Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 3
Priðjudagur 12. ágúst 1958 MORCVNBLAÐIÐ 3 Ósamkomulagið innan ríkis- stjórnarinnar hindrar edlilega stjórnarhætti Ágætt héraðsmót Sjálfstæóismanna á Hólmavik HÉRAÐ'SMÓT Sjálfstæðismanna Bnginn getur efnt hið ómögulega í Strandasýslu var haldið sl. laugardagskvöld að Hólmavík. Var fjölmenni mikið, húsið svo þéttskipað sem fremst mátti vera. Jörundur Gestsson, bóndi að Hellu, setti mótið og stjórnaði því með prýði. Ávarp Ragnars Lárussonar Ragnar Lárusson, forstjóri, frambjóðandi Sjálfstæðismanna í Strandasýslu, flutti ávarp. Texti hans voru þessi ummæli Hermanns Jónassonar, 17 júní sl., er hann mælti af svölum Alþingishússins: „Hér á landi hefur það alltaf verið talið skylt hverjum góðum dreng að standa við orð sín“, Ragnar minnti á ýmsar yfir- lýsingar Hermanns Jónassonar á framboðsfundum í Strandasýslu síðast og efndir þeirra, og ræddi þær í ljósi þessara orða hans nú. Ragnar drap sérstakiega á orð og efndir í varnarmáiunum, efna- hagsmálunum og landhelgismál- inu. Um Hræðslubandalagið komst Ragnar svo að orði, að Hermann hefði sagt á fur.di í Árneshreppi, að til þess hefði verið stofnað með atveg óvenju- legum hætti. Ekki hefði hann þó fengizt til að gera nánar grein fyrir þessu, og altir vissu nú, að aðalvörn Hræðsiubandalags- manna fyrir bandalagi sínu hefði einmitt verið sú, að það væri alveg sama eðlis og önnur kosn- ingabandalög hefðu verið og til þess hefði verið stofnað með al- veg venjulegum hætti. Að lok- um óskaði Ragnar Strandamönn- um og héraði þeirra allra heilla. Ræða Bjarna Benediktssonar Bjarni Benediktsson ritstjóri hóf ræðu sína á að gera grein fyr- ir því eðli lýðræðisins, að það viðurkenndi gildi ólíks skoðana- háttar. Engir tveir menn sæju heiminn á alveg sama veg og væri því eðlilegt og óhjákvæmi- legt, að skoðanir þeirra væru ólíkar. Reynslan yrði svo að skera úr, hver skoðunin væri réttust og það væri meirihlutinn hverju sinni, sem ákvörðun ætti að taka um þetta. Þess vegna væri síður en svo óeðlilegt, heldur oft þvert á móti æskilegt, að menn hleyptu ólíkum skoðunum að til ráða um sinn og veldu svo þá stefnuna, sem þeir teldu bezt gefast. Við sem lengi höfum fengizt við stjórnmál, sagði Bjarni, vit- um af eigin raun, að enginn okk Það ósamkomulag var þó smá- ræði miðað við það, sem menn síðar hafa séð. Ragnar Lárusson minntist á það, að núverandi stjórn hefði ekki staðið við öll sín loforð. Til þeirra vanefnda liggja vafalaust margar ástæður. Við lögfræðingarnir þekltjum meðal annars það, að enginn er skuldbundinn til að efna það lof- orð, sem ómögulegt er að efna. Enginn getur gert það, sem ó- mögulegt er. Þetta á við í stjórn- málum, ekki síður en annars staðar. Sumt af því, sem núver- andi stjórn lofaði, var í eðli sínu óframkvæmanlegt. Stjórnarherr- arnir hafa þó ekki borið þetta fyyir sig. E. t. v. er það af því, að þeir vilja ekki skýla sér með dómgreindarleysinu, er lýsti sér í að gefa slík loforð. A. ö 1. hafa loforðin ekki verið efnd, vegna þess að ríkisstjórn- in er sjálf innbyrðis ósammála um, hvort þau eigi að efna og þá með