Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 6
f MORGUNRLAfílÐ Þriðjudagur 12. ágúst 1958 UNDIR ÍS NORÐURSKAUTSINS Þetta kort, er sýnir ferð kafbátsins Nautilus, birtist í sænska blaðinu „Oagens Nyheter" á laugardag. MENN eru orðnir ýmsu van- ir í sambandi við tækni- leg afrek og verða því ekki uppnæmir, þó að nýtt fyrir- bæri komi fram á þeim sviðum. Nokkuð sérstöku máli er að gegna um ferð neðansjávarbáts- ins Nautilus undir ísnum, sem þekur norðurpólinn. Hér var ekki eingöngu um tæknilegt afrek að ræða, þar sem menn komu hvergi nærri, en vélar störfuðu mannlausar, heldur var þarna umað ræða skip með áhöfn, sem fór þá leið sem menn hafði svo lengi dreymt um að finna, sjó leiðina milli Kyrrahafs og At- lantshafs. Það eykur ævintýra- blæinn á þessari ferð, að hún er farin neðansjávar, undir hafþök- um norðuríssins og mennirnir, sem í kafbátnum voru, þekktu ekki nema hluta af leiðinni, áður en þeir lögðu af stað, og gátu búizt við alls konar óþekkt- um hindrunum. Fyrri kynslóðir fylgdust af athygli með ferðum Nordenskjolds, Nansens og Amundsens og allar voru þessar ferðir taldar mikil afrek, og sú reynsla, semaf þeim fékkst mikils verð fyrir sjófarendur og veður- fræðinga. Það er heldur ekki nýtt að menn hafi látið sér detta í hug að sigla neðansjávar til pólsins en tilraun til þess var gerð um 1930 af ameríska land- könnuðinum Wilkins, en heppn- aðist ekki. Tæknin var þá ekki komin nógu langt, þar skorti á að fundið væri það afl sem knú- ið gæti áfram kafbát á ferðalagi um mikil djúp'og um mörg dæg- ur án þess að koma upp á yfir- borðið. Nú hefur það komið í ljós að þetta er unnt og leiðin neðan- sjávar milli Atlantshafs og Kyrra hafs undir pólísnum er nú ekki lengur óþekkt. Það dýpi, sem mældist á sjálfum pólnum var 4693 metrar eða allmiklu meira dýpi en áður hafði verið búizt við. Könnun sjálfs hafbotnsins á þessu svæði er þó aðeins eitt atriði en það sem erfiðast mun hafa verið var sjálf stjórn báts- ins, eða að halda réttri stefnu undir ísnum. Eins og kunnugt er, fór skip- stjóri kafbátsins frá borði hér utan við ísland og flaug til New York frá Keflavíkurflugvelli til viðtals við Eisenhower orseta. Að því viðtali loknu lét forsetinn í ljós skoðanir sínar á afrekinu og benti þá sérstaklega á, að nú hefðu leiðirnar milli margra þýð- ingarmikilla staða stytzt og var nefnt sem dæmi að milli London og Tókíó hefði áður verið 11200 sjómílur en ef farið væri undir ísþökunum væri leiðin aðeins 6300 sjómílur. í’orsetinn benti á, að nú væri opnaður möguleiki til þess að koma á vöruflutningum með neðansjávarbátum milli þessara staða og margra annarra og mundi það geta borið sig vegna þess, hve leiðin styttist. ★ Það var einkum þýðing ferð- arinnar fyrir friðsamlega starf- semi, sem forsetinn lagði áherzlu á, en í sambandi við ferðina hef- ur þó enn meira verið rætt um I hina hernaðarlegu þýðingu henn- ar. Á það er bent, að nú hafi það verið sýnt, að kjarnorkukafbátur geti siglt hindrunarlaust upp að norðurströndum Rússlands og skotið þar eldflaugum, hlöðnum kjarnorku, á loft. í London og Washington tala menn um að þessi