Morgunblaðið - 20.08.1958, Side 1

Morgunblaðið - 20.08.1958, Side 1
> 45 árgangur 187. tbl. — Miðvikudagur 20. ágúst 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsfí Rússar lána íslendingum 50 milljónir króna Ófullkomin fréttatilkynning um málið MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuney tinu: „Mánudaginn 18. ágúst sl. var undirritaður í Moskva samningur um viðbót við viðskipta- og greiðslusamning íslands og Sovét rikjanna frá 1. ágúst 1953. Samningurinn gerir ráð fyrir að andvirði 12 fiskiskipa, sem smíðuð eru í Austur-Þýzkalandi fyrir íslenzk fyrirtæki, verði greitt af vöruskiptareikningi ís- lands og Sovétríkjanna, og aukn- um yfirdrætti í því sambandi. Nemur andvirði skipanna 50 millj. króna. Pétur Thorsteinsson ambassa- dor annaðist samningsgerðina af íslands hálfu og undirritaði samn inginn.“ Tilkynning um þetta mál hefur einnig verið birt í Moskvu. í gær barst svohljóðandi Reuters- skeyti um það frá London: „Sovétríkin hafa veitt íslandi lán (e.: credits) sem neniur 50 millj. ísl. kr. til kaupa á fiski- skipum í Austur-Þýzkalandi. Tassfréttastofan segir. að lánið hafi verið veitt til 12 ára gegn 2 'A% vöxtum. Lánið verður end- urgreitt í íslenzkum vörum. Samningurinn um lánið var undir ritaður af Semyon Skachkov, sem er formaður sovézku stjórnar- nefndarinnar, er annast efnahags sambönd við erlend ríki, og sendi herra íslands í Sovetríkjunum, Pétri Thorsteinsson.“ Ófullkomin fréttatilkynning Vert er að vekja athygli les- enda á því, að í tilkynningu ut- anríkisráðuneytisins er talað um yfirdrátt, en það orð er yfirleitt notað um lán, sem eru í þvi folg- in, að viðskiptamönnum er ieyft reikningi vörur eða peninga til skamms tíma. Hins vegar er ekki minnzt á vexti eða lánstíma í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Lánið tryggt fyrir nokkru Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefur þetta rúss neska lán verið á döfinni um skeið. Ríkisstjórnin taldi sig vera búna að fá 50 millj. kr. lán í vor og munu Rússar þá hafa greitt nokkurn hluta þess. En málið stöðvaðist í bili, er það kom í ljós, að Rússar vildu kalla lánið aðstoð til íslands. Þótti sumum ráðherranna það með öllu óviðeig andi og varð ekki af samningum af þessum sökum. Síðar var málið tekið upp aft- ur, enda hafa verið tíðar heim- sóknir héðan af landi til Rúss- lands að undanförnu. Moskvuför Lúðvíks Morgunblaðið vék að málinu 25. júlí og aftur 3. ágúst. Lúðvík Jósefsson var þá að ræða um báta smíðar í Austur-Þýzkalandi og benti Mbl. á, að slíkar viðræður myndu ekki fara fram, ef Lúðvík vissi ekki eða teldi sig hafa trygg ingu fyrir, að rússnesku pening- arnir væru falir. Myndi því eitt- hvað hafa borið við am mánaða- mótin júní—júlí, sem blíðkað hefði Rússa. Hinn 12. ágúst birti Morgun- blaðið Reutersfrétt, bar sem sagði að Lúðvík Jósefsson væri kominn til Moskvu. Var hann sagður hafa rætt um lánveitingu til ís- lands. Er einkennilegt, að þeirra viðtala skuli ekki gecið í tilkynn- ingu íslenzka utanríkisráðuneyt- isins. Moskvuútvarpíð fordæmir stefnu Breta KAUPMANNAHÖFN, 19. ágúst. — Einkaskeyti til Mbl. — Moskvuútvarpið fordæmdi í dag stefnu Breta gagnvart íslending- um í deilunni um fiskveiðilögsög una. Var komizt svo að orði í útvarpinu, að vald væri sama og réttur samkvæmt brezkri fall- byssupólitík. Austur-þýzka stjórnin hefir lýst yfir því, að hún viðurkenni og virði 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. 