Morgunblaðið - 31.08.1958, Side 11
Sunnudagur 31. ágúst 1958
MORGVNBLAÐIÐ
11
REYKJAVÍKURBRÉF
Nauðsyn, sem ekki
brýtur lög
Stundum er sagt, að nauðsyn
brjóti lög. Svo er ekki um þá
nauðsyn íslendinga að færa út
fiskveiðitakmörk sín. Þar fara
nauðsyn og rétt lög saman.
Um nauðsyn íslenzku þjóðar-
innar þarf ekki að fjölyrða. Hún
er nú orðið viðurkend af öllum.
Jafnvel þeir erlendir menn, sem
harðastir eru i andstöðu við þá
útfærslu fiskveiðimarkanna, sem
nú hefur veriþ gerð, segjast við-
urkenna sérstöðu íslendinga.
Þess vegna telja þeir sig vera
reiðubúna til að semja um hana,
þó að þeir viðurkenni ekki rétt
okkar til einhliða ákvörðunar.
Sannleikurinn er og sá, að hér
er ekki um að ræða nauðsyn ís-
lendinga einna heldur allra, sem
sækja fisk í sjó á Norðurhöfum.
Ofveiðin er jafnhættuleg öllum.
Þó að íslendingum einum sé áskil
inn réttur til veiði innan hinna
nýju fiskveiðimarka, þar með tog
urum okkar að einhverju leyti
þá eyðir það ekki gagni annarra
af hindrun ofveiðanna. Mikill
munur er, hvort 50—60 togarar
veiða á tilteknum miðum eða
mörg hundruð.
íslendingar
eiiílmga um r é ttinn
Nú er það að vísu svo, að nauð-
synin ein skapar ekki réttinn. En
íslendingar eru einhuga um, að
hér sé nauðsynin vernduð af rétt-
inum. Sá skilningur kom þegar
fram í lögunum um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunnsins,
sem Sjálfstæðismenn heittu sér
fyrir, að sett voru 1948 og þing-
heimur var sammála um. Allar
útfræslur fiskveiðitakmarkanna
eru byggðar á þeim lögum.
Fyrst sú, er gerð var 1950 og síð-
an hin önnur 1952, er firðir og
flóar voru friðaðir og 4 mílur
boðnar umhverfis allt landið, og
loks nú hin þriðja, sem taka á
gildi þann 1. september. Allir ís-
lendingar eru sammála, ekki að-
eins um nauðsyn þessara fram-
kvæmda heldur og réttmæti
þeirra.
Sannfæring okkar er sú, að enn
höfum við ekki tekið allt í þessu,
sem réttur okkar raunverulega
nær til. Það kemur af því, að
annað er að eiga réttinn og hitt
að fá hann viðurkenndan. Það er
gömul saga í heiminum og þó
ætíð ný, að sá máttarminni verð-
ur löngum að sætta sig við lakari
hlut en hinn, sem valdið hefur.
Stefna öruggt
að settu marki
Sá, sem á rétt, er hann hefur
ekki fengið viðurkenndan, verður
sjálfur að gera sér markmið sitt
ljóst og síðan sækja örugglega að
því, hvenær sem færi gefst. Jafn-
framt verður að gæta þess að mis
stíga sig ekki í sókninni fyrir hin-
um góða málstað. Misstig kann
að verða til þess, að ekki verði
einungis örðugra að ná þeim
áfanga, sem þá var ætlunin að
feta sig til, heldur og til þess, að
villzt verði af réttri braut, lent
í ógöngum, sem erfitt sé út úr að
komast. Allt eru þetta einföld
sannindi, sem eru bezti leiðar-
vísirinn við lausn örðugra mála.
Sjálfstæðismenn hafa reynt að
gæta þessa í öllum afskiptum
sínum af þessu lífshagsmunamáli
íslenzku þjóðarinnar. Þeir gerðu
það, þegar þeir fóru með fram-
kvæmd málsins við útfærslu fisk
veiðitakmarkanna 1950 og 1952
og allt, sem þeir hafa lagt tií um
meðferð málsins nú, mótast af
sama hugsunarhætti.
Mikið á unnizt
Augljóst var, að Genfarráð-
stefnan á s.l. vetri skapaði íslend-
ingum nýtt færi til framkvæmda
í þessum efnum. Þar var prýði-
lega á málum haldið *af íslend-
inga hálfu. Formleg samþykkt
fékkst að vísu ekki fyrir þeirri
lausn, sem við óskuðum, en hún
fékk meirihluta-stuðning. Og
hvað sem öðru leið, þá var ljóst,
að kenning Breta um þriggja
mílna landhelgi, sem næði einnig
til fiskveiðimarka, var eftir Gen-
farráðstefnuna gersamlega úr
sögunni. Það játa jafnvel þeir
sérfræðingar, sem segjast enn
ekki vissir um, að 12 mílna kenn-
ingin hafi fengið næga viðurkenn
ingu. Þó að íslendingar yrðu
fyrir vonbrigðum um sumt á
Genfarráðstefnunni, einkanlega
framkomu Bandaríkjamanna, þá
var hún í heild mikill ávinningur
fyrir okkur. Til þessa vísaði
Sjálfstæðisflokkurinn í yfirlýs-
ingu sinni frá 21. maí, er hann
sagði:
Jafnframt bendir flokkurinn á,
að íslenzki málstaðurinn hefur
stöðugt verið að vinna á og
aldrei meir en síðustu mánuð-
ina“.
