Morgunblaðið - 31.08.1958, Page 1
45 árgangur
197. tbl. — Sunnudagur 31. ágúst 1958
t'rentsmiðja Morgunblaðsins
íslendingar einhuga um sæmd sína og rétt
Sjálfstœðismenn hafa benf á það,
sem betur mátti fara við undir-
búning 12 mílna fiskveiðilögsögu
Allir vona að vel fakist
um framkvæmdina
Á MORGUN, hinn 1. september, tekur reglugerðin um 12 mílna
fiskveiðilandhelgi við strendur íslands gildi. Eins og kunnugt er,
var þessi reglugerð gefin út hinn 30. júní sl. Er hér um að ræða
merkan áfanga í baráttu þjóðarinnar fyrir vernd fiskimiða sinna.
Er óhætt að fulíyrða, að allir íslendingar standi einhuga um rétt
og sæmd þjóðarinnar í þessu stóra hagsmunamáli hennar. Hitt dylst
engum hugsandi manni, að í undirbúningi þessara ráðstafana af
hálfu núverandi ríkisstjórnar, hefði margt mátt miklu betur fara.
En það hlýtur að vera von og ósk allra þjóðhollra manna, að sem
bezt takist til með framkvæmd og viðurkenningu á hinum nýju 12
mílna fiskveiðitakmörkum. I íslenzkum fiskimiðum eru þau auðæfi
fólgin, sem afkoma þjóðar' nar hlýtur enn um langa framtíð að
byggjast á.
Aðdragandi nýju
reglugerðarinnar
Hin nýja reglugerð um 12
mílna fiskveiðitakmörk . við
strendur Islands er byggð á lög-
gjöfinni um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins, sem sett
var undir forystu Sjálfstæðis-
manna árið 1948. Á grundvelli
þeirra laga var flóum og fjörðum
síðan lokað fyrir botnvörpuveið-
um árið 1952 og fjögurra mílna
fiskveiðitakmörk dregin frá
grunnlínum. Þessar þýðingar-
miklu ráðstafanir voru gerðar í
framhaldi af úrskurði alþjóða-
dómstólsins í Haag í landhelgis-
deilu Norðmanna og Breta. Voru
þær undirbúnar af mikilli vand-
virkni og einskis látið ófreistað
til þess að afla viðurkenningar
á þeim meðal þeirra þjóða, sem
mestra hagsmuna höfðu að gæta
á íslandsmiðum. Tókst það svo
giftusamlega, að á örskömmum
tíma viðurkenndu allar þessar
þjóðir hinar nauðsynlegu friðun-
arráðstafanir íslendinga.
Ábyrg forysta
Sjálfstæðisflokksins
Síðan hefur verið unnið að því
af kappi af fulltrúum íslands á
alþjóðavettvangi að undirbúa
næstu skrefin í landhelgismál-
inu. Er óhætt að fullyrða að tek-
izt hafi á síðustu árum að skapa
mjög aukinn skilning á þörfum
þjóðarinnar fyrir frekari út-
færslu fiskveiðitakmarkana.
Það hefur komið í hlut Sjálf
stæðisflokksins að hafa for-
ystu út á við og inn á við í
baráttunni fyrir verndun fiski
miðanna. I því forystustarfi
hefur stefna flokksins ávallt
mótazt af fyllstu ábyrgðartil-
finningu. Jafnframt því sem
fast hefur verið haldið á mál-
stað Islands, hefur áhcrzla
verið lögð á, að byggja allar
ráðstafanir á sem traustust-
um grundvelli og afla viður-
kenningar á þeim ráðstöfun-
um, sem gerðar hafa verið.
Núverandi ríkisstjórn tók því
við landhelgismálinu mjög
vel undirbúnu og hafði góða
aðstöðu til þess að halda sókn-
inni áfram.