pólsigling sé svar Ameríku við Spútnik Rússana. En þá er um leið spurt, hversu lengi það muni dragast að Rússar geti líka siglt undir þessi ísþök og hvort ekki standi þá allir aftur í sömu sporum. Það hefur sézt greinilega í hin- um miklu styrjöldum, sem verið hafa á þessari öld, hversu sterk- lega þær hafa ýtt undir margar tæknilegar framfarir. Nægir í því sambandi að nefna flugið og framþróun þess í fyrri styrjöld. Árið 1909 tókst manni nokkrum að fljúga yfir Ermarsund og þótti það frábært afrek. Örfáum árum seinna flugu menn miklu lengri leiðir í friði og stríði. Á svipaðan hátt fór svo með kjarnorkuna, sem var í rauninni afkvæmi sein ustu styrjaldar. Það er að vísu sorgleg staðreynd, að styrjaldar- bölið skuli á þennan hátt ýta und ir tæknilegar framfarir, en reynslan hefur leitt þetta í Ijós og sannleikurinn er sá, að það eru styrjaldirnar, neyðin og þörf in, sem þær skapa, sem megna að þvinga þingin og stjórn- irnar til þess að veita vísinda- mönnunum nægilega mikið fjár- magn og þá aðstöðu, að öðru leyti, sem til þess þarf að gera þau stórátök, sem þarf í ýmsum tæknilegum efnum. ★ Það er viðurkennt að Spútnik- ar Rússa hafi aukið mjög hern- aðarútgjöld ýmissa þjóða og þá ekki sízt Bandaríkjamanna. Það var í rauninni fyrir áhrif frá Rúss um, sem þing Bandaríkjamanna samþykkti hærri fjárveitingu til hernaðarþarfa en sjálfur forset- inn hafði beðið um. Hann lagði einnig fram lög um breytingu á sjálfri yfir9tjórn hernaðarmál- anna og var hún einnig að veru- legu leyti samþykkt, en vafasamt er að svo hefði orðið, ef áhrifanna frá athöfnum Rússa hefði ekki gætt. Talið er, að Rússar hafi gert sér það ljóst, að Bandaríkja menn séu nú orðnir mun sterkari á hernaðarlegu sviði en þeir voru fyrir stuttu síðan og er á það bent, að þeir hafi við átökin fyr- ir botni Miðjarðarhafs nú fyrir skömmu, ekki látið braka jafn- mikið í vopnunum eins og þegar Súez-deilan stóð yfir. Vafalaust telja Rússar, að sigling Nautilus sé ný hótun við þá, en sigling bátsins er einn liðurinn í þeirri viðleitni Bandaríkjamanna að ná aftur því hernaðarjafnvægi við Rússana, sem glataðist þegar Spútnikarnir komust á loft. Nú hafa Ameríkumenn boðað ný átök á þessum sviðum og hafa látið uppi að bráðlega mundu þeir senda eldflaug á loft, sem geti farið kringum tunglið og tekið myndir af því, hvernig þessi fylgihnöttur jarðarinnar lít ur út á þeirri hliðinni, sem frá jörðinni snýr. Þannig rekur hver atburðurinn annan . á hinum tæknilegu sviðum, en flest miðast þetta við hina hernaðar- legu þýðingu, þó því verði ekki neitað að jafnframt opnast ýmsir nýir möguleikar fyrir friðsam- lega starfsemi, eins og Banda- ríkjaforseti benti á í sambandi við ferð kafbátsins. Virðuleg jarð- arfor Gunnars Hjáfimssonar Stykkishólmi, 11. ágúst. SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram í Árskógarbakkakirkju í Miklaholtshreppi, jarðarför Gunn ars Hjálmssonar, er dó af slys- förum í Svínadal sl. mánudag. Var fjölmenni mikið saman kom- ið, og athöfnin öll hin virðuleg- asta. Sóknarpresturinn, séra Þor- steinn L. Jónsson jarðsöng. Gunnar heitinn Hjálmsson var tæpra 19 