Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. ágúst 1958 MORCVNBLAÐIÐ 13 Tryggvi A. Pálsson frá Kirkjubóli — 85 ára TRYGGVI Ágúst Pálsson er fæddur að Auðunnarstöðum Þor- kelshólshreppi í Víðidal í Vest- ur-Húnavatnssýslu, 12. ágúst 1873. Foreldrar hans voru Páll Friðrik Steinsson, Guðmunds- sonar, Jónssonar, Jónssonar frá Lækjamóti í Víðidal, og Jako- bína Ingibjörg Jósepsdóttir, Oddssonar frá Refsteinsstöðum í Víðidal. Tryggvi ólst upp hjá foreldr- um sínum til 8 ára aldurs en þá fór hann að Vesturhópshólum til Þorláks hreppstjóra Þorláksson- ar og dvaldist þar í 1 ár. Þaðan fór hann að Klömbrum í Vestur- hópi til Júlíusar læknis Hall- dórssonar og átti þar heima allt til ársins 1893 en þá fór Tryggvi í Flensborgarskóla og lauk þar námi eftir tvo vetur, vorið 1895 Eftir það gerðist hann ráðsmað- ur á Klömbrum á sumrum en stundaði barnakennslu um vetur, 1. október 1899 kvæntist Tryggvi Kristjönu Sigurðardótt- ur frá Kjalarlandi á Skagaströnd. Hafði hann kynnzt henni á Klömbrum veturinn áður er hún stundaði þar barnakennslu. Gift- ust þau á ísafirði, en þar stund- aði Tryggvi ýmis störf og síðar kennslu einn vetur. Árið 1900 fluttu þau hjón að Skálanesi í Gufudalssveit í Barðastranda- sýslu og höfðu hálfa jörðina til ábúðar og bjuggu þar í 3 ár. 1903 fluttu þau að Valshamri í Geiradal, A.-Barð., og bjuggu þar í 5 ár en fluttu þá að Gufu- dal. Árið 1914 tók Tryggvi jörð- ina Kirkjuból í Skutulsfirði á leigu og keypti síðan og bjó þar til ársins 1936 að hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Keypti hann húsið nr. 31 við Reykja- víkurveg í Skerjafirði og hefir átt þar heima síðan. Hér hefir í stórum dráttum verið rakinn ferill Tryggva Á. Pálssonar. Þau hjón eignuðust níu börn. Látin eru: Sverrir, 6 ára, Guð- mundur búfræðingur og Sigurð- ur iðnnemi, um tvítugt, og Sig- ríður húsfreyja á Kirkjubæ í Skutulsfirði, árið 1942. Á lífi eru: Ólafur, verkstjóri hjá Rafmagns- veitum ríkisins, Kristján, klæð- skerameistari á ísafirði, Tryggvi, kennari við Melaskólann í Reykjavík, Aðalheiður, frú í Hnífsdal, og Snorri, garðyrkju- bóndi í Hveragerði. Auk þess á Tryggvi dóttur, Klöru, búsetta í Vestmannaeyjum, ekkju Hall- gríms Júlíussonar, skipstjóra, er fórst með vélskipinu Helga frá V estmannaeyj um. Tryggvi Á. Pálsson er fríð- leiksmaður í lægra meðallagi, hraður í hreyfingum og hvatur í spori. Glímumaður góður á yngri árum og söngmaður ágæt- ur. Vel máli farinn, harðfylginn, óvæginn nokkuð og ákafamaður hinn mesti, en þó með forsjá. Allra manna gleggstur fjármála- maður. Gleðimaður hinn mesti og harðsnúinn í því sem öðru. Framtakssamur búmaður og for- ustumaður í þeim málum í sveit sinni, svo og í félagsmálum öll- um, sem nú skal greina um störf hans eftir að hann fluttist að Kirkjubóli. Tryggvi var oddviti Eyrar- hrepps í 9 ár, varaoddviti í 6 ár, en 17 ár í hreppsnefnd. Sýslu- nefndarmaður í 12 ár. 1 sóknar- nefnd 16 ár. Virðinga- og út- tektarmaður í 12 ár. Formaður Búnaðarfélags Eyrarhrepps í 20 úr og stofnandi þess. í stjórn Búnaðarsambands Vestfjarða 1919 til 1936 og sendi félagið hon- um kveðjur sínar