Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 15
f>riðjudagur 12. ágúst 1958 MORCUNBLAÐ1Ð 15 Islenzka liðið og það írska eins og þau stilltu sér upp er forseti íslands heilsaði þeim. — Landsleikurmn Framh. af bls. 1 Island átti tvö fyrstu skot að marki — en bæði fóru fram hjá. Síðan fóru írar að sækja sig og sóttu æ fastar er á leið leikinn. Á 3. mínútu er dæmd horn- spyrna á ísland, sem ekkert varð úr. Og liðin þreifa fyrir sér án nokkurs tilþrifaleiks, og í einu slíku saklausu upphlaupi íra fram vinstri kant, verða is- lenzku vörninni á alvarleg mis- tök. Búnar, Hörður og Guðjón Finnboga áttu við tvo íra, Doyle og Tuohy, útherja. Guðjón send- ir lausa sendingu, sennilega ætl- uð Rúnari, í stað þess að senda Helga markverði. Doyle nær sendingunni og fær skorað. (Sjá mynd af markinu) ★ Og er fyrsti stundarfjórðung- urinn er liðinn verður sókn ír- anna nær látlaus. Mátti oft happi hrósa að fá bjargað því að ekki urðu mörk, og það er ekki laust við að íslenzka liðið hafi í þeim efnum notið góðs stuðnings happadísanna, en mestu réði þó að Helgi markvörður stóð sig mjög vel. Næst lá er Tuhoy útherji átti skot í þverslá og upp úr því ná írar öðru skoti sem Helgi fær naumlega varið í horn. Var þetta rétt fyrir hálfleikslok. Og hálf- MOSKVU, 11. ágúst — Reuter — í dag var birt í Moskvu svar sovézka forsætisráðherrans Krús jeffs við bréfi, sem brezki for- sætisráðherrann Macmillan skrif aðj honum fyrir fjórum dögum, en í því bréfj lýsti Macmillan yfir samþykki sínu við aukafund Allsherjarþingsins, sem hefst á miðvikudag (á morgun). í bréf- inu segist Krúsjeff vona, að um- ræður þingsins um ástandið í Mið austurlöndum verði til þess að auðvelda fund ríkisleiðtoga aust- urs og vesturs. Bréf Krúsjeffs var afhent brezka sendiráðinu í Moskvu í gærkvöldi. Macmillan lýsti yfir því í bréf-. sínu, að hann teldi ríkisleiðtoga- fund innan vebanda Öryggisráðs- ins vænlegri til árangurs, en mundi eigi að síður fallast á til- lögu Rússa um að kalla Allsherj- arþlngið saman til aukafundar. ★ Gefur Krúsjeff í svarbréfinu nokkra skýringu á því, hvers vegna Sovétstjórnin hafi í fyrstu tekið „jákvæða afstöðu“ til til- lögu Macmillans um ríkisleiðtoga fund innan Öryggisráðsins, en síðar breytt þeirri afstöðu sinni. Segir Krúsjeff, að komið hafi í ljós, að Vesturveldin ætluðu að kalla saman venjulegan fund Ör- yggisráðsins, sem sé mjög gallað eins og það sé nú skipað. Hér á Krúsjeff augljóslega við setu fulltrúa þjóðernissiunastjórn arinnar á Formósu í Öryggisráð- inu, segir í Reutí .sskeyti, Og eins og kunnugt er, hafnaði Krúsjeff fundi innan Öryggisráðsins eftir að hafa heimsátt Mao Tse-tung í Peking. Stjórnmálafréttaritarar benda á, að ekkert nýtt konri fram í BRUSSEL, 11. ágúst — Reuter — Sovézki forsetirm, Voroshilov, skoðaði í dag rússneska sýning- arskálann á heimssýningunni ; Brússel. Miklar öryggisráðstaf anir voru gerðar, og vopnaðir lög regluþjónar fylgdu forsetanum. leik lyktaði með 1:0 fyrir íra — hálfleikur, sem vel gat endað með 2—3 marka mun þeim í vil án þéss að nokkuð hefði verið hægt við því að segja. Síðari hálfleikur 1 síðari hálfleik kom íslenzka liðið mikið ákveðnara til leiks og náði þegar sókn. Á 2. mínútu verður þvaga við írska markið