Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Haegviðri létt skýjað
WjpwMsiMiíi
162. tbl. — Sunnudagur 20. júlí 1958
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 11.
Yfir 20 síldartorfur sáust
á Skagagrunni
SIGLUFIRÐI, 19. júlí: — Síldar-
leitarflugvélin sá mikla síld úti
á Skagagrunni, yfir 20 corfur.
Eitt skip var þarna á nálægum
slóðum, togarinn Egill Skalla-
grímsson, skipstjóri Guðjón lil-
ugason. Brá hann þegar við og fór
á staðinn. Er hann nú á lsið til
lands með 1400 mál og tunnur af
stórri og fallegri síld, sem hann
fékk úr þessu í nótt. Allur fiot-
inn er fyrir austan, en nú er
vitað um nokkur skip, sem eru
komin á leið vestur og trúlegt að
margir verði komnir þangað í
kvöld. í dag er hér logn og sól-
skin. — Guðjón.
Egill Skallagrímsson mun hafa
komið með síldina til Hjalteyr-
ar um hádegi í gær. Á föstudags-
kvöldið kom hann inn með 900
mál.
Gó3 veiði á austursvœðinu
í fyrrinétt
í GÆRMORGUN höfðu eftirtalin
skip komið með síld til Raufar-
hafnar eða voru á leið þangað:
Auður 450, Smári 300, Sæljón 100,
KE 300, Ágúst Guðm. 300, Rafn-
kell 400, Sæfaxi NK 100, Halkíon
200, Erlingur IV 100, Gullborg
170, Hafdís ÍS 900, Björg NK
800, Stemunn gamla 250, Sæhrím
ir 600, Vísir 100, Helgi TH 150,
Vörður 200, Gjafar 180, Andri
Særún 180, Álftanes 500, Kópur
200, Hvanney 300, Guðjón Einars
son 800, Frosti 100, Arnfinnur
500, Bjarmi 500, Trausti 500, Faxa
borg 600, Ásgeir 500, Hafþór 500,
Helga RE 900 Fagriklettur 200,
Björn Jónsson 400, Ver 250, Sig-
rún 500, Grundfirðingur II 200,
Víðir II 350, Hugrún 100, Reykja-
röst 300, Erlingur V 200, Glófaxi
300, Gylfi II 300, Hamar 350.
Alls 43 skip með samtals 15,130
tunnur síldar.
í gærmorgun barst lítil síld til
Austfjarða. Þokunni var að létta
þar eystra er Mbl. hafði tal af
fréttamönnum sínum í gærmorg-
un og veður var gott. Á Fáskrúðs
firði hafði Gullfaxi landað 760
tunnum og Búðarfell 670 málum
og tunnum. Guðbjörg GK kom
með 450 mál og tunnur til Eski-
fjarðar og Þráinn með 400 tunnur
til Neskaupstaðar.
Jarðgöngin við
Sogsvirkjunina
Skemmtitör Varðar
um vestursveitir Arnes-
sýslu farin um nœstu helgi
HIN árlega skemmtiferð Varðar-
félagsins verður farin næstkom-
andi sunnudag 27. júlí. Að þessu
sinni verður farið um vestur-
sveitir Árnessýslu.
Sumarferðir Varðar hafa notið
mikilla vinsælda á undanförnum
árum. Hafa þessi íerðalög verið
mjög eftirsótt og verið stærstu
hópferðir sumarsms. Fjöldi
fólks á því hinar ánægjulegustu
endurminningar frá ferðum þess-
um, svo sem förinni um sögu-
staði Njálu, .fórinni um Borgar-
fjörð og um Árnesþing á s.l.
sumri .Það munu því margir
hugsa gott til þessarar ferðar um
vestursveitir Árnessýslu, sem
ekki var farið um í fyrra. Það
er ekki að ófyrirsynju, því að
óvíða er að finna slíka náttúru-
fegurð.
