Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 13
Þriðjudagur 2. september 1958 MORGVNBLAÐI9 13 Jóhannes Árnason bóndi að Cröf í Skaftártungu ísland vann Danmörk í frjálsíþróftum með 110 stigum gegn 101 JÓHANNES Árnason bóndi að Gröf í Skaftártungu lézt hinn 22. ágúst sl., 77 ára að aldri, og er þar hniginn einn eftirtakanlegasti búandi í þeirri sveit. Jóhannes Árnason var fæddur að Melhól (Undirhrauni) í Meðal- landi þ. 24. ágúst 1881, sumar- barn frá byrjun til enda. For- eldrar hans voru hin vinsælu hjón Árni Árnason ög Jóhanna Margrét Jónsdóttir, og voru þau sveitungar, en þau bjuggu lengi á Melhól og voru lengst af við það býli kennd, en síðar á Leið- velli í sama hreppi, en þar rak einnig áfram búskap sonur þeirra Erasmus, er síðar fluttist að Háu,- Kotey. Alls voru systkinin, börn Árna og Margrétar (en því nafni kallaðist hún), 8 að tölu og lifa nú eftir aðeins 2 og er annað þeirra Árni, hinn góðkunni dóm- kirkjuvörður í Reykjavík. — í ætt þessari lengra fram er og all- margt merkismanna nafnkunnra, er eigi verða greindir hér. Eftir að Jóhannes komst vel á legg, næstyngstur barna Árna gamla, kom brátt í ljós, að í hon- um bjó efni í myndarmann, enda varð sú raun á síðar. Hann var álitlegur ásýndum og röskur á velli, sem og ásannaðist ekki sízt, er hann tókst á hendur störf að heiman, e»da vildi hann mannast sem bezt, og hélt því jafnan um ævina að kynna sér góða háttu meðal samborgaranna. Kaus hann þá, ungur að aldri, að nema nokkura iðn, eins og talsvert tíðk aðist um hríð í landinu, m. a. til styrktar annarri atvinnu. Lærði Skeiðárréttir 19. septemher SELFOSSI, 30l ágúst. — Fjall- skilafundur oddvita í nyrðri hreppum Árnessýslu var hald- inn hér á Selfossi í gær. Var þar raðað niður í göngur. Var það ákveðið á fundi þessum, að réttað skyldi í Skeiðúrrétt- um 19. sept., en það er viku fyrr en venjulegt er. í fyrra var einn- ig réttað viku fyrr en venjulega og er þetta gert til að fá kjötið á markaðinn í tíma. Göngur taka um hálfan mánuð og leggja fyrstu gangnamenn upp í næstu viku. SVOLVÆR, 30. ágúst. — NTB. — Sjávarútvegs- og fiskimálanefd norska Stórþingsins, sem verið hefir í Svolvær, hefir skyndilega verið kölluð til Oslóar, segir blað- ið Lofotposten. Nefndin á að vera komin til Oslóar í síðasta lagi á mánudagsmorgun. Jóhannes skósmíði hjá Árna bróð ur sínum, sem var útlærður í þeirri grein, og stundaði þetta nokkuð á vetrum í Víkurkaup- túni, er þá var í frumvexti. — En brátt hneigðist hugur hans að öðru til aðal-lífsviðurværis, landbúnaðarstörfum og búskap, enda borinn úr þeim jarðvegi. Réðist hann þá til Gísla óðals- bónda Gíslasonar í Gröf, sem þar bjó gæðabúi með konu sinni Þuríði Eiríksdóttur frá Hlíð, en þeirra bú þótti bæði gamalt og gróið, sem ekki var talin nein minnkun 1 þá tíð. Þau hjón voru