Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. ágúst 1958 MORGUNBLAÐIÐ 19 Krúsieff vill rœða um stöðvun kjarnorkutilr. — Iþróttir Framh. aí bls. 6 en þá kom Hewson — spretthlaup arinn í hópi 1500 metra hlaupara, og skauzt fram fyrir hann sem og Waern sem varð af gullinu á síðustu 10 m hlaupsins. Tíminn varð verri en í undankeppninni, enda von þegar svona taktiskt illa er hlaupið í baráttunni um verð- launin og stigin. Spjótkast Spjótkastskeppnin var glæsi- leg á að horfa. Hvílíkur kraftur í köstunum. Manni fannst spjótin stefna eins og eldflaugar út í heiminn en þau lentu á sínum stað, lengst rúma 80 metra frá kaststað. Olympíusigurvegarinn og heims methafinn Norðmaðurinn Dani- elsen tók forystuna með um 76 m kasti. En í þriðju umferð tók Evrópumeistarinn Sidlo við og hélt henni til loka er hann hafði kastað 80,18 metra. Danielsen hreppti annað silfur Noregs á mótinu. Eftir geysispennandí og tvísýnt hlaup tókst Bretum að sigra í 4x400 m hlaupi en þó skyldu að- eins 3/10 úr sekúndu þá og Þjóð- verja að. Það var þarna sem oft áður, að enginn sér við Englend- ingnum. Hann er seigari en flestir trúa þegar á reynir. í 4x100 m hlaupinu fékk eng- inn ógnað Þjóðverjum. Þrátt fyrir það að fyrsta skiptingin hjá Nahlendorf og Hary misheppnað- ist algerlega og sveitin tapaði 3—5 metrum, þá unnu þeir það upp, Futterer á seinni beygjunni og ekki sízt Germar á endasprett- inum. Hann tók við keflinu annar eða þriðji en skilaði vel fyrstur. í 4x100 m hlaupi kvenna sigr- aði rússneska sveitin, en hinar ensku urðu í 2. sæti sjónarmun á undan Pólverjum. Tími rúss- nesku stúlknanna þætti allsæmi- legur af venjulegri sveit eins fé- lags í Reykjavík. Keppni Evrópumeistaramóts- ins var lokið. Hún hvað hörð- ust síðasta daginn. Mest bar sem áður á Englandi, Rússlandi, og Þýzkalandi. En 'Svíþjóð var nreð í hópnum þennan dag. Þessar fjórar þjóðir hlutu samtais 6 gull verðlaun, 4 silfur og 5 brons- verðlaun. Mest „hörkuðu" Eng- lendingar af stigum eða 29, en Rússland fékk „aðeins" 27 þennan dag. Þjóðverjar hlutu 24 stig en Svíar 21. Þegar þarna var komið var gengið inn á völlinn með fána keppendaþjóðanna. Þá taiaði for_ maður alþjóðasambandsins. mark greifinn af Exeter. Þá voru fán- arnir aftur bornir út. Fáni al- þjóðasambandsins var dreginn niður, en hann hafði verið við hún alla mótsdagana. Stuttri en hátíðlegri athöfn var lokið. Mesta Evrópumóti í frjálsíþróttum var lokið. 19 af 22 gildandi mótsmet- um höfðu verið bætt. Það gefur nokkra hugmynd um árangurinn og samanburð við fyrri mót. A. St. Úrslit sunnudagsins urðu ann- I ars sem hér segir: 100 m grindahlaup: — 1. Lau- j er, Þýzkalandi, 13,7 sek., 2. Lor- j ger, Júgóslaviu, 14,1, 3. Michail- ov, Rússlandi, 14,4, 4. Hildreth, Bretlandi, 14,4, 5. Mazza, Ítalíu, ! 