Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 8
8 MOfíCVWBT AÐlfí Sunnuflagur 20. júlí 1958 Ný Þingvallakirkja lisfrœnt miimismerki kristnitökunnar Tveir biskupar með setu að Skái- holti og Hólum í Hjaltadal Lyfta t>arí Þjó&garbinum á Þing- völlum á hærra stig Samtat við séra Jóhann Hannesson presi og Þjóðgarðsvörð HINN 1. júní sl. tók séra Jóhann Hannesson við prestsembætti á Þingvöllum. Voru þá liðin rétt 30 ár síðan prestur hafði átt bú- setu á þeim stað, þar sem kristni- taka fór fram fyrir 958 árum. í þessi þrjátíu ár var Þingvalla- kirkju þjónað frá Mosfelli í Mos- fellssveit. Hinn nýi Þingvallaprestur er 48 ára gamall, ættaður úr Grafn- ingi, hálærður maður, víðförull og fjölkunnugur í nútímamerk- ingu þess orðs. Hann hefur stund að nám í guðfræði, teimspeki, trúarbragðavísindum, kristniboðs fræðum, læknisfræði við háskóla á íslandi, í Noregi, Sviss og Eng- landi. Hann hefur verið kristni- boði og háskólakennari í Kína og þýtt bækur á kínversku og al' kínversku. Þessi lærði guðfræðingur, heimspekingur og kristniboði hef- ur sl. fimm ár verið Þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum. Þar hefur hann gætt hins forna helgistaðar og lifað kyrrlátu lífi með fjöl- skyldu sinni. Nú hefur hann jafnframt gerst þar prestur og sálnahirðir á sínum eigin bernzku slóðum. Hann er kvæntur norskri konu, Astrid fæddri Skarpaas, og eiga þau 2 börn. Ég hitti séra Jóhann Hannes- son að máli á Þingvöllum fyrir skömmu og bað hann að segja lesendum Mbl. frá ýmsu í sam- bandi við nám hans og starf. Barst talið þá fyrst að námsárum hans. Námsferill __ Ég lauk stúdentsprófi i Stafangri árið 1933, segir séra Jóhann. Hóf síðan guðfræðinám, þar sem ég hafði ákveðið, er ég var 18 ára gamall að leggja fyrir mig kristniboðsstörf. Lauk ég svo háskólaprófi í heimspeki Ósló árið 1935 og sama ár embætt isprófi í trúarbragðavísindum og kristniboðsfræðum við guðfræði deild, sem norski kristniboðsskól inn starfrækir í Stafangri. íslenzku guðfræðiprófi lauk ég svo frá guðfræðideild Háskóla íslands árið 1936. Notaði ég einn vetur hér heima til undirbúnings þvi. Síðan var ég eitt ár í lækna- deildinm hér heima. Fékk þá m.a. að vinna með læknastúdent- unum á Landsspítalanum. En ég tók ekkert próf við læknadeild- ina. Námið þar kom mér að miklu gagni síðar í kristniboðsstarfinu og við dvölina í Kína, Að loknu þessu námi hélt ég svo til framhaldsnáms í Sviss og Englandi. Dvaldi þar í hálft ann- að ár, en lagði síðan af stað til Kína og kom þangað veturinn 1939. Trúboði og háskólakennari í Kína Hve lengi voruð þið svo þar eystra? í þetta skiptið vorum við þar fram til ársins 1946. Ég vann þar fyrst að kristniboði, en síðustu 2 árin kenndi ég við lútherskan prestaskóla í Chungking í Vestur- Kína. Næstu tvö ár dvöldum við svo hér heima á íslandi. Annað árið kenndi ég við guðfræðideild Há- skólans en hitt árið ferðaðist ég um landið fyrir Samband ísl. kristniboðsfélaga. En svo fóruð þið aftur til Kína? Já, það var haustið 1948. Að þessu sinni stóð dvölin þar til loka ársins 1952. Vann ég nú að- merki um kristnitökuna, sem var grundvallandi atburður kristni- sögunnar á íslandi. Slík kirkju- bygging verður að falla vel inn í landslagið og hæfa hinum