1** TÍTÓ S/öð í Rússlandi og Kína gagnrýna Tító harðlega LUNDÚNUM, 19. ágúst. — Reu- ter. — Blöð í Moskvu og Peking réðustídag harðlega að Tító Júgó slavíuforseta. Árásir þessar koma í kjölfar þess, að júgóslavneska stjórnin hefir farið fram á banda Margvíslegar kviksögur um meðferð landhelgis- málsins Brýn nauðsyn á skýrslu frá islenzku stjórninni um málið UNDANFARIÐ hafa margvísleg- ar fregnir borizt erlendis frá um deiluna um fiskveiðilögsöguna. Sumt af þeim fregnum eru hrein- ar kviksögur, sem Mbl. hefir birt að taka eftir hentugleikum út úr ' til að kynna lesendum sínum, Samkomulag um eftir- litskerfi á Cenfarráð- stefnunni Talið, að ráðstefn- unni Ijúki í dag eða á morgun GENF, 19. ágúst — Reuter — Á ráðstefnu kjarnorkuxræoinga austurs og vesturs í Genf náðist í dag samkomuluag um eftirlits- kerfi, sem mun eiga að tryggja, að kjarnorkutilraunir sé ekki hægt að gera á laun. Er fundin- um í dag lauk, var gefin út til- kynning um, að sérfræðingarnir ynnu nú að skýrslu um niður- stöður sínar, sem sendar verða ríkisstjórnum landa þeirra, er fulltrúa eiga á ráðstefnunni — Bandaríkjanna, Kanada, Bret- lands, Frakklands, Rússlands, Tékkóslóvakíu, Póllands og Rúmeníu. í fréttaskeiytinu segir, að vís- indamennirnir telji sig hafa nað „mjög góðum árangri", og senni- lega muni ráðstefnu þeirra ljúka á morgun eða fimmtudag. Kjarn- orkufræðingarnir hafa nú setið á rökstólum í Genf í sjö vikur. Nýjum kjarnorkukafbát hleypt af stokkunum GROTON, Connecticut, 19. ágúst. — í dag var hleypt af stokk- unum í Groton í Connecticut í Bandaríkjunum kjarnorkukafbát, sem er 6 þús. Iestir að stærð — helmingi stærri en Nautilus og Skate, sem nýlega hafa siglt frá Kyrrahafi til Atlantshafs undir ísbreiðuna á norðurskautinu. Mun kafbáturiun ver hinn stærsti í heimi og er fyrsti kafbátur- inn, sem búinn er tveimur kjarnorkuofnum. — Báturinn, er heitir Triton, er með mjög full- komin ratsjártæki, og verður að- allega notaður í sambandi við varnarkerfi Bandaríkjanna. Kafbáturinn fer væntanlega í sína fyrstu reynsluför í byrjun árs 1959. Haldið áf ram brott flutningi banda- rískra herja frá Líbanon BEIRUT, 19. ágúst. — Reuter. — Haft er eftir góðum heimildum í Beirut, að næstu daga hefjist brottflutningur annarrar banda- rísku herdeildarinnar frá Líban- on. í s.l. viku var ein bandarísk herdeild flutt þaðan. í deildinni eru 1800 hermenn, og verði ín flutt brott, eru alls 11 þús. banda- hvað sagt sé um málið á er- Iendum vettvangi. I gær segir í einkaskeyti til Mbl. frá Kaup- mannahöfn: Danska blaðið Information seg- ir í dag, að Bandaríkin hafi lýst yfir hlutleysi sínu í deilunni um fiskveiðilögsöguna. Bandaríkja- menn höfðu áður reynt að hafa áhrif á Breta til undanlátssemi gagnvart íslen lingum, en þetta mistókst. Bandaríkin viðurkenna aðeins þriggja mílna takmörkin og líta því ekki á veiðar brezkra togara í fylgd herskipa innan 12 mílna fiskveiðilögsögu við ís- land sem árás. Þess vegna muni Bandaríkin ekki láta til sín taka, þó að til árekstra komi milli ís- lenzkra strandgæzluskipa og brezkra herskipa, segir blaðið. ★ Dinesen, skrifstofustjóri sjáv- arútvegsmálaráðuneytisins, Old- enburg, skrifstofustjóri utanríkis ráðuneytisins og Johan Djurhuus, meðlimur færeysku landstjórnar- innar, fóru í morgun flugleiðis til Parísar til að taka þátt í viðræð- um um fiskveiðilögsöguna í aðal- bækistöðvum Atlantshafsbanda- lagsins. Berlingske Aftenavis skrifar, að ákveðið hafi