Morgunblaðið - 02.09.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.09.1958, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. september 1958 EP'TIR. richaro majon staðfestingar á f járupphæðinni, sem nefnd var í bréfinu. 48 stundum síðar kom svarið. Upp- hæðin, sem nefnd hafði verið, var rétt. 1 fyrsta og einasta skiptið, síðan Rodney hvarf af sjónarsvið inu, óskaði ég eftir nærveru hans, því að þetta átti ég eingöngu hon- um að þakka, og ég var svo ham- ingjusamur, að ég hefði getað faðmað hann að mér. öfugri Z. Hamilton lét ánægju sína í ljós og kvaðst óska þess, að undirskriftir almennt væru jafn læsilegar og þessi. Átján stundum síðar sat ég í flugvélinni, sem var að renna af stað, og gægðist út um lítinn gluggann til þess að sjá Suzie, sem tyllti sér á tá fyrir utan járn- girðingu flugvallarins og veifaði án afiáts. Klukkústundu síðar kom annað skeyti, og í því var mér