Hættur á veginum
Því miður hefur ríkisstjórninni
ekki tekizt eins vel og skyldi um
undirbúning þeirra ráðstafana,
sem nú eru að taka gildi. Á sl.
vori var ríkisstjórnin nærri klofn
uð vegna ágreinings um fram-
kvæmdaatriði málsins. í allt
sumar hafa málgögn stjórnarinn-
ar haldið uppi illvígum deilum
innbyrðis um framkvæmd þess.
Er þetta vissulega mjög illa far-
ið og á áreiðanlega ríkan þátt
í þeim hættum, sem nú eru á
vegi okkar í baráttunni fyrir 12
mílna fiskveiðilandheígi. Hinar
fáránlegu hótanir Breta um beit-
ingu vopnavalds innan ísl. fisk-
veiðilandhelgi, eru áreiðanlega
að einhverju leyti afleiðing
þeirra deilna, sem uppi hafa ver-
ið innan sjálfrar ríkisstjórnar ís-
lands um málið og framkvæmd
þess.
Tilraun Sjálfstæðismanna
til að firra vandræðum
En Sjálfstæðismenn hafa ekki
einungis varðað veginn 1 barátt-
unni fyrir vernd fiskimiðanna á
liðnum árum. Þeir hafa jafn-
framt bent núverandi ríkisstjórn
á úrræði til þess að afstýra þeim
voða, sem leiða kann af beitingu
vopnavalds gagnvart íslending-
um af hálfu einnar bandalags-
þjóðar þeirra. Miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins beindi þeirri
áskorun til ríkisstjórnarinnar fyr
ir nokkru, að hún óskaði ráð-
herrafundar í Alantshafsbanda-
laginu með það fyrst og fremst
í huga að koma vitinu fyrir
Breta og hindra að óhappaverk
yrðu unnin, sem haft gætu ör-
lagaríkar afleiðingar.
Ríkisstjórnin hafnaði þessari
tillögu Sjálfstæðismanna. Utan-
ríkisráðherra rökstuddi þessa af-
stöðu aðallega með því að um-
ræður innan Atlantshafsbanda-
lagsins milli fulltrúa íslands og
bandalagsþjóða þess héldu enn
áfram.
En sama daginn og utan-
ríkisráðherra íslands gerir
þetta að höfuðröksemd sinni
gegn tiliögu Sjálfstæðis-
manna um fund æðstu manna
Atlantshafsbandal. er það
tilkynnt í sjálfum aðalstöðv-
um þess að upp úr þessum við
ræðum hafi slitnað. Engar við
ræður eiga sér þess vegna
stað nú milli íslendinga og
bandalagsþjóða þeirra um
það, hvernig þeirri hættu
verið bægt frá, sem felst í of-
beldishótunum Breta.
Hyldýpi sundrungar
Það er líka athyglisvert, að um
leið og utanríkisráðherrann seg-
ir, að samningaviðræðum innan
Atlantshafsbandalagsins verði
haldið áfram, lýsir sjávarútvegs-
málaráðherra því yfir fullum fet-
um, að þessi ummæli meðráð-
herra síns séu tóm ósannindi!
Það muni engar viðræður eiga
sér stað innan Atlantshafsbanda-
lagsins um málið.
Engum getur dulizt það
hyldýpi sundrungar og ráð-
leysis, sem felst í þessum gagn
stæðu yfirlýsingum þeirra
tveggja ráðherra í ríkisstjórn-
inni, sem landhelgismálið
heyrir mest undir.
Sjálfstæðismenn hafa gert sitt
til þess að ríkisstjórnin tæki
þeim vanda, sem við er að etja
í þessu máli af skynsemi og
ábyrgðartilfinningu, og freisti
raunhæfra ráða til þess að ráða
fram úr honum. Því miður hefur
ráðleggingum þeirra ekki verið
sinnt. En vonandi er að ríkis-
stjórnin átti sig á því fyrr en
síðar, að hún getur ekki látið
skeika að sköpuðu 1 slíku stór-
máli.
