Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Norðan og norðvestan kaldi, dálítil rigning eða þokusúld. Undir ís Norðurskautsins. — Sjá bls. 6. 180. tbl. — Þriðjudagur 12. ágúst 1958 Útsvörin í Reykjavík nema rúmlega 225 millj. kr. Ekki lagt á lægri tekjur en 25.000 kr. — Útsvarsstigi lækkaður á upp i 60.000 kr. tekj um NIÐURJÖFNUN útsvara í Reykja vík er lokið. Útsvarsseðlarnir eru bornir út þessa dagana, og í gær var skrá yfir útsvörin, svo og skatta til ríkisins, lögð fram í gagnfræðaskólahúsinu við Vonar- stræti. Kom þangað margt manna, og voru lögregluþjónar á staðnum til að gæta reglu. Alls var jafnað niður 225.388.080 kr. á 22.849 gjaldenduir. 21.885 einstaklingar eiga að borga 171.- 962.710 kr., en 964 félög 53.325,- 370 kr. — í fyrra vár jafnað nið- ur 206.374.350 kr. á alls 23.722 gjaldendur. Breyttar reglur Niðurjöfnun fór nú fram eftir nokkuð öðrum reglum en í fyrra. Útsvar var nú ekki lagt á lægri tekjur en 25.000 kr., en í fyrra var lagt á 17.000 kr. tekj- ur. Við þessa breytingu fækkaði gjaldendum talsvert. Þá var út- svarsstiginn lækkaður á tekjum, sem námu 25.000—60.000 kr., en að öðru leyti var ekki um breyt- ingu að ræða á útsvarsstiga ein- staklinga. Hins vegar breyttist útsvarsstigi félaga mikið vegna þess að stríðsgróðaskattur var felldur niður með lögum frá síð- asta Alþingi. Veltuútsvör lækk- uðu um 10%. Þá var veittur auk- inn frádráttur af tekjum giftra kvenna, sem vinna utan heimilis. Er hann nú 50% teknanna. Þá urðu breytingar á frádrætti fiski- manna og einhleyps fólks, sem framfærir skylduómaga. — Grein argerð niðurjöfnunarnefndar um álagningarreglurnar er birt ann- ars staðar í blaðinu. Lægstu tekjur sem á er lagt Þess er áður getið, að á ein- staklinga er ekki lagt, ef þeir hafa lægri hreinar tekjur en 25 þús. kr. Hjón með 1 barn þurfa að hafa 30.600 kr. í tekjur. Á slíkar tekjur er lagt 200 kr. út- svar. Hliðstæðar tölur um stærri fjölskyldur eru þessar: 2 börn — 36.300 kr. 210 kr. útsvar 3 börn — 42.000 kr. 210 kr útsvar 4 börn — 47900 kr. 205 kr. útsvar 5 börn — 54.000 kr. 210 kr. útsvar Hæstu útsvör 16 einstaklingar eiga að greiða hærra útsvar en 109.000 kr. Þeir eru: Þorvaldur Guðmundss. ,forstj. kr. 311.400. — Þorst. Sch. Thor- steinsson, lyfsali, 197.730 kr. — Steindór Einarsson, bifreiðaeig- andi, 176.460 kr. — Korneiíus Jónsson, skartgripasali, 176.460 kr. — Jónas Hvannberg, kaupm., 166.080 kr. — Ingólfur Guðmunds son, byggingam., 166.080 kr. — Sighvatur Einarsson, pípulagn- ingam., 160.890 kr. — Jóhannes Jósefsson, gestgjafi, 159.850 kr. — Þorsteinn Jónsson, byggingam., 155.700 kr. — Guðni Ólafsson, lyf- sali, 150.090 kr. — Björgvin Schram, st.kaupm., 135.970 kr. — Kristján Siggeirsson, kaupmaður, 129.750 kr. — Sigurliði Kristjáns- son, kaupm., 122.480 kr., Valde- mar Þórðarson, kaupm., 118.850 kr. — Óskar Einarsson, læknir, 114.180 kr. — Helga Marteinsd., veitingakona, 103.800 kr. Þessi 28 félög eiga að borga yfir 300.000 kr. S.Í.S. 2.750.700 kr. — Eim- skipaf jlag íslands hf. 1.557.000 kr. — Olíufél. hf. (ESSO) 1.505.100 kr. — Olíufél. Skeljungur hf. 1.266.360 kr. — Olíuverzl. fsl. hf. (BP) 1.214.460 kr. — Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna 1.038.000 kr. — O. Johnson & Kaaber h.f. 861.540 kr, — Sam. verktakar hf. 851.160 kr. — Sláturfél. Suðurl. 716.220 kr. — Júpiter hf. 602.040 kr. — Harpa hf. 583.350 kr. — Slippfélagið hf. 539.760 kr. — fs- björninn hf. 471.250 kr. — Hið ísl. steinolíuhlutafél. 