og upp úr henni fær Albert knött inn innan vítateigs og skorar fal- legt mark — en dómarinn hafði flautað, og Ríkharður og Iri lágu í valnum — rákust saman. Þeir náðu sér báðir og í ljós kom að dæmd hafði verið aukaspyrna a ísland. örskömmu síðar hefst nýtt áhlaup íslendinga. Knötturinn fer út af vinstra megin og Albert þrífur liann strax og hendir fram til Þórðar, sem leikur upp og ætlar að gefa fyrir, en mistekst. Knöttur- inn fer til miðvarðar íra, en honum mistekst og missir til Helga Björgvinssonar, sem skorar laglega. Þetta var heppnismark, en hleypti mikl um kjarki í íslenzka liðið og jók kcppnina í leiknum. ★ Ekki töpuðu þó Irar foryst- unni nema í 4. mín. Á 8. mín. skorar Nolan framvörður af 18— bréfi Krúsjeffs, sem muni framar öllu vera til þess ætlað að rétt- læta sinnaskipti hans í.sambandi við ríkisleiðtogafund innan Ör- yggisráðsins. 20 m færi með frekar lausum jarðarknetti. Að það varð mark eru kannski einu mistök Helga markvarðar í leiknum, en þetta mark staðfesti enn mistök í vörn okkar liðs. Á 15. mín. jafna Islendingar aftur. Gerðist það upp úr auka- spyrnu um 35 m frá marki. Sveinn Jónsson framkvæmdi hana og það varð skalla-návígi við mark. Ríkharði tókst að skalla til Þórðar Þórðar og liann skallar hátt að marki og knött- urinn hafnar í netinu. Sóttu nú írar fast en Helgi ver af snilld. M. a. bjargaði hann fallega með því að grípa knött- inn af tám Ambrose miðherja rétt við markteig. Leikurinn var jafn og tvísýnn upp úr þessu langan tíma og átti hvorugt liðið hættuleg færi. — Menn voru farnir að halda að loksins ætlaði einhverjum lands- leik íslands að lykta með jafn- tefli. En svo varð ekki. Á 40. mín. verða enn illileg mistök í vörn íslenzka liðsins og Cann útherji fær skorað frá hægri af um það bil 15 m færi Skot hans var vel miðað í horn við jörð. Liðin Ekki er blöðum um það að fletta að írska liðið var vel að sigri komið. Það átti við óheppni að stríða í fyrri hálfleik og fékk ekki nema eitt mark út úr mik- illi og langri ,sókn. En það átti heppni að fagna eiginlega með öll mörkin, því liðinu tókst ekki að skora úr sínum beztu tæki- færum. Ekki var knattspyrna Iranna betri en búizt hafði verið við, og þeir áttu í miklum erfiðleikum Innilegt þakklæti til ykkar allra sem glöddu mig á ýmsan hátt á sjötugsafmælinu 4. ágúst síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Sesselja Árnadóttir, Heynesi. Mínar hjartanlegustu þakkir til allra, sem heimsóttu mig og giöddu með skeytum, blómum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu 1. ágúst síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Ottó Gutijónsson, Nýbýlaveg 50. Börnum mínum, tengdasonum, öllum, skyldmennum, og vinum, sendi ég mínar hjartanlegustu þakkir fyrir marg víslegan vináttuvott, mér sýndan á 70 ára afmæli mínu 30. júlí s.l. En einkum og sér í lagi þakka ég gömlu smöl- unum frá Grindavík fyrir sérstakan hlýhug í minn garð. Með innilegri kveðju til ykkar allra. Hallbjörg Þorvartiardóttir, Suðurgötu 40, Hafnarfirði. Glæsileg nýtízku íbúð | á 1. hæð við Grænuhlíð nr. 11 hér í bæn er til sölu | nú þegar.. íbúðin er til sýnis á miðvikudag kl. 1—3 og 5—7. 