Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 9
Þriðjuðagtrr 12. ágúst 1958 MORCVISBLAÐIÐ 9 Þórunn Richarðsdóttir í Höfn BORGARFJARÐARSYSLU er landfræðilega skipt í tvo hluta. Skilur Skarðsheiði, Geld- ingadragi og síðan Botnsheiði byggðarlög efri og ytri hluta sýslunnar. Við vesturenda Skarðs heiðar, en útverðir hennar í þeirri átt eru Hafnarfjall og Ölv- er, stendur bærinn Höfn við sjó- inn og svarra brimöldur Borgar- fjarðar þar löngum við túnfótinn. Höfn er fyrsti bærinn utan Skarðs heiðar sem komið er að eins og leið liggur eftir þjóðveginum þeg ar komið er ofan úr héraðinu. Er lengsta bæjarleiðin í sýslunni milli Hafnar og Grjóteyrar sem er yzti bærinn að ofan. Höfn er landstór jörð og nytjarík, enda lengi setin af fyrirmönnum sýsl- unnar. Mæddi þar jafnan mikið á, sökum þess hvernig til hagar um fyrirgreiðslu margs konar við vegfarendur, því þjóðvegur- inn lá rétt við bæjarvegginn þangað til nú fyrir áratug eða svo, að vegstefnunni á þessum slóðum var breytt og vegurinn lagður nokkuð fjær bænum. Á þessu höfuðbóli hefir ráðið ríkjum með miklum skörungs- skap meðan henni entist heilsa til, um sex ára tuga skeið, gáfuð og gagnmenntuð sæmdarkona, Þórunn Richarðs.dóttir Sívertsen. Hún lézt 3. þ.m. þá hátt komin á sjötta ár hins tíunda tugar. Síð- ustu árin átti Þórunn við þráláta vanheilsu að stríða, en hafði þó lengst af fótavist annað veifið. Entist henni hið andlega afgervi mun betur og lengur en líkams- hreystin. Margt gegnra, góðra dugnaðar- Og athafnamanna hefir á ýmsum tímum flutzt annarsstaðar að í þessi byggðarlög og gert þar garð inn frægan. Meðal þeirra var Þórunn í Höfn. Hún var Múl- sýslungur að ætt. Fædd í Arnar- gerði í Fáskrúðsfirði 9. desember 1862. Foreldrar hennar voru Richarður Þórólfsson, smiður og kona hans Guðrún Guðmunds- dóttir, ljósmóðir. Fluttust þau hjónin búferlum þegar Þórunn var á barnsaldri, upp á Fljótsdals- hérað og þar ólst Þórunn upp. Þegar Þórunn var átján ára veikt ist hún af hnémeini. Fengu lækn- ar þeir, er til var leitað þar eystra engu áorkað til lækningar á meinsemd þessari sem gekk mjög nærri Þórunni og olli henni mikl um þrautum svo að eigi hafði hún not fótarins. Var þá til þess ráðs gripið að hún færi til Reykja víkur og leitaði sér lækningar hjá Scherbeck landlækni. En seint sóttist með bata í hnémein- inu. Fátt hafði verið um farar- eyri er Þórunn fór að austan til þess að leita sér lækninga, en löng dvöl í Reykjavík þessara erinda kóstnaðarsöm. Þá varð Þórunni það til liðs, að góð kona þar í bæ, sem bar nokkur kennsl á foreldra hennar, Þórdís Thor- steinsen bauð henni hjá sér að vera. Hafði maður Þórdísar ver- ið sýslumaður um skeið austur þar. Meðan Þórunn dvaldi á heim ili þessa skjólstæðings síns og beið bata á sjúkdómi sínum, stundaði hún nám í Kvennaskól- anum eftir því sem heilsan leyfði þótt eigi væri hún þar fastskráð- ur nemandi. Sóttist henni námið frábærlega vel. Fóru þar sam- an góðar gáfur, námfýsi og handlagni. Þegar útséð þótti um það, að Þórunn fengi hér á landi bót ráðna á hnémeininu, ákvað hún með tilstyrk og atbeina góðra manna að leita til útlanda og komast þar undir læknishendur. Tók Þórunn sig upp og hélt til Skotlands og komst inn í sjúkra- hús í Edinborg og dvaldi