ára að aldri, afbragð annarra ungra drengja og gerðu sveitungar hans og vinir sér miklar vonir um hann. Hann var prúður og reglusamur og hvers manns hugljúfi. — Á. H. i UM þessar mundir er Fegrunar- félagið að skoða garðana í Reykjavík og velja úr þá falleg- ustu. Þó vorað hafi með seinna móti í ár, eru margir smekklegir og fallegir garðar í höfuðborg- inni, nýir og gamlir. Borgari hef- ur skrifað Velvakanda eftirfar- andi bréf um lóðir og garða: Að prýða bæinn ANGT hlýtur það að eiga í „ land að unnt verði að kalla bæinn okkar fallegan, en í einu efni miðar þó vel í réttu áttina. Það er hreinn unaður að sjá hve trjágróðurinn er að gerbreyta sumarsvipnum á sumum hverf- um. Þó sést það líka á þessu fagra og hlýlega sumarskrauti hvílíkir viðvaningar við erum. Trén eru víða svo klaufalega sett, t. d. alveg uppi við veggi, eða þá að ekkert tillit er tekið til heiidar svips svo að leiðinlegt ósamræmi skapast. Enn er það eitt, að grein- ar eru ekki klipptar þannig, að falleg króna myndist. eða toppur, með samræmdum svip þar sem tréð ber við himin. Og enn eitt er það, að meðfram götum eru greinar svo síðar og langt niðri á stofninum að ekki verður geng- ið undir þær nema kengboginn, svo að fyrir þetta fer fótgang- andi fólk út á akbrautina, sem vitanlega er ekki hættulaus. Þetta síðasta gæti hvergi konrið fyrir nema hjá okkur. því að lög- reglan mundi krefjasi þess, að greinarnar væru numdar á brott. Hér lætur hún allt slíkt afskipta- laust. í erlendum borgum líðst ekkj neitt sem að nauðsynjalausu truflar umferð og eykur slysa- hættu. Nú er ekki rétti tíminn til þess að laga lim á trjám, en nú er einmitt rétti tíminn til þess að athuga hvað laga þurfi, meðan trén eru í fullu laufskrúðí og greinarnar svigna undir þunga þess. Eitt er það, sem byggingar- nefnd og skipulagsstjórn þurfa að taka fastari tökum, en það eru byggingarnar, sem enn er ver ið að leyfa á baklóðum, því að baklóðum á að halda óbyggðum. Menningarlitlum og tillitslitlum eigendum slíkra lóða hefir til þessa verið leyft að hrófa upp geyrpsluskúrum, vinnuskálum og nálega hverju sem nöfnum tjáir að nefna, nálega alltaf til lýta og óþrifnaðar, og stundum eig- endum aðliggjandi lóða til mikils baga, t. d. með því að byrgja fyrir sól og varna þannig að rækta megi þar tré og runna, eða blóm til skrauts og augnayndis. Þetta er hrein ómenning og oft bein ósanngirni við fólk, sem engu fær um þessi mál ráðið.“ Blóðrauði liturinn horfinn EGNA bréfs sem birtist í dálk- um Velvakanda á sunnudag- inn hefur S. G. skrifaði: „Blóðrauði liturinn á horni Oddfellowhússins er horfinn. Mál ararnir, eða aðrir ráðamenn þar, hafa réttilega séð, að húsið átti að vera heilt, en ekki klofið í tvennt með þessum blóðrauða lit. Á húsinu er ágætur ljósgrár litur og á nokkrum láréttum bríkum og á gluggum er ljósari litur, nær því hvítur, er fer vel við vegglit- inn. Mörgum gleymist, að gráir litir geta verið mjög fallegir. Og í bæ, þar sem er samfelld bygg- ing, er minnst áhætta að nota gráa (ekki of dökka) liti, eða að minnsta kosti einhverja ínjúka liti, en ekki „glossalega." Höfuð- atriðið er að