Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 12
12 MORCUNRLAÐlt I>riðjudagur 12. ágúst 1968 ÍVZ1E WON'ár eP'ílR RttHARO MA>®N jisetti bera vott um ókurteisi meðal Kínverja að láta tilfinningar sín- ar í ljós á almannafæri. Við rennd um brátt að bryggjunni í Wanc- hai, og ég gekk á eftir Suzie í land. Hún var komin á undan mér upp á bafnarbakkann, cn staldraði við eftir mér. Dökkt hár hennar rann saman við myrkrið, og ég sá aðeins móta fyrir hvítu andliti hennar, hvítum kjólnum og skónum. Ég tók um báðar hendur henn- ar. „Suzie, viltu koma með mér heim?“ sagði ég. Hún sneri fölu andlitinu að mér. „Áttu við, að ég verði hjá þér? Þú vilt, að ég verði hjá þér í nótt?“ „Já, ég átti við það. Ég hef þráð þig svo heitt í alit kvöld. Ég skammaðist mín fyrir það í fyrstu, af því að svo stutt er síðan slitn- aði upp úr sambandi ykkar Ben. En við höfum verið hvort öðru svo náin í kvöld, að ekkert : nnað skiptir framar neinu máli. Viltu koma með mér?“ Hún hallaði sér upp að mér. — Enni hennar nam við höku mína. „Mig langar til þess“, sagði hún hikandi, eins og hún vildi ekki valda mér vonbrigðum. „Hvað er þá til fyrirstöðu, Suzie? Er það Ben?“ „Nei, ekki Ben. Það er svo kjána legt — ég þori varla að segja það“. — „Segðu mér það, Suzie“. „Jæja, þá“. Hún hikaði við. — „Setjum svo, að ég væri venjuleg ung stúlka, sem þú hefðir boðið út í kvöld — venjuleg ensk stúlka. Þú mundir segja henni, að þér litist vel á hana og biðja hana að gista hjá þér. Heldurðu að hún mundi gera það?“ „Ég veit það ekki. Nei, ég býst við, að hún hefði neitað því“. Hún hneigði höfuðið lííið eitt. „Ég veit, að þetta er heimskulegt En mig langar til að vera venju- leg stúlka í þínum augum. Mig langar til að neita“. Ég hló við. „Suzie, þú ert óvið- jafnanleg". „Ég vissi, að þú mundir hlæja“. „Mér er í rauninni alls ekki hlátur í huga“. „Ég mun taka boðinu á morg- un. Mig langar bara til að neita einu sinni, til þess að ég geti mun_ að, að ég hafi gert það. Þú skilur mig?“ „Auðvitað". „Mér þykir mjög leitt, en ég verð að neita boði þínu, Robert", sagði hún hátíðlega. „Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, og mér geðjast afar vel að þér. En ég er góð stúlka, eins og þú veizt. Ég er enn saklaus stúlka, og þess vegna get ég ekki verið hjá þér í nótt“. „Þetta eru mér mikil vonbrigði, Suzie. Þú ert viss um, að ég gæti ekki talið þér hugl.varf?“ „Já, alveg viss“. „Þú mundir ekki vera fáanleg til þess að koma og líta á mál- verkin mín? Það er að segja, ef ég lofa þér því að hegða mér — að reyna að hegða mér vel“. „Nei, Robert, mér þykir of vænt um þig til þess. Ég er hrædd við sjálfa mig. Ég verð að fara heim“. „Ég fæ vonandi að fylgja þér heim?“ „Já, þú mátt fylgja mér heim. Þú mátt fylgja mér að húsdyrun- um. Það var því ekki fyrr en nótt- ina eftir, að við gengum saman eftir hafnarbakkanum til Nam Kok, sem elskendur. Við höfðum farið í kvikmyndahús og að lok- inni sýningu gengum við til baka eftir Hennessystræti, framhjá troðfullum veitingastöðum og uppljómuðum búðargluggum, síð- an niður Lincolnstræti og niður að höfninni. Ég hafði numið stað- að með öndina í hálsinum til þess að horfa á drukkinn mann, sem var að berjast við að halda jafn- væginu á örmjórri göngubrú, er lá út í