Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 19
Sunnudagur 20. júlí 1958
MORCVNBT AÐÍÐ
19
Fréttir í stuttu máli
Útgöngubann er nú á Kýpur,®*
en húsmæðrum er leyft að verzla
stutta stund í dag. Síðasta sólar-
hringinn voru margir eyjarskeggj
ar myrtir.
■fc Dulles sagði í dag, að brýn
nauðsyn bæri til þess að fundur
yrði haldinn með honum og for-
sætis- og utanríkisráðherra Ítalíu
eins fljótt og auðið yrði.
•fc Ráðgjafaþingið í Marokko
hefur fordæmt landgöngu Banda-
ríkjamanna í Líbanon og sagt
hana ógnun við heimsfriðinn.
Rússneskur vísindamaður
segir, að þess verði ekki langt að
bíða að smíðaðar verði farþega-
eldflaugar, sem farið geti til
tunglsins og næstu hnatta.
Rúmenska fréttastofan segir,
að í gær hafi miklar mótmæla
göngur verið farnar til brezka
og bandaríska sendiráðsins í
Búkarest.
Mynd þessi var tekin er Feisal II var krýndur konungur í írak áriff 1953. Til vinstri á mynd-
inni er krónprinsinn Abdul Illah, föðurbróðir hins unga konungs. Myndin er tekin fyrir utan
þinghúsið í Bagdad, er þeir frændur heilsuðu að liermannasið liðssveitum úr her íraks.
Reykjavíkurflugvöllur
á vissulega að hverta
Í»EGAR hinir björtu og fögru vor
og sumardagar renna upp, er
okkur mörgum hér í nágrenni
Reykjavíkur ógerlegt að slíta hug
an frá því, hvílík andstyggð þessi
flugvöllur er inni í miðri Reykja-
vík.
Um flugvöllinn hafa orðið
nokkrar umræður að undanförnu
og hafa menn rökstutt allvel, hve
sjálfsagt væri að leggja flugvöll-
inn niður. En svo birtist einnig
grein í blöðunum um það, að at-
vinnuflugmenn væru á móti
slíku. Þetta er auðskilið. Ég er
vissulega meðal þeirra manna,
sem vilja atvinnuflugmönnum
okkar allt hið bezta, og hef enga
hneigð til þess að ergja þá né
skaða á neinn hátt. Hitt er svo
aftur á móti afleitt að oft skuli
það vera svo, að hagsmunir ein-
stöku manna skuli þurfa að koma
í bága við þægindi og heill al-
mennings. Því miður er það
venjulega svo, að heill almenn-
ings verður að víkja fyrir hags-
munamálum manna á vissum
sviðum, hvort heldur um er að
ræða vopnagerð, áfengissölu eða
eitthvað annað. Þá eru jafnvel
mannslífin ekki mikils metin.
Allir hljóta að sjá það, að flug-
völlurinn á engan rétt á sér inni
í miðri höfuðborg landsins. Bæði
er hann í vegi fyrir framkvæmd-
um, sem þar ættu að hefjast,
og svo er hann geigvænleg hætta
fyrir bæinn. Má færa næg rök
fyrir slíku, þótt hér verði sparað
allt slikt hrellingatal. Fyrir okk-
ur hér í minni byggð, Kópavog-
inum, og auðvitað eins í Foss-
vog'i, er flugvöllurinn óskapleg
plága. Stóru flugvélarnar fijúga
hér mjög lágt yfir húsþökum
okkar, þegar þær eru að fljúga
inn á flugvöllinn eða koma það-
an. Þær koma nótt sem dag eins
og þrumuveður rétt yfir húsum
okkar, og það mjög iðulega. Þó
eru æfingaflugvélarnar enn leið-
inlegri. Þær hringsóla hér yfir
okkur klukkustundum saman,
dag eftir dag. Þær fljúga venju-
lega sama hringinn, koma inn yf-
ir Kársnesið utarlega, fljúga svo
inn eftir, rétt þar yfir sem byggð-
in er hæst og halda stundum
áfram fram yfir klukkan 11 síð-
degis.
í sumar minnist ég einkum
fyrstu dagana, t.d. 5. júní. Þá var
blíðskaparveður. Klukkan 2 eftir
hádegi tóku þessar flugvélar að
hringsóla yfir okkur og héldu
viðstöðulaust áfram til klukkan
7 síðd. Laugardaginn fyrir hvíta-
sunnudaginn sluppum við ekki
heldur.
Ég hef hvergi verið staddur,
hvorki hérlendis né í borgum er-
lendis, þar sem slíkt hringsól
flugvéla tíðkast yfir höfðum
manna klukkustundum saman
dag eftir dag, sízt af öllu yfir
þéttustu byggðinni. Ailt flug yfir
mesta þéttbýli ætti að vera úti-
lokað af fremsta megni. Hvað
eftir annað hafa blöðin birt frétt-
ir um átakanieg slys erlendis,
þar sem flugvélar hafa hrapað
niður í skólahús og drepið fjölda
barna, eða grandað húsum og
fólki annars staðar, svo að ekki
sé nú minnzt á hin hryllilegu
manndráp, þegar flugvél flaug
inn í hæstu byggingu New York
borgar, og höfðu þó þeir menn
verið varaðir við að fljúga í svo
slæmu skyggni.
Það er þó alls ekki af hræðslu
við neitt slíkt, að ég skrifa þess-
ar línur um Reykjavíkurflugvöll-
inn. Nei, en hann er óþolandi,
eins og ég hef þegar bent á.
Síðari hluta þessa mánaðar
(júní) hefur varla orðið lát á
þessu þreytandi æfingaflugi
hér yfir byggðinni dag eftir dag,
og þar við bætist svo annað flug,
sem er vissulega hreinasta plága.
Flugvellinum og flugskólanum á
vissulega að finna annan stað en
miðdepil Reykjavíkur. Þaðan á
hann að hverfa sem allra fyrst.
30. júní 1958.
Pétur Sigurðsson.
— Litkvikmyndir
Frh. af bls 3
urðu þeir fyrir smáóhöppum. í
ákafanum að kvikmynda í Krísu-
vík, hætti Max Magnaghi sér of
nærri og rak fótinn ofan í heita
holu. Af því hlaut hann annars
stigs brunasár, sem nú er að
gróa. Og tvisvar sinnum kom það
fyrir í ferðinni út á land, að þeir
vöruðu sig ekki á þessum slæmu
vegum okkar og hjuggu göt á
benzíngeymi bifreiðarinnar En
sem betur fer kemur það víst
ekki fram á kvikmyndinni
þeirra.
íllbricht hreinsar til
Ekkerl heyrzl
íil Brelanna
LONDON, 19. júlí. — Ekkert hef-
ur heyrzt frá brezku herstöðinni
við Habbaniyah, utan við Bag-
dad í Irak, síðan í gærmorgun.
Hér er um flugstöð að ræða, sem
Bretar hafa haft — og eru um
1000 hermenn staðsettir þar. Þeg
ar síðast heyrðist til herstöðvar-
innar var allt með kyrrð þar.
Brezki sendiherrann í Bagdad til-
kynnti í dag, að brottflutningi
brezkra borgara frá írak hefði
verið slegið á stundarfrest. Ara-
bíska fréttastofan í Kairó til-
kynnti um sama leyti, að herskar
ar ísraelsmanna streymdu nú til
sýrlenzku landamæranna og
hefðu mikinn viðbúnað.
BERLIN, 19. júlí. — Walter Ul-
bricht, valdamesti maðurinn í
austur-þýzka kommúnistaflokkn-
um, hefur látið reka 30.000 starfs
menn og óbreytta félaga úr
flokknum síðustu mánuðina.
Upplýsingar þessar eru hafðar
eftir austur þýzkum flóttamsvnni,
sem áður gegndi mikilvægu
embætti í kommúnistaflokkn-
um. Sagði hann, að í Leipzig
einni hefðu 2.500 menn verið
reknir úr flokknum. Ulbricht
hóf hreinsunina eftir að komizt
— „Sjálfbo&aliðar"
Frh. af bls. 1
hefði í gær átt símtal við Hussein
Jórdaníukonung. í gær átti
Murphy, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, viðræður
við líbanska stjórnmálamenn —
og í dag heldur viðræðunum
áfram.
Eitt Beirutblaðanna skýrir svo
frá, að um 30 þingmenn, sem er
tæplega helmingur fulltrúadeild-
arinnar, hafi undirritað áskorun
til Bandaríkjahers um að hverfa
úr Líbanon. Segir blaðið, að for-
seti deildarinnar, sem í upphafi
lýsti andstöðu sinni við að Banda
ríkjamenn yrðu við hjálpar-
beiðní ríkisstjórnarinnar, stæði
fyrir þessari áskriftasöfnun.
★
I»á segir og í Líbanonfréttum,
að ríkisstjórnin hafi í hyggju að
vísa einum erlcndum sendiherra
í Beirut úr landi þar eð hann
hafi gerzt brotlegur við lög
landsins. Fullvíst er talið, að hér
sé um eg/pzka sendiherrann að
ræða.
SEINNI FRÉTTÍR:
Uppreisnarmenn réðust í dag
að stjórnaraðsetrinu og vörpuðu
handsprengjum inn um marga
glugga á neðstu hæðinni. Þrir
starfsmenn saerðust mikið. Skipzt
var á skotum. . Mestu vopnavið
skiptin áttu sér stað við aðal-
póststöðina, en þar veittu örygg-
.isverðir uppreisnarmönnum hart
viðnám. Ekki er vitað um mann-
fall, en miklar skemmdir urðu
á mannvirkjum.
hafði upp um samsæri „tæki-
færissinna“ í febrúarmánuði síð-
astliðnum. í a-þýzka kommúnista
flokknum eru nú um 1.300.000
meðlimir — og hefur flokkurinn
35.000 starfsmenn á fullum laun-
um.
Mslíundur Vesfur-
skaHfellskra kvemia
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 17.
júlí. — 17. aðalfundur vestur-
skaftfellskra kvenna var haldinn
Vík í Mýrdal sl. sunnudag. —
Fundinn sóttu 14 fulltrúar frá
8 sambandsfélögum auk stjórnar
sambandsins. Af hálfu Kvenfé-
lagasambands íslands sátu fund-
inn þær Guðrún Pétursdóttir og
Guðlaug Narfadóttir. Á fundinum
voru aðallega rædd ýmis múl
varðandi húsmæðrafræðslu á
sambandssvæðinu. Voru gerðar
um það nokkrar ályktanir. —
Gestir fundarins fluttu báðir er-
indi. Guðrún Pétursdóttir sagði
fréttir af formannaráðstefnu
Kvenfélagasambands íslands,
sem nýlega var haldin í Reykja-
vík. En Guðlaug Narfadóttir hélt
erindi um bindindismál. Var það
talsvert rætt af fulltrúum og
samþykkt svofelld tillaga:
„Fundurinn beinir því til kven-
félaganna á sambandssvæðinu að
þau geri allt sem í þeirra valdi
stendur til að efla bindindis-
semi hvert í sinni sveit og styðji
á allan hátt þau bindindissamtök
sem fyrir eru eða kunna að verða
stofnuð.
Formaður sambandsins, frú
Kristín Loftsdóttir, átti að ganga
úr stjórninni. Baðst hún undan
endurkosningu og í stað hennar
var kjörin Gyðríður Pálsdóttir,
Seglbúðum. Fyrir voru í stjórn-
inni Ásta Valdemarsdóttir,
Kirkjubæjarklaustri og Kristjana
Jónsdóttir, Sólheimum.
Reikningar sambandsins sýndu
að skuldlaus eign þess nú er tæp-
lega 27 þús. kr. G. B.
Si mi
2-24-80
Ég þakka hjartanlega börnum mínum, systkinum og
öðrum vinum, fyrir gjafir, heillaóskir og hlý handtök á
75 ára afmælisdegi mínum hinn 4. júlí sl. Mín orð ná
skammt til að launa ykkur tryggð ykkar og höfðingskap
en ég bið algóðan guð að gefa ykkur öllum styrk og ham-
ingju í framtíðarstarfi ykkar, og að hann megi blessa
alla þá er öldnum sýna tryggð og vir3h:w
Lifið öll heil.
Sigríður Jónsdóttir, Seljatungu.
Til leigu
130 ferm. iðnaðarhúsnæði í Lauganeshverfi. Fyrir-
framgreiðsla æskileg. Tilboðum sé skilað til ai-
greiðslu Morgunblaðsins fyrir þriðjudag merkt:
Lauganes — 6504.
Fósturfaðir minn
stefAn jósepsson
bifreiðarstjóri frá Litlabakka, Akranesi, lézt að Elliheim-
ilinu Grund að morgni þess 19. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna.
Helgi S. Eyjólfsson.
LlNEY K. SIGURBJÖRNSDÖTTIR *
hjúkrunarkona, er lézt 16. þ.m. veröur jarösett að Sauða-
nesi, fimmtudaginn 24. þ.m.
Kveðjuathöfn fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík,
þriðjudaginn 22. þ.m. kl. 2 eftir hádegi. Athöfninni verð-
ur útvarpað.
Fyrir hönd vandamanna.
Bergur Sigurbjörnsson.