Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 12
12 MOKCVISBL AÐ1Ð Sunnudagur 20. júlí 1958 Félag ungra Sjálfstœðis- manna í Barðastrandar sýslu stotnað Frá alþjóðaskákmóti stúdenta í Reykjavík 1957. Skákir ungra íslendinga MANNTAFLIÐ mun ýkjalaust heitins Sigurðssonar, sem í mörg vera ein vinsælasta dægradvöjlár var einn af beztu skákmönn- manna um heim allan. Allt frá j um okkar, þótt hann félli frá því, að íþróttar þessarar var langt um aldur fram. Guðjón fyrst getið, en það mun hafa verið u. þ. b. 600 árum eftir Krist, og fram á okkar dag hafa menn leitað sér ánægju, hvíldar og jafnvel atvinnu við skákborð- ið. Og það er engin furða. Taflið þroskar ýmsa beztu eiginleika mannsins öðrum íþróttum betur, skerpir hugsunina og skýrir vilj- ann. Til íslands barst manntaflið einhvern tímann fyrir lok 12 ald- ar. Hafa íslenzkir námsmenn og stúdentar, sem dvalið hafa með útlendum þjóðum, eflaust átt mikinn þátt í að kynna þessa íþrótt. íslendingar tóku taflinu vel; og teflt er á íslandi enn í dag. Skákin hefur að vísu breyzt talsvert, en skák áhuginn hefur ekki minnkað. íslendingar hafa átt marga góða skákmenn, þó lítið sé um þá vitað. Skákíþróttin var öllu fremur heimilisiþrótt á landi okk ar, og íslenzkir skákmenn áttu þess sjaldan kost að hitta „coll- ega“ sína útlenzka. Eins hefur verið mikill skortur á bókum eða greinum um skák, svo ekki sé talað um skrifaðar skákir. Á þessu hefur þó orðið mikil breyting á síðari árum. íslenzkir skákmenn sækja nú reglulega skákmót í öðrum löndum við góðan orðstír og þýddar hafa verið og gefnar út bækur um skák. f>ó hefur verið tilfinnan- legur skortur úrvalssafns ís- lenzkra skáka, en i fyrra var mikil bót ráðin á. Og tilefni þessa skákrabbs er einmitt það, að siðunni barst um daginn bók sú, sem Friðrikssjóð- ur gaf út á síðasta ári og heitir „65 skákir yngri skákmanna ís- lands“. Bók þessa gaf Friðriks- sjóður út í minningu Guðjóns. varð e. t. v. fyrstur allra til þess að varpa ljóma á nöfn þeirra ungu manna, sem orðið hafa landi sínu til mikils sóma í heimi skák- listarinnar á undanförnum árum, svo segja má, að minningu hans sé verðugur sómi sýndur með útkomu þessarar bókar. í bókinni eru skákir 13 ungra skákmanna, þrjátíu ára og yngri, ásamt mjög ýtarlegum skýring- um, sem þeir hafa yfirleitt sam- ið sjálfir. Skákirnar hafa skák- mennirnir einnig valið sjálfir. í þessum hóp eru margir mestu skákmenn okkar Islendinga, svo telja má öruggt, að bók þessi er bezta úrvalssafn íslenzkra skáka, sem út hefur komið. Margar skákir eru þar frá Stúdentamótunum, og allar beztu skákir íslendinga á þeim mótum. Margar þessar skákir hafa birzt í erlendum blöðum og tímaritum og fyigja þeim þá þær skýringar, sem þar hafa fylgt. Bók þessi hefur kynnt íslenzka skáklist víða um heim, þó ekki sé gömul, hefur hún talsvert flækzt, m. a. fengu allrr keppendur á stúdentamótinu, sem haldið var hér í fyrra bókina að gjöí. Efní bókarinnar er þannig rað- að, hver skákmaður hefur sitt rúm, þar sem birt er ágrip skák- ferils nans ásamt mynd, en síðan fylgja skákir þær, sem hann hef- ur valið asamt skýringum. Er bókin mjög smekkleg, þótt hún láti ekki mikið yfir sér, enda fyrst og frernst miðað við það, að bókin megi verða sem flest- um að gagni við hóflegu