ingur Bandaríkjahers. Það var með aðstoð Dr. von Graun. sem bandaríska gervihnettinum var komið inn á braut sina. Columbia Pictures ætla að senda á mark- aðinn kvikmynd um Dr. von Braun. Verður ævisaga hans gerð af tveimur félögum, öðru banda- rísku og hinu þýzku. Dr. von Braun er fæddur í Þýzkalandi, og er myndin tekin þar að nokkru leyti, enda var hann helzti flug- sérfræðingur Þjóðverja í siðustu heimsstyrjöld. ★ Kvikmyndagagnrýnendur í Kaupmannahöfn hafa kjörið Warner Brotherskvikmyndina „Austan Edens“ beztu amerísku kvikmynd ársins 1957 og úthlut- að henni Bodil-verðlaununum. Mynd þessi var sýnd hér í vetur, og var hún byggð á samnefndri skáldsögu eftir Steinbeck. Aðal- leikendur eru hinn dáði James Dean, Julie Harris og Raymond Massey. ★ Enn eitt stórverk heimsbók- menntanna mun nú verða kvik- myndað, en það er skáldsagan „Glæpur og Refsing”, eftir Dosto jevski. Walter Newman, sem gerði kvikmyndahandritið, yfir- færði söguþráðinn til Ameríku vorra daga, og söguhetjan í kvik- myndinni er amerískur lögreglu- foringi, en ekki rússneskur um- sjónarmaður eins og í bókinni. Aðalsöguhet j una leikur Frank Silvera, aðrir leikendur eru Mary Murphy og Marian Seldes. Fram- leiðendur myndarinnar eru Denis og Terry Sanders, en mynd þeirra um borgarastyrjöldina 1861—65 fékk Oscar-verðlaun árið 1954. Sú kvikmynd var einnig verð- launuð í Feneyjum og við Edin- borgar kvikmyndahátíðina, og ennfremur hlaut hún verðlaun frá British Film Academy. Útvegsmannasamtök í Noregi hafa lýst yfir því, að nauðsyn beri til að færa fiskveiðiland- helgina út í 12 mílum við Norður Noreg. ★ Yfirmaður hersins í írak, Abdel Halil Hatem, tilkynnti í dag, að stofnuð yrði „alþýðieg andstöðuhreyfing“ sj álfboðaliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.