Hinn góði málstaður sigrar
Morgunblaðið vill að lokum
óska þess, að hinn góði mál-
staður íslenzku þjóðarinnar
megi nú sem fyrr sigra í bar-
áttunni fyrir rétti hennar til
verndar fiskimiðanna við
strendur íslands. Heill og
hamingja fylgi íslenzkri land-
helgisgæzlu og starfi islenzkra
sjómanna í bráð og lengd.
Öll þjóðin tekur undir þá
ósk um leið og hún dregur
fána simi að hún 1. septem-
ber.
Norskum skipum ráðlagt
að virða nýju landhelgina
ÓSLÓ, 30. ágúst. — NTB. —
Norska sjávarútvegsmálaráðu-
neytið birti í dag eftirfarandi til-
kynningu: Norskum fiskiskipum
er ráðlagt að virða 12 mílna fiSk-
veiðilögsögu þá, sem ísland hefir
lýst yfir, að taki gildi 1. sept.
Skrifstofa Stórþingsins tjáði
NTB-fréttastofunni, að fulltrúar
Norðmanna hafi verið kallaðir
heim til Ósló frá París vegna
þess ástands, sem skapazt hefir
í sambandi við gildistöku 12
milna fiskveiðilögsögu við ísland
1. sept. Upphaflega var það ætl-
unin, að meðlimir norsku nefnd-
arinnar tækju þátt í fundum um
málið á mánudag, en sú stefna,
sem málið hefir tekið undanfarna
daga, bendir til þess, að sá fund-
ur verði hvort eð er ekki hald-
inn;
Brezku togararnir safn-
ast saman um hádegisbil
LONDON, 30. ágúst. — Brezkwm
togurum, sem veiða nú undan
vesturströnd íslands, hafa verið
gefin fyrirmæli um að safnast í
þrjá hópa um hádegisbil á morg-
un, 12 stundum áður en íslend-
ingar hyggjast færa fiskveiðitak-
mörkin út um 8 mílur.
Fréttaritari Reuters, sem er um
borð í brezka togaranum Coven-
try City símaði í morgiun, að
hóparnir mundu verða innan við
12 mílna landhelgina. Sagði hann
og, að fjögur gæzluskip brezka
flotans mundu verða togurunum
til aðstoðar, en um 100 brezkir
togarar mundu nú vera við Is-
land.
í skeytum frá Reutersfréttastof
unni segir ennfremoir, að sérfræð-
ingar telji ólíklegt að íslenzk
varðskip og brezk eftirlitsskip
skiptist á skotum.
Ennfremur segir, að brezki tog-
arinn Churchill hafi legið undan
Rauðasandi einhvern síðustu
daga vegna vélarbilunar — og
Þór hafi fylgzt þar með ferðum
togarans. Annar togari, Leeds
United, hafi leitað til Vestmanna
eyja vegna vélarbilunar, fengið
aðstoð eyjarskeggja — og síðan
haldið til Engiands til frekari við-
gerðar. — Reuter.
Suður-Kórea reiðubúin að styðja
kínverska þjóðernissinna
Hótar að ráðast
á Norður-Kóreu
TAIPEI, 30. ágúst — Reuter —
í dag lýsti yfirmaður herráðsins
í Suður-Kóreu, Yu Jae Hung,
sem nú er staddur á Formósu,
yfir því, að Suður Kórea væri
reiðubúin til að hjálpa kinversk-
um þjóðernissinnum með her-
sveitum, flugvélum og á ýmsan
annan hátt, ef kommúnistar gera
innrás á eyjar á valdi þjóðernis-
sinna. Yu gaf einnig í skyn, að
innrás í ríki kínverskra þjóðernis
sinna kynni að leiða það af sér,
að Suður-Kórea réðist á Norður-
Kóreu. „Ég er þeirrar skoðunar,
að við verðum að samræma að-
geröir okkar“, sagði hann.