eina skútuna. Maðurinn hrasaði og féll beint á magann, en lenti þó ekki út af fjölinni, staul- aðist síðan á fætur aftur og hélt áfram, jafnvaltur og áður. Ég beið, þangað til hann hafði skreiðzt upp á þilfarið og var úr allri hættu, síðan sneri ég mér við og bjóst til að fylgja Suzie eftir. Ég nam snöggt staðar, er ég kom auga á hana — og stóð sem berg numinn í sömu sporum. Hún hafði staldrað við nokkr. um skrefum á undan mér og stóð þar í fölu skini götuljóskers — og birta þess bjó yfir sömu dular- fullu töfrunum og hinar björtu rákir, sem myndast, er sólin staf- ar geislum sínum í gegnum óveð- urský. Ljóskerið varpaði bjarma á andlit hennar og hendur og gaf svip hennar sérkennilegan blæ óraunveruleika, sem mér fannst ég óljóst kannast við, en gat ekki komið fyrir mig. En allt í einu rann Ijós upp fyrir mér, þessi sjón hafði vakið hjá mér endurminn- ingu um eina af myndum bernsku minnar — litmynd í barnabiblíu, sem mér hafði verið gefin, er ég byrjaði í skóla. Mynd- in var af kraftaverki í Jerúsalem. Fremst á myndinni sást öxl og framréttur handleggur, en aftast í myndfletinum sá á hvítan múr- vegg með rimlaglugga. Tveir lík- þráir betlarar, afskræmdir af sjúk dómi sínum, húktu undir múr- veggnum, en fyrir framan þá sá þriðji, sem andartaki áður hafði verið eins og þeir, en stóð nú tein- réttur og alheill. Andlit hans var uppljómað af sams konar bjarma og þeim, sem ég hafði Séð á and- liti Suzie, er hún stóð undir ljós- kerinu. Á þeirri stundu laust þeirri furðulegu hugsun í huga mér, að annað kraftaverk hefði nú skeð: að Suzie, sem hafði þráð að elska sem óspillt stúlka, hefði nú öðl- azt sakleysi sitt á ný og stæði þarna hretn og flekklaus, hreins- uð af synd föðurbróður síns og flekkun atvinnu sinnar, á sama hátt og betlarinn af líkþránni. — Það stafaði ljóma af andliti henn- ar, sakleysið skein úr svip hennar, sem var sá sami og ég mundi eft- ir á andliti betlarans, lýsti í senn lotningu og hrifningu. Ég var einnig of hrærður til þess að koma upp nokkru orði. Hún hreyfði sig ekki, heldur horfði á mig, eins og hún skildi, hvernig mér y'æri innanbrjósts. Ég gekk til hennar, tók utan um hana og kyssti fölt, sakleysislegt andlitið, og hún þáði kossa mína, án þess að endurgjalda þá. Hún hreyfði ekki höfuðið, en dauft bros lék um varirnar — þar til snöggt, skerandi flaut ferjunnar kom okkur báðum til þess að líta nið- ur að bryggjunni. Þá tók raun- veruleikinn við aftur, og mér varð ljóst, að ekkert kraftaverk hafði skeð. Allt varð eins og það hafði verið áður. En nokkru síðar, er við gengum eftir hafnarbakkanum, varð mér litið á hana aftur, og ég sá, að enn var sem einhver ljómi væri á andlitinu; það geislaði af því. — Brátt kom í ljós, að hugsanir okk ar voru að nokkru leyti þær sömu, þótt ekki hefðum við sagt orð hvort við annað, frá því að við héldum af stað frá götuljóskerinu. Hún sagði allt í einu upp úr þurru: „Á ég að segja þér nokkuð, Ro- bert? Ég hef í allan dag verið að ímynda mér, að þú værir fyrsti karlmaðurinn, sem ég kynnist. — Ég veit, að það er ekki satt — en samt finnst mér, að það sé satt“. Hún hló feimnislega um leið og hún bætti við: „Ég er meira að segja dálítið hrædd. Finnst þér það ekki skrítið? Það er eins og þetta sé í fyrsta skiptið, og