heildin njóti sín — húsin séu ekki tætt í sundur með litum, sem koma þannig saman, að þeir reka upp öskur. Skammt frá Alþingishúsinu er sítrónugul- ur gafl, ósmekklega áletraður, sem æpir á allt umhverfið. Á einni húsasamstæðu eru þökin með fjórum ólíkum litum. Á öðr- um stað er þrílitur kjallari undir einu og sama húsinu. Og enn öðrum er röð af sementsgráum húsum með snjóhvítum röndum upp og niður, þvert og endilangt. Sítrónugulur eldvarnargafl er milli dökkra þaka o. s. frv. Mörg dæmi mætti nefna. Það virðist fremur sjaldgæft, að nágrannar reyni að koma sér saman um liti á sambyggðum hús um og væri þess þó full þörf. Annars má segja, að utanhúss- málning sé víða til prýði, þar sem litum er stillt í hóf.“ :• KVI K MY N D I R Þrlr á háti EIN af skemmtilegustu gaman- sögum enska rithöfundarins Jerome K. Jerome, er án efa „Three Men in a Boat“. — Nú hafa Englendingar gert kvik- mynd í litum og Cinemascope eftir þessari sögu og er myndin sýnd í Gamla Bíói. Fara þrír skemmtilegir leikarar með aðal- hlutverkin þeir Laurence Har- vey, Jimmy Edwards og David Tomlinson. — Efni myndarinnar er í stuttu máli það, að þeir vinir ákveða að eyða sumarleyf- inu saman. Þeir leigja sér bát og ætla að njóta lífsins á Thamesá, eins og svo margir gera. En þegar út í bátinn kemur, reynast þeir ærið litlir garpar. Þeir kunna ekkert er að slíkri „sjómennsku" lýtur, — ekki að reisa mastur eða haga seglum og tæplega að róa. Og þegar þeir bregða sér í land, kemur upp úr dúrnum að þeir kunna ekki að tjalda. — Ferðalagið er því næsta brösótt og ótalmargt kemur fyrir þá sprenghlægilegt, ekki sízt það, er þeir ásamt fleira fólki villast í völundargöngum limgerðisins í Hampton Court og komast ekki út þaðan fyrr en eftir langa haæðu. — Þeir hitta einnig fyrir þrjár ungar glæsilegar stúlkur og verður sú kynning líka mjög söguleg. Mynd þessi er bráðskemmtileg og afbragðsvel gerð. Gegnir furðu hve vel hún er sett á svið, svo hröð sem atburðarásins er og margvísleg hin skringilegu atvik, sem að höndum ber. Ego. Leikvangur dauðans MYND ÞESSI, sem Austurbæjar- bíó sýnir nú ,er amerísk og tek- in í litum og CinemaScope. Fjall- ar hún um ástir og nautaat í Mexico. Leika þau Anthony Quinn og Maureen O’Hara aðal- hlutverkin, hinn fræga nauta- bana Luis Santos og Karen Harri- son, auðuga og fríða unga stúlku. — Luis á að kynna á næsta nauta- ati átján ára pilt, Rafael að nafni, er vonir standa til að verði arf- taki Luis sem nautabani. — En rétt áður hefjast kynni Luis og Karenar, er leiða til þess að Luis mætir ekki til leiks og veld- ur það miklu uppþoti meðal hinna ótalmörgu aðdáenda hans. Að lokum birtist þó Luis aftur á leikvanginum fyrir fortölur Karenar og kynnir hinn unga svein eins og til stóð. Tekst það allt vel og slysalaust, — og lýkur þar myndiiini. Mynd þessi er hvorki efnismik- il né gædd verulegri spennu, og heldur finnst manni hún enda- slepp. En hún er tekin í fögru umhverfi og glæsilegum salar- kynnum og aðalleikendurnir fara vel með hlutverk sín. — Annað verður ekki talið myndinni til ágætis. — Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.