í alla nótt héldu kínverskir
kommúnistar áfram skothríð á
Quemoyeyjar, og er þetta áttundi
dagurinn í röð, sem látlausri
skothríð er haldið uppi á eyjarn-
ar. I nótt var alls rúmlega 12 þús.
kúlum skotið á eyjarnar, og
hafa þá alls um 125 þús. kúlur
lent á Quemoy, síðan skothríðin
hófst fyrir rúmri viku. Undan-
farna tvo daga hefur skothríðin
ekki verið eins hörð, og margir
þjóðernissinnar eru þeirrar skoð-
unar, að þetta kunni að vera
undanfari tilraunar til innrásar
á einhverja af eyjunum.
Bandaríski hermálaráðherr-
ann, Brucker, og White, yfir-
maður Kyrraliafsflota Bandaríkj
í dag til að kynna sér ástandið
og ræða við Chiang Kai shek.
★
I fregnum frá Taipei segir, að
undanfarnar vikur hafi kommún-
istar dpnað fimm nýja flugvelli,
og sé hægt að fljúga þaðan á fá-
einum mínútum til Quemoy og
Matsu. Ennfremur segir, að 300
flugvélar séu nú staðsettar á
þessum flugvöllum, og á þessu
svæði séu um 200 þús. hermenn
kínverskra kommúnista.
í Reutersskeyti segir, að blöð
í Peking hafi í dag varla minnzt
á skothríðina á Quemoy, og ekki
er skýrt frá sérstökum útvarps-
sendingum frá Pekingútvarpinu
til Formósu undanfarið, þar sem
herir þjóðernissinna á Quemoy
eru hvattir til uppgjafar. Alþýðu-
blaðið í Peking, sem í sl. viku
fór mjög hörðum orðum um heim
sókn bandarískrar flotadeildar
til Singapore, minnist ekki á sjö-
unda bandaríska flotann né held-
ur á æfingar flugvéla Banda-
ríkjamanna og þjóðernissinna við
Formósu.
Brof á rétti lítils lands
og skerðing á fullveldinu
— segir Izvestia
MOSKVU, 30. ágúst. — Reuter. —
Sovézka blaðið Izvestia sagði í
dag, að viðbrögð Breta við víkk-
un fslendinga á fiskveiðilögsög-
unni séu enn eitt dæmið um brot
á rétti lítils lands og skerðing
á fullveldi þess. Izvestia hefir
það eftir Tassfréttastofunni, að
ekkert sé ólöglegt við þá ákvörð-
un íslenzku stjórnarinnar að færa
fiskveiðilögsöguna út í 12 mílur.
Segir blaðið, að það sé nú alþjóða
hefð, að landhelgi ríkja nái allt
frá þremur upp í tólf mílur.
„Tilrauniam Vesturveldanna —
Bandaríkjanna, Bretlands og ann-
arra ríkja — til að koma á þriggja
mílna mörkum fyrir öll ríki hefir
veriö hafnað oftar en einu sinni,
í upphafi á Haagráðstefnunni
auna, komu flugleiðis til Taipei 1930 og nú að síðustu á nýafstað-
inni ráðstefnu á vegum SÞ um
réttarreglur á hafinu. . . . Það
var einmitt vegna andstöðu vest-
rænna landa, að engar endanleg-
ar ákvarðanir var hægt að taka á
þessri ráðstefnu í sambandi við
stærð Iandhejgi“, segir Izvestia.
Hammarskjöld
til Genfar
BEIRUT, 30. ágúst. — Reuter.
Aðalritari SÞ, Dag Hammar-
skjöld, fór í dag frá Beirut til
Genfar. Hann kom til Beirut frá
Amman, þar sem hann átti við-
ræður við Jórdaníustjórn.— Á
mánudag mun Hammarskjöld
opna ráðstefnu um friðsamlega
nýtingu kjarnorkunnar í Genf. Á
þriðjudag fer hann flugleiðis til
Kaíró til viðræðna við Nasser.