þar samfellt í fjórtán mánuði. Hlaut hún þar, að þeim tíma liðnum, fullan bata að öðru leyti en því, að vei-ki fóturinn hafði örlítið stytzt og stakk hún nokkuð við æ síðan er hún gekk. En sú varð raunin á að spítalavist hennar í Edinborg varð henni annað og meira en það að hún kæmist aftux til fullrar heilsu, því með- an hún dvaldist þar lærði hún meðal annars ensku, en nokkuð hafði hún áður lært í málinu í Kvennaskólanum í Reykjavík. Tóku yfirlæknir spítalans og aðr- ir forráðamenn hans ástfóstri við þessa ungu íslenzku stúlku er leitað hafði á náðir þeirra, og greiddu götu hennar á allan hátt. Er Þórunn kom út af spítalanum hafði svo skipazt málum hjá henni, að hún var fleyg og fær í málinu er hún las, talaði og ritaði og skildi til hlítar. Varð þetta til þess að Þórunn ílentist í Skotlandi og dvaldist þar sam- fellt um hálfs fjórða árs skeið. Átti hún því láni að fagna að komast þar í kynni við gott og hámenntað fólk. Dvaldi hún á Þórunn RicharSsdóttir heimili þess við góðan orðstír. Tókst með því og henni einlæg vinátta. Kunni það vel að meta trúmennsku hennar og mann- kosti. Hélt Þórunn lengi síðan kynnum við fólk það er hún dvaldi hjá og hafði við það bréfa- skipti svo áratugum skipti.' Á þessum árum kynntist Þórunn vel enskum bókmenntum. Hélt hún áfram lestri enskra bóka eftir heimkomuna svo sem við varð komið. Einnig var Þórunn gagn kunnug bókmenntum Norður- landa og las hún og talaði þau mál til fullrar hlítar. Eftir dvöl- ina í Skotlandi, sem hafði haft mjög þroskavænleg áhrif á Þór- unni, skerpt skilning hennar á margháttuðum viðfangsefnum og aukið víðsýni hennar, settist hún að í Reykjavík, og tókst á hend- ur kennslu við Kvennaskólann þar. Kenndi hún þar einkum ensku og hannyrðir. Auk þess kenndi hún mikið í einkatímum heima hjá sér. Fýsti ungar stúlk- ur mjög að komast til náms hjá konu er hlotið hafði frama er- lendis en þær voru ekki á hverju strái á þeim tíma. Eftir fjögurra ára kennslu við Kvennaskólann sótti sjúkleikinn Þórunni enn heim. Fékk hún þá augnveiki sem olli því, að hún gat ekki sinnt kennslustörfum í jafnríkum mæli og hún hafði gjört að undanförnu. Var Þórunn því tilneydd að leita sér annars léttari starfa. Varð þetta til þess að hún réðst til Magnúsar prófasts Andréssonar á Gilsbakka og skyldi hún cneðal- annars hafa þar á hendi heima kennslu. Gilsbakkaheimilið var með miklum menningarbrag. Þar var ráðdeild og fyrirhyggja á höfð um alla hluti utanbæjar og inn- an. Magnús prófastur var mikill lærdómsmaður, sem leiddi marg- an ungan manninn á menntabraut ina með því að kenna honum undir skóla. Húsfreyjan, Sigríður Pétursdóttir Sivertsen frá Höfn var rausnarkona mikil og bú- forkur, Það vár þvi engan veginn í kot vísað að setjast að á slíku fyrirmyndarheimili og engin hætta á að menn græfu pund sitt í jörðu er dveldu við þá at- hafnasemi sem þar lá í landi. Þórunn hafði á hendi heimilis- kennslu á Gilsbakka í tvo vetur. Koma Þórunnar að Gilsbakka og dvöl hennar þar olli þáttaskil- um í lífi hennar. Hér var fram- tíð hennar ráðin. Eftir sjúkdóms- þrautir er hún hafði orðið að þola í mörg ár, ferðalög og dvöl á ýmsum stöðum utan og innan lands var Þórunn nú komin heil á húfi í skaut hinnar íslenzku sveitanáttúru sem breiddi