frændkin, af hinni nafnkunnu Hlíðarætt, en meðal systkina Þuríðar var séra Sveinn í Ás- um og móðir þeirra Sigríður dótt- ir Sveins læknis og náttúrufræð- ings í Vík Pálssonar; var hún gift Eiríki hreppstjóra Jónssyni í Hlíð, kunnum sæmdarmanni, en þetta fjölmarga ættfólk er nú dreift víða um landið. Þá er Gísli bóndi féil frá skömmu síðar, mátti kalla, að Jóhannes tæki við Grafarbúinu, enda hafði hann árið 1914 kvænzt dóttur þeirra hjóna,Ólöfu, gáfaðri mannkostakonu, svo að vitnaðvar til þar um sveitir, og lifir hún nú mann sinn. Af börnum þeirra komust upp 6, en elzti sonurinn Gísli Kjartan andaðist fullvax- inn, frábær að gáfum og gjörvi- leik. Hin eru: Þuríður Ragna, Árni, Sigursveinn (þau eru heima), Sigurlaug og Sveinn Páll gift og búsett í R'eykjavík. Sverja þau sig vel í ætt að mannskap og í framkomu. Ein systir Ólafar er enn á lífi, Sigríður húsfreyja og ekkja Vigfúsar Gestssonar bónda í Skálmarbæ í Álftaveri. Nokkuð bar brátt að fráfall Jóhannesar í Gröf, þótt lasleika hefði hann kennt um hríð. Mun nú þykja á ýmsan hátt skarð fyrir skildi og sakna munu marg- ir úr hópi hins glaðværa og hressi lega manns. Trúnaðarstörf hafði hann ýmis á hendi. Var lengstum í skólanefnd hreppsins og for- maður hennar, formaður sóknar- nefndar og kirkjuhaldari, og fór honum það allt mætavel úr hendi, áhugasamur og samvinnuþýður. Af kirkjuvöldum fékk hann lof fyrir verk sín í þeim efnum. Loks átti hann sæti hin síðari ár- in í stjórn Verzlunarfélags Vest- ur-Skaftfellinga. Og sjálfsagt mætti fleira telja. Það þótti nú löngum ekki ama- legt að heimsækja Grafarhjónin, reyndar bæði þau fyrri og síð- ari, því að þar hefir farið saman hið alúðlegasta viðmót og einstök gestrisni, og einnig greiðasemi til hvers, sem við þurfti, og þá ekki farið í manngreinarálit. Margir góðvinir þeirra Jóhannesar og Ólafar í sveit og bæ munu nú minnast þess, einnig það fólk, að öðru leyti vandalaust, sem dvaldi þar bæði börn og fullorðið við góða og notalega aðbúð („hjá Ólöfu minni i Gröf“, eins og sumir komust þægilega að orði). Hin fagra sveit, Skaftártung- an, sem þó getur verið hvort- tveggja, unaðsleg og úfin, hefir nú brátt séð á bak flestum „hinna eldri manna" — tímamótamann- anna, sem stóðu sig vel bæði í fyrri og seinni tíð. Nú lifir þó enn, eiztur allra þar og kominn að níræðu, Vigfús Gunnarsson fyrrverandi oddviti og óðals- bóndi á Flögu. En afkomendur og annað fólk vex upp og heldur áfram að búa þar með mýndar- skap og sveitin blómgast. Er og vel á meðttn svo er. RANDERS, 30. ágúst. — Lands- keppnin við Dani í frjálsíþrótt- um hófst hér kl. 5 e.h. í dag með hátíðlegri athöfn. Liðin gengu í fylkingu inn á völlinn, þjóð- söngvarnir voru leiknir, borgar- stjóri Randers flutti ræðu og formaður frjálsíþróttasambands Danmerkur flutti ávarp. Fyrri dagur 110 m. grindahlaup: 1. Pétur Rögnvaldsson í 15,0 sek. 2. Guð- jón Guðmundsson í 15,6 sek. 3. Hg. Andersen D 15,7. Erik Christ ensen datt illa á fyrstu grind og lauk ekki keppninni. — ísland 8 stig, Danmörk 2 stig. 100 m hlaup: 1. Hilmar Þor- björnsson í 11,1 sek. 2. Peter Rasmussen D 11,2 sek. 3. Erik Madsen D 11,4 sek. og 4 Valbjörn Þorláksson í 11,5 sek. — ísland 6, Danmörk 5. 