Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 4

Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 4
4 MORCVWBL AÐ1Ð Þriðjudagur 2. september 1958 I dag er 245. dagur ársins. Þriðjudagur 2. september. Árdegisflæði kl. 8,33. Síðdegisflæði kl. 20,47. Slysavarðstofa Reykjavíkur Heilsuverndarstöðinn' er opin aU an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á samr stað, frá kl. 18—8. — Sími 1503Q Næturvarzla vikuna 31. ágúst til 6. september er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Holts-apótek og Garðsapótek eru opir á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er opíð alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga ki 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 Næturlæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Keflavikur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19. laugardaga kl. 9—16. Heigidaga kL 13—16. Kópavogs-apótek, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20. nema laugardaga kL 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Simi 23100. RMR Föstud. 5.9.20. — VS — Fr. — Hvb. SI3 Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Valgerður Guðleifs- dóttir, Þvervegi 4 og Eysteinn Guðmundsson bílasmiður, Ljós- vallagötu 22. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Lilja Hallgrímsdótt- ir og Benedíkt Kristinsson skip- verji á togaranum Fylki. E^Flugvélar Flugfélag íslands —- Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22:45 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. — Inn- anlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing- eyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Loftleiðir. — Hekla er væntanleg kl. 08:15 frá New York. Fer <d. 09:45 til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. — Edda er væntanleg kl. 19:00 frá London og Glasgow. Fer kl. 20.30 til New York. Skipin Skipadeild SÍS —— Hvassafell er £ Rostock. Arnarfell fer frá Borg- arnesi í dag. Jökulfell lestar á Austfjörðum. Dísarfell er á Akur- eyri. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Akranesi í gær. Hamrafell átti að fara frá Batumi í gær. Eimskipafélag Rey*kjavikur h. f. — Katla er í Riga. Askja er á leið til Kingston og Havana. Skipaútgerð ríkisins — Hekla er í Bergen á leið til Kaupmanna- hafnar. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í dag að austan úr hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík síðdegis í dag vestur um land í hringferð. Skjaldbreið er á Skagafirði á vesturleið. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Eimskipafélag íslands — Detti- foss fór frá Hafnarfirði í morgun. Fjallfoss fór frá Antwerpen 31. ágúst. Goðafoss er í Reykjavik. Gullfoss fór frá Leith í gær. Lagarfoss er í Hamborg. Eeykja- foss fór frá Siglufirði 30. ágúst. Tröllafoss er á leið til New Yoi’k. Tungufoss fór frá Sauðárkróki 1. sept. Ymislegi Orð lífsins — En á ferðum yðar skuluð þér prédika og segja: Himnaríki er 1 nánd. Læknið sjúka vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda, ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypil skuluð þér af hendi láta. — Matt. 10,7—9. Fíladelfíusöfnuðurinn þakkar. Fíladelfíusöfnuðurinn telur sér skylt að koma á framfæri hlýjum þakkarorðum til margra ónafn- greindra karla og kvenna. Það er ótrúlegt, en eigi að síður satt, að Fíladelfíusöfnuðurinn hefur veitt móttöku kr. 87.000,00 — áttatíu og sjö þúsundum — í áheitum og frjálsum gjöfum, það sem af er þessu ári. Bendir þetta ótvírætt í þá átt, að margir hugsa með hlý- hug til safnaðarins. Sjálfsagt vita allir þessir gefendur að Fíladelfíu söfnuðurinn er nú að byggja sitt eigið samkomuhús (guðshús) í Reykjavík, og eru þær byggingar- framkvæmdir fjárfrekar mjög. En svona örlæti léttir ekki aðeins byggingarframkvæmdirnar stór- lega, heldur örvar það trú safriað arins á málstaðinn og framkvæmd irnar, að finna slíkan hlýhug bein ast