Morgunblaðið - 20.08.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 20.08.1958, Síða 13
Miðvikudagiir 20. ágúst 1958 MORCUNBLAÐIÐ !3 Páll Björgvinsson Efra-Hvoli sextugur „HVÁRTGI skal ek á þessu níð- ast ok engu öðru, því er mér er til trúat.“ Það munu bráðum þúsund ár síðan þessi orð voru mælt á Gunnarshólma. Þau munu áreið- anlega vera ein þeirra orða forn bókmennta vorra, sem bezt hafa geymzt í geði þjóðarinnar, allt til síðustu tíma, og ómæid munu áhrif þeirra um aldir. Nú er sagt, og í skjölum skráð, svo trúa verður, þótt með ólík- indum sé, að Páll Björgvinsson bóndi m. a. á Efra-Hvoli sé sex- tugur í dag. — Mætti ég velja orð í skjaldar- merki honum til handa, — væri sú forneskja ekki niðurlögð, — myndi ég óhikað kjósd þessi gull- vægu orð frá Gunnarshólma. Svo þykist ég þekkja hann af langri samferð, að mikil þyrfti sú nauð að vera, er hopa léti hann til hliðar frá slíku merki. — Hvert æviskeið hans, sem enn er liðið, er skýrt mótað þeirri skapgerð, sem lætur í eitt falla yfirlýsingu og efndir, orð og athöfn. Ég man hann fyrst sem ungan mann við nám á heimili rnínu. Mikil var þá þegar prúðmennska hans og skyldurækni og námið sótti hann af kappi. Það var um langan tíma og er víst enn sá siður við hafður í Menntaskólan- um að fáeinum nemendum eru á vori hverju veitt verðlaun íyrir — segi og skrifa: „iðni, siðprýði og framfarir." Ekki var örgrannt um að okkur skóiastrákunum fyndist stundum í þá daga verð- launin ekki vera ævinlega í réttu hlutfalli við hinar tvær fyrst töldu dygðir. En víst er það að ekki hefði um slíkan efa verið að ræða, ef í hlut hefði átt nem- andi með skapgerðarmótun Páls Björgvinssonar. prýði og myndarskap og vin- sældir þess almennar um allt hér aðið. — Hvorttveggja hefir vel við haldizt og bújörðin enn bætt undir stjórn og atorku Páls og ágætrar konu hans Ingunnar Óskar Sigurðardóttur. Og nú vaxa þar upp dætur þeirra, tvær efnilegar systur í stað þeirra, sem að heiman giftust í tíð foreldra hans. Bera þær nöfn horfnu ást- vinanna. Fæddur er Páll á Hallormsstað. Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Höfða- brekku og þrem árum síðar, árið 1908, var föður hans veitt Rangár vallasýsla, svo Páll á jafnframt á þessu ári hálfrar aldar afmæli sem Rangæingur. Hlýr í lund og vinsæll heldur hann óðal sitt við búsannir miklar og hlaðinn trún- aðarstörfum; — er meðai annars bæði oddviti og sýslunefndar- maður sveitar sinnar, og mun í engu hafa brugðizt því, sem hon- um er til trúað. — Af þessu, sem hér hefir verið á drepið, má ljóst vera, að Páll á Efra-Hvoli hefir vel haldið uppi merki ættar sinnar og þarf þó nokkuð til. Faðir hans var Vigfússon prests á Ási í Fellum, Guttormssonar prófasts í Valla- nesi, Pálssonar prófasts á Val- þjófstað. Og sé svo rakið áfram í beinan karllegg mætti bæta hér við í röð fimm sýslumönnum og lögréttumönnum. Móðir hans var og göfug kona og merk, Ragn- heiður Ingibjörg Einaisdóttir al- þingismanns og hreppsstjóra Gíslasonar að Höskuldsstöðum í Breiðdal, systir Magnúsar heit. dýralæknis. Allt frá fyrstu kynnum og til þessa dags hefir hlýlegt viðmót og traust Páls Björvinssonar ver- ið mér til gleði. Ég vil þakka honum löng og góð kynni og óska honum, ástvinum hans og heimili allrar blessunar á þessum merka afmælisdegi hans. E. Þ. Duglegur og ábyggilegur maður óskast til að veita forstöðu verzlunarfyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur. Þeir, sem