og þakkir á 50 ára afmæli þess. Formaður og stofnandi Lestrarfélags Skutuls- fjarðar og skemmtifélagsins Ár- manns, sem stofnuð voru 1916. Formaður og ’stofnandi Naut- griparæktarfélags Eyrarhrepps. I stjórn Sláturfélags Vestfjarða frá stofnun þess til 1937. Kenn- ari í 25 ár. Átti sæti í skatta- nefnd, fasteignamatsnefnd, var forðagæzlumaður um árabil og hafði á hendi jarðabótamælingar. Fleiri voru störf Tryggva og má af þessu marka að hann hefir haft margt umleikis og átt ærið erilsaman starfsdag. Það mælti séra Jónmundur Halldórsson á Stað í Grunnavík, að kæmu þrír menn saman til fundar í nefnd, þá væri Tryggvi Pálsson örugg- lega einn af þeim. Kristjana, kona Tryggva, hef- ir reynzt honum hin mesta stoð og stytta í umfangsmiklum bú- skap sem öðrum þáttum sam- vistar þeirra. Um fjögurra ára bil hefir hún átt við hina mestu vanheilsu að stríða og dvalizt í sjúkrahúsi. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur vann Tryggvi við ýmis störf, í yfirfasteignamats- nefnd í 2 ár, að innheimtustörf- um o. fl. Tryggvi Pálsson er léttur í máli og skrafhreyfinn og í engu er honum farið að förlast á and- lega sviðinu. Hann er margfróð- ur og kann frá ýmsu skemmti- legu að segja, sem því miður gefst ekki kostur á að rekja hér. ÞEGAR góffium skáldsögum er breytt í útvarpsleikrit fer venju- lega svo, að annaðhvort verður úr því aðeins upplestur — og þá misjafn að gildi, eða hinn upp- haflegi tilgangur skáldsins með túlkun sinni á söguefninu þynn ist út í sviplítil samtöl. Þannig fór með íslandsklukku Halldórs K. Laxness. Bezt var sagan sjálf, eins og skáldið gekk frá henni, langtum lakara var leikriíið eins og Þjóðleikhúsið sýndi það og var þó sannarlega vel með hlut- verkin farið og ekkert til sparað í sviðsýningum. í útvarpi var svo leikritið lítilsvirði, a. m. k. fyrir alla þá mörgu er sögurnar höfðu lesið. — Útvarpið hefur nú lesiffi upp sögu Indriða G. Þorsteins- sonar, 79 af stöðinni. Þar var að- eins um upplestur að ræða, ekki veigamikinn og fannst mér sag- an missa allmikið frá því að lesa hana og njóta hinnar hröðu og ákaflega persónulegu frásagnar- snilli, sem höfundi hefur tekizt að ná í sögunni. Þó var ekkert á móti því, að gera þessa tilraun, en heldur hefði ég kosið að sag- an hefði verið lesin upp á venjulegan hátt, t. d. af höfundi sjálfum. ★ Elías Mar las upp smásögu sína, Snæfríffiur er ein heima. Sagan er um konu eina, elli- hruma, sem dvelst með syni sín- um og öðrum afkomendum. Hana langar til þess að sjá foss einn og hvamm uppi í fjalli, en rækt- arsemi niðjanna er ekki svo mikil að henni sé fylgt þangað. Notar hún tækifærið, er hún er ein heima, staulast upp í hvamm- inn við fossinn, þar sem hún á sinar kærustu minningar frá yngri árum. Elías Mar ritar sögu þessa af næmum skilningi og samúð. Þykir mér þessi smásaga mjög góð og umhugsunarverð. ★ Um Mývatnssveit talaði séra Gunnar Árnason frá Skútustöð- um, í þættinum Æskuslóffiir. — Það blandast víst engum hugur um það, að þetta er sérkennileg og fögur fjallasveit. Úr Mývatni og um sveitina rennur sú á, sem mér þykir allra áa fegurst, Laxá. Fjölbreytni