verði. Hún er 135 síður, kostar fimmtíu krónur og er fjölrituð og af- greidd hjá Leiftri s/f, íngólfs- stræti 9, Rvk. Að lokum þetta. Ég hygg, að menn geri sér almennt ekki grein fyrir því, hve íslenzkir skák- menn hafa náð góðum árangri á alþjóðamótum. Þeir geta ekki SUNNUDAGINN 13. júlí sl. var að tilhlutan S.U.S. stofnað félag ungra Sjálfstæðismanna í Austur Barðastrandarsýslu. Stofnfund- urinn, sem var fjölmennur, var haldinn í Bjarkarlundi í Rey1 hólasveit, og hófst hann kl. 2 um daginn. Jóhannes Árnason, stud. jur., sem haft hefir forgöngu um stofn un félagsiris af hálfu stjórriar Samb. ungra Sjálfstæðismanna, setti fundinn og stjórnaði hon- um. Fundarritari var Jóhann Jónsson, Mýrartungu. Jóhannes rakti í upphafi fund- arins aðdragandann að stofnun félagsins, en það var. eins og fyrr segir, stofnað á vegum ’S.U.S. sem stefnir markvisst að því, að innan samtakanna starfi félög í öllum kjördæmum. Lesin voru upp og samþykkt lög fyrir félagið. Þá las fundar- stjóri upp nöfn stofnenda fé- lagsins, sem eru 47 að tölu úr öllum 5 hreppunum á félags- svæðinu. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Jóhann Jónsson, bondi í Mýrartungu, formaður, Aðal steinn Aðalsteinsson, bóndi í alltaf sigrað, en þeir berjast allt af vel. Og þrátt fyrir það, að við eigum aðeins einn alþjóðlegan meistara, eigum við hóp manna, sem boðlegir eru á mótum um heim allan. Það getur hver og einn sannfærzt um, sem athugar umrædda bók. Bókin er nauðsynleg öllum þeim, sem kynnast vilja íslenzkri skáklist, og yfirleitt öllum þeim, er áhuga hafa á skák. Hvallátrum, Einar Guðm'mds- son, Kvígindisfirði, Gísli Ó. Gísla son, bóndi, Djúpadal og Ingi- mundur Magnússon, Bæ, Reyk- hólahr. Varastjórn: Ólína Jóns- dóttir, frú Miðhúsum og Unnur Stefánsdóttir, Seljanesi. Endur- skoðendur voru kosnir þeir Jón Trausti Markússon, Reykhólum og Erlingur Magnússon, Bæ. Að lokinní stjórnarkosningu hófust umræður og voru ræðu- ’ menn þeir Ari Kristinsson, sýslu maður og Matthías Bjarnason, form. Fjórðungssambands Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum og lýstu þeir yfir ánægju sinni með stofnun félagsins. Af hálfu ungra Sjálfstæðismanna töluðu Jóhann es Árnason, stud. jur. og Sig- urður Helgason lögfr., sem færðu hinu nýstofnaða félagi árnaðar- óskir og kveðjur Sambands- stjórnar. Lögðu þeir í ræðum sínum áherzlu á gildi samt.ak- anna og hvöttu fundarmenn til starfa og sóknar fyrir auknum áhrifum Sjláfstæðisstefnunnar. — Lauk svo þessum fjölmenna fundi sem var hinn ánægjulegasti í alla staði. Með þessari félagsstofnun er náð merkum áfanga í félagsmálum Sjálfstæðismanna í Barðstrand- arsýslu. Sýnir hinn mikli fjöldi félagsmanna ótvírætt vaxandi fýlgi ’Sjálfstæðisflokksins meðal unga fólksins í sveitinni, en lýsir vantrausti þess á úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar, einkum að- gerðum stjórnarinnar gagnvart bændum. Hafa Sjálfstæðismenn og stuðningsmenn þeirra í Barða strandarsýslu nú mikinn áhuga fyrir að vinna kjördæmið aftur og senda Sjálfstæðismann á þing. Fulltrúar pólitískra ceskulýðssamtaka í löndum Atlantshafsbandalagsins rœddust við í Parss Landhelgismálið bar þar á gáma DAGANA 7.