Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 1
20 siður og Lesbók 45. árgangw 162. tbl. — Sunnudagur 20. júlí 1958 Prentsmiðia Morgunblaðslns Libya næst? Brezk herskip eru farin á vetfvang L.ONDON, 19. júlí. — Brezka varnarmálaráðuneytið tilk. í dag, að brezk herskip hefðu verið send til hafnarborgar- innar Tobruk í Libyu. Meðal herskipanna er beitiskipið Ber muda. Ekki vildi ráðuneytið gera frekari grein fyrir þessari ráðstöfun, en fullvíst er tal- ið, að Bretar hafi hugboð um að til tíðinda geti dregið í Libyu og vilja vera við öllu búnir. Samkvæmt samningi Breta og Libyumanna getur Libyustjórn kvatt brezka her- inn til aðstoðar, ef til uppreisn ar kemur í landinu. Libya á landamæri að Egyptalandi. Bagdad-bandalagið liðasf ekki í sundur — segir utanríkisráðherra Pakistan KARACHI, 19. júlí — M.S.A. Baig, utanríkisráðherra Pakist- ans sagði í dag, að Bagdad-banda lagið mundi ekki liðast í sundur vegna atburðanna í írak. Bag- dad-sáttmálinn er staðreynd — og hann verður það einnig í MIG yfir Jórdaniu LONDON, 19. júlí. — Frá brezka flugvélamóðurskipinu Eagle bárust þær fregnir í dag, að í morgun hefði' orrustuflugmenn, sem verið hafa á þotum sínum til vernd- ar flutningaflugvélum brezka hersins á flugleiðinni til Amman, séð rússneskar MIG-þotur, sem báru sýr lenzk einkennismerki, á flugi mjög hátt yfir Jórdaníu. framtíðinni, þrátt fyrir atburði síðustu daga. Ég býst við því, að hin nýja stjórn íraks segi sig úr bandalaginu mjög bráðlega og rifti öllum samningum landsins við bandalagsríkin, enda þótt að aðildarríkjunum beri að tilkynna úrsögn sína með sex mánaða fyr- irvara. Þetta breytir samt engu — og bandalagsfundurinn verð- ur haldinn 28. júlí í London eins og áður var ákveðið, sagði utan- ríkisráðherrann. Hussein aðvarar AMMAN, 19. júlí. — Hussein Jordaníukonungur flutti út- varpsræðu í gærkvöldi til þjóðar sinnar og sagði þar, að uppreisnin í írak hefði verið skipulögð af „útsendur- um kommúnista“. Hvatti hann herinn til fylgis við sig og varaði hann við öflum, sem ynnu nú að því að riðla fylkingar hersins og sundra honum. Allsherjarþingið kallað saman til skyndifundar NEW YORK, 19. júlí. —- Sendinefnd Bandaríkjanna hjá S. Þ. hefur krafizt þess, að allsherjarþingið komi til skyndifundar til þess að ræða Frakkar mótmœla — segir Frante Soir FARÍS, 19. júlí. — NTB — Reuter — Franska stjórnin mun mót- mæla því við bandarísku stjórn- ina, að Frakkar voru ekki látnir vita fyrirfram um landgöngu banadrísks herliðs í Líbanon, seg ir í óháða kvöldblaðinu France Soir í dag. Franski sendiherrann í Washington mun afhenda banda ríska utanríkisráðherranum Fost er Dulles mótmælaorðsendingu, segir blaðið. I orðsendingunni verður kvartað yfir því, að franska stjórnin átti ektri þátt í undirbúningsviðræð- um um málið, var ekki spurð ráða og henni var ekki sagt frá þessum fyrirætlunum fyrirfram. atburðina í Iöndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins þar eð umræður í öryggisráðinu hafa ekki borið neinn árangur. AIl- ar tillögur, sem þar hafa ver- ið fluttar, hafa verið felldar — og næst mun ráðið koma saman á mánudag. Fastlega er búizt við að Ráðstjórnar- ríkin taki undir kröfu Banda- ríkjanna um að allsherjar- þingið komi saman þegar í stað. Bandariskir landgönguliðar taka sér stöðu við bandaríska sendiráðið í Beirut. — Sendir Krúsjeff „sjálfboða- íiba" til Nassers? Bandarikjmenn auka enn herstyrk sinn i Libanon BEIRUT og LONDON, 19. júlí. — Það er haft eftir áreiðanlcg • um heimildum í A-Berlín, að forystan í Kreml hafi í hyggju að boða fulltrúa leppstjórn- anna í Austur-Evrópu til Moskvu hið bráðasta til þess að ræða um hugsanlega send- ingu „sjálfboðaliða“ frá öll- um kommúnistaríkjunum til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Fullvíst er og talið, að þetta sé meginárang- ur Moskvufarar Nassers — og ummæli