út faðminn á móti henni. Hér kynnt- ist hún bróður húsfreyjunnar á Gilsbakka, Torfa í Höfn. Hér felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband árið 1898. Tók Þór- unn þá við búsforráðum í Höfn. Hafði Torfi þá búið í Höfn um skeið með móður sinni, Steinunni Þorgrímsdóttur prests í Saurbæ. Tók Torfi við búi í Höfn eftir lát Péturs föður síns, sem var stórbrotinn athafnamaður bæði til sjós og lands. Bjuggu þeir feðgar, Pétur og Torfi, jafnan stórbúi í Höfn svo sem fyrirrenn- arar þeirra þar höfðu áður gjört. Var Torfi, sem faðir hans, mikill myndarmaður, fríður sýnum og gjörvilegur. Var hann búsýslu- maður mikill að þeirra tíma hætti, greiðasamur og höfðingi heim að sækja. Þórunn færðist vissulega mikið í fang að taka við búsforráðum á hinu stóra og mannmarga heimili. Eigi hafði fyrr reynt á hæfni hinnar nýju húsmóður til slíkra starfa að því viðbættu að halda uppi risnu og fyrirgreiðslu við gesti og gangandi við fjölfarna þjóðbraut. En reynslan skar brátt úr um það að ekkert skorti á um að Þórunn hefði til að bera alla kosti góðrar, umhyggjusamrar, röskrar og dugmikillar húsfreyju. Þá skorti hana ekki rausn og greiðasemi við gesti sem að garði báru. Allir sem til þekktu luku upp setti hún mál sitt fram ljóst og lipurt á skýran og skilmerkileg- an hátt. Hefir allmikið af rit- gerðum eftir Þórunni birzt í blöð um og tímaritum. Varð Þórunn oft við tilmælum héraðsbúa nær og fjær um að flytja erindi á manna^nótum, þar sem hún var í hvívetna aufúsugestur. Var að- alinntak boðskapar hennar, að vísa æskunni veginn til framfara og drýgja þar dáð, vinna landi sínu og þjóð allt það gagn er ork- an leyfði. Lýstu erindi þessi og öll framkoma hennar göfugum hugsunarhætti þessarar gagn- merku konu. Eftir tíu ára ástrika sambúð þeirra hjóna, Þórunnar og Torfa varð hún fyrir þeirri þungu raun að missa mann sinn á blómaskeiði lífsins. Höfðu þau eignazt einn son er bar nafn Péturs afa sins og var hann sjö ára þegar Torfi faðir hans lézt. Var byggðarlaginu þungur harm- ur kveðinn við fráfall Torfa, sem var hinn mætasti maður, vin- sæll og vel metinn. En þyngst skall þó áfall þetta á herðum ekkju hans og ungum syni. Reyndi nú, sem raunar oft áður, á manndóm Þórunnar sem lét hvergi bifast. Bar hún harm sinn í hljóði og tók á sínar herðar hlutverk beggja við búskapinn, húsbónda- og húsfreyjustörf. Rak hún búið í Höfn áfram af mikl- um dugnáði, með rausn og prýði. Var Þórunn mjög hjúasæl, enda umhyggjusöm og dagfarsgóð á heimili. Árið 1934 lézt á heimili hennar fjörgamall maður, Bjarni Eiríksson, er þá hafði verið vinnu maður í Höfn í sextíu ár. Lét Þórunn sér mjög annt um að búa þessum góða og trúa þjóni heim- ilisins góða ellidaga. Margt ungra manna ólst upp frá barnsaldri í skauti Þórunnar í Höfn. Lét Þór- unn sér jafnumhugað um upp- eldi þessara ungu manna sem síns eigin sonar, enda báru þeir kærleikshug til Þórunnar, slíkan sem hún væri móðir þeirra. Þegar Pétur sonur Þórunnar hafði aldur og þroska til tók hann við búsforráðum hjá móður sinni og hefir jafnan verið mikið ást- ríki með þeim mæðginum; og hefir Pétur ekki átt neina ósk heitari en þá að geta látið móður sinni í té ást og umhyggju í hárri elli hennar, og kunni hún vel að meta þetta ástríki