—11. júlí var haldinn í París fundur forystumanna stjórnmálasamtaka æskulýðsins í löndum Atlantshafsbandalagsins. Fundinn sóttu fulltrúar frá öll- um löndum í bandalaginu, þ. á. m. þrír íslendingar: Jósef Þor- geirsson og Þór Vilhjálmsson frá Sambandi ungra Sjálfstæðis- manna og Einar Ágústsson frá Sambandi ungra Framsóknar- manna. Á fundinum var rætt um ýmis pólitísk mál, bæði á fundum, sem allir þátttakendur sátu, svo og á nefndafundum. Þátttakend- um var skipt i 3 nefndir, og hafði hver sinn málaflokk um að fjalla. í 1. nefndinni, en þar átti Jósef Þorgeirsson sæti, var rætt um meginstefnu Atlantshafsbanda- lagsins. I 2. nefndinni, sem Þór Vil- hjálmsson sat í, var rætt um ým- is deilumál, sem risið hafa milli ríkja í Atlantshafsbandalaginu: Kýpurmálið, Alsír og fiskveiðiiög söguna við ísland. Þar var einn- ig fjallað um ýmis vandamál, sem varða bandalagið í heild og nú eru ofarlega á baugi t.d. afvopn- un, samvinnu bandalagsríkjanna á vettvangi menningar- og efna- hagsmála o. fl. Umræður um fiskveiðilögsög- una við ísland voru teknar upp að frumkvæði þeirra, sem undir- búið höfðu fundinn. Allir íslend- ingarnir sátu fundi 2. nefndar- innar, þegar þær fóru fram. Um- ræðurnar hófust með því, að Jósef Þorgeirsson flutti ýtarlega greinargerð um sjónarmið Islend- inga, en síðan hófust umræður og tóku þátt í þeim, auk íslenzku þátttakendanna, menn frá Bret- landi, Tyrklandi og Grikklandi. Töldu Bretar, að stækkun fisk- veiðilögsögunnar væri andstæö alþjóðalögum og að vítavert væri, að málið hefði ekki verið rætt á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins. íslendingar mótmæltu fyrri staðhæfingunni og bentu á, að hin síðari byggðist á van- þekkingu. Tyrkneskur lagaprófes sor tók undir þá skoðun, að stækk unin væri heimil að þjóðarétti og fulltrúi frá Grikklandi lagði á- herzlu á þýðingu fiskveiðanna fyrir efnahag íslenzku þjóðar- innar. I 3. nefndinni, en þar átti Ein- ar Ágústsson sæti, var rætt um starfsemi pólitískra æskulýðs- samtaka í löndum Atlantshafs- bandalagsins og sérstaklega um samstarf þeirra í framtíðinni. Á- litið var, að ástæðulaust væri að stofna sérstakt samband þessara samtaka, en kosin var 8 manna nefnd til að kynna niðurstöður fundarins og hrinda í fram- kvæmd þeim uppástungum, sem gerðar voru um starf í framtíð- inni. Þeim, sem sátu fund þennan, var gefinn kostur á að kynnast ýmsu, er varðar samtök vest- rænna ríkja. Paul Henry Spaak, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kom í eitt af boðum þeim, sem fundarmönnum var haldið, og svaraði þar fjölda- mörgum spurningum. Þá var far- ið í aðalbækistöðvar herja banda lagsins og ræddi Lauris Norstad yfirhershöfðingi þar við gestina. René Sergent, framkvæmdastjóri Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar og aðrir starfsmenn hennar fræddu þátttakendur urn starf- semi þeirrar stofnunar. Ýmsir forystumenn í franska Atlants- hafsfélaginu ávörpuðu einnig fundarmenn í veizlu, sem félag- ið hélt þeim. Fundurinn var undirbúinn af Atlantshafsbandalagsfélaginu, sem hefur aðalbækistöðvar sínar í London. Framkvæmdastjóri fundarins var ein af starfsmönn- um félagsins, ungur Bandaríkja- maður að nafni Daniel Hofgren. Hin nýstofnuðu „Samtök um vestræna samvinnu" höfðu milli- göngu um þátttöku íslendinga í fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.