hverjum hætti. Þetta á við um flest meginmál, er stjórn- in hefur fjallað um. Um varnarmálin er það svo, að þeir af stuðningsmónr.um stjórnarinnar, sem á sínuin tíma raunverulega vildu, að herinn væri látinn víkja úr landi, telja enn, að hann eigi að fara sem fyrst og þeir meta að engu afsakanir fyrir því, að þetta lof- orð hefur ekki verið efnt. Þessa sjást enn merki, t. d. í Þjóðvilj- anum í dag, laugardag, þar sem forystugreinin er hörð árás á Atlantshafsbandalagið. ■— Hinir, sem vanefndunum hafa ráðið, voru aftur á móti flestir ætíð í hjarta sínu á móti því, að varnar- liðið væri rekið burt og gripu þess vegna fegins hendi fyrstu átyllu, sem gafst, til að láta það halda áfram vist sinni hér á landi. Um kaupin á 15 togurum er það svo, að Þjóðviljinn segir ber- um orðum að meirihluti ríkis- stjórnarinnar hafi „svikið loforð" sín í þeim efnum. Rjúfa átti samband vísitölu og kaupgjalds Ekki tekur betra við, þegar kemur að efnahagsmálunum. Þar ur í þeirri kjaraskerðingu átti að verða binding eða afnám vísitölunnar, og lítil uppbót fyrir þann mikla missi launþega skyldi 5% kauphækk- unin verða. En þegar til átti að taka, og ákveðið var að ieggja á nær 900 milljón króna nýja skatta, sem eingöngu er hægt að rökstyðja með því, að kaupgjald- ið sé of hátt, var jafnframt ný kauphækkun lögboðin án þess að vísitöluafnám eða binding ætti sér stað. Á þann veg var hellt olíu á eldinn, sem verið var að reyna að slökkva, og vérðbólgan mögn- uð meira en nokkru sinni fyrr. Til enn frekari áherzlu hafa stjórnarflokkarnir svo beitt sér fyrir viðbótarkauphækkunum til ýmissa stéttarfélaga á þeim vik- um, sem síðan eru liðnar. Af- leiðingarnar af öllu þessu eru meira öngþveiti og verri horfur en nokkru sinni áður í sögu þess- ara mála. Sumir halda að þetta komi af því, að ráðherrarnir viti ekki sjálfir, hvað þeir vilji eða hvert þeir séu að fara. Hitt mun þó sönnu nær, að hringavitleysan kemur af því, að ráðherrarnir eru sjálfum sér sundurþykkir og koma sér ekki saman um neitt af því, sem máli skiptir í sam- bandi við lausn þessa mikla vanda. Þess vegna magna þeir hann í stað þess að minnka. Ósamkomulag um veiðar togaranna Um landhelgismálið er enn hið sama uppi á teningnum. Eitt af því, sem stjórnin lofaði jafnskjótt og hún tók við völdum, var að stækka landhelgina og færa út fiskveiðitakmörkin. Síðan voru menn mánuðum og jafnvel árum saman friðaðir með því, að verið væri að undirbúa málið með ýmiss konar fundahöldum. Boðað var til ráðstefnu úr ýmsum byggð arlögum hér innanlands, en ár- angur hennar varð þó enginn. Enn er óútkljáð, að hve miklu leyti og hvenær leyfa eigi ís- lenzkum togurum að fiska inn- an hinna nýju endimarka. Sum- ir eru þessu m. a. s. alveg and- vígir þó að ríkisstjórnin hafi að meginstefnu til sagzt ætla að heimila þessar veiðar. Þetta er mikið vandamál. sem auðvitað átti að vera búið að ræða og skýra út fyrir þjóðinni. Af hálfu stjórnarvaldanna hefur það ger- samlega verið vanrækt. Þess vegna er þetta enn hart deilu- efni, einmitt þegar ákvörðunin verður ekki lengur umflúin og var lofað „varanlegri lausn“ og. komið