Morgunblaðið - 20.08.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.08.1958, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ MiðvíVudagur 20. ágúst 1958 Utg.: H.l. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastióri: Sigí'ús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola. simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstrætj 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innariiands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. TAUMLAUS VERÐBÓLGA OG DÝRTIÐ EGAR vinstri stjórnin var mynduð var það eitt aðal fyrirheit hennar að dýrtíð og verðbólgu skyldi útrýmt. Vandamál efnahagslífsins skyldu leyst að „nýjum leiðum" og „varanlegum úrræðum". Efndir þessa loforðs hafa fólg- izt í því, að á fyrsta misseri valda sinna lagði vinstri stjórnin um 300 millj. kr. nýja skatta og tolla á almenning. Þessar nýju álögur voru notaðar til þess að halda uppi styrkja- og uppbótakerfi til stuðnings framleiðslunni, sem komin var á heljarþröm vegna ábyrgðarlausrar baráttu komm- únista gegn þeirri jafnvægis- stefnu, sem fyrrverandi ríkis- stjórnir höfðu beitt sér fyrir. En þessi bráðabirgðaúrræði vinstri stjórnarinnar hrukku Skammt til þess að halda dýr- tíðinni í skefjum og fram- leiðslutækjunum í gangi. Hin- ar nýju álögur bitnuðu á marga lund á almenningi en tekjurnar af þeim nægðu eng- an veginn til þess að greiða hailarekstur framleiðslunnar. Ætla mætti að vinstri stjórnin hefði nú loks talið tímabært að sýna hin „varanlegu úrræði“ sín í efnahagsmálunum. En svo reynd ist þó ekki. Stjórnin lagði fram tillögur sínar um ráðstafanir til stuðnings framleiðslunni sl. vor án þess að í þeim örlaði á nokk- urri nýrri leið eða varanlegu úr- ræði. Hún' hélt aðeins áfram að vaða lengra út í styrkjafenið. Enn voru lagðir á hrikalegir ný- ir skattar og tollar og dulbúin gengislækkun framkvæmd. 10 stiga vísitöluhækkun Áhrif „bjargráða" vinstri stjórnarinnar frá sl. vori eru nú sem óðast að koma fram. Verðlag á almennum nauðsynjum og rekstrarvörum og tækjum at- vinnuveganna hefur hækkað stór kostlega. Framfærsluvísitalan, sem var 192 stig 1. maí er nú komin upp í 202 stig. Hún hefur með öðrum orðum hækkað um 10 stig yfir rúmlega hálft sum- arið. Kaupgreiðsluvísitalan er hins vegar 183 stig. Er það í sam- ræmi við ákvæði „bjargráða“- laganna, því samkvæmt þeim skyldi greiða verðlagsuppbót frá gildistöku þeir»a til ágústloka með kaupgreiðsluvísitölu 183 stig. En hún var reiknuð eftir vísitölu framfærslukostnaðar 191 hinn 1. febrúar 1958. Á tímabilinu 1. sept ember til 30. nóvember 1958 skal einnig greiða verðlagsuppbót sam kvæmt kaupgreiðsluvísitölu 183, nema því aðeins að vísitala fram- færslukostnaðar 1. ág. 1958 hafi hækkað um meira en 9 stig frá 1. febrúar 1958 og sé því orðin hærri en 200 stig. Þar sem framfærslu- vísitalan er nú orðin 202 stig hækkar kaupgreiðsluvísitalan upp í 185 stig 1. september n.k. Hin stóraukna dýrtíð og verðbólga bitnar nú með vax- andi þunga á öllum almenn- ingi. Allar vörur hækka, mat- vörur, klæðnaður, rekstrar- vörur atvinnsiveganna, hvers konar tæki til Iands og sjávar. Leiðir af þessu margvíslega erfiðleika. Ekki öll kurl komin til grafair En því fer víðs fjarri