Morgunblaðið - 31.08.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1958, Qupperneq 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 31. ágúst 1958 „Bjargráðin" engin björg fyrir bændur Rœtt við Hermóð Cuðmundsson í Árnesi um horfurnar í Suður-Þingeyjarsýsíu, bjargráðin og ertiðleika í rœktunarmálum HERMÓÐUR GUÐMUNDSSON, bóndi í Árnesi í Aðaldal og frétta ritari Morgunblaðsins þar nyrðra hefur verið á ferðalagi sunnan- lands undanfarna daga. Hann leit inn í skrifstofu blaðsins í gær, rétt áður en hann hélt heim á leið. Fréttamaður notaði tæki- færið og spurði hann tíðinda. Kalt vor Vorið var sérstaklega kalt og gróðurlaust hjá okkur í Suður- Þingeyjarsýslu, svo að stöðug innigjöf var fyrir fé fram á sauðburð, sagði Hermóður. Það var lika einstaklega þurrviðra- samt, svo að varla gat heitið, að dropi kæmi úr lofti. Var þetta hvort tveggja, kuldi og þurrkar, orsök þess, hve seint gróðurinn kom upp. Stuttur góðviðriskafli Vegna veðráttunnar hófst slátt- ur ekki almennt fyrr en vika var af júlí. Þar til um 24. júlí var framúrskarandi hagstæð heyskap artíð með stöðugum þurrviðrum, svo að varla kom næturdögg. Gekk því heyskapurinn ágætlega um sinn, og þeir, sem höfðu góð- an vélakost og súgþurrkun gátu að mestu fullhirt fyrri slátt á túnum. Sýnir þetta vel, hve mik- ið öryggi er að því fyrir bænd- ur að hafa súgþurrkunina og góðar vélar til heyöflunar á okk- ar misviðrasama landi. Þar sem spretta var sæmileg, tókst að afla mikilla heyja þess- ar fyrstu vikur á slættinum. Sprettan var hins vegar mjög misjöfn. Auk beinna áhrifa tíð*- arfarsins kom þar til, að víða var kal í túnum og á þau var ó- venju mikið beitt í vor, þar sem úthagi greri seint. Margir bænd- ur voru því mjög skammt á veg komnir með heyöflunina, þegar þurrkunum lauk um 24. júlí, og voru sumir jafnvel ekki búnir að ná neinu í hlöðu, það heitið gat. Stöðugir óþrurrkar, slæmar horfur Síðan um 24. júlí hafa verið stöðugir óþurrkar og jafnframt kuldar og sama og ekkert hirzt af heyjum. Sérstaklega á þetta við um sveitirnar við ströndina, en veðrið hefur verið skárra í innsveitunum, og þar hefir eitt- hvað náðst í hlöðu þessar vikur. Horfurnar um heyskapinn eru því hvergi nærri góðar, og bæt- ir það ekki úr skák, að háar- spretta er með allra lélegasta móti vegna kuldanna, þar sem til- búinn áburður hefur ekki verk- að vegna þeirra. Jafnmikla kulda og verið hafa á þessu sumri muna menn varla, enda eru fjöll snævi þakin eins og gerist á vorin. Til dæmis um kuldana má geta þess, að snjór hefur sézt á Vaðlaheiði til þessa, og er hún þó ekki nema 400 m yfir sjó. Hætt við búpeningsfækkun Fyrirsjáanlegt er, að heyskap- ur getur ekki orðið ncma léleg- ur, jafnvel þótt tíðarfar breytt- ist til hins betra mjög fljótlega. Nú er ekki um neinar heyfyrn- ingar að ræða vegna þess, að síð- asti vetur var óvenjuiega harður, stöðug innigjöf fyrir sauðfé frá því snemma í desember og langt fram á vor. Er því ekki upp á heyfyrningarnar að hlaupa að þessu sinni, en þær hafa oft áður verið góður stuðningur, þegar ilia hefur heyjazt í harðindum. Virðist því búpeningsfækkun hljóta að vera óumflýjanleg nema til komi sérstakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera. Útlitið er miklu verra hvað haustásetninginn snertir vegna þess, hve allt kjarnfóður hefur hækkað stórkostlega í verði. Er því fyrirsjáanlegt, að bændum verður fjárhagslega um megn að kaupa nægilegt kjarnfóður handa búpeningnum til þess að bæta upp hinn litla heyskap. Bjargráðin engin björg fyrir bændur Hin umtöluðu bjargráð ríkis- stjórnarinnar, sem lögfest voru