Ekið verður um Mosfellsheiði
og eins og leið liggur austur
Grafning og staðnæmst í Hestvík
eða Nesjahrauni. Þaðan verður
svo ekið áfram Grafningsveg
meðfram Ingólfsfjalli yfir Sogs-
brú og upp Grimsnesið, stað-
næmst við Kerið, síðan haldið
upp í Laugardal og staðnæmst
þar. Heim verður farið um Ölfus,
Þorlákshöfn, Herdísarvík, Krísu-
vík, Kleifarvatn og Hafnarfjörð.
Kunnur leiðsögumaður verður
með í förinni.
Lagt verður af stað frá Sjálf-
stæðishúsinu kl. 8 f. h. stundvís-
lega. Gert er ráð fyrir að koma
heim fyrir miðnætti.
Farmiðar verða seldir í Sjálf-
stæðishúsinu frá og með næst-
komandi þriðjudegi 22. júlí. —
Verði er mjög stillt í hóf og kost-
Léles laxveiði
HÚSAVÍK, 19. júlí. — Laxveiði
hefur verið iéleg það sem af
er sumrinu, alls hafa veiðzt ca.
200 laxar þar af tveir 28 punda.
Er veiðin nú helmingi minni en
á sama tíma í fyrra. — Frétta-
ritari.
ar farmiðinn aðeins kr. 175.00.
Innifalið er hádegisverður og
kvöldverður.
Ráðlegast er fyrir fólk að
tryggja sér farmiða tímanlega.
Framkvæmdum við mannvirkjagerðina við Efra-Sog miðar vel áfram og eru þessar myndir
teknar þar eystra ekki alls fyrir löngu. Myndin til hægri er tekin í jarðgöngunum gegnum
Dráttarhlíð. Göngin eru nú orðin 135 m löng og er nú verið að steypa botninn í þeim. Mynd-
in til vinstri er tekin í vatnsjöfnunarþrónni, framan við jarðgöngin og er steypuflokkurinn, rétt
framan við op jarðgangnanna að steypa botninn í þróna. (Ljósm. Gunnar H. Pálsson).
Strœtisvagnar flytja
af Lœkjartorgi í dag
Ýmsar leiðir m. a. hraðferðir
fluffar á Kalkofnsveg
FRÁ OG MEÐ sunnudeginum 20.
júlí verður tekið í notkun fyrir
Strætisvagna Reykjavíkur nýtt
afgreiðslu- og athafnasvæði við
Kalkofnsveg norðan bifreiða-
stöðvar Hreyfils.
Þangað flytjast frá Lækjartorgi
allir vagnar á hraðferðaleiðum,
þ. e. a. s. leið nr. 13, Kleppur
hraðferð; leið nr. 14, Vogar hrað-
Þegar fiskibáturinn Vörður frá Reykjavík kom úr róðri í fyrra-
kvóld var hann með fimm risavaxnar lúður á þiljum, sem
veiðzt höfðu á 9 faðma dýpi 8—9 mílur út af Eldeyjarboða. —
Það er í frásögur færandi, að 14 ára drengur hafði dregið þær.
Er það Stefán Valtýsson frá Akureyri, til heimilis að Hring-
braut 21. Stefán dró lúðurnar upp að borði hjálparlaust, en
félagar hans veittu honum aðstoð við að innbyrða þær. —
Stefán hefur verið á Verði síðan í júníbyrjun og hefur verið
mjög fiskinn allan tímann. Hann fékk t. d. fleiri lúður á krók-
inn í fyrradag, en nokkrai slitu sig lausar. — Á myndinni
sést Stefán hjá stærstu lúðunni. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
ferð; leið nr. 15, Vogar hraðferð;
leið nr. 16, Vesturbær-Austurbær
hraðferð; leið nr. 17, Austurbær-
Vesturbær hraðferð; og leið nr.
18, Bústaðahverfi hraðferð. Auk
þess flytzt leið nr. 12, Lögbergs-
vagninn yfir á sama svæði.
