Morgunblaðið - 20.08.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 20.08.1958, Síða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 20. ágúst 1958 Helgi Hjörvar 70 ára TEINRETTUR eins og reynir í kleif, djarfur sem fálki á hamra- syllu, frjáls og glaður á borð við hnjúkaþey, tákn styrkleikans í líkingu við foss, er steypist fram af klettabrún — þannig heyri ég og sé fyrir mér Helga Hjörvar, alltaf ungan í anda og næsta ólíkan því, að náð hafi sjötugs- þröm. Þó segja heimildir, sem eigi verða vefengdar, að á þetta virðingarþrep hafi garpurinn klifið í dag. Ég segi garpurinn og hef þá í huga fleiri sannanir fyrir því, að Hjörvar sé karlmenni, en velflestir lesendur þessa greinar- korns hafa hugmynd um, þó að fátt verði talið. Fyrst má samí geta þess, að Helgi var glímu- garpur mikill á yngri árum og er líklega enn, hefur sérstakar mæi- ur á þeirri þjóðlegu íþrótt, glím- unni, og skrifaði eitt sinn um hana merkisbók. En Helei er líka vel að fleiri íþróttum búinn, einkanlega þjóðlegum andans íþróttum, því að enginn frýr hon- um vits, né heldur Islendingseðl- is. Á ég þar við ritlist, málsnilld og fornan fróðleik. Ritlist getur táknað bæði skriftarkunnáttu sem er sannarlega ein af hinum fögru listum, og meðferð ritaðs máls. En í hvoru tveggja er Helgi snillingur. Milli vita dáði ég rit- hönd Helga Hjörvars, en hún varð kunn víða um land og mörgu barni til fyrirmyndar. Litlu síðar las ég sögur hans, og urðu þær mér harla minnisstæðar, einkum Smalaskórnir og Kitlur. Þjóðfræg ar eru þýðingar Helga á erlend- um úrvalsverkum svo sem Gróðri jarðar eftir Hamsun, Kristínu Lafranzdóttur eftir Undset og síðast en ekki sízt hinum spreng- hlægilega Bör Börssyni eftir Falk berget. Unnu þeir, höfundur og þýðandi, það einstaka afrek, þeg- ar Helgi las þá sögu í útvarp, að fá alla þjóðina til að hlusta, svo að jafnvel skemmtistaðir tæmd- ust á kvöldum heil missiri. Helgi Hjörvar er einn bezti útvarps- maður og upplesari þessa lands. Er það bæði að þakka kunnáttu hans í meðferð tungunnar og frá- bærlega skýrri og þjálfaðri rödd. Á vel við Helga það, sem Matt- hísas kvað um Gissur jarl: Mál hans rann sem ránarfall, rómurinn blíður, hár og snjall. Með þessu er ég sízt af öllu að gefa í skyn, að Helgi líkist Giss- uri á annan hátt. T. a. m. tryði ég honum flestum síður til að vega Snorra Sturluson eða hans líka, svo mikla ást sem Helgi ber til móðurmálsins og meistara þess. En vinátta hans til náttúru lands vors hlýtur líka að vera djúp, auga hans fyrir einkennum og fegurð þess glöggt. Dæmi ég þetta eftir ógleymanlegri lýsingu Helga á æskubyggð sinni, Snæ- fellsnesi, í Árbók Ferðafélags íslands 1932. Sú frásaga þykir mér taka flestu ef ekki öllu fram, sem ég hef lesið af því tagi. Hér verða eigi talin þau mörgu og mikilsverðu störf, er Helgi Hjörvar hefur unnið í þágu fræðslumála og sem skrifstofu- stjóri Ríkisútvarpsins, né heldur um þau dæmt. Til þess brestur mig þekkingu á þeim. Hins vegar er ég dálitið kunnugur þátttöku Helga í félagsstörfum rithöfunda, sem eru mörg og mikil og unnin af ósérplægni, fórnarlund og framsýni, þó að því miður hafi þau ekki öll borið þann árangur, sem til var stofnað. En sú er ekki fyrst og fremst Helga sök, heldur vor, sem eigi erum svo harðsæknir sem hann, eða höfum sumir þótzt vita betur. Til sönn- unar