er fram yfir hina elleftu óspart ráðizt á okkur, sem sögð- | stund um að þvi miður væri skilyrði þvílíkrar lausnar enn ekki fyrir hendi. Raunin hefur orðið sú, að bjargráðin, sem lögleidd voru á sl. vori, eru mesta bráðabirgða- úrræðið, sem nokkru sinni hefur verið gert í efnahagsmálunum. Þetta bráðabirgðaúrræði var lög- ar býr einn yfir allri vizku. Þess I leitt fáum vikum eftir, að Alþýðu vegna er það hollt að skoðanir allra komist að. En hitt vitum við líka, að hverju sinni verður ein skoðun að ráða þeim ákvörðun- um, sem teknar eru í stjórn lands ins, a. m. k. á þann veg, að sam- komulag náist meðal þeirra, sem ábyrgðina bera. Einn af megin- ókostum samstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar, er var við völd áður en núverandi stjórn tók við, var vaxandi ósam- komulag. Ekki svo mjög innan sjálfrar stjórnarinnar, heldur fyrst og fremst af hálfu sumra svokallaðra stuðningsmannahenn ar og þá ekki sízt málgagna Fram sóknarflokksins. Þaðan var hald- ið uppi stöðugum illindum gegn Sjálfstæðisflokknum og alið á tortryggni í hans garð. Þvílíkur andi á meðal samstarfsmanna, er báru sameiginlega ábyrgð á ör- lögum lands og lýðs, hlaut að hafa ill áhrif. blaðið hafði boðað að „tímamct mundu verða í íslenzkum stjórn- málum eftir páska“, vegna nýrra úrræða í efnahagsmálunum. Aldr ef var sagt frá því, hver þessi úrræði væru. En opinbert leyndarmál er, að þá hugðu sumir ráðherranna ríkisstjórnina vera orðna sam- mála um, að afnema áhrif vísi- tölunnar á kaupgjaldið, b. e. a. s. að kauphækkanir vegna vísitölu- hækkana væru úr sögunni. Til þess að létta undir samþykkt þessa, var ráðgerð pokkur lög- boðin kauphækkun í eitt skipti fyrir öll. En þegar til átti að taka rofnaði þetta samkomulag, eða það komst aldrei á. Engu að síður var haldið áfram með bjargráðin. Ástæðan fyrir setningu þeirra getur engin önn- ur verið en sú, að stjórnin hafi talið, að almenn kjaraskerðing væfi óumflýjanleg. Einn þátt- Þjóðin veit, að ríkisstjórnin var nærri rofnuð um meðferð land- helgismálsins á sl. vori. Enn hef- ur henni ekki verið sagt frá því, hverjar orsakir ágreiningsins þá voru. Þjóðviljinn hefur raunar gefið sínar skýringar, en Tíminn hefur sagt, að sú saga væri „stór- hættuleg" og til þess löguð að draga úr líkunum fyrir viður- kenningu á rétti okkar erlendis. Hér er því um að ræða ósam- komulag, sem stjórnarblöð;n sjálf segja að sé þjóðinni hættulegt, en þó sameinast þau um synjun þess, að almenningi sé gerð grein fyrir hvers eðlis það er og hvað raunverulega hefur að höndum borið! Einmitt þessa dagana deilir Þjóðviljinn hart á samstarfsmenn sína fyrir að skýra ekki frá, hvort rétt sé, að málið hafi verið tekið upp til umræðu innan Atl- antshafsráðsins. Loks í morgun, laugardag, viðurkennir Alþýðu- blaðið, að svo hafi verið gert og er ekki erfitt að leiða getum að því, hverjar viðtökur sú játning fær hjá sumum stuðningsblöðum ríkisstj órnarinnar. Við hvað er Lúðvík upptekinn? sjávarútvegsmálaráðherra Norð- urlanda. Hér er um að ræða' nán- ustu frænd- og vinaþjóðir okkar. Engu að síður hafa þær allar snúizt á móti okkur í