Hvernig skyldi
hagnýta vinning-
inn ?
Um meginefni málsins: að hag-
nýta sér þegar í stað og sem bezt
ávinninginn af Genfarráðstefn-
unni, hefur aldrei verið neinn
ágreiningur hér á landi. En því
miður sýndist mönnum á s.l. vori
nokkuð sitt hvað um aðferðina.
Þá var látið heita svo í fyrstu, að
haft skyldi samráð allra þing-
flokkanna, bæði stjórnarflokka
og stjórnarandstöðu, um hvernig
að skyldi farið. Upp úr því sam-
starfi slitnaði þó brátt. Fyrst og
fremst vegna þess, að ríkisstjórn-
inni kom ekki saman innbyrðis.
Eins og kunnugt er, lá dögum eða
vikum við, að hún rofnaði vegna
ágreinings um málið. Sá ágrein-
ingur gerði henni ómögulegt að
hafa með eðlilegum hætti sam-
starf við stjórnarandstöðuna
vegna þess, að þá óttaðist stjórn-
in, að hún sýndi andstæðingunum
um of sinn eigin veikleika.
Sjálfstæðismenn hafa aldrei
látið þetta á sig fá, heldur æt,íð
verið reiðubúnir til samstarfs og
um tillögugerð, hvenær sem til
þeirra hefur verið leitað.
Af hverju grunn-
línubreyting ?
Um efni málsins fólst í yfirlýs-
ingu Sjálfstæðismanna frá 21.
maí, að þeir teldu, að ekki bæri
eingöngu að taka ákvörðun um
12 mílna fiskveiðitakmörk, held-
ur einnig að reyna að fá „nauð-
synlega réttingu á grunnlínum".
Þessi skoðun kom fram af því, að
Sjálfstæðismenn töldu að fara
ætti eins langt og fært reyndist.
Þar skipta grunnlinurnar sums
staðar ekki síður máli heldur en
útfærsla um 8 mílur. Þetta kem-
ur af tvennu.
Annars vegar. af því, að þegar
mörkin voru færð út fyrir Norð-
urlandi 1950, lá enn ekki fyrir
dómur Alþjóðadómstólsins í fisk-
veiðideilu Norðmanna og Breta.
Þess vegna voru grunnlínurnar
fyrir norðan dregnar með öðrum
hætti og okkur óhagkvæmari en
Haag-dómurinn er talinn veita
heimild til. Hér við bætist, að
fróðir menn telja, að á Genfar-
ráðstefnunni í vetur hafi verið
samþykktar reglur, er heimili
grunnlínuréttingar einnig annars
staðar umhverfis Island, þar sem
þær geta skipt miklu máli. Af
þessum sökum var ekki að vænta
jafnheiftúðugrar andstöðu gegn
grunnlinuréttingum og gegn
sjálfri útfærslunni í 12 mílur. þar
sem ágreiningur um meginreglur
kemur til.
Hjá ríkisstjórninni varð ofan á
að halda sig að 12 mílna útfærsl-
unni einni. Héðan af hafa því til-
lögur Sjálfstæðismanna um, að
taka grunnlínubreytingarnar
með, eingöngu sögulega þýðingu.
En Sjálfstæðismenn hafa engu að
leyna í þessu efni, heldur fýsir
að skýra málið fyrir alþjóð,
svo að hún geti dæmt um tillögu-
gerð hvers og eins.
Greinargcrð íim
meðferð inálsins
nauðsynleg
Því fer þó fjarri, að Sjálfstæð-
ismenn hafi viljað efna tilóþarfia
deilna um málið. Þess vegna birtu
þeir ekki í fyrstu yfirlýsingu sína
frá 21. maí og skiptu sér ekki af
innbyrðisþrætum stjórnarflokk-
anna, fyrstu vikurnar eftir að
þeir þóttust hafa komizt að satn-
komulagi um málið. Eftir að æ
ofan æ blossuðu upp deilur milli
stjórnarflokkanna, þó að þeir
hinn daginn töluðu fjálglega um
einhug í málinu, og eftir að hvik-
sögur um meðferð málsins á er-
lendum vettvangi mögnuðust,
kröfðust Sjálfstæðismenn þess,
að stjórnin semdi greinargerð um
málið og skýrði þjóðinni afdrátt-
arlaust frá öllu, sem í því hefði
gerzt.
Sjálfstæðisflokkurinn taldi, að
þetta væri eina ráðið til að
hreinsa loftið, þá kæmi glögglega
fram, hvar hver og einn stæði,
hvort ágreiningur væri raunveru
lega fyrir hendi og þá hvers eðlis.
Glögg vttneskja almennings um
Frh. á bls. 12.