síðast í maí, eru að dómi bænda hin óhagstæðustu fyrir þá. Sam- kvæmt þeim hækka allar rekstr- arvörur landbúnaðarins stórkost- Iega í verði, þar með talið kjarn- fóður, áburður, brennsluefni, vélaviðhald og viðhald fasteigna, en ailt eru þetta stórir kostnað- arliðir við búreksturinn. Er ó- hugsandi, að hin væntanlega Hermóður Guðmundsson hækkun afurðaverðs vegi þar upp á móti. Enda hafa bændur fulla ástæðu til tortryggni í þeim efnrum, samkv. fenginni reynslu er verðlagsgrundvöllur þeirra er ákveðinn. Margir þessara kostn- aðarliða eru svo lágt metnir í verðlagsgrundvelli landbúnaðar- ins, að verulegur hluti hækkan- anna hlýtur líka að verka sem bein kjaraskerðing fyrir bænda- stéttina. Bændur eru sérstaklega ó- ánægðir með þá stórkostlegu hækkun á kjarnfóðri, sem þegar er komin fram, og á eftir að koma fram með auknum þunga. Þeir geta ekki fallizt á, að kjarnfóður sé luxusvara, sem virðist vera skoðun stjórnarvaldanna. Kom það þeim því undarlega fyrir sjónir, að farmgjöld á kjarnfóðri hækkuðu um 55% fyrir skömmu, þegar öll önnur farmgjöld á stykkja- og sekkjavöru, sem flutt er til landsins, hækkuðu um 20%. Ræktunar sambön din í erfiðri aðstöðu Eitt af því, sem bjargráðin áttu KAUPMANNAHÖFN, 30. ágúst. — Einkaskeyti til Mbl. — Dönsku morgunblöðin skýra frá því sem aðalforsíðufrétt, að viðræðurnar í París hafi farið út um þúfur. Poletiken skrifar: Viðræðurnar eru nú farnar út um þúfur eftir taugastríð, sem talið hefir verið ómögulegt að gæti átt sér stað milli bandalagsríkja. Reyndar eru boðaðar frá aðalstöðvum Atl- antshafsbandalagsins nýjar við- ræður innan skamms tíma, en aðeins kraftaverk gæti orðið til að leysa málið fyrir 1. sept. Ástand þetta, sem virðist ótrú- legt, er afleiðing af efnahagsleg- um fiskveiðivandamálum og skap ar óvináttu milli tveggja vest- rænna bandalagsþjóða, og þess vegna verður vandamálið enn víðtækara. Málið er algjörlega efnahagslegs eðlis, og halda verð ur fast við það, en þar sem Banda ríkin hafa bækistöðvar á íslandi að koma til leiðar, var það að draga úr innflutningi á kjarn- fóðri, 'svo að bændurnir nýttu grasið betur eins og það var orð- að. Til að svo megi verða þarf að koma til aukin ræktun, en við ræktunina þarf stórvirkar vélar, sem ræktunarsamböndunum ber að starfrækja skv. landslögum. Þessi starfsemi ræktunarsamband anna hefur á undanförnum árum verið hin þýðingarmesta fyrir framtíð íslenzks landbúnaðar. Siðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur innflutningur á varahlutum til ræktunarvél- anna stöðugt farið minnkandi. Þessu til sönnunar skal þess get- ið, að eitt fyrirtæki hér í Reykja- vík, sem hefur umboð fyrir stór- virkar ræktunarvélar, hefur feng ið innflutningsleyfi fyrir vara- hlutum sem hér segir( miðað er við gjaldeyriskaup). 1956: 1.321.952 kr. 1957: 688.924 kr. 1958 (til þessa) 270.110 kr. Þetta gerist á sama tíma og ræktunarvélarnar eldast og slitna og allt verðlag erlendis hefur farið stígandi. Eru því tölurnar ennþá lægri, ef miðað er við þetta. Þessi stefna hins opinbera í ræktunarmálunum hefur óhjá- kvæmilega verkað þannig, að æ fleiri ræktunarvélar stöðvast eða verða lítt nothæfar vegna vönt- unar á nauðsynlegustu varahlut- um. Er sannarlega tími til kom- inn fyrir ríkisstjórnina að endur- skoða afstöðu sína til þessara mála. Ella hlýtur það að hljóma eins og hjáróma rödd í eyðimörk að tala um hækkun verðs á kjarn fóðri á þeim grundvelli að knýja þurfi bændastéttina til að hag- nýta grasið betur. Offramleiðslugrýlan Fóðurbætishækkanir og aðrar hliðstæðar ráðstafanir núverandi stjórnar til að þrengja