landhelgis- málinu eða a. m. k. ekki veitt okkur þann stuðning, er við hefð- um vænzt. Ætla mætti, að ríkis- stjórninni hefði þótt tilvaiið tæki færi, að sjávarútvegsmálaráð- herra íslands mætti á þessum fundi og reyndi að vinna félaga sína og starfsbræður til betri skilnings á okkar máli. Fyrst kom sú fregn, að íslenzka ráðherran um hefði alls ekki verið boðið. Sá söguburður var þó sem nærri mátti geta skjótlega borinn til baka. Nú skýrir málgagn sjávar- útvegsmálaráðherra frá því, að ráðherrann hafi ekki þegið boðið af því að hann „hafi ekki getað komið því við“, enda eigi ekki að ræða landhelgismálið á þess ari samkomu. Þar er úm rnjög villandi frásögn að ræða, vegna þess að um Genfarráðstefnuna á að tala á fundi, sem er í nánum tengslum við ráðherrafundinn, og framsögumaður þess efnis er einmitt íslenzki fiskimálastjór- inn. Hvað sem um það er, þá var íslendingum í lófa lagið að fá málið upptekið og sækja það á fundinum með öllum þeim rökum, er við eigum yfir að ráða. En íslenzki sjávarútvegsmálaráð- herrann getur sem sagt ekki kom ið því við að sækja fundinn. En við hvað er ráðherrann þá upptekinn? Fyrir 3 til 4 vikum var sagt frá því, að hann væri farinn úr landi. Jafnframt barst frétt um, að enginn samráðherra hans, jafnvel ekki Hannibal Valdimarsson, hefði vitað um brottför hans og ennþá síður hvert erindið var. Fyrsta erindið kom þó skjótlega í ljós. Ráðherr- anum skaut upp austur í Berlín og þar hóf hann samninga við austur-þýzk stjórnarvöld, þó að íslenzka stjórnin hafi hingað til sagt, að hún hafi ekki viðurkennt stjórn Austur-Þýzkalands! Síðan hefur ekkert af ráðherr- anum frétzt. Hvar hann er niður- kominn veit enginn hér á landi, en telja má þó öruggt, að hann sé einhvers staðar austan járntjalds. Engin ástæða er til að ætla. að þetta ferðalag sé með samþykki Hermanns Jónassonar og félaga hans, en það er aðeins síðasta dæmið um það, hvernig starfs- hættirnir eru innan núvetandi ríkisstjórnar. SjálfstæSisflokkurinn einn getur veitt samhenta forystu Ósamkomulagið og sundrungin, sem einkennir öll störf stjórnar- innar hindrar eðlilega stjórnar- hætti. Þjóðin þárf umfram allt á öruggri og einbeittri stjórn að halda. Eini flokkurinn, sem nokkrar líkur eru til, að þá for- ystu geti veitt, er Sjálfstæðis- flokkurinn. Eftir úrslitum sveitar stjórnarkosninganna í vetur mun ar nú ekki nema sáralitlu, ef nokkru, til að hann fái hreinan meirihluta kjósenda um land allt. Þennan styrk mun þjóðin veita flokknum fyrr eða síðar og þá dæma hann eftir því hvernig tii tekst. Listamennirnir, Brynjólfur Jó- hannesson, frú Hanna Bjarna- dóttir, Baldur Hólmgeirsson og Skúli Halldórsson skemmtu á mótinu, svo og hljómlistarmenn- irnir Jóhannes Pétursson og Svav ar Halldórsson, er léku í upphafi mótsins og síðan undir dansinum langt fram á nótt. Ræður og skemmtiatriði fengu hinar ágæt- ustu undirtektir og allir voru sammála um, að mótið hefði farið fram með prýði. STAKSTíl\\|{ í LÖGBIRTINGABLAÐINU, sem út kom sl. fimmtudag, eru eftir- farandi kennarastöður auglýstar lausar til umsóknar: Staða við Menntaskólann í Reykjavík, aðalkennslugreinar