til sín, víðs vegar að af land- inu. — Hafi allir hjartans þökk fyrir gjafirnar, og ósk okkar er, að allir gefendurnir megi finna það í ríkasta mæli, að náð og vel- þóknun Guðs hvíli yfir þeim. — Forstöðumaðurinn. Munið niænusóllarbóluselning- una í Heilsuverndarstöðinni á þriðjudögum kl. 4-7 e. h. Kvöldskóli KFUM tekur til starfa 1. október. Innritun fer daglega fram í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Leiðrétting. — Misritun varð á sunnud. í frétt um íslendinga þá, sem sækja þing Alþjóðasambands bankamanna í Skotlandi um þess- ar mundir. Fulltrúarnir eru Einar Ingvarsson og Guðmundur Ás- geirsson í Útvegsbankanum. Minningargjafakort Blindravina- félagsins fást á Grundarstíg 11 og í öllum lyfjabúðum í Reykja- vík, Hafnarfirði og Kópavogi. Einnig í bókabúð Rikku á Akur- eyri. l^Pennavinir Bréfaskipti — Tomomitsu Tanabe, Kawara-machi, Matsuyama-city, Ehime, Japan, óskar eftir bréfa- skiptum við islenzkan dreng á aldrinum 15 til 20 ára. Tanabe er 18 ára og helztu áhugamál hans eru frímerkjasöfnun, Ijósmyndir og tónlist. Hann skrifar ensku. Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Hafsteins Aust- manns í Listamannaskálanum. Er sýningin opin alla virka daga klukkan 1—11 eftir hádegi og á sunnudögum auk þess kl. 10—12 fyrir hádegi. Á myndinni hér fyrir ofan sést Hafsteinn með eitt af málverkum sínum. Læknar fjarverandi: Alfreð Gíslason 30. ágúst til 3. okt. Staðgengill: Árni Guðmunds- son. — Arinbjörn Kolbeinss 27. júlí til 5. sept. Staðgengril: Bergþór Smári. Bergsveinn Ólafsson 19. ágúst til 2. okt. Staðg.: Skúli Thoroddsen Brynjúlfur Dagsson, héraðs- læknir í Kópavogi frá 1. ágúst til septemberloka. Staðgengill: Garð at Ólafsson, Sólvangi, Hafnar- firði, sími 50536. Viðtalstími í Kópavogsapóteki kl. 3— . e.h. simi 23100. Heimasími 10145 Vitjana- beiðnum veitt móttaka í Kópa- vogsapóteki. Daníel Fjeldsted frá 31. ágúst til 5. september. — Staðgengill:, Björn Guðbrandsson. Eggert Steinþórsson 30. ágúst til 5. sept. Staðgengill: Kristján Þorvarðarson. Ezra Pétursson frá 24. þ.m. til 14. sept. Staðgengill: Óiafur Tryggvason. Friðrik Einarsson til 3. sept. Grímur Magnússon frá 25. þ.m., fram í október. Staðgengill: Jó- hannes Björnsson. Guðm. Benediktsson frá 20. júlí í óákveðinn tíma Staðgengill: Guðjón Guðnason, Hverfisgötu 50, sími 15730. Guðmundur Eyjólfsson frá 6. ág. til 10. sept. — Staðgengill: Erlingur Þorsteinsson. Gunnlaugur Snædal frá 18. þ.m. tii 2. sept. Staðgengill: Jón Þoi’- s^einsson, Austurbæjar-apóteki. Jón Gunnlaugsson Selfossi frá 18. þ.m. til 8. sept. — Stg.: Bjarni Guðmundsson, héraðslæknir. Karl S. Jónasson 21. ágúst til 10. sept. Staðg.: Ólafur Eelgas. Kristinn Björnsson óákveðið. — Staðgengill: Gunnar Cortes. Ófeigur Ófeigsson til 14. sept. Staðg.: Jónas Sveinsson. Tómas Jónsson frá 29. 8. til 7. sept. Staðgengill: Guðjón Guðna- son, Hverfisgötu 50, sími 15730. Tryggvi Þorsteinsson um óákveð inn tíma. Staðgengrill: Sigurður S. Magnússon, Vesturbæjar-apó- teki. — • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar.. — 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,96 100 Gyilmi ..................—431,10 100 danskar kr.......— 236,30 100 norskar kr.......— 228,50 100 sænskar kr.......—315,50 100 finnsk mörk .... — 5,10 1000 franskir frankar .. — 38,86 100 belgiskir frankar..— 32,90 100 svissn. frankar .. — 376,00 100 tékkneskar kr. .. — 226,67 100 vestur-þýzk mörk — 391,30 1000 Lirur ...........— 26,02 Hvað kostar undir bréfin. Innanbæjar 20 gr. kr. 2.00 Innanl. og til útl. Flugb. til Norðurl., (sjóleiðis) 20 — — 2.25 Norð-vestur og 20 — — 3.50 .lið-Evrópu 40 — — 6.10 Flugb. til Suður- 20 — og A-Evrópu 40 — Flugbréf til landa 5 — utan Evrópu 10 — 15 — 20 — Ath. Peninga má ekki senda í almennum urefum. 4.00 7.10 3.30 4.35 5.40 6.45 Söfn Bæjarbókasafn Reykjavíkur. Sími 1-23-08. Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A (Esjuberg). Útlánadeild: Opið alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. — Les- stofa: Opið alla virka daga kl. 10 —12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið Hólmgarði 34. Útlána- deild, fyrir fullorðna: Op ð mánu- daga kl. 17—21, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. — Útlánad. fyrir börn: Opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 17—19. Utibúið Hofsvallagötu 16. Út- lánad. fyrir börr og fullorðna: — Opið alla virka daga nema laugar daga kl. 18—19. Útibúið Efstasundi 26. Útlánad. fyrir böx'n og fullorðna: — Opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 17—19. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,80—15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 Þjóðleikhúsið er opið til sýnis þriðjudaga og föstudaga kl. 11 til 12 árdegis. Inngangur um aðal- dyr. Listasafn Einars Jónssonar, — Hnitbjörgum, er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30 síðd. Árbæjarsafnið er opið kl. 14— 18 alla daga nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. María Jónsdóttir frá Arngeirsstöðum kveðja MARÍA Jónsdóttir var fædd að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 10. febrúar árið 1867. Árið 1895 kvæntist hún Einari Sigurðssyni frá Fagurhól í Landeyjum. Bjuggu þau fyrst að Arngeirs- stöðum, en þar var jarðrými lítið og börnin komu fljótt. Vegna afkomu fjölskyldunnar, urðu þau því að flytja. Fóru þau þá fyrst til Vestmanna- eyja, en fluttust að lokum árið 1817 að Móakoti í Garðahreppi. Að Móakoti var heimili þeirra, þar til Einar fór árið 1936 á Hafnarfjarðarspítala, en á þeim spítala lá hann óslitið eftir það eða þar til hann dó árið 1940. Eftir það bjó María hjá Helgu dóttur sinni og Sigurði Sigurðs- syni manni hennar. Af þeim hjónum báðum naut hún sér- stakrar umönnunnar og ástríkis. Að heimili þeirra á Steinmóða- bæ í Vestur-Eyjafjallasveit and- aðist hún 10. ágúst. Átta urðu börn þeirra hjóna. Sex eru á lífi, en tvo syni misstu þau, annan í æsku, en hinn; Her- mann, fórst árið 1942 á bát frá Vík í Mýrdal. Þetta er það sem mér hefur verið sagt um ömmu mína. Mér hefur einnig verið sagt frá hinum erfiðu lífskjörum, fá tæktinni, sjúkdómunum, baslinu og hvers kyns vonbrigðum. FERDINANU Fyrirmyndinrii fylgt imiil 0* "V OOop y/- 1 m/Jj& *MÍ«c ^Copjri^M^P^JÖ^Box^6^Cop«nbagen En hlutirnir eru ekki það sem þeir eru, heldur það sem við gerum úr þeim. Þetta skildi amma mín og henni tókst að gera lán úr óláni og gæfu úr því sem mörgum hefði fundizt gæfuleysi. Til einskis hefur sá ekki lifað, sem eins marga hefur snert með óendanlegri gæzku sinni og þú, amma mín. Mér er í huga, þegar ég fyrir nokkrum árum kom að Stein- móðabæ í stutta heimsókn. Utan bæja var vetur og fimbulveour. Hugur minn þreyttur og sár. En í einni setningu mæltri af reynslu og sannleika, tókst þér að opna augu mín og færa mér frið. £g skildi þá þann sannleika er var ef til vill inntak þinnar eigin lífsreynslu. Vitundin um hvað það litla getur verið stórt og það stóra verið lítið. Fyrir þetta og þá sögu er móð- ir mín sagði af þér vil ég að lok- um færa þér alúðarþakkir. Ein var sú sem sagt var um, að sæi allt, umbæri allt og fyrir gæfi allt. Virðist mér sem þessir eiginleikar hafi fylgt nafngift þinni. Mér eru þau sannindi sár að ég hafi glatað einhverju er ég kom því ekki við að heimsækja þig í sumar. En nú þegar þú ert öll, þá er ósk mín sú, að það hugarfar, sem þú svo víða sáðir til, segi til sín sem víðast og þá mun saga lands og lýðs aldrei úti. Gunnvör Braga. AKRANESI, 30. ágúst. — Fimm reknetjabátar héðan voru úti í nótt og lögðu net suður í Reykja- víkursjó. Böðvar og Sigurfari fengu um 150 tunnur hvor, Skipa- skagi 100 tunnur, en hinir tveir lítið. Sildin ,er sérstaklega falleg og er hugur í sumum skipstjór- um að kasta á síldina þarna með hringnót eftir tilvísun asdictækis. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.