í landslagi er mikil og óvíða munu fjöllin eins blá og þau er lykja um sveitina. Ég hef tvisvar farið á báti frá Álfta- gerði, nálægt Skútustöðum, að Reykjahlíð, við suðurströnd vatnsins, komið í Slútnes, sem mér fannst ekki eins dásamlegt og ég hafði gert mér í hugar- lund, eftir að hafa lesið kvæði Einars Benediktssonar. Var þó veður hið ákjósanlegasta og há- Tryggvi Pálsson hefir unnið ótvíræðan sigur í lífsbaráttunni. Með óvenjulegu harðfylgi brauzt hann úr sárustu fátækt til mennta og manndóms. Hann hef- ir skilað miklu dagsverki og get- ur litið yfir farinn veg í öruggri vissu um að hafa gert skyldu sína. Ég sendi honum mínar innileg- ustu hamingjuóskir og árna hon- um heilla og blessunar um ókom- in ár. Sverrir Hermannsson. sumar. Vafalaust býr Mývatns- sveit yfir meiri töfrum en flestar aðrar sveitir landsins og þegar ég var unglingur í Skagafirði, um og fyrir aldamót, heyrði ég mikið látið af fólki því er þar bjó. Þó var sagt að þar væru trúleysingjar og jafnvel nihil- istar, en það voru óttaleg orð á þeim dögum! — Fyrirlestur séra Gunnars var mjög fróðlegur, fagurlega orðaður og leyndi sér ekki hversu mjög hann ann æskustöðvum sínum og hinu ágæta bernskuheimili, Skútu- stöðum. — Ég hef verið eina nótt á þeim bæ, en þá var séra Árni löngu þaðan horfinn. Þetta var um sumar, var ég á fótum mest- alla nóttina í dásamlegu veðri, var þá að mörgu að hyggja og er sú nótt ógleymanleg. ★ Þáttur Lofts Guðmundssonar, f stuttu máli, sem fluttur var á sunnudagskvöld, var fremur þunnur: Dægurlög sungin, lesið upp úr gömlu gamanblaði. Lárus Pálsson las upp kvæði kvölds- ins. Rétt hefði verið að geta nafns höfundar kvæðisins, enda þótt allmargir kannist við þetta ágæta kvæði. Þá var samtal við hinn ágæta leikara, Lárus Páls- son, óvanalega dauft. Loks var leikinn kafli úr frönskum gam- anleik, sem hópur góðra leikara undir stjórn Lárusar fer nú með víða um land. I útvarpi er leikur þessi lítils virði, „grínið“ byggist á því að sjá leikarana, að langmestu leyti — en fer fyr- ir ofan garð og neðan þegar að- eins er um heyrn að ræða. ★ Frídagur verzlunarmanna var hátíðlegur haldinn í útvarpinu með langri dagskrá er Vignir Guðmundsson, blaðamaður, hafði tekið saman. Var það upplestur kvæða, söngur, erindi og viðtöl við verzlunarfólk. Auk þess skemmtilegur leikþáttur úr „Pilti og stúlku“, eftir Jón Thor- oddsen og Emil Thoroddsen. Sá leikþáttur fór ágætlega í útvarpi. — Athyglisvert var erindi Oscars Clausens um verzlunarminja- safn. Mætti það háðung heita, ef hin volduga verzlunarmanna- stétt- léti glatast þær minjar frá horfnum tímum, sem enn eru til. Margt hefur farið í súginn og eyðilagzt, enn er þó mikið til á víð og dreif, en nú þarf að hefj- ast handa. Hefur Oscar Clausen áður vakið máls á þessu, en hann er áhugamaður um marga þarfa hluti og fylgir máli sínu og því, er hann tekur sér fyrir hendur, fram með dugnaði. Kaup menn og kaupfélög verða, í sam- einingu að vinna að þessu menn- ingarmáli. — Um frídag verzlun- armanna má annars segja það, að frídagur þessi er orðinn úr- eltur. Hátíð verzlunarmanna ætti að vera fyrsta