400 m hlaup: 1. Alex Frandsen D. 49,4 sek. 2. Þórir Þorsteinsson í 49,8 sek. 3. Hörður Haraldsson í 50,2 sek. og 4. Peter Hansen D 51.5 sek. — ísland 5, Danmörk 6. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson í 62,27 m. 2. J. V. Jensen D 60,30. 3. Ove Thomsen D 57,40 og 4. Gylfi Gunnarsson í 54,08 m. — ísland 6, Danmörk 5. 1500 m. hlaup: 1. Svavar Mark- ússon í 3:56,3 mín. 2. John Schmidt D 3:58,5 mín. 3. Bruun Jensen D 3:59,2 mín. og 4. Krist- leifur Guðbjörnsson í 3:59,4 mín. — ísland 6, Danmörk 5. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þor- láksson í 4,20 m. 2. Rich. Larsen D. 4,10 m. 3 Heiðar Georgsson í 4,00 og 4. Poul Knudsen D 3,70 m. — ísland 7, Danmörk 4. Kringlukast: 1. Friðrik Guð- mundsson í 46,21 m. 2. Þorsteinn Löve í 45,67 m. 3. Andreas Micha elsen 44,19 m. og 4. Munk Plum 43,82 m. — ísland 8, Danmörk 3. 5000 metra hlaup: 1. Thyge Tögersen D 14:44,2 mín. 2. Schmith D 15:00,5 mín. 3. Krist- ján Jóhannsson í 15:15,0 mín. og 4. Hafsteinn Sveinsson í 17:01,4 mín. — ísland 3, Danmörk 8. Hástökk: 1. Jón Pétursson I 1,91 m. 2. Breum D 1,80 m. 3. Ove Thomsen D 1,75 m. og 4. Sigurð- ur Lárusson í 1,75 m. — ísland 6, Danmörk 5. — Jón reyndi næst við 1,98 m., sem er einum sm. hærra en íslenzka metið og mun- aði litlu að hann færi yfir. 4x100 m boðhlaup: 1. Danmörk 42.5 sek. 2. ísland 43,0 sek. Stigin eftir fyrri daginn: ís- land 57, Danmörk 48. ★ ★ ★ RANDERS, 31. ágúst. — Eftir æsispennandi augnablik, er að- eins tvær greinar voru eftir, þrí- stökk og 4x400 m. hlaup, sigraði ísland Danmörku í landskeppni í frjálsíþi’óttum í fimmta sinn með 110 stigum gegn 101. Vilhjálmur Einarsson stökk tvö stökk í þrístökki með vöðva- slit í læri. Fyrir það seinna fékk hann kvalastillandi sprautu. En hann tryggði með því annað sæt- ið í þristökkinu og sigur í keppn- inni. Síðan vann boðhlaupssveit- in, en fyrir tvær síðustu grein- arnar hafði ísland eitt stig yfir. Úrslit síðari dags 400 m. grindahlaup: 1. Björg- vin Hólm, í, 55,8 sek. 2. Jacobsen D 56,8 sek. 3. Preben Kristensen D 57,4 sek. og 4. Guðjón Guð- mundsson í 69,2. — ísland 6, Dan mörk 5. Guðjón datt á næstsíð- ustu grind, en var þá fyrstur. Haltraði hann í mark. 800 m hlaup: 1. Svavar Mark- ússon í 1:52,2 mín. 2. Roholm D 1:54,0 mín. 3. Þórir Þorsteinsson í 1:54,3 mín. og 4. Bruun Jensen 1:54,6 mín. — ísland 7, Danmörk 4. 