14,6, og 6. Johansson, Svíþjóð, 14,7 sek. 1500 m hlaup: — 1. Hewson, Bretlandi, 3.41,9 mín., 2. Dan Waern, Svíþjóð, 3.42,1, 3. Delany, írlandi, 3.42,3, 4. Rózsavölgyi, Ungverjalandi, 3.42,7, 5. Vuori- salo, Finnlandi, 3.42,8, og 6. Herr- mann, Þýzkalandi, 3.43,4. Hástökk: — 1. Dahl, Svíþjóð, , 2,12 m, 2. Lansky, Tékkósló- vakíu, 2,10, 3. Pettersson, Sví- þjóð, 2,10, 4. Kasjakarov, Rúss- iandi, 2,06 m, 5. Púll, Þýzkalandi, 2,06, og 6. Stepanov, Rússlandi, 2,06 m. Spjótkast: — 1. Sidlo, Pól- landi, 80,18 m, 2. Danielsen, Nor- egi, 78,27, 3. Kulcsar, Ungverja- landi, 75,26, 4. Macquet, Frakk- landi, 75,18, Kuisma, Finnlandi, 74,90, og 6. Kusnetsov, Rússlandi, 73,89 m. 4x100 m hlaup: — 1. Þýzka- land, 40,2 sek., 2. Bretland, 40,2, 3. Rússland, 40,4, 4. Tékkósló- vakía, 40,7, 5. Frakkland, 41,0. Italía var dæmd úr leik. 4x400 m hlaup: — 1. Bretland 3.07,9 mín., 2. Þýzkaland 3.08,2 mín., 3. Svíþjóð 3.10,7 mín., 4. Ítalía 3.11,1 mín., 5. Rússland 3.11,4 mín. og 6. Pólland 3.13,8 mín. 800 m hlaup kvenna: — 1. Er- molajeva, Rússlandi, 2.06,3 mín., 2. Leather, Bretlandi, 2.06,6, og 3. Levitskaja, Rússlandi, 2.06,6. 4x100 m hlaup kvenna: — 1. Rússland, 45,3 sek., 2. Bretland, 46,0, og 3. Pólland, 46,0. Maraþonhlaup: — 1. Popov, Rússlandi, 2 klst. 15.17,0 mín., 2. Filin, Rússlandi, 2 klst. 20.50,6, 3. Norris, Englandi, 2 klst. 21.15,0, 4. Wilkinson, Bretlandi, 2 klst. 21.40,0, 5. Beckert, Þýzkalandi, 2 klst. 22.11,2, og 6. Korhonen, Finnlandi, 2 klst. 22.45,8. - E. O. P. Framh. af bls 9 átti hann sæti í 11 ár. Þá sat hann einnig í Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur lengst af síðan 1944. Erlendur var orðlagður dreng- skaparmaður og þótt oft hafi verið deilt um menn og málefni, munu állir sammála um, að úr þeim deilum hafi Erlendur ávallt komið með hreinan skjöld, því að í hverju sem hann lét sig varða, sýndi hann ávallt hinn sanna drengskap og hreinlyndi. Til marks um það álit, sem hann naut út á við, skal þess getið, að á 50 ára afmæli Ármanns var hann sæmdur heiðursmerki þess félags. Það er erfitt að hugsa sér KR án Erlendar, eftir að hann hefur í tæpan mannsaldur verið óað- skiljanlegur hluti félagsins og fórnað félaginu flestum sínum frístundum og stórum hluta síns starfsdags, en fyrir allt hans þrot lausa starf í þágu félagsmanna viljum við nú færa alúðarfyllstu þakkir. KR-ingar. PARÍS, 30. ágúst. Reuter. — Stjórn de Gaulles samþykkti í dag nýjar aðgerðir gegn hermd- arverkum Serkja í Frakklandi. LUNDÚNUM, 30. ágúst. — Reut- er. Sovézki forsætisráðherrann Krúsjeff lýsir yfir því í dag í viðtali við Pravda, að Sovétstjórn in sé fús til þess að hefja við- ræður við ríkisstjórnir Bretlands og Bandarikjanna 31. okt. í haust um að binda enda á tilraunir með kjarnorkuvopn. Höíðu þeir Eisen hower Bandaríkjaforseti og brezki forsætisráðherrann Mac- millan lagt til, að slíkar viðræð- ur hæfust þennan dag. Leggur Krúsjeff áherzlu á, að á slíkri ráðstefnu verði að nást samkomulag um, að öll ríki hætti endanlega tilraunum með kjarn- orkuvopn. Er Krúsjeff þeirrar skoðunar, að ákveða eigi fyrir- fram, hversu lengi ráðstefnan standi, og telur, að hún ætti ekki að þurfa að standa lengur en 2— 3 vikur. Leggur Krúsjeff til, að ráðstefnan verði haldin í Genf. Krúsjeff hefir enn ekki svarað formlega bréfum Macmillans og Eisenhowers, þar sem þeir lögðu til, að slík ráðstefna yrði haldin. í viðtalinu í Pravda fer Krúsjeff hörðum orðum um Breta og Bandaríkjamenn og dregur í efa, að þeir vilji raunverulega hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. Engri átt nái að hætta slíkum til- raunum í eitt ár, og þar sem nið- urstaðan af Genfarráðstefnu kjarnorkusérfræðinganna hafi orðið sú, að hægt væri að fylgj- ast með öllum