vilja kynna sér það leggi nafn og heimilisfang inn á skrifstofu Morgunblaðsins merkt: „Ábyggilegur — 6756“ fyrir 30. ágúst 1958. Um áratuga skeið var Páll hægri hönd föður síns Björgvins sýslumanns Vigfússonar við bú- skap og ritstörf á skrifstofu em- bættisins. Skyldurækni hans við þau störf voru öllum í héraði kunn. Oft var hann settur sýslu- maður í fjarveru föður síns. Var æfing hans og þekking á hinum | fjölmörgu og margþættu máiefn- j um héraðsins mikil og minnið trútt. Um fjölda ára var hann ritari sýslunefndar og á þinga ferðum föður síns. — Engan i mann hefi ég séð rita jafnhratt jafnfagra hönd sem hann. Það hefði mátt búast við að skrif- stofustörf yrðu aðalstörf hans til frambúðar. En svo varð ekki. Heimilið og bújörðin Efri-Hvoll, sem foreldrar hans gerðu að höf- uðbóli, hélt honum, sem betur fer. — Hann staðfestist meðal bændanna, en þá hefir hann jafn an metið mikils að verðleikum og þykir gott að deila geði með þeim. í tíð foreldra hans var Efra-Hvols heimilið annálað að . Hefi kaupanda að húsnæði sem má nota til verzlunar, iðnaðar, fé- lagsstarfsemi eða annars atvinnurekstrar. Útb. 300 —400 þús. kr. Einar Sigurðsson Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Húsgagnasmiðir Til leigu á góðum stað í bænum, stórt verkstæðispláss með fyrsta flokks trésmíðavélum. Vélarnar eru til sölu ef óskað er, Tilboð leggist inn á afgreiðslu morgunblaðs- ins, fyrir laugardaginn 23. þ.m. merkt: „Framtíðarstaður -— 6753“. Tilboð í auglýsingu þessa hafa borizt áður, en hafa glatast. FokheSdar íbuðir Höfum til sölu við Miðbraut á Seltjarnarnesi 3ja her- bergja íbúðir um 90 ferm. og 5 herb. íbúðir 112 ferm. Útborgun kr. 70—100 þúsund. Eftirst. til nokkurra ára. Málflutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson hdl., Gísli G. Isleifsson hd!.. Austurstræti 14, símar 1-94-78 og 2-28-70. TILKYNINilNG Að gefnu tilefni tilkynnist að kauptaxti sá sem vinnuveit- endur í Hafnarfirði hafa komið sér saman um að gilda skuli í unglingavinnu hefur eigi verið samþykktur af verkalýðsfélögunum og er því ógildur til eftirbreytni. Verkamannafélagið Hlíf, Verkakvennafélagið Framtiðin. Afgreiðslumaður óskast í byrjun september til starfa í Kaup- félagi á Vesturlandi. Upplýsingar gefur Starfsmannahald S. í. S. Sambandshúsinu Reykjavík. Byggingarsamvinnufélag prentara íbúðir tll sölu Vegna forfalla eru nokkrar íbúðir 4—5 herbergja til sölu í nýbyggingu félagsins við Sólheima 25. Félagsmenn, sem tryggja vilja forkaupsrétt sinn að íbúðum þessum, hafi samband við skrifstofu félagsins að Hagamel 18 (opin virka daga kl. 4—7, nema laugardaga) fyrir 27. ágúst næstk., en eftir þann tíma verður þeim ráð- stafað til annara. Byggingarsamvinnufél. prentara. „Old English" DBI-BRITE (frb. dræ-bræt) | FIjótandi gljávax — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — —r Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið „Silicones“, sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tima, erfiði, dúk og gólf. Fæst ails staðar SÍ-SLÉTT P0PLIN (N0-IR0N) MINEKVAeÆ******* STRAUNING ÓÞÖRF Laugaveg 72 ......................... FROSTY ★ Laugaveg 72 ... Lítið inn á Laugaveg 72 ... BANANA SPLIT 3 ísskammtar með bönunum GLÓÐARSTEIKTAR PYLSUR með heitu brauði MILK SHAKE með margs konar bragði ISKALDIR SANITASDRYKKIR og COCA COLA ALLS KONAR ISRÉTTIR á 3, 4, 6, 9 og 10 krónur SÆLGÆTI OG TÓBAK í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.