einka- sonar síns. Margs konar vottur viðurkenn- ingar og virðingar féll Þórunni í skaut. Ungmennafélag sveitar hennar og Kvenfélagasamband Mýra- og Borgarfjarðarsýslu gerðu hana að heiðursfélaga. Ár- ið 1932 var hún sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar. Eg sem þessar línur rita og átti því láni að fagna að njóta um langan aldur vináttu og velvildar þessarar merku og fluggáfuðu menntakonu, kveð hana með innilegu þakklæti og viðurkenn- ingu á sannleiksgildi þeirra orða stórskáldsins norska, Björnsons, er Þórunn hafði svo mikið dálæti á, að „þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Pétur Ottesen. Má ég segja? ALÞYÐUBLAÐIÐ birtir í dag skráningu á genginu. Annars vegar er bankagengið á sterlings pundinu kr. 45.70, en hins veg- ar ferðamannagengið kr. 91.86. — Þetta er skýr myhd af blessun bjargráðanna, sem okkar ágætn ríkisstjórn setti verkamönnum og allri alþýðu til líkamsheilla og s^lubótar. Verkamaðurinn selur vinnu pundið sitt á kr. 45.70 að við- bættum 5%. Sumir fá í viðbót einum munni um það, að Þórunn | aðrar 5%, eða jafnvel 6%, með þessi siðfágaða menntakona sem | verkfallshótun. En Dagsbrúnar- gædd var svo miklu andlegu ! mennirnir fá enga hækkun. Það fjöri, skipaði með miklum virðu- ! hentar ekki fyrir kommúnista, í leik húsfreyjusætið í Höfn. Hún hili, að bæta kjör þeirra. bjó manni sínum og starfsfólki gott og ánægjulegt heimili. Hjarta hlýja húsmóðurinnar, gamansam- ar, glaðværar og fræðandi sam- ræður, sem hún hélt uppi, settu svipmót á heimilisbraginn. Gætti þessara lífgandi áhrifa hinnar hreinlyndu og hispurslausu hús- freyju langt út fyrir heimilið. Þór unn unni menntun og framförum hvers konar og hafði sjálf af miklu að miðla í þeim efnum. Þórunn kunni vel að meta gildi félagssamtaka er hafið gætu til vegs og gengis ýmis hugsjóna- og menningarmál sem vakn- aður var áhugi á hjá hinum uppvaxandi æskulýð lands vors. Hin arnfleyga hugsun og skarp- skyggni Þórunnar sá í anda hin stóru og margháttuðu verkefni sem biðu æskunnar í landi voru. Var Þórunni það til hinztu stund- ar mikið ánægju- og gleðiefni hve áfram miðaði hin siðari árin að hrinda í framkvæmd æsku- draumum hennar um hagnýtingu á náttúrugæðum lands vors. Hafði dvöl Þórunnar erlendis á æsku- skeiði og kynni hennar af fram- förum þar, vakið hana til um- hugsunar um hversu ástatt var þá hér hjá oss í þessum efnum. Láu þau hugðarefni henni jafnan þungt á hjarta að aðstaða vor í þessum efnum tæki stakkaskipt- um og að nýtt líf og fjör færðist hér yfir á framkvæmda- og at- hafnasviði. Ungmennafélaga- og kvenfé- lagastarfsemin átti því vissulega hauk í horni þar sem Þórunn var. Kom hún þar mikið við sögu í byggðarlagi sínu og reyndar víð- ar. Þórunn var kona mælsk og En þegar verkamaðurinn kaup- ir vörurnar til heimilis síns, verð ur hann að borga kr. 91.86 fyrir pundið, sem hann seldi á kr. 45.70. Svo miklu mun vöruhækk- unin nema á næstu mánuðum. Þetta er blessun bjargráðanna, og á Alþýðublaðið sannarlega þakk- ir skilið fyrir að sýna dæmið á svo einfaldan hátt. — Þetta skil- ur hver verkamaður, í hvaða flokki, sem hann er. Annars ber lítið á milli í skoð- unum verkamanna í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum. Báðir stefna að sama