hans við komuna til Damaskus eftir viðræðurnar í Kreml benda til þess, að hann sé þess fullviss, að Ráð- stjórnin veiti honum aðstoð. Njósnir í gærkveldi gaf libanska stjórnin út tilkynningu þess efn- is, að samkv. áreiðanlegum heim ildum í Sýrlandi, sé sýrlenzka stjórnin að þjálfa mikinn fjölda erindreka, sem sendir verða inn í Líbanon til skemmdarverka og njósnastarfsemi — í viðbót við þá, sem þegar hafa verið sendir. Eru menn þessir sérstaklega þjálfaðir í því að fremja laun- morð. •fc Allt kyrrt Segja má, að allt hafi verið með kyrrum kjörum í Beirut síð- asta sólarhringinn. Að vísu tókst leyniskyttum uppreisnarmanna að hæfa bandaríska herflutninga- flugvél, sem var í aðflugi að flugvellinum í Beirut. Var hún þéttskipuð hermönnum, en eng- an sakaði. Hæfðu uppreisnar- mennirnir vélina tveimur skot- um. Hið fyrra kom í búkinn fram anverðan og straukzt við sigl- ingafræðing vélarinnar, en hið síðara fór í gegnum annan vnæg inn. ★ 8000 hermenn komnir Liðsflutningum Bandaríkja- manna hefur verið haldið áfram — aðallega frá Tyrklandi. Talið er, að 8000 bandarískir, hermenn séu nú komnir til Líbanon og voru um 1600 fluttir í morgun. Fréttámönnum voru ekki gefnar neinar upplýsingar um flutninga þessa — og ekki var þeim leyft að hafa tal af hermönnum né foringjum nýju sveitanna. Var mjög mikill kraftur í flutningun- um í morgun. Tugir flugvéla lentu í Beirut, en héldu hver af annarri samstundis aftur til Tyrk lands. Stanzaði hver vél innan við 10 mínútur. ★ Blöðin í Beirut skýrðu frá því í morgun ,að Chamoun forseti Framh. á bls. lð Rússarnir réðusf inn í sendiráðið MOSKVU, 19. júlí. — NTB — Reuter — Brezka stjórnin sendi í orðsendingu í dag vegna göng- unnar að brezka sendiráðinu í Moskvu í gær. Talsmenn Banda Vopnasendingar kommúnista til Araba undirrót alls - segir Nixon MINNEAPOLIS, 19. júlí. — Nix- on, varaforseti Bandaríkjanna, lét svo ummælt hér í dag, að líkindi fyrir beinni styrjöld í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins væru nú hverfandi lítil. Ef kommúnistaríkin hefðu ekki látið Egyptum og Sýrlendingum vopn í té hefði ekki komið til byltingarinnar í írak — og ástand ið í Jórdaníu og Líbanon væri heldur ekki ótryggt i dag. Sagði munur væri á landgöngu Banda- 1 ríkjamanna í Líbanon og innrás Frakka og Breta í Suez árið Nixon og, að enda þótt and- 1956. Aðgerðir Breta og Frakka stöðunni gegn Chamoun forseta hefðu verið brot á sáttmála SÞ, í Líbanon og Hussein í Jórdaníu þvi að þar hefði yerið um íhlut- mætti að nokkru rekja til þjóð- | un að ræða. Nú hefðu hins vegar ernisstefnu, þá gengi þess enginn dulinn, að erlend herveldi stæðu þar að baki — og uppreisnin í írak hefði aldrei vérið fram- kvæmd á þennan hátt, ef ekki hefði komið til öflugur stuðning- ur utan frá. . Þá tók Nixon fram, að regin- stjórnir Líbanon og Jórdaníu beð ið um aðstoð — og ekkert væri því til fyrirstöðu að verða við slíkum óskum vinaþjóða. Sagði Nixon að lokum, að bandaríski herinn mundi verða í Líbanon, þar til annar nægilega öflugur herstyrkur leysir hann af hólmi. ríkjastjórnar segja, að sams kon- ar mótmæli verði afhent sovézka utanríkisráðuneytinu í dag, vegna þess að bandaríska sendi- ráðið í Moskvu var grýtt í gær. Margar rúður brotnuðu. Brezka mótmælaorðsendingin var afhent, eftir að brezki sendiherrann í Moskvu hafði í mótmælt því í samtalj við ltuz betsjov aðstoðarutanríkisráð- herra, að um hundrað sovézk- ir borgarar hefðu klifrað yfir girðinguna umliverfis seudi- ráðið og brotizt inn i sendi- ráðsbygginguna. Er farið fram á í orðsendinunni, að Sovétstjórnin komi í veg fyrir, að slíkir atburðir endurtaki sig í framtíðinni. — Einnig verður far- ið fram á bætur fyrir það tjón, sem jrpnið var í sendiráðsbygg- ingunni. Tjón þetta hefur ekki verið metið, en engir gluggar voru brotnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.