sunnudag í ágúst, svo og hátíð verkamanna fyrsta sunnudag í maí. Fólk hef- ur nú fengið sín ákveðnu frí og þrælkun þekkist nú ekki. ★ Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, flutti síðari erindi sitt um ísrael. Var það fróðlegt og margt at- hyglisvert er hann sagði um það land. Gyðingar frá ýmsum lönd- um hafa, svo sem kunnugt er, flutt sig þangað á síðari árum. Og hver hefur komið með sína siði í stjórnmálalegu og félags- legu viðhorfi. Þar eru magnaðir einstaklingshyggjumenn, félags- lyndir samvinnumenn og ram- efldir kommúnistar. En Gylfi Þ. Gíslason lítur svo á, að komm- únisminn komi þar fram (í land- búnaðarsveitum) í sinni beztu mynd, samstarfi og samhjálp án valdagræðgi og kúgunar. — Ingi- mar Óskarsson, grasafræðingur, flutti erindi um leitina affi frum- manninum. Var það fræðandi og yfirgripsmikið erindi. — Það er ekki gott að segja hvort frum- maðurinn hefur komið fram af völdum einhverrar stökkbreyt- ingar af öðru dýri eða beinlínis verið ný dýrategund, sem Guð hefur skapað í „fyllingu tímans“ — Mér finnst Darwinskenningin sennilegust. Allt frá Kambrium- tíma, er lífið var að verða til — og til kola, jura, krítar og loks tertier og vorra tíma hefur lífið þroskazt og tekið breytingum og einhvern tíma á þessum tímum, seint þó, reis maðurinn upp og Minningarorð AÐ kvöldi þann 30. júlí síðast- liðinn, andaðist að heimili sínu hér í bæ, Miðtúni 1, Guðrún Siðurðardóttir. — Fráfall henn- ar kom öllum að óvörum, þar sem hún gekk um beina þann dag, svo sem venjulega, en um tveim- ur tímum eftir að hún hafði framreitt kveldverð handa um 20 manns var hún örend. Guðrún Sigurðardóttir var fædd að Vonarholti, Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu 3. okt. 1893. Foreldrar voru Sigurður Magnússon og Guðbjörg Jónsdótt ir. — Þá er hún var sjö ára missti hún móður sína. Varð hún því snemma að sjá um sig sjálf. Voru erfiðleikar á þeim tímum meiri en nú, fyrir ungling, sem enga átti að, að brjótast áfram til þroska og sjálfstæðis. — Þá er hún hafði náð fullorðinsaldri fór hún til útlanda, en það var næsta fátítt í þá daga og dvaldi úti um skeið, og aflaði sér menntun- ar og þekkingar. Hvarf hún að því loknu aftur heim til íslands. Ritaði hún minningar um veru sína úti og gaf SÍBS ágóðann af sölunni. Nokkru síðar stofnaði hún mat- sölu hér í Reykjavík, er hún starfrækti lengst á Njálsgötu 52B í húsi er hún hafði keypt, en loks seldi hún það hús og keypti Miðtún 1, þar sem hún starfrækti áfram matsölu og dvaldi þar til æviloka. Komust venjulega færri til hennar í fæði en vildu, því viðurkennt var að hvergi í borg- inni væri sambærilegt fæði við sama gjaldi. Þeir, sem kynntust Guðrúnu, fundu fljótt að einn sterkasti eiginleiki hennar var trú á al- mættið, hjálpfýsi við náungann, grandvart líferni. Sagði hún mér eitt sinn að það væri ófrávíkj- anleg regla hjá sér, áður en hún gengi til svefns að kveldi, að Ioknu starfi, að biðja fyrir sjúk- um og þjáðum og um vernd fyrir sig og sína. Trúði hún á kraft bænarinnar og fékk marga reynslu af að slíkt brást ekki. Sá, sem ritar þessar línur, dvaldi oft á heimili