að öll kurl séu hér komin til grafar. Verðhækkanirnar af völdum „bjargráða“ vinstri stjórnarinnar eru ekki nálægt því allar komnar fram. Mjólk og mjólkurafurðir hækkuðu að vísu um 5% 1. júní. En í haust hljóta landbúnaðar- afurðir almennt að hækka veru- lega. Er beinlínis gert ráð fyrir því í sjálfum „bjargráðalögun- um“ að verðlagsgrundvöllur þeirra hækki. Frá bændum heyrast einnig háværar raddir um nauðsyn veru legrar afurðahækkunar. Benda bændur á það, að kaupgjald hafi í sumar hækkað miklu meira en um þau 5%, sem gert var ráð fyrir í lögunum. Kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags Af öllu þessu er auðsætt að stórfellt kapphlaup milli kaup gjalds og verðlags á sér stað í landinu um þessar mundir. Hin dulbúna gengislækkun og skattahækkanir, sem vinstri stjórnin framkvæmdi sl. vor er að renna út í sandinn. Fram- leiðslan mun innan tiltölulega skamms tíma þurfa nýjan og aukinn stuðning, ef svo fer fram um aukningu framleiðslu kostnaðar sem gert hefur í sumar. Ríkisstjórnin hefur í raun og veru misst öll tök á stjórn efnahagsmálanna. Hún hefur látið dugandi hagfræðinga, innlenda og erlenda, reikna og reikna. En hún hefur ekki borið gæfu til þess að bera fram og framkvæma nein raunveruleg og jákvæð úrræði í viðureigninni við þann vanda, sem við er að etja. Allur almenningur í landinu horfir með kvíða og ugg á hina hröðu verðbólguþróun eg vax- andi dýrtíð. Heimilin við sjávar- síðuna eiga stöðugt erfiðara með að láta launin hrökkva fyrir nauðsynjum. Bændur eiga í vand ræðum vegna verðhækkana á áburði, fóðurbæti og hvers kon- ar tækjum. Stórkostleg hækkun rekstrarútgjalda sjávarútvegs- og iðnaðar þjarmar að þeim atvinnu greinum. Nýtt rússneskt lán — nýir skattar En vinstri stjórnin á aðeins eitt úrræði, að taka ný erlend lán og leggja á nýja skatta. Hún er nú nýlega búin að taka 50 millj. kr. rússneskt lán og hefur samkvæmt upplýsingum „Þjóðviljans“ fleiri rússnesk lán í bakhendinni. Og fjármálaráðherrann er farinn að litast um eftir nýjum skattstofn- um til þess að standa undir styrkja- og uppbótastefnunni. Þannig flýtur vinstri stjórn- in að feigðarósi, úrræðalaus og sundurþykk. Á meðan nag- ar taumlaus verðbólga og dýr- tíð máttarviði hins íslenzka þjóðfélags og skerðir afkomu- möguleika fólksins. ÚR HEIMI ✓ Sœnskar prinsessur / sumarleyfi á Korfueyju Það kvað vera hlýtt á milli griska krónprinsins og Désirée SÆNSKA prinsessan Désírée hefur undanfarið dvalizt á Korfu eyjunni í Jóníska-hafinu ásamt systur sinni, Birgittu. Þær syst- ur komu þangað 4. ágúst í boði grísku konungshjónanna, sem eiga sumarbústað á eyjunni, er nefnist Mon Repos. Gríski krón- prinsinn Constantine var á skóla- skipinu Ierax, en fór til Korfu skömmu áður en sænsku prinsess urnar komu þangað. Þau Désirée og Constantine hafa oft sézt sam- an, og auðvitað hefur ekki þurft meira til að koma af stað orð- rómi um, að hlýtt væri á milli þeirra. Krónprinsirín er 18 ára, en prinsessan tvítug. Constantine er alinn upp í Aþenu. Þar gekk hann í einka- skóla ásamt öðrum grískum drengjum. Hann hefur gegnt her- þjónustu í landher, flugher og flota og er nú myndugur sam- kvæmt grískum lögum. Gegnir hann því störfum ríkisstjóra, er faðir hans, Páll konungur, er fjarverandi. Ekki er vitað, hversu lengi sænsku prinsessurnar ætla að vera á Korfu, en 25. ágúst fer gríska konungsfjölskyldan til Austurríkis í heimsókn til ætt- ingja Frederiku drottningar. Þess er þó exki vænzt, að með sumar- dvölinni á Korfu ljúki kynnum krónprinsins og sænsku prinsess- unnar. Dagana 9.