1 Lokuð í dag milli kl. 12—15,30 vegna jarðarfarar. Bræðurnir Ormson hf. Krúsjeff réttlætir sinnoskipti á hálum vellinum. Liðsmennirn- ir eru fljótir og harðskeyttir, og hvað flýtinn snertir bera þeir langt af íslenzkum liðum. Vörn- in átti í erfiðleikum með upp- hlaupshraða íslendinganna, en átti þó yfirleitt rólegan dag, t. d. liðu 15—20 mín. í fyrri hálfleik án þess að markvörður íra kæmi við knöttinn. Innherjarnir virð- ast beztu menn liðsins, en verið getur að það sé í og með vegna þess að á stundum fengu þeir mjög að leika lausum hala hjá Sveini og Guðjóni. ★ íslenzka liðið átti slæman fyrri hálfleik en allgóðan síðari hálf- leik. Þá kom keppnisskap upp í landanum. Ég hafði áður spáð því í fárra manna hópi, að Is- lendingar myndu standa vel í ír- unum. Það er oft að íslenzka landsliðið finnur sig þegar leik- ur hefur verið talinn vonlaus með öllu. Þessi leikur var svo talinn af öllum þorra manna. Þá er eins og knattspyrnumenn okk- ar leiki meir eftir sinni getu. Sé talin von á sigri er oft eins og allt fari í handaskolum. Og leikur liðsins í síðari hálf- leik heyrir til hins betra hjá ís- lenzku landsliði, sérstaklega um keppnis- og baráttuvilja. Jafnbezti maður liðsins var Hörður Felixson og var sem klett ur í vörn. Þó var samvinnu og skilningi hans og bakvarðanna ábótavant, en það verður að skrifast á reikning þess að liðið hafði aðeins eina æfingu. Hörður og Helgi eiga mestar þakkir fyr- ir að ekki var um stærri sigur Ira að ræða. Framverðirnir slepptu innherj- um Ira alltof oft, en það á þó einkum við um fyrri hálfleik. Sveinn óx í stöðu sinni er á leið leikinn. Innherjarnir, Albert og Rík harður, báru höfuðþunga sóknar og unnu einstaklega vel Sam- vinna þeirra var góð og sjaldan hefur Albert haft eins mikla yfirferð og nú, enda virtist skap mikið hlaupa í hann í byrjun seinni hálfleiks. Sendingar hans sumar voru sem fyrr nákvæmar og öruggar, en stundum var eng- an mann að finna til að senda á. Enn vantar íslenzka landsliðið að nota kantana betur til að dreifa vörninni. Það er gömul saga og ný. En við getum verið ánægð með úrslit þessa lands- leiks. Þau voru betri en búizt var við. En enginn sigur var þó leik- ur okkar manna, því leikurinn var allur daufari en vænzt var, og þó einkum af hálfu Iranna. — A. St. Konan mín SIGRfÐUR LOFTSDÓTTIR Ásgarði, Eyrarbakka, lézt 8. þ.m. Júlíus Ingvarsson. Bróðir okkar BÖÐVAR HALLSTEINSSON Skorholti, Leirársveit lézt í sjúkrahúsi Akraness fimmtud. 7. ágúst. Jarðarförin ákveðin síðar. Systkinin. Móðir okkar SÆUNN JÓNSDÓTTIR Ásvallagötu 61, verður jarðsett fimmtudaginn 14. þ.m. frá Fríkirkjunni kl. 14. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Börnin. Útför bróður míns, MAGNOSAR jónssonar frá Hallgeirsey, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 2 síðdegis. Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd systkina og annara ættingja. Sigurður Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för litla drengsins okkar STURLU PÉTURSSONAR Guðríður Friðriksdóttir, Pétur Sturluson, Álafossi. Okkar innilegt þakklæti færum við öllum þeim er sýndu okkur aðstoð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og afa JÓNS BERGSTEINS PÉTURSSONAR Skósmíðameistara. Jóna Gísladótt.ir, börn, tengdabörn og baruabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.