435.960 kr. — Eggert Kristjánsson & Co. hf. 430.770 kr. — Garðar Gíslason hf. 425.580 kr. — Vélsm. Héðinn hf. 425.580 kr. — Kassagerð Rvíkur hf. 417.270 kr. — Ölg. Egill Skalla grímsson hf. 396.510 kr. — Marz hf. 384.060 kr. — Eimskipafél. Rvíkur hf. 384.060 kr. — Litir & Lökk hf. 381.980 kr. — Loftleiðir hf. 363.300 kr. — Verzl. O. Elling- sen hf. 355.720 kr. — Sænsk-ísl. frystihúsið hf. 311.400 kr. — J. Þorláksson & Norðmann hf. 311.400 kr. — Fálkinn hf. 303.090 kr. — H. Benediktsson hf. 303.090 krónur. Þess má að lokum geta, að Mbl. reyndi í gaer, að afla sér upplýs- inga um álagningu ríkisskatta í Reykjavík. Upplýsingarnar feng- ust ekki, en símastúlka skattstof- unnar bar fréttamanni blaðsins að lokum þau boð, að ekki væri búið að leggja skattana saman. Ríkharður og Keogh fyrirliðar ásamt -Leif Gulliksen dómara í leikbyrjun. Fyrirliðar skiptust á gjöfum, sem voru oddfánar knatt«i#yrnusambanda landanna. — Sjá frásögn á bis. 1 og 15. Sýning á gömlum Reykjavík Verður opnuð á afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst að Skúlaiúni 2 HINN 18. ágúst nk., afmælisdag mönnum frá þessari fyrirhuguðu Reykjavíkurbæjar, mun Reyk- víkingafélagið, í samvinnu við Minja- og skjalasafn bæjarins, opna sýningu á Reykjavíkur- myndum, aðallega gömlum mynd um, í nýjum 70 fermetra sýning- arsal að Skúlatúni 2 hér í bæ. Verður sýningin opin almenn- ingi í að minnsta kosti hálfan mánuð. Kennir margra grasa Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, formaður Reykvíkinga- félagsins, og Lárus Sigurbjörns- son, skjalavörður, sögðu frétta- sýningu fyrir helgina. A henm mun kenna margra grasa, en aðal lega verður hún byggð upp af tveimur gömlum myndasöfnum — þ. e. myndum Jóns biskups Helgasonar, sem eru um 120 tals- ins, bæði málverk og teikningar, og í öðru lagi af safni Georgs heitins Ólafssonar, bankastjóra, sem Reykvíkingafélagið hefur haft í sínum vörzlum, en mun nú afhenda til sýningar við þetta tækifæri. 1 því safni eru 360 myndir •— Ijósmyndir og stein- prentanir. Auk þessa verða á sýningunni myndir og munir úr Brezkur togari tekinn í landhelgi Skipstjórinn sýndi mótlpróa, en Óðins- menn tóku stjórnina SEYÐISFIRÐI, 11. júní — Að- faranótt sunnudagsins kom varð- skipið Óðinn að brezkum togara að veiðum langt fyrir innan línu út af Glettinganesi. Skipstjórinn á hinum brezka togara, sem er maður um fertugt, sýndi skip- herranum á Óðni, Pétri Jónssyni, mótþróa. Varð skipherrann þá að taka þá -ákvörðun að serda menn frá borði yfir í tog- arann, sem heitir Northern Sky og er frá Grimsby, til þess að taka þar alla stjórn í sinar hendur og sigla tog- aranum inn til Seyðisfjarðar. 400—500 manns við varðeld í Þjósárdal Skátahöfðingjans minnzt við messu SKÁTAMÓTIÐ í Þjórsárdal hófst á fimmtudaginn eins og þá var sagt frá í blaðinu. Þátttak- endur eru rúmlega 160 frá 4 lönd um, en um helgina kom mikill fjöldi annarra skáta og gesta aust ur, og gistu margir þeirra á móts- staðnum um nóttina. jir áætlað, að 400—500 manns hau verið við varðeldinn á iaugardagskvöldið. Á sunnudagsmorgun var guðs- þjónusta. Séra Hannes Guð- mundsson í Fellsmuia predikaði og minntist dr. Helga Tómassonar skátahöfðingja. Frú Hrefna Tynes vara-skátahöfðingi flutti og minningarræðu um dr. Helga. Síðari hluta dags voru ýmsar sýningar. í gær átti að fara göngu för um Þjórsárdal, í dag taka skátamir að búast til brottferðar, og mótinu lýkur á morgun. Fara skátar síðan ferð á Kjöl, en eiga að koma þaðan að Úlfljótsvatni á föstudag og til Reykjavíkur þá um kvöldið. Þar fjallaði Erlendur Björnsson bæjarfótgeti um mál togaraskip- stjórans, en hann neitaði öllum sakargiftum. Atburður sem þessi mun ekki hafa átt sér stað hér við larid síðan fjögurra mílna línan var ákveðin og þykir mönnum hér sem þetta kunni að vera fyrirboðí þess mótþróa, sem brezkir togara menn hafa boðað í blöðum. Það var um kl. 1 aðfaranótt sunnudagsins, sem varðskipið Óðinn stóð Northern Sky að veið um út af Glettinganesi. Var