hennar lengri eða skemmri tíma og naut sjúkur að- stoðar hennar. Eftir Guðrúnu liggur mikið fór að ganga á afturfótunum, át af skilningstrénu, fékk samvizku og fyrirhyggju og allar þær kvalir og yfirburði sem vitinu fylgja. — Mér þótti gaman að hlusta á Ingimar. Hann er, held ég, ekki trúaður á kenningu Darwins, en talar varlega, eins og vísindamanni sæmir. ★ Um Prestafélag Islands 40 ára talaði séra Jón Þorvarðsson, 7. ágúst, sagði sögu þess félags allt frá stofnun þess, 1918, til þessa árs. Var það vandað erindi og fróðlegt. Prestafélagið hefur mörgu góðu til leiðar komið, gef- ið út ágætar bækur og tímarit og unnið að málefnum kristindóms og kirkju af dugnaði og með góð- um árangri. — Sama dag las - Gísli Halldórsson, leikari, upp nokkur kvæði eftir Snorra skáld Hjartarson, en Sigurlaug Árna- dóttir las smásögu eftir Guð- laugu Benediktsdóttur. — Martin Larsen, lektor, talaði 8. ágúst um það sem Grímur Thomsen skrif- aði H.C. Andersen. Gekk sú fræðsla í þá átt að afsanna það, er dr. Jón Þorkelsson (forni) hafði sagt, að Grímur hefði fyrst- ur manna viðurkennt Andersen sem stórskáld í ritdómi. Þetta kvað hr. Larsen ekki á réttum rökum byggt, enda þótt dr. Jón Þorkelsson hefði það eftir prent- uðum ummælum H.C. Andersens sjálfs. Vafalaust hefur H. C. A. verið viðurkenndur sem gott m skáld áður en Gr. Th. skrifaði ritdóm sinn, en kannski hefur Gr. Thomsen tekiffi af öll tvímæli og hafið H. C. Andersen í það hásæti meðal allra frægustu skálda, sem honum bar að skipa? Þorsteinn Jónsson. starf, þar sem hún ól upp að mestu þrjú börn Jóhanns bróður síns, og kostaði menntun þeirra, sem allt er nú fullorðið fólk, mannvænlegt, heiðarlegt, nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Óskar kaupmaður og Guðbjörg hús- freyja hér í Reykjavík og Jó- hann Líndal rafvirki, búsettur í Bolungarvík. Loks minnist ég þess að tveim- ur dögum fyrir andlát Guðrúnar kom ég venju fremur seint frá störfum heim til hennnar til kvöldverðar. Eftir að ég hafði matazt átti ég tal við hana um stund. Barst þá talið að trúmál- um. Þá mælti hún þessi orð: „Ég er tilbúin að fara hvenær sem Drottinn kallar“. — Ég hugleiddi síðar að þvi miður mundu of fáir geta sagt það. — Og Drott- inn kallaði hana tveimur dög- um síðar, — sátta við allt og alla, — sem sitt barn, — án þjáninga. L. , (ísl. málara- meistarar á norrænum fundi AÐALFUNDUR Norræna mál- arameistarasambandsins (Nord- iska málaremástareorganisation- en) var haldinn í Helsingfors dagana 31. júlí og 1. ágúst sl. Fundir þessir eru haldnir annað hvort ár, í höfuðborgum Norðurlandanna til skiptis, og eru þar rædd ýmis sameiginleg hagsmuna- og áhugamál málara- meistara. Að þessu sinni sóttu fundinn af íslands hálfu þeir málara- meistararnir Sæmundur Sigurðs- son, Ólafur Jónsson, Kjartan Gíslason, Haukur Hallgrímsson, Kjartan Kjartansson og Cíeorg Arnórsson. ' ------------------------------- > Einar 4smundsson hæstaréttarlögmaSur. Hafsteinn Sigurðsson h í raffisdúmslö tmatlur Sírni 15407, 19813. Skrifstofa Hafnarstra.ti 5. Hlustað á útvarp Guðrún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.