verið í gær, að halda fundinn í París. Fyrrnefndir full- trúar Dana hafa áður tekið þátt í undirbúningsviðræðum fyrir hálfum mánuði, en nú er málið komið á lokastig einkum eftir að íslenzki forsætisráðherrann hefir gert kröfu til íhlutunar Atlants- hafsbandalagsríkjanna, verði brezk herskip send á vettvang. Ekstrabladet segir í dag, að orðrómur gangi nú um það, að íslenzki sjávarútvegsmálaráðherr ann Jósefsson hafi samið við sovézku stjórnina um lán á rúss- neskum herskipum, svo að íslend ingar geti varið 12 mílna lög- söguna. Allur þessi söguburður sannar nauðsyn þess, að íslenzka stjórn- in gefi út heildarskýrslu um mál- ið. rískt lán. Er Tító sakaður um að skipa sér í flokk með vestræn- um þjóðum og rjúfa þannig ein- ingu kommúnistaríkjanna. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, ásakar Borba, málgagn júgóslavneska kommúnistaflokksins, fyrir að vitna í New York Times og birta mynd af sérstökum erindreka Eisenhowers Bandarikjaforseta, rískir hermenn í Líbanon. Robert Murphy, sem „eins konar friðarengli“. Málgagn kínverskra kommún- istaflokksins segir, að júgóslav- neska stjórnin haldi upp „fjand- samlegri stefnu“ gagnvart Al- baníu. ★ • ★ í gær var skýrt frá því í Bel- grad, að Júgóslavar hefðu farið fram á, að Bandaríkjamenn veittu þeim lán til langs tíma til iðnvæðingar landsins. Mun hér vera um rúmlega 300 millj. dala að ræða. Einnig hafa Júgóslavar farið fram á efnahagsaðstoð frá V estur-E vrópuríkj unum. Japanskir verka- menn neitaaðskipa upp eldflaugum TOKÍÓ, 19. ágúst. — Reuter — Japanska flutningaskipið Arima Marun fór í dag í þurrkví í Yoko- hama, þar sem hafnarverkamenn neituðu ákveðið að skipa upp 10 Bandaríkjastjórn íhugar lán til handa Júgóslövum WASHINGTON, 19. ágúst — NTB — Reuter. — Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins stað festi það í dag, að verið væri að íhuga beiðni frá júgóslavnesku stjórninni um efnahgasaðstoð. Ekki var skýrt frá því, hversu háa fjárhæð væri um að ræða, en samkvæmt upplýsingum trá i gær hefir júgóslavneska stjórnin far- ið fram á 300 millj. dala lán til langs tíma frá Bandaríkjastjórn. Gat talsmaður ráðuneytisins ekki upplýst, hvenær tekin yrði á- kvörðun í málmu. DJAKARTA, 19. ágúst — Reuter. — Indónesíustjórn hefir ákveðið að kaupa vopn og skotfæri af Bandaríkjamönnum. Verða vopn þessi notuð í bardögum við stiga- menn og til að tryggja öryggi eldflaugum. Voru eldflaugar þess I ríkisins, segir í tilkynningu Indó- ar keyptar frá Sviss. nesíustjórnar. Bretar verða fyrr eða síðar að komast að sam- komulagi við íslendinga — segir brezka blaöid Daily Sketch Kaupmannahöfn, 19. ágúst. — Einkaskeyti til Mbl. BREZKA blaðið Daily Sketch skrifar í dag, að Bretar verði fyrr eða síðar að komast að samkomu- lagi við íslendinga. Það stríði á móti allri skynsemi að bíða, þar til raunverulegt tjón hefir orðið. Bretar verði þá stimplaðir sem árásarmenn, þó að það sé órétt- mætt. Blaðið telur þó ólíklegt, að skipzt verði á skotum, þó að báðum aðilum sé heitt í hamsi. Bretar og íslendingar eru bandamenn innan Atlantshafs- bandalagsins, og það er hvorugri þjóðinni eftirsóknarvert að sjá Rússum fyrir tilbúnu áróð- ursefni. Aðra hættu er einnig að varast: KommúniStar eru sterkir á Islandi, segir blaðið. Deilan er þeim kærkomið tækifæri til að afla sér aukins stuðnings. Komm únistar standa að baki liinnar ósveigjanlegu stefnu gagnvart Bretum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.