—16. ágúst urðu sex mikil flugslys, sem kostuðu alls 212 menn lífið: 9. ágúst fórst Vis- Constantine krónprins. countflugfél frá Central African Airways í grennd við Bengazi í Lýbíu, 36 menn fórust. Hinn 13. ágúst urðu þrjú flugslys. Japönsk 212 menn farast / flug slysum á einni viku Ljósmyndarar frá :li löndum komn nýlega saman í Lundúnum til að velja „fegurstu stúlkuna í heiminum" — jafnframt ræddu þeir ýmis vandamál viðkomandi ljósmyndun. Margir ljósmynd- arar hafa það að aðalatvinnu að taka myndir af fallegum stúlk- um og kvikmyndaleikkonum fyrir tímarit og blöð, og þykjast þeir því hafa töluvert vit á því, í hverju kvenleg fegurð sé fólgin. Ljósmyndararnir völdu í ár ensku leikkonuna Joan Collins. Hún er rauðhærð og kvað skipta mjög fallega litum. Churchill hafnaði ekki hádegisverðar boði frá Gretu Garbo Winston Churchill dvelst nú sér ru nvuuar og hressingar a Rivierastronamni. Læknar ríöfðu gefið honum ströng fyrirmæli um að naiaa kyrru iyrir og hvíla sig rækilega fyrst í stað. Gamli maðurinn kvað ekki hafa verið mjög hrifinn af þessu, en stytti sér stundir m. a. með því að lesa verk eftirlætishöfundar síns, Kiplings. Fjöldi milljónamær- inga og tiginna manna bauð Churchill í veizlur eða sam- kvæmi, en öllum boðunum var hafnað nema einu, sem var frá Gretu Garbo. Churchill snæddi með henni hádegisverð um borð í sxemmusnekKju mmjonamær- ingsins Onassis. Hádegisverðin- um lauk með því, að þau fengu sér gias að whisky og spiluðu á spil á þilíarinu. Var Churchill svo hress og kátur eftir þennan hádegisverð, að hann ákvað að fara til Tanger, en aðalræðis- maður Breta þar er einn elzti og bezti vinur Churchills. Hinn 12. sept. eiga þau Churchill og kona hans gullbrúðkaup, sem haldið verður hátíðlegt á Rivieraströnd- inni en ekki í Lundúnum eins og búizt var við. DC-3 farþegaflugvél hrapaði i hafið suður af Tókíó, 36 manns fórust; argentínsk flugvél fórst suðvestur af Buenos Aires og með henni 12 manns; bandarísk flugvél fórst skammt frá Brússel og með henni sjö manns. Þriðja mesta flugslys, sem orðið hefur, varð 14. ágúst, er Super-Con- stellation-farþegaflugvél ^frá KLM fórst vestur af írlandi og með henni 99 menn. Og sl. laug- ardag, 16. ágúst, fórst bandarísk flugvél á Nantucketeyju fyrir norðan New York, 22 af 34 um borð biðu bana. Elzti sonur Charlies Chaplins, Sidney, hefur gengið að eiga frönsku dansmeyna Noélle Adams, sem gat sér mikla frægð, er hún dansaði í Francoise Sagan ballettinum, Stefnumótið, sem fórst fyrir. Hér sjást þau Noélle og Sidney koma frá vígslunni á leið í brúðkaupsveizluna. Athöfn- in fór fram í Antibes á Riviera- ströndinni, en þar á Chaplins- fjölskyldan einbýlishús. KAIRÓ, 19. ágúst. — Reuter. — Egypskt blað skýrir frá þvi í dag, að 25 sovézk kaupskip séu væntanleg til Alexandríu innan skamms með farm iðnaðartækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.