kost bænda byggjast á þeirri skoðun, að eitt mesta vandamál okkar þjóðfélags sé offramleiðslan í landbúnaðinum. Er það sennilega fyrsta ríkisstjórnin á íslandi, sem telur nauðsynlegt að minnka framleiðsluna í landi sínu. Þó fækkar framleiðendum stöðugt, en þeim fjölgar, sem ekki vilja koma nálægt framleiðslustörfum. f samræmi við þessa afstöðu stjórnarvaldanna væri unnt að draga þá ályktun, að slæmt ár- ferði, eins og nú hefur verið um mikinn hluta landsins í sumar, væri kærkomið hjálpartæki til að reka smiðshöggið á stefnu stjórn- arinnar í framleiðslumálum land- búnaðarins. Þessi stefna leiðir ekkert gott af sér fyrir þjóðfé- lagið. Það þarf enginn að halda, að landbúnaðurinn þyldi það bak fall, sem verða myndi, ef fram- leiðslan drægist saman til stórra muna. Afleiðingin yrði sú, að unga fólkinu yrðu ekki sköpuð og Sovétríkin hafa greinilega lát- ið í ljós áhuga sinn á málinu, hlýtur það að vekja kvíða, að umræðurnar skyldu fara út um þúfur. Við höfum fremur í hyggju eindrægnina innan Atl- antshafsbandalagsins en mögu- leikana á því, að skipzt verði á skotum. Þegar öllu er á botninn hvolft, varðar málið íslendinga og Englendinga, og báðir vilja komast hjá óþörfum árelcstrum. ★ Blaðið segir, að fréttaritari Daily Telegraph hafi spurt ís- lenzka forsætisráðherrann, hvað myndi nú gerast, og forsætisráð- herrann hafi svarað: Við höfum okkar áform, sem ekki verða lát- in uppi. Lundúnarfréttaritari Poletikens segir, að Bretar ótt- ist meira afleiðingar deilunnar fyrir aðild fslendinga að Atlants- hafsbandalagnu en möguleika á árekstrum. skilyrði í sveitunum og bændurn- ir myndu flosna upp, áður en varði. Myndi það þá sýna sig, að bændastéttin íslenzka hafi verið svikin á þeim launum, sem hún átti rétt á og henni áttu að vera tryggð með lögum undanfarin ár. Þessu til sönnunar þyrfti ekki einu sinni hæstaréttardóm, sem staðfesti allt að 200 þús. kr. tap- rekstur á einu búi (sbr. taprekst- ur Vilhjálms Þór). Stjórnarvöld- in þyrftu þá ekki heldur að fyrir- skipa stærsta verkalýðsfélagi landsins að biða með sína kaup- hækkun, þar til verðlagsgrund- völlur landbúnaðarafurða verð- ur samþykktur, eins og nú á sér stað, til að geta setið yfir hlut bænda í eitt ár, af því að þeir hafa ekki þrek í sér til að standa saman um sín hagsmunamál. Sá stjórnmálaflokkur, Framsóknar- flokkurinn, sem byggir afkomu sína á bændastéttinni og telur sig þess umkominn öðrum flokkum fremur að vera málsvari hennar í flestum greinum, getur því hvorki né má bjóða bændastétt- inni upp á önnur eins óhæfuverk og þau að hækka farmgjöld á kjarnfóðri meira en tvöfalt miðað við aðrar hliðstæðar vörutegund- ir. Ágæt landbúnaðarsýning Að síðustu spurði blaðamaður- inn Hermóð Guðmundsson um ferðalag hans hér sunnanlands. — Ég hef verið á aðra viku á STOKKHÓEMI, 30. ágúst. Reuter — Sænski tundurspillirinn Hanö, sem annazt hefir eftirlit með sænskum skipum á Islandsmið- um, fékk í dag skipun um að vara sænska fiskimenn við að fara inn fyrir 12 mílna fiskveiði- lögsögu, sem gengur í gildi við ís- land á miðnætti á morgun. Skipstjóranum á Hanö var sagt ÚTVEGSMANNAFÉLAG Gerða- hrepps hefir á fundi þann 28. ágúst 1958 samþykkt einróma eftirfarandi ályktun í sambandi við landhelgismálið: 1. Félagið tekur undir álykt- un Útvegsmannafélags Akraness og skipstjóra ög stýrimannafé- lagsins Hafþórs á Akranesi, um að skora á ríkisstjórnina að hopa hvergi frá settu marki um út- færslu fiskveiðitakmarkanna. Við lítum svo á, að réttur vor til slíkra óhjákvæmilegra sjálfs- bjargarákvarðana sé skýlaus, enda í fullu samræmi við ákvarð- anir