því, hvert traust rithöfundar hafa til Helga borið, má geta þess, að hann hefur verið formað- ur Rithöfundafélags íslands tvö tímabili, samtals 5 ár, og 4 ár í stjórn Bandalags íslenzkra lista- manna. Þó að okkur Helga hafi ekki ávallt komið saman um allt, sem varðar þau mál, minnist ég hans sem einarðs og dugandi sam herja í baráttu fyrir bættu gengi rithöfunda og þakka honum bæði fyrir drengilega forystu og ör- ugga fylgd. Áðan líkti ég Hjörvar við fálka á bergi. Sú líking var ekki grip- in úr lausu lofti. Helgi er álíka fágætt fyrirbrigði af manni sem fálkinn er nú sjaldséður orðinn, sá þjóðlegi merkisfugl. Fálkinn heitir öðru nafni haukur. íslenzk tunga, fræði og líkamsmenning þjóðarinnar eiga sér hauk í horni, þar sem Helgi er, en eigi aðeins þær, heldur og dirfska, heilbrigð- ur metnaður og aðrar gersemis- dyggðir. Fágæti fyrirbrigðisins Helgi Hjörvar lýsir sér ekki síð- ur í sjaldgæfri einurð að ráðast á ýmislegt lítið og lágt í þjóð- lífi voru, segja oss ótvírætt til syndanna fyrir eitt og ahnað, sem eilif skömm er að. Á þennan vaska hátt er Helgi herskár sem fálki, en ólíkur að því leyti, að engum hygg ég væri fjær skapi en Helga að ráðast á saklausar rjúpur, svo Ijúfur sem hann er við lítilmagna. Ég gleðst jafnan við að mæta Helga á förnum vegi, hitta hann á fundi eða í samkvæmi, kátan og fyndinn, eins og honum er svo eiginlegt að vera. Ætli deyfð og drungi að færast yfir mann- skapinn, kemúr Helgi með hressi- leika sinn eins og hvirfilvindur, sem þeytir lognmollunni á dyr, og hátíðlegi virðuleikinn, sem alla ætlar lifandi að drepa, sendist út á sextugt djúp, og allt samkvæm- ið fer að skellihlæja af fölskva- lausri gleði. Helgi Hjörvar er kvæntur Rósu Daðadóttur, ættaðri úr Dalasýslu. Hún er jafnmikil prýði heimilis og samkomusals. Þegar ég mæti Rósu við hlið bónda síns á þeim ólíku vettvöngum, koma mér helzt í hug orð Tegnérs í þýð- ingu Matthíasar: Því hetjan geðjast hringagná, það hrausta og fagra saman á, sem hjálmur bezt að hvelfdu enni á hraustu fellur afreksmenni. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. ★ ★ ★ ÞEGAR ég settist niður til þess að skrifa stutta afmæliskveðju til vinar míns, Helga Hjörvar, á sjötugsafmæli hans, skutu svo margar minningar upp kollinum í huga mínum, að ég fann, að þessi ritsmíð myndi vandgerð. Öil þjóðin kannast við Helga Hjörvar. Allt frá tilkomu Ríkis- útvarpsins hefur hann verið Helgi Hjörvar meðal vinsælustu, ef ekki vin- sælaáti útvarspmaður landsins. Mér er það ógleymanleg stund, þegar útvarp kom fyrst á heimili foreldra minna. I huga unglings- ins var koma útvarpsins svipað og að sjá ævintýri rætast. Útvarp- ið var eitt stærsta skrefið í þá átt að rjúfa einangrun stjálbýl— isins. Engir hafa átt meiri þátt 1 aö móta starfsemi íslenzka útvarps- ins en Helgi Hjörvar. Hann varð fyrsti formaður útvarpsráðs og allt frá upphafi hefur hann fórn- að kröftum sínum í þágu þessa mesta og vinsælasta menningar- tækis þjóðarinnar. Það er sann- arlega ekki auðvelt verk að vera ábyrgðarmaður að stofnun, sem stöðugt er fyrir eyrum allra landsmanna, enda hefur útvarpið ekki farið varhluta af gagnryni og þá eigi heldur þeir, sem þar hafa verið framámenn. Hefur líka stundum verið nokkuð stormasamt í stofnuninni sjálfri. Sýnist mönnum vafalaust sitt hvað um afstöðu manna í þeim