danska og enska. Staða við Menntaskólann á Laugarvatni, aðalkennslugrein stærðfræði. Staða við Yélskólan* í Reykja- vík, aðalkennslugrein íslenzka. Næstu daga á að halda fund Umsóknarfrestur er til ágústloka. Misnotkun samvinnu- breyfingarinnar Tímamenn telja það jafnan „árás á samvinnustefniuna“ ef gagnrýnd er pólitísk misnotkun þeirra á kaupfélögunum. Mikill meirihluti íslendinga veit, að samvinnufélögin voru í upphafi ópólitísk hagsmunasamtök bænda og fleira fólks. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum myndaði þau og byggði þau upp. Enn þann dag í dag er fólk með ólíkar pólitískar skoðanir í samvinnufé- lögunum víðs vegar um land. Þrátt fyrir það misnota Fram- sóknarmenn þessi samtök frek- lega í pólitískum tilgangi í mörg- um héruðum. Kaupfélögin hafa víðs vegar um land verið gerð að hreiðrum Tímamanna. Hefur þetta haft að mörgu leyti óheilla- vænlegar afleiðingar fyrir sam- vinnustefnuna og hugsjón henn- ar hér á landi. Auðvald SÍS Það em vissulega margir fleiri en Sjálfstæðismenn, sem deila á Framsóknarflokkinn fyrir þetta atferli gagnvart samvinnufélög- unum. í Vetur lýsti t.d. einn af leiðtogum Alþýðuflokksins í Reykjavík því yfir, að auðvald SÍS væri orðið hættulegt íslenzku lýðræði. Engum kemur til hugar, að heil brigð og ópólitísk samtök sam- vinnumanna fælu í sér hættu fyrir íslenzkt lýðræði. En harð- snúin pólitísk sérhagsmiunaklíka, sem nýtur margs konar forrétt- inda getur orðið hættuleg þjóð- arhagsmunum á marga lund. Hentistef rm f 1 okkur En Framsóknarflokkurinn hef- ur drýgt fleiri syndir en að gera samvinnuhreyfinguna að þernu í eldhúsi sínu og káma þannig skjöld hennar. Hann hefur valdið margvíslegri spillingu og upp- laiusn í islenzkum stjórnmálum. Stefna Framsóknarflokksins hef- ur alltaf verið hrein hentistefna, miðuð við það eitt að halda völd- um og áhrifum. Þessi staðreynd varð einkar ljós við síðustu stjórnarskipti. Framsóknarflokkurinn hafði þá undanfarin ár unnið með Sjálf- stæðismönnum að sköpun jafn- vægis í íslenzkum efnahagsmál- um. Af því samstarfi hafði náðst töluverður árangmr þótt margt hefði mátt betur fara. Þegar kommúnistum tókst að spilla mjög fyrir framkvæmd jafn- vægisstefnunnar lýstu aðalleið- togar Framsóknar því yfir, að kommúnistar væru vargar í vé- um íslenzks efnahagslífs og bæru höfuðábyrgðina á vaxandi verð- bólgu og jafnvægisleysi. En að- eins nokkrum mánuðaim siðar lýstu þessir sömu leiðtogar Fram- sóknar þeirri skoðun sinni, að öll efnahagsvandamál þjóðarinn- ar væru Sjálfstæðismönnum að kenna. Framsóknarleiðtogarnir gengu lengra. Þeir mynduðu rík- isstjórn með kommúnistum og sögðu þjóðinni að kommúnistar væru einu mcnnirnir, sem hægt væri að leysa efnahagsvanda- málin með. Styðja kommúnista í verkalýðsfélögunum Framsóknarmenn höfðu einnig lofað Alþýðiuflokknum að hjálpa honum til þess að viima bug á kommúnistum í verkalýðshreyf- ingunni. Undanfarið hafa Fram- sóknarmenn efnt þetta loforð þannig, að þeir hafa stutt komm- únista með ráðum og dáð innan verkalýðsfélaganna gegn Alþýðu- flokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.