ýmissa annarra þjóða, sem óátaldar eru, bæði að því er snertir fiskveiðar og hagnýtingu náttúruauðæfa, er fólgin kunna að vera undir hafsbotni. Viljum vér láta í ljós þá skoðun vora, að ef það komi á daginn, að ein- hver þjóð gerði alvöru úr því að fremja slíkt óhæfuverk að hindra í einhverju framkvæmd vora á hinni nýju fiskveiðireglugerð, þá beri ríkisstjórninni, ef vér ekki af eigin rammleik höfum mátt til að hnekkja slíku ofbeldi, að snúa sér tafarlaust til forráða- manna bandaríska varnarliðsins hér á landi og krefjast þess af þeim, að þeir veiti oss til þess í tæka tíð- fulltingi ,er nægir til að verja rétt vorn og hrinda slíkri árás á sjálfsbjargarviðleitni þjóðar vorrar. ferðalagi um Suðurlandsundir- lendið, sagði hann. Ég kom suð- ur til að skoða landbúnaðarsýn- inguna á Selfossi og hafði af því mikla ánægju. Hún tókst með ágætum og varð sunnlenzkum bændum og öðrum, sem að henni stóðu, til mikils sóma eins og vænta mátti. Mesta athygli mína vakti deild sandgræðslunnar, sem var framúrskarandi táknræn og vel upp byggð. Ég hef ekki fyrr ferðazt um Suðurlandsundirlendið til að kynnast með eigin augum hinni blómlegu byggð þar. Hafði ég mikla ánægju af að sjá hinn mikla myndarbrag, sem hvar- vetna blasti við í landbúnaði Sunnlendinga. Langar mig til að nota þetta tækifæri til að þakka þeim mörgu mönnum, sem ég kynntist á þessu ferðalagi og auð- sýndu mér hina mestu gestrisni og höfðingskap. Út að línu á miðnætti PÉTUR SIGURÐSSON forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði í sím- tali við Mbl. í gær, að engar sér- stakar fyrirslcipanir yrðu gefnar út til áhafna varðskipanna, um- fram það sem venja er frá degi til dags, við hinar ýmsu aðstæð- ur. Að sjálfsögðu verða skipin komin út að 12 mílna línunni á miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudagsins, en hvað svo gerist veit enginn í dag, sagði forstjór- inn. að benda sænskum togurum á, að þeir ættu á hættu að vera teknir af íslenzkum varðskipum og sektaðir ef þeir stunduðu veið- ar innan nýju fiskveiðilögsög- unnar. Einnig var honum falið að minna togaraskipstjóra á, að um langt árabil hefðu Svíar aðallega stundað veiðar á miðum langt fyrir utan nýju fiskveiðilögsög- una. Vér lítum svo á, að á þvi geti ekki vafi leikið, að forráðamenn varnarliðsins hér telji það beina skyldu sína, að sinna fljótt og greiðlega slíkum tilmælum, enda slægi það miklum skugga á þær öryggisvonir er vér höfum talið okkur trú um að tengdar væru við það að hafa lánað land vort til varnaraðgerða og varnarliðs- dvalar um árabil, ef oss brygðist nauðsynleg aðstoð og vernd á slíkri örlagastund. Myndi slíkt fyrirbæri að sjálfsögðu ærið til- efni til nýrrar athugunar á af- stöðu vorri til Atlantshafsbanda- lagsins. 2. Ennfremur skorar félagið á ríkisstjórnina að flytja grunnlínu punkt þann, sem er nú í Eldey í Geirfuglasker, og breyta grunn- línum í samræmi við það. 3. Ennfremur telur félagið að ekki beri að leyfa íslenzkum fiskiskipum veiðar með botn- vörpu innan hins friðlýsta svæðis, og sérstaklega beri að vernda hrygningarstöðvar þorsksins fyr- ir ágangi botnvörpuskipa á tima- bilinu frá 1. janúar til maíloka. BEIRUT, 30. ágúst. Reuter — í dag var skotið á fyrrverandi her- málafulltrúa írakska sendiráðs- ins í Beirut. Særðist hann hættu- lega og var fluttur í sjúkrahús. Er hann andstæðingur nýju stjórnarinnar í Bagdad. Poletiken nm landhelgismálið Sœnskir togarar varaðir viB að veiBa innan nýju línunnar Réttur vor er skýlaus Ályktun frd Útvegsmannafélagi Gerðahrepps, Gerðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.