kjarnorkuvopna- tilraunum, sé engin ástæða til að hætta ekki slíkum tilraunum fyr- Foriíigjaskóli á Úifljótsvatni HINN 20. sept. hefst nám- skeið á Úlfljótsvatni fyrir skáta- foringja, þar sem þeir verða þjálfaðir í ýmsu af því, sem að gagni má verða í starfi þeirra. Fofingjaskólinn, en svo er þessi starfsemi kölluð, mun standa yfir í vÍKutíma og sækja hann skáta- foringjar frá Reykjavík, Akur- eyri, Hafnarfirði, Keflavík, Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Akranesi og fleiri stöðum. Frú Hrefna Tynes vara- skátáhöfðingi mun standa fyrir námskeiðinu, en meðal annarra leiðbeinenda verður Eiríkur Jó- hannesson félagsforingi í Hafn- arfirði, sem a undanförnu hefir verið á svipuðum skóla í Noregi. Sams konar námskeið hafa tví- vegis verið haldin áður á Úlfljóts vatni, en nú er um áratugur, síðan það var síðast gert. ir fullt og allt. Segir Krúsjeff í viðtalinu, að Sovétstjórnin telji sig frjálsa að því að hefja tilraun ir að nýju, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn hafi haldið til- Keflavík — AljarM Amerísk hjón með tvö börn, óska eftir íbúð, helzt með hús- gögnum. Tilboð sendist afgr. Mbl. í Keflavík, merkt: „92 — j 1201“. — Duglegan verzlunarstjóra við matvöruverzlun vantar nú þegar. Gott kaup. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Góð vinna. — Hátt kaup“ fyrir 4. september. HRINGUNUM FRÁ HAFNARSTR A raunum áfram, eftir að Sovét- stjórnin lýsti yfir því, að Rússar væru hættir öllum slíkum tilraun um. Talið er, að undanfarna viku hafi Sovétstjórnin verið að ráðg- ast við kínverska kommúnista um formlegt svar. Sé þeim ráða- umleitunum sennilega ekki lok- ið, úr því að Krúsjeff hafi tekið þann kostinn aS birta afstöðu samstjórnarinnar í Pravda, en ekki sent formlegt svar. Stálbofbbúna&ur Mislit leirtau Mislit glös í miklu úrvali. — Storesar vERZiu-ir V .. Vesturgötu 6. Hreinir storesar stífaðir og strekktir. Fljót afgreiðsla. — Sörlaskjól 44, sími 15871. Vin- samlegast geymið auglýsing- una. — dugleg og áreiðanleg, óskast 10 —15 klst. á viku. Bréfaskriftir á íslenzku, ensku og dönsku. Tilboð merkt: „Útgáfa — 6895‘ sendist Mbl. fyrir 5. sept. Sem nýr PELS (Beaver lamb), ti! Mánagötu 18. söln, á T œksfœriskaup Vandað sófasett, 3 stólar og sófi, til sölu með sér- stöku tækifærisverði til sýnis að Ægissíðu 72, neðri hæð. Hjartanlegustu þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér velvild og vinarhug á sextugsafmæli mínu. Sveinn Þórðarson, bankaféhirðir. Lokað eftir hádegi mánudaginn 1. sept. vegna jarð- arfaraur Erlendar Ó. Péturssonar forstjóra. Everest Trading Company Garðastræti 4 Vésturröst hf., Austurg. 23 Sonur okkar JÓHANN ÆVAB HARALDSSON Hólmgarði 66, lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 26. þ.m. Ingibjörg G. Gunnlaugsdótíir, Haraidur Kr. Jóhannsson. ———Ha—i—nnu—i—■mb—tmi ■■iMtwiiMawMBKaaaBMBWWM Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir KRISTINN ÓSKAR KRISTJÁNSSON sjómaður, Háteigsveg 25, verður jarðsunginn þriðjudag- inn 2. september frá Dómkirkjunni kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Jónína Guðjónsdóttir, synir og tengdadætur. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MINERVAcÆ^w^ STRAUN I NG OÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.