Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 13
Sunmídagvr 20. júlí 1958 Moncrynr at>ið 13 Blaðið Sunday Times vekur athygli á því, að þetta sé alls ekki í fyrsta skipti, sem Parísar- borg reyni að fá allar konur til að ganga í pokakjólum. Það var einnig reynt árið 1669 — og þá tókst það líka. T.d. keypti fín frú að nafni frú Pepys (kona dagbókarhöfundarins fræga) á meðfylgjandi mynd í London um það leyti Og Pepys skrifaði meira að segja í dagbók- ina sína, að konunni sinni færi franski kjóllinn, sem kenndur væri við poka, ákaflega vel. Nafn ið á pokakjólunum er því heldur ekki nýtt. Henrik Kaufmann, danski sendiherrann í Bandaríkjunum, fer þaðan 1. ágúst og áformuð er mikil kveðj uveizla fyrir hann um borð í Ms. Kungsholm. Þar verður honum fært málverk og vafalaust verða haldnar margar og h á f 1 e y g ar ræður um þenn- an fulltrúa Dan- merkur á banda rískri grund. — Fyrir skömmu stöðvaði Kauf- m a n n ræðu- flauminn í ann- arri veizlu með því að skjóta því inn í að hann hefði vissulega ekki alltaf verið eins óaðfinnan- legur og menn vildu vera láta. — Ég man t.d. eftir því, sagði Kaufmann ,að einu sinni þegar ég var í Kína, hafði þjónninn minn gleymt að taka öryggisnæl- urnar, sem festu kjólfötin við axlarpúðana, svo að kjól- fötin færu síður illa í ferðatösk- unni. Ég gekk því lengi um í há- tíðlegri diplomatískri veizlu, án þess að hafa hugmynd um að ég vakti óskifta athygli vegna þessa undarlega klæðaburðar. Það vakti athygli í Austur- Þýzkalandi þegar Nikita Krú- sjeff kom þangað fyrir skemmstu til að sitja landsþing austur- þýzkra kommúnistaflokksins, að hann heilsaði mannfjöldanum ekki með kveðju kommúnista, uppréttum knýttum hnefa, held ur rétti hann upp hægri hand- legginn, þannig að það minnti ó- hugnanlega mikið á „Heil Hitler“ nazistakveðjuna. Væntanleg trúlofun Margaret- ar Svíaprinsessu og Robins Doug las Homes er nú sögð úr sögunni, og orðrómur gengur um, að síðan Verzlunarstörf Stúlka sem hefur góða hæfileika til afgreiðslu- og verzlunarstarfa og óskipta möguleika vegna ann- arra aðstæðna til að stunda atvinnu, óskast nú þeg- ar. Upplýsingar á mánudag (ekki í síma). Skóbúð Austurbæjar Laugaveg 100. Kristals krónur í fréttunum fyrirliggjandi. STANDLAMPAK 3ja arma nýkomnir STANDLAMPAR 2ja arma nýkomnir LJÓSAKRÓNUR í úrvali. BORÐLAMPAR og VEGGLAMPAR Fjölbreytt úrval af 1 fyrstu veizlunni sem hon- um var haldin, spurði einhver (ofur varlega) hvernig stæði á þessu. — Ja, sagði Krúsjeff, mér finnst það eiginlega svo falleg kveðja að rétta svona upp hand- legginn ... en það fer auðvitað eftir því, hver það er, sem réttir handlegginn upp. Einn þingmannanna í Washing ton hefur hvatt Eisenhower til að skipa negrasöngkonuna Mari- an Anderson í hið nýja embætti varautanríkisráðherra, sem fer með afríkönsk mál. Hann segir í bréfi til forsetans, að hún hafi í ferðalagi sínu í Asíu sýnt, að hún sé hæfari en nokkur annar til að skipa þetta nýja embætti. Ef til vill er þingmanninum kunnugt um, að þegar Marian hitti Nehru eftir ákaflega vel heppnaða hljómleika í Nýju Delhi, þá sagði hann: — Þér eruð sá fallegasti og mest sannfærandi sendiherra, er Bandaríkin hafa sent okkur til þessa. Franski stjórnmálamaðurinn Georges Bidault þykir ákaflega skemmtilegur. Eitt sinn hafði hann b o ð i ð nokkrum vinum úr stjórnmála- flokki s í n u m upp á nokkrar flöskur af hvít- víni á heimili sínu. Meðal ann ars s k e m m t i hann þeim með því að útskýra fyrir þeim hvað átt væri við með hugtakinu „diplomatísk ráð- stefna“. — Diplomatísk ráðstefna, sagði Bidault, er ráðstefna sem diplo- matar koma saman á til að á- kveða, hvenær næst skuli haldin diplomatísk ráðstefna. hafi Margaret mikið dálæti á lög- fræðingnum Hans Ulrich von der Esch, sem er auðugur og vel menntaður ungur maður og auk þess vel séður innan hirðarinnar. Hér sjást Margaret prinsessa og Hans Ulrich í fjörugum valsi. SILKI- og PLASTSKERMUM — Sent gegn póstkröfu — Skerma- og Seikfangabúðin Laugavegi 7 — sími 12051 ____________________________ I HREINSKIUI SPURT! [RUD ÞÍR í EINLÆGNI ÁNÆGDAR MED HÁR YÐAR? Hvor tvíburanna notar TONI? Pat og June Mackell eru hinar frægu söngstjórnur Breta. Pat sú til hægri er með TONI. June systir hennar er með dýrt stofuperman- ent. Pat er hæstánægð með TONI og finnst hárið fara prýðilega. ★ SUPER fyrir hár, sem erfitt er að liða. REGULAR fyrir venjulegt hár. GENTLE fyrir hár, sem tek- ur vel liðun. Enginn undanbrögð — athugið nú hár yðar vandlega. Hvað um blæfegurðina? og snyrtingu hársins yfirleitt? — Hver svo sem er uppáhaldshárgreiðslu yðar, þá ætlist þér til að hár yðar haldist án þess að nota límkennt hárlakk, eða brillantine, sem fitar hárið — eða með öðrum orðum þér viljið fá gott permanent. *— Vér bjóðum yður TONI permanent fyrir aðeins lítinn hluta af því sem stofupermanent kostar. — Athugið þess vegna kosti TONI-permanents. TONI-hárliðunarvökvi TONI-húrbindingin er jafn hefir gooan ilm. auðveid og venjul. skolun Tfekla. Austurstræti 14. Sími 11687. TONI-hárliðunarpappírinn inniheidur lanolin, til að hindra slit á endurn lokk- anna. TONI-hárliðun endist lengi og hárið blæfagurt og eðlilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.