ég viti ekki hvað sé í vændum". „Það er ekki laust við, að ég sé smeykur líka“, sagði ég. „Ég er mjög hi*ædd“. Já, það hafði raunverulega skeð kraftaverk, hugsaði ég. Ekki kraftaverk, sem hreinsaði líkama hennar, heldur kraftaverk í hjarta hennar. Ástin var það kraftaverk, sem þurrkaði út fortíðina, skírði hjarta hennar og fyllti það sak- leysi og hreinleika ungmeyjarinn- ar. Það var kraftaverk Suzie, kraftaverk trúar hennar. Og vegna þess, að hún vill að ég sé hennar fyrsti elskhugi, þá er ég það, og fortíðin er einnig gleymd fyrir mér. Við gengum yfir strætið í áttina til Nam Kok. Við gengum ekki al- veg samhliða. Þar sem við vorum nú saman í fyrsta skipti sem elsk- endur, lá við, að við værum ókunn ugleg, þrátt fyrir þau nánu kynni, sem við höfðum áður haft hvort af öðru. Við komum inn í ganginn, og mér til mikils hugarléttis var hann mannlaus. Ég hafði vonað með sjálfum mér, að við slyppum við að mæta sjómönnum og stúlk- um á ganginum — að okkur væ’ri ailltvarpiö Þriðjudagur 12. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Gamla brúin á Lagarfljóti (Indriði Gíslason kand. mag.). — 20,50 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Sunn ufel 1“ eftir Peter Freuchen; XXII (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). — Fréttir, íþróttaspjall og veður- fregnir. 22,15 Kvöldsagan: „Næt- urvörður“ eftir John Dickson Carr; XIX (Sveinn Skorri Hö- skuldsson). 22,30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Öperulög (plötur). 20,30 Kímni- saga vikunnar: „Konan bak við gluggatjöldin" eftir Ragnar Jó- hannesson (Ævar Kvaran leik- ari). 20,50 Tónleikar (plötur). — 21,10 Útvarp frá íþróttaleikvang inum í Laugardal: Sigurður Sig- urðsson lýsir niðurlagi knatt- spyrnuleiks milli íra og Akurnes inga. 21,40 Einsöngur: Pétu Á. Jónsson syngur (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XX (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22,30 Djass- þáttur (Guðbjörg Jónsdóttir). — 23,00 Dagskrárlok. Ég gekk til hennar, tók utan um hana og kyssti fölt, sakleysis- legt andlitið, og hún þáði kossa mína, án þess að endurgjalda þá. L ú ó MARK/ GOSH, I'M. GLAD TO SEE YOU f Meanwhile TIMMY TUGGLE HAS ACCOMPANIED THE ROAD CREW TO THE9ITE AND IN THE CONFUSION 19 LEFT BEHIND WHEN THEY HURRIEDLY RETURN * TO TOWN “ Mark trail HAS succeedep IN STOPPING road construc- tion through lost forest BY FLOODING THE AREA WITH BEAVER POND9 V TIMMY, THIS IS----------N MY FRIEND SCOTTY...HE CAN SHOW YOU A LOT ABOUT TAKING ANIMAL PICTURE3/ 1) Markúsi hefur tekizt að stöðva vegalagninguna gegnum Týndu skóga með því að láta bjórana búa sér til stýflur um allt svæðið. 2) Tommi litli Tryggvason hefur fengið að fara með vega- vinnuflokknum upp eftir, en verður eftir þegar mennirnir snúa í snarheitum við til bæjarins. — „Markús, hvað ég er feginn að sjá þig!“ hrópar Tommi. — „Tommi, þetta er hann Siggi vin- ur minn. Hann getur frætt þig um margt varðandi myndatöku á dýrum“. , ♦♦♦ ♦♦♦ ♦$♦ «$♦ ****** ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦$ Það er erfitl að laga verulega gotl kaffi, án I>ess að nota hæfi* legan skammt af úrvals kaffibæti í könnuna. — Kcffibrennsla 0. Johnson & Kaaber h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.