markinu, meiri framkvæmdum og bætt- um hag almennings. Báðir eru frjálslyndir umbótaflokkar, og vilja jafnan upp á við. Við ættum að hætta að tala um íhaldsmenn og krata, hvort heldur eru for- ystumenn eða óbreittir liðsmenn. Hvorugt nafnið á við. Við eigum samleið og sameiginleg hagsmuna mál, þó sína götuna gangi hver. Árni Ketilbjarnar lýsti þessu vel nýlega, í ágætri grein. Eg sé að Tíminn hefir hrokkið harka- lega við vegna hennar, sem eðli- legt var. Framsóknarflokkurinn er auðvitað hræddur við að missa þá valdaaðstöðu, sem hann hefir aflað sér með aðstoð vina sinna, kommúnistanna. Þjóðviljinn þorir ekki að segja neitt enn. Kommúnistar vita vel um óánægju verkamanna, sem eru orðnir leiðir á svikunum og finna vel að kaupið minnkar að verðgildi með hverjum degi. Og verkamenn sjá einnig, að atvinnu leysið blasir við á næstu mánuð- um, ef ekkert verður að gert. Það hefir orðið þjóðinni dýrt málsnjöll. Þá var hún frábær- j ævintýri, að færa nær alla verzl- lega ritfær. Var hún í ræðu og J unina austur fyrir tjaldið. Það sjá j staklega unga íólkið, sem nú er riti hugkvæm og hugmyndarík, * verkamenn nú vel. Almenningur | Framh. á bls. 14 verður að gefa með öllum vör- unum, sem þangað fara. En fær í staðinn lélegar vörur með upp- skrúfuðu verði, miklu lakari og dýrari en aðrir selja. Þó að komm únistum líki þessi verzlun vel, og einstaka aðrir hagnist á þvi, þá er það ekki til hagsbóta fyrir alþýðuna. En kommúnistar hafa unnið vel og lengi að þessum hugðarmálum sínum, og undirbjuggu jarðveg- inn. Þeir byrjuðu þegar 1946 að vinna að gengislækkun bak við tjöldin, buðu skuldabröskurum að stoð sína. Eg fylgdist vel með því, og dáðist að seiglu þeirra, sem spyrntu á móti. Þar átti Stefán Jóhann sinn góða þátt, enda of- sóttu korhmúnistar hann og rægðu. Og, því miður, urðu o£ margir til þess, að Ijá þeim lið. Sem unglingur þekkti cg vel samvinnustefnuna. Þá var hún fyrst og fremst samhjálp til sjálfs bjargar, eins konar jafnaðar- stefna, sem gerði strókostlegt gagn og bætti hag bænda. Þá var ekki óskað eftir einokunar- aðstöðu og valdi, heldur var þetta frjálslynd samkeppnisstefna. Nú er öldin önnur. Bændurnir hafa þar nú orðið ekkert að segja. Þetta er nú orðið ferlegt fjármála vald í höndum fárra manna, sem öllu ráða. Vald, sem hefir sogið til sín nær helming af sparifé þjóðarinnar ,sem það svo helzt vill losna við að greiða, en sitja eftir með eignirnar. Til þcss er gengislækkun hentug leið. Allt ofurvald* hvort heldur er frá kommúnistum, Framsóknar- flokknum eða skuldabröskurum, er alþýðunni til tjóns. Öll al- þýða verður að berjast gegn því- líku ofurvaldi. Sá, sem fengið hefir lán, á sjálfur að borga það eftir sinni getu. En, því miður, virðist lítið gengið eftir greiðsiu hjá stórskuldurum, en þeir, sem lítið hafa og lítið skulda eru krafðir vægðarlaust. Fyrir nokkru íiutti Jón Emils erindi, og skrifaði ágætar greinar, um nauðsyn þess, að koma á rétt- látri kjördæmaskipun. Vitanlega er bezta og sjálfsagðasta iausnin sú, að gera allt landið að einu kjördæmi. Það er langt síðan vitr- ir menn sáu það, þeir Jón Þor- láksson og Héðinn Vaidimarsson. Alþýða manna ætti að fylgja þeirri kröfu fast eftir, þó sér-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.