málum, er þar hefur hæst borið, en það gerla þekki ég Helga Hjörvar, að ég er þess viss, að afstaða hans í málum útvarpsins, hefur ætíð fyrst og fremst mark- azt af því, sem hann hefur talið hæfa bezt sæmd stofnunarinnar, því að veg útvarpsins hefur hann ætíð viljað sem mestan. Mín fyrstu kynni af Helga Hjörvar urðu gegnum útvarpið og fékk ég á honum miklar mæt- ur sem skemmtilegum og snjöll- um útvarpsmanni. Síðar réðu ör- lögin því, að leiðir okkar lágu saman og með okkur tókst góð vinátta. A háskólaárum mínum var Aðalstræti 8 og síðar Suður- gata 6 annað heimili mitt, og verður mér ógleymanleg sú hlýja og vinarhugur, sem þar mætti mér ætíð. Eru mér minms- stæðar margar dvalarstundir á heimili Helga Hjörvar og hans ágætu konu, Rósu, sem af ein- sferifar ur daglega lifinu Haltu mér — slepptu mér VELVAKANDI brá sér í leik- hús síðastliðið sunnudags- kvöld, hvattur af bréfi til þess- ara dálka frá manni, sem var dauðhræddur um að vera búinn að missa af gamanleiknum Haltu mér — slepptu mér. Spurði bréf- ritarinn hvort sýningum væri hætt í Reykjavík og fékk að vita að þær væru í þann veginn að hefjast aftur. Ég varð síður en svo fyrir von- brigðum. Þessi franski gaman- leikur er bráðfyndinn og þannig farið með öll tilsvör, að þau hljóta að kitla hláturtaugarnar. Enda er valinn maður í hvcrju hlutverki. Lárus Pálsson og Helga Valtýsdóttir leika Max- well-hjónin og Rúrik Haralds- son staka manninn, Mervyn Browne. Steðja alls kyns vand- ræði að þessari skemmtilegu þrenningu, en þau hefjast þegar eiginmaðurinn kemur heimi degi fyrr. en hann ætlaði og finnur ókunnugan karlmann steinsofandi við hlið konu sinnar, sem sver og sárt við leggur að hún hafi enga hugmynd um hver maðurinn sé. Verður efni leiks- ins ekki rakið hér, en margt spaugilegt kemur fyrir, áður en hjónm sættast og hinn seinheppn' kvennabósi fær makleg mála- gjöld. Leikur þessi ku hafa verið sýndur í París í átta mánuði sam fleytt við anjidgðs undirtektir og siðan í London, þar sem hann iékk líka góða dóma. Einhvern veginn get ég þó ekki hugsað mér aðra leikara í þessum hlutverk- um en þau Helgu, Lárus og Húrik. Svo vel finnst mér þau falia inn í hlutverkin. Á sunnudagskvöldið var hús- fyllir í Sjálfstæðishúsinu og skemmtu menn sér við dans efttr leiksýninguna Um viðurgerning á Laugarvatní EYSTEINN Jóhannesson, hótel- stjóri á Laugarvatni hrmgdi til Velvakanda vegna bréfs sem birtist hér í dálkunum síðastitð- inn sunnudag. Óskað] hann eftir að fá leiðréttar missagnir, sem hann kvað vera í bréfinu. Kveðst hann vel muna eftir fólkinu, sem hér um ræðir og vill taka fram eftirfarandi: Að alltaf sé hægt að fá mjólk á Laugarvacni. Að sundlaugin sé opin hverjum sem er. Að hann hafi verið búinn að segja umræddu fóiki að leiðin yfir Lyngdalsheiði væri ófær bif- reiðum, eins og hann geri alltaf og að það hafi ekki verið fyrr en eftir ítrekaðar spurningar að hann hafi svarað að það skyldi : þá bara fara þá ieið og hata í bíiinn svo á verkstæði á eftir. I Loks gat Eysteinn Jóhannes- j son þess, að hótelið væri aðallega rekið fyrir dvalargesti, þvi ekki ' væri aðstaða til að veita öðrurn þann viðurgerning sem þyrfti, j m. a. væru ekki snyrtiherbergi j fyrir fleiri, og að í sumar hefði | aldrei verið auglýst annað Aftur ' á móti væri reynt eftir föngum i að taka á móti öllum sem uuraa, stæðri