3000 m hindrunarhlaup: 1. Kurt Haslund D 9:21,6 mín. 2. Kristleifur Guðbjörnsson í 9:24,4 mín. (nýtt ísl. met), 3. Haukur Engilbertsson í 9:26,2 mín. og 4. Bjarne Petersen D 9:35,4 mín. — ísland 5, Danmörk 6. Sleggjukast: 1. Poul Ceder- quist D 55,29. 2. Þórður B. Sig- urðsson í 52,14 m. 3. Aage Fred- eriksen D 52,11 m og 4. Friðrik Guðmundsson í 41,13 m. — ís- land 4, Danmörk 7. Langstökk: 1. Einar Frímanns- son í 7,22. 2. Rich. Larsen D 6.98 m. 3. Poul Nielsen D 6.94 m. og 4. Pétur Rögnvaldsson 6,77 m. — ísland 6, Danmörk 5. 200 m hlaup: 1. Peter Rasmus- sen D, 22,2 sek. 2. Hilmar Þor- björnsson í 22,3 sek. 3. Erik Mad- sen D 22,5 sek. og 4. Valbjörn Þorláksson í 23,0 sek. — ísland 4, Danmörk 7. Kúluvarp: 1. Aksel Thorsager D. 16,69 m (danskt met), 2. Gunn ar Huseby í 15,84 m. 3. Skúli Thorarensen í 14,55 m. og 4. Andreas Michaelsen D 14,10 m. — fsland 5, Danmörk 6. 10000 m hlaup.- 1. Thyge Tög- ersen D 30:53,0 mín. 2. Johs. Lauritzen D 31:54,4 mín. 3. Krist- ján Jóhannsson í 32:23,4 mín. og 4. Hafsteinn Sveinsson í 34:01,8 mín. Þrístökk: — 1. Jón Pétursson í 14,56 m. 2. Vilhjálmur Einars- son í. 14,21 m. 3. Robert Lind- holm D 14,15 m og 4. Bay Jörg- ensen D 14,00 m. — ísland 8, Danmörk 3. 4x400 m. boðhlaup: 1. ísland 3:19,5 mín. 2. Danmörk 3:20,2 mín. Mikil gleði er ríkjandi hér meðal landa yfir að óheppnin skyldi ekki hindra íslenzkan sig- ur, því útlitið var sannarlega ekki gott um tíma. Flestir frjáls- íþróttamennirnir koma heim á miðvikudag. — Atli. NÝJU DELHI', 30. ágúst. Reuter. — í sl. viku létust 36 manns hér í borginni úr kóleru. Um 300 voru fluttir í sjúkrahús. Kóleru- faraldurinn kom upp, eftir að vatnsveita borgarinnar varð ónot hæf. Heilbrigðisyfirvöldin hófust þegar handa um bólusetningu, til þess að stemma stigu við far- aldrinum. G. Sv. Kvöldvinna Afgreiðslustúlkur óskast í sælgætisverzlun. Vinnu- tími frá kl. 7 til 12 annað hvert kvöld. Tilboð merkt: Gott kaup — 6905, sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Húsasmiðir Óska eftir samstarfi við húsasmið, sem getur lagt fram nokkurt fjármagn. Verkstæði og vélar fyrir hendi. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m. merkt: „Framtíðarstarf — 6902“. Húsráðendur Við höfum leigjendur á biðlista i 1 til 6 herb. íbúðir. Husnæðismiðlunin AÐSTOÐ v/Kalkofnsveg — Sími 15812 Skemmugrind 12x30 m til sölu. — Upplýsingar í síma 33507. Kefiavík Stúlka óskast til aðstoða skólalækni við Barnaskól- ann í Keflavík, til að annast ljósböð, aðstoða við skólaskoðun o. fl. Daglegur vinnutími fyrst um sinn 4—5 stundir. Umsóknir sendist formanni fræðsluráðs Keflavíkur, Hafnarg. 48A, -Keflavík, fyrir 8. sept. n.k. Orðsending frá Hótel Selfoss Lokað frá og með 1. september. Leigjum sali fyrir veizlur og fundi. Einnig tökum við að okkur hóp- ferðir með fyrirvara í síma 20. liótel Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.