tog- arinn að toga þar, og duflið, sem Óðinn setti út við togarann reyndist vera 2,5 sjómílur undan landi. Þessi brezki togari er þýzkbyggður, svonefndur „sápu- togari“. Þegar Pétur Jónsson skipherra á Óðni tilkynnti togaraskipstjór- anum, að hann væri að ólögleg- um veiðum og bæri að fylgja sér til hafnar á 'Seyðisfirði, neitaði togaraskipstjórinn með öllu að svo væri og kvaðst að engu mundu hafa fyrirskipanír skip- herrans um að sigla til hafnar. Þegar hér var komið sögu, var ljóst að togaraskipstjórinn myndi hafa í frammi allan hugsanlegan mótþróa. Var framkoma hans í alla staði hin dólgslegasta. Ákvað skipherrann þá að setja 7 af 10 manna áhöfn varðskipsins út í togarann. Fór Erling Magnússon, 1. stýrimaður. ásamt Hallvarði Rósinkarssyni vélstjóra yfir í togarann, þar sem þeir tóku stjórn hans í sínar hendur og fylgdu varðskipinu inn til Seyðis fjarðar. Um borð í varðskipinu Óðni voru þá eftir skipherrann, viðvaningur og vélstjóri. Fyrir lögreglurétti hér í dag neitaði togaraskipstjórinn öllum sakargiftum sem fyrr segir. Hann kvaðst þó viðurkenna að fram- koma sín hefði verið eins og að framan greinir. en hann neitaði öllum staðarákvörðunum og mæl ingum varðskipsmanna. Lítill fiskur var í togaranum. Búizt er við að dómur gangi í málinu á morgun. myndum úr Bergmannssafninu, sem gefið hef ur verið Reykjavikurbæ af af- komendum Sigfúsar kaupmanns Bergmanns og Þorbjargar, konu hans, og hefur til þessa verið varðveitt í Reykjavíkursafninu að Árbæ. Ennfremur allmargar myndir, sem þegar hafa verið lengi í eigu skjalasafnsins. Þá hefur og verið auglýst í blöðum eftir gömlum myndum frá Reykjavík, sem fólk kynni að eiga í fórum sínum og mun Egg- ert Guðmundsson, listmálai’i, veita þeim myndum viðtöku í sýningarsalnum að Skúlatúni 2 þessa viku. Er fólk hvatt til að ljá þessari merkilegu sýningu lið með því að bregðast vel við þeirri aug- lýsingu. Kvikmynd á hverju kvöidi Sýning þessi verður opnuð fyr- ir boðsgesti kl. 5 síðdegis hinn 18. ágúst, en kl. 6 fyrir almenn- ing. Á meðan hún verður opin verður sýnd kvikmynd á hverju kvöldi úr sögu og þróun Reykja- víkurbæjar, en að kvöldi opnun- ardagsins verður sýnd kvik- mynd, sem tekin hefur verið sér- staklega fyrir þessa sýningu: Gömul hús í Reykjavík 1957 — tekin af Gunnari R. Hansen, leik- ara. í hinum nýja sýningarsal verð- ur Minjasafn Reykjavíkur fram- vegis til húsa, en auk hans verð- ur nokkur hluti af húsakynnum skjalasafnsins tekinn fyrir hina fyrirhuguðu myndasýningu. ALGEIRSBORG, 11. ágúst — Reuter — Franskar hersveitir í Alsír hafa undanfarna tvo sólar- hringa fellt og sært 148 skæru- liða. Friðrik og Matanovic gerðu jafntefli í 3. umf. — en Júgóslavinn vann Tal í þeirri 4. í FJÓRÐU UMFERÐ á skákmót- inu i Portoroz í Júgóslavíu, sem tefld var sunnudaginn 10. ágúst gerðu dr. Filip og Friðrik jafn- tefli, sömuleiðis Rosetto og Bron- stein. Skákir Matanovics og Tals og Gligorics og Sanguinettis fóru í bið, Petrosjan vann Pachmann. Biðskák varð hjá Neykirch og Larsen, Averbach vann Fúrster, Benkö vann Ficher, Szabo vann Sherwin og skák Cardosos og Panno fór í bið. De Greiff átti frí. ★ PORTOROZ í gærkvöidi. — Úrslit biðskáka úr 3. og 4. um- ferð: Averbach vann Neykireh í þriðju umferð, Friðrik gerði jafntefli við Matanovic frá Júgóslavíu og Sherwin vann de Greif. Fjórða umferð. Matanovic vann Tal, Gligoric og Sangu- inetti gerðu jaíntefli. Öðrum skákum er enn ólokið. — Reuter. ★ Eftir fjórar umferðir eru Petr- osjan og Averbach efstir með 3 vinninga hvor. Næstir koma Benkö, Bronstein, Tal, Friðrik Ólafsson, Gligoric og Matanovic með 2V2’ vinning hver. Filip er svo með 2 vinninga. — Fjórum biðskákum er enn ólokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.