prýði og myndarskap hef- ur veitt forstöðu mannmörgu heimili og staðið við hlið manns síns í umfangsmiklum störfum hans. Helgi Hjörvar er meðal fjöl- gáfuðustu og skemmtilegustu manna, sem ég hef kynnzt, og vart munu finnanlegir menn, sem af meiri einbeittni og eld- móði berjast fyrir þeim málum, er þeir telja réttlætismál, ef því er að skipta. Hann er drengskap- armaður, sem aldrei vegur aftan að andstæðingum sínum, en mun hins vegar sjaldan setja upp silkihanzka, ef til átaka hef- ur dregið. Hef ég stundum sagt við minn góða vin, Helga Hjörvar, að ekki fýsti mig að ganga til einvígis við hann, hvorki í orðræðum né á ritvelli. Helgi Hjörvar er mikili • unn- andi íslenzkrar tungu, enda er hann frábærlega málhagur, bæði í ræðu og riti. Þekking hans á íslenzkum fræðum er mikil og bókmenntirnar eru honum sér- stakt hugðarefni, enda hefur hann lengi verið forustumaður í samtökum rithöfunda. Hann er sannur íslendingur og metur mikils þjóðlegar erfðir og fornar dygðir, sem ef til vill eiga ekki ætíð skilningi að mæta nú á dög- um, en skaplyndi Helga Hjörvar er ekki þannig, að hann taki af- stöðu til mála í samræmi við það, sem líklegast er til vin- sælda, heldur lætur hann sann- færinguna ráða. Það er ekki tilgangur minn að rekja æviferil Helga Hjörvar eða fjölþætt störf hans, enda vona ég, að langt sé enn að ævi- kvöldi hans. Ekki vil ég þó láta hjá líða að minnast á einn þátt í starfi hans, en það er fiutning- ur þingfrétta. Það vandasama starf hefur hann annazt um langt skeið og það með þeim ágætum, að ágreiningslaust mun vera með þingmönnum, að starfið sé vel af hendi leyst og af fyllsta hlutleysi. Er sannarlega ekki fyrir neinn meðalmann að sigia þar milli skers og báru. Ég veit, að á þessum merkis- degi, muni mikill fjöldi fóiks senda Helga Hjörvar hlýja kveðju. Sjálfur sendi ég honum hugheilar árnaðaróskir og bið honum og fjölskyldu hans bless- unar. Hann lætur nú lögum sam- kvæmt af störfum sem skrif- stofustjóri útvarpsráðs, en ég vona, að hann eigi enn lengi eftir að veita landsfólkinu marga ánægjustund á vegum þeirrar stofnunar, er hann hefur átt svo mikinn þátt í að byggja upp. M. J. Guðjón, bóndi í Vogum, látinn ÞÚFUM, 17. ágúst. — Hinn 15. þ.m. anaaðist í sjúkrahúsi Isa- íjarðar Guðjon Saemundsson, óð- alsbóndi í Vogum hér í hreppi, eftir langa og þunga sjúkdóms- legu. Guojón var nær 77 ára að aldri, fæddiir 14. nóv. 1881. Hann var einn helzti bóndi þessarar sveitar og hafði stundað búskap í yfir 5u ár, iengst af á eigm jörð. Hann bjó.um langt skeið x lleyaal en fxuttist siðar að Vog- um. Uuðjón var annálaður dugnað- armaour, scunaaöi iengi sjoroora og formennsku, Landbunað stund .»01 nann jaman með og bætci jórð sina miKio, bæoi að ræKtun vio erixö SKXiyröx, og husaKosti. Cruojon var tvxKvæntur, íyrri Kona nans var ingxbjorg rtun- orísuotur ira neyaai, en siðari Aona oaivor r riöriKsaottir, er lif- ir mann smn asamt tveimur oorn um, jjriórik bonda i Vogum og oruoojofgu, husireyju á Isafiroi. — Guðjon var í fremstu röð at- nafna- og dugnaoarmanna her i neraði. — P.P. OSLÓ, 18. ágúst. — Úandaríski kjarnorkuKalbáturinn SKate, sem sigldi undir heimskautsísinn næst á eftir Nautilus, kemur í opinbera heimsókn til Bergen á laugardaginn. Veglegar móttökur eru undirbúnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.