Morgunblaðið - 20.08.1958, Page 3

Morgunblaðið - 20.08.1958, Page 3
Miðvikudaeur 20. ðeúst 1958 MOR CVNfíL 4Ðlfí 9 Gyltan með grísi sína. Myndirnar hér á síðunni eru teknar síðastliðinn sunnudag á Landbúnaðarsýningunni á Sel fossi, en ]>á sóttu 6000 manns sýn- lnguna. Hér sjáum við m. a. gyltu ]>ar sem hún liggur og mókir í hitanum með grísina sína. Við sjáum einnig tvær úrvalskýr. Þá getur að líta stafla af afurðum Sláturfélags SuðurTands, bæði dósamat og pakkaða vöru í ís- skán. Síðan hverfum við aTlTangt aft Það er margra stunda verk að skoða þessa sýningu svo að full- um notum komi og marga mun fýsa að koma þangað oftar en einu sinni. Á sunnudaginn var erfitt fyrir gesti að njóta sýning- arinnar, vegna þess hve fólks- meraðin var mikii. f upnhafi var ákveðið að sýningunni lyki á miðvikudagskvöld, en vegna þess, hve aðsókn er mikil var ákveðið í gær að framlengja sýninguna um einn dag — til fimmtudags- kvölds. Auðvitað voru einnig sýndir lifandi gripir. Hér getur að líta tvær kostakýr, sem á sýningunni voru. Auk þeirra voru m. a. sýndir hestar, kindur, hænsni og svín. ur í tímann og skoðum hinn fagra skautbúning, sem sýndur er innan um fagurlega ofin teppi frá gömlum tíma. Ekki má svo gleyma tækni nú- tímans. Við sjáum Fordson Major dráttarvél, sem beitt hefur verið fyrir Lundell sláttutætara. Þetta eru þó aðeins svipmynd- Ir af hinni miklu sýningu, þar sem gífurlegan fjölda hluta ber fyrir augu, bæði lifandi og dauða. Afurðasýning Sláturfélags Suðurlands. f^gri skautbúnlngur. Fordson Major dráttarvél og Lundell sláttutætarl. STAKSTtliVAH Þióðviljinn rvf"r llöornina Moskvuferð Lúðvíks Jósefs- sonar og ummæli hans í Kaup- mannahöfn á keimleið þaðan hafa að undanförnu verið talin til stórfrétta í blöðum víðs vegar, t. d. á Norðurlöndum. Ekkert ís- lenzku stiórnarblaðanna hefur hó minnzt á förina fyrr en Þjóð- viljinn rýfnr þögnina í gær og segir í smífrétt: „Lúðvík Jósefsson sjávarút- vegsmálaráðhcrra kominn heim. Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs- málaráðherra og frú hans komu hingað heim í gærkvöldi frá Kaupmannahöfn, en þar dvöldu þau síðustu dagana af ferðalagi sínu. Fyrst dvöldu þau í Austur- Þýzkalandi en síðan í Tékkóslóva kíu og loks nokkra daga í Sovét- ríkjunum". Hvorki Tíminn né Alþýðublað- ið segja hins ves’ar enn einu orði frá ferðni^gi Lúðvíks eða helm- komu hans. se»v> T Yiðvík neitar, f*”"1 r»ú f»*am Sjálfur hefur Lúðvík neitað þrl í Kaupmannahöfn, að hann hafl „minnzt á landhelgismálið” í Moskvu. Trúi því hver sem trúa vill. Hitt er víst, að Lúðvík hefur ekki fylgzt glögglega með því, sem gerzt hefur innan ríkis- stjórnarinnar og liðs hennar f landhelgismálinu undanfarnar vikur. Þjóðviljinn hefur þetta eftir Lúðviki í Kamnmannahöfn: „Lúðvík sagði að íslendmgar hefðu ekki getað fallizt á tillög- ur um viðræður við þau ríki Vestur-Evrónu, sem eiga beinan hlut að málí. þar eð þeir hefðu ekki getað átt von á nokkrum stuðningi við sjónarmið sín á slíkri ráðstefnu“. Og Lúðvík bætti þessu við: „Atlantshafsbandalagið kemur hér alls ekki við sögu“. En í Tímanum sl. sunnudag segir: „Af fulltrúum fslands er nú kappsamlega unnið áð því að afla málinu skilnings og "iður- kenningar annarra þjóða. Alveg sérstaklega vinnur fulltrúi okkar hjá NATO að þessu máli og ræðir um það við fulltrúa annara banda lagsríkja okkar þar“. f þessum orðum er Iýst hinu saina og áður hefur komið fram í Alþýðublaðinu og fullyrt er þar síðast í gær, að fastafulltrúinn i Atlantshaf«ráðinu fari í þessu að öllu *eftir fyrirmælum utanríkls- ráðherra. ..Ef A^lc>»«tsTipfs:T»an(Ia' ^ripi ekki í t9>imana“ Enn hefur Þjóðviljinn eftir Lúðvík: „Veiði brezk fiskiskip innan hinna nýju 12 mílna takmarka undir vernd herskipa eftir 1. sept ember mun á það litið sem árás á ísland“. Jafnframt þessu hefur Þjóðvilj- inn þó eftir ráðherranum: „Síðan sagði hann að ísland myndi ekki leita á náðir Atlants- hafsbandalagsins, ef Bretland gerði alvöru úr hótunum sínum um vopnaða aðstoð við togara að veiðum innan 12 míina takmark- anna eftir 1. september“. Alveg gagnstætt þessu segir Tíminn sl. sunnudag: „Ef Atlantshafsbandalagið gripi ekki í taumana og hindraði þetta ofbeldi, myndi það koma áþreif- anlega í ljós, að allt tal um hinn háleita tilgang þess sem verndara smáþjóða, væri hjóm eitt“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.