Samfara þessar breytingu er
óhjákvæmilegt að hraðferðavagn
arnir aki um Skúlagötu á leið
sinni í bæinn í stað þess að áður
óku þeir á vissum tímum dags
niður Laugaveg. Viðkomustaðir
á Skúlagötu verða við Rauðarár-
stíg og Frakkastíg. Þess skal enn-
fremur getið, að senn verður haf-
in bygging biðskýlis, sem jafn-
framt verður farmiðasala, afdrep
fyrir starfsmenn o. fl. Þessu húsi
er ætlaður staður á norðurhluta
núverandi bílastæðis Hreyfils.
Lögð verður rík áherzla á það,
að framkvæmdum þessum ljúki
fyrir vetrarmánuðina.
Meistaramóti Rvikur í
frjálsíþróftum lýkur í dag
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í
frjá’.lsum íþróttum, (aðalhluti),
það 14. í röðinni, hófst á íþrótta-
vellinum á Melunum kl. 3 í gær
og heldur áfram í dag. Flestir
beztu frj álsíþróttamenn bæjarins
taka þátt í mótinu og er þátttaka
mikil í mörgum greinum., Síðan
1953 hefur mót þetta verið stiga-
mót milli Reykjavíkurfélaganna,
en það félag, sem sigrar hverju
sinni, hlýtur nafnbótina, „bezta
frj álsíþróttafélag Reykj avíkur“.
Árið 1953 sigraði Ármann, 1954
KR og ÍR 1955, 1956 og 1957 sigr-
aði ÍR. Að þessu sinni er aðal-
keppnin milli KR og ÍR, en bú-
ast má við sigri KR í ár.
Keppni er nú þegar lokið í
fjórum greinum, 300 m hindrun-
arhlaupi, fimmtarþraut, 4x100 m
og 4x400 m boðhlaupi og hefur
KR 38 stig eftir þær greinar, Ár-
mann 22 stig og ÍR 17. í dag verð
ur keppt í 110 m grindahlaupi,
100, 400 og 1500 m hlaupi, þrí-
stökki, stangarstökki, kringlu-
kasti, og sleggjukasti.
Tomlinson varð af
Danaveldi
KAUPMANNAHÖFN, 19. júlí. —
Bandaríski biskupinn Tomlinson,
sem ferðast úr einu landi í ann-
að til þess að krýna sig konung
viðkomandi landa, varð í dag
fyrir barðinu á dönsku lögregl-
unni, þegar hann ætlaði að krýna
sig konung Danmerkur frammi
fyrir dönsku konungshöllinni.
Um 100 manns höfðu safnast sam
an á torginu, þegar Tomlinsson
kom kjagandi í fullum skrúða
með hásætið á bakinu. Ekki hafði
hann fyrr sett hásætið niður, en
lögregluþjónn kom og bað hann
vinsamlegast að halda áfram
göngu sinni. Gegndi Tomlinson,
enda þótt honum þætti súrt í
broti að verða af Danaveldi.
Islendingar töpuðu fyrir
ÍP’óiwerjum
í 6. umferð tefldu íslendingar við
Pólverja og fóru leikar svo, að
íslendingar töpuðu með einum
vinning gegn þremur. Friðrik
gerði jafntefli við Fibpovitch,
Ingvar tapaði fyrir Sydor, Frey-
steinn gerði jafntefli við Nied-
selski og Árni tapaði fyrir Veng-
lowski. Önnur úrslit í B-riðli
urðu, að Mongólíumenn unnu AI-
bani með þremur og hálfum
vinningi gegn hálfum, Rúmenar ! með 17 vinninga, en næstir koma
— írar 3:1, og ’Svíar — Hollend- 'Búlgarar með 14.
ingar 2:2. Nú standa leikar þannig
í B-riðli, að Rúmenar eru efstir
með 16 vinninga, Hollendingar
með 15 og íslendingar þriðju með
13 vinninga og 2 biskákir. _ |
A-riðli urðu úrslit þau, að Banda
ríkjamenn unnu Júgóslava með
tveimur og hálfum gegn einum
og hálfum, Rússland — Tékkó-
slóvakía 2:2, Ungverjaland —
Austur-Þýzkaland 2:1 og ein bið
skák og Argentína — Búlgaría
2:2. í A-riðli eru Rússar efstir