sögu- fræga stað. Mér fyndist fara vel á því, seg- ir hin nýi Þingvallaprestur, að a. m. k. skreyting og innri bún- aður kirkjunnar væri gefinn af almenningi í landinu. Ég tel miklu máli skipta að Þingvellir verði endurreistir sem kirkjulegur sögustaður. Bygging nýrrar og fagurrar kirkju yrði einn þáttur þeirrar endurreisnar. Séra Jóhann Hannesson. allega að þýðingum á kínversku og stundaði ennfremur kennslu við sama prestaskóla og áður, sem nú var landflótta í Hong Kong. Árið 1953 kom ég svo heim til íslands aftur og hefi verið Þjóð- garðsvörður hér á Þingvöllum síðan. Þjóðgarðsvörður og prestiur — Og nú hafið þér verið kos- inn prestur á staðnum. — Já, prestkosningin fór fram í maí sl. og kallið var veitt frá 1. júní. Hve margir íbúar eru í Þing- vallaprestakalli? í því eru tvær sóknir, Þingvalla sókn og Úlfljótsvatnssókn. í hinni fyrrnefndu eru nú 11 bæir og munu íbúar hennar vera innan við 100. í Úlfljótsvatnssókn munu íbúarnir vera nokkru færri. í báðar sóknirnar bætist við mikill fjöldi fólks á sumrin. Er það fólk, sem býr í sumarbú- stöðum. Sækir það stundum guðs þjónustur, sérstaklega á Þing- völlum. Ennfremur óska einstak- ir ferðamannahópar þess stund- um, að efnt sé til guðsþjónustu. Tel ég skylt að sinna slíkum beiðnum. Minnismerki um kristnitökuna Er ekki Þingvallakirkja orðin gömul og léleg? Jú, hún verður 100 ára gömul á næsta vori. Er kirkjan orðin mjög fúm og hrörleg. 'Auk þess er hún alltof lítil á slíkum stað sem Þingvellir eru. Það er óhjá- kvæmilegt að byggja hér nýja kirkju. Hefur sú hugmynd verið sett fram að hér eigi að rísa lítil en fögur kirkja, sem jafnframt 'verði listrænt verk og minnis- Biskupsetur að Hólum og í Skálholti En hver er skoðun yðar á framtíðarstöðu Skálholts? Ég tel að biskup eigi tvímæla- laust að sitja þar. Það er mín skoðun að biskupar íslands eigi að vera tveir og hafa búsetu á hinum fornu biskupssetrum, Skálholti og Hólum. Einn biskup er of lítið, enda er það skipulag leyfar frá verstu eymdartímum þjóðin var enn örfámenn og fá- tæk voru biskuparnir tveir. Við höfum áreiðanlega ekki síður efni á því nú, en þá, að hafa þá tvo. Um búsetu biskups í Reykja- vík, er það m.a. að segja, að við hana hefur aldrei verið lögð sér- stök rækt, t.d. hefur aldrei verið reist þar sjálfstætt og varanlegt biskupssetur. Stendur svo enn þann dag í dag. Hin gömlu biskupssetur, Skál- holt og Hólar eiga hins vegar sína merku sögu og arfleifð. Um aukna sálgæzlu En í sambandi við biskupssetr- in þyrfti helzt að vera einhver kirkjuleg fræðslustofnun og að- staða til þess að halda kirkju- leg mót. íslenzka kirkju vantar sérfróða menn á ýmsum svið- um, m.a. í helgisiðafræði, félags- fræði, uppeldisvísindum og sálma fræði. Hvað viljið þér segja um kirkju lífið í landinu í dag? Það er því miður dauft, en þar sjást merki um vaxandi áhuga. Hvernig myndi vera hægt að auka kirkjusóknina? T.d. með því að taka upp vinnu brögð, sem þótt hafa gefast vel í öðrum löndum. M.a. má nefna aukna sálgæzlu, samtöl presta við einstaklingana, kirkjuleg mót, sem vandað sé til, aukna frjálsa æskulýðsstarfsemi presta o. fl. Ég tel t.d. að í rétta átt sé stefnt með mótum, sem farið er að halda fyrir fermingarbörn. Lyfta þarf ÞjóðgarSinum á hærra stig En svo við víkjum að starfi yðar sem þjóðgarðsvarðar, hvaða framkvæmdir teljið þér mest að- kallandi á Þingvöllum um þess- ar mundir? Ég álít nauðsynlegt að lyfta þjóðgarðmum á hærra stig en hann nú er á. Allir vegir um hann eru t.d. of mjóir og úreltir eftir að umferðin um þá hefur aukizt jafn gífurlega og raun ber vitni. Það kemur fyrir að 300-350 bifreiðar komi á einni klst. í Þjóðgarðinn á sunnudögum. Enn fremur væri mikil bót að nýjum vegi fyrir ofan Almannagjá eins og nú hefur verið ákveðið að lagður skuli. Þá skortir bifreiða- stæði og breiðari akbrautir. Ferðir til og frá Þingvöllum þarf einnig að skipuleggja bet- ur. Héðan þurfa að vera áætlun- arferðir umhverfis Þingvalla- vatn, til nálægra staða eins og Gullfoss og Geysis, Selfoss og fleiri staða. Hvernig gengur skógræktin á okkar. í mörg hundruð ár meðan ] staðnum? Að henni er mikið unnið ár- lega. í sumar voru t.d. gróður- settST yfir 100 þús. trjáplöntur í Þjóðgarðinum. Annast skógrækt ríkisins þær framkvæmdir. Endurreisn gamalla búða Meðal framkvæmda, sem hér þarf að vinna, tel ég einnig bygg- ingu nýs gistihúss, er rekið væri lengri tíma árs en nú tíðkast. Ohjákvæmilegt er ennfremur að leiða hingað rafmagn frá Sogs virkjununum. Um varðveizlu þessa helgistaðar allra íslendinga virðist mér það mikilsverðast að náttúran sé friðuð óspjölluð þann ig að fólkið fái notið hennar. Þó tel ég að byggja eigi upp Lög- berg sem líkast því, sem ætla má að það hafi verið. Ennfrem- ur ætti að endurreisa 2—3 gamlar búðir í þeirra forna stíl. Slík endurreisn og eftirlíking fornra mannvirkja er algeng meðal annara þjóða, sem er annt um sögulegar minjar sínar. Þá þarf einnig að endurreisa útihús prest setursins og Þingvallabæjar, sem öll eru ónýt og staðnum til van- virðu. Ennfremur er þörf aukinnar löggæzlu og bættrar aðstöðu til þess að halda henni uppi. Er framkomu gesta, sem koma á staðinn mjög ábótavant? Yfirleitt má segja að hún sé góð. Langflestir gestir virða helgi staðarins og koma vel fram þar. En nokkrir gera spjöll og valda vandræðum. Hér þarf að skapa aðstöðu til þess að hægt sé að geyma ölóða menn. Og lög- reglan þarf að fá hér bækistöð og viðunanleg starfsskilyrði að öðru leyti, segir séra Jóhann Hannesson að lokum. Hinn þungi niðwr sögunnar Þessi lærði og víðförli mennta- maður, sem talar m. a. kínversku við erlenda gesti sína er fyrsti maðurinn, sem er í senn þjóð- garðsvörður og Þingvallaprestur. Hann er léttur í máli og ræðir af víðtækri þekkingu um heim- speki, trúarbragðavísindi og ís- lenzka sögu og þjóðhagi. Það er erilssamt um hann á sumrum þegar tugir þúsunda af fólki, inn lendu og erlendu heimsækir Þing velli við Öxará. En þegar haust- ar hægist um, og á vetrum er lífið kyrrlátt á heimili prestsins og þjóðgarðsvarðarins og fjöl- skyldu hans. Þá gefst tóm til þess að stunda lestur og fræði- iðkanir. En vetur og sumar, vor og haust, ómar þungur niður sögunnar yfir Þingvelli, hvort sem þar er ilmur úr lyngi eða frostrós á glugga. — SBj. Kirkjan og prestsetrið á Þingvöllum. — (Teikn ingarnar, er fylgja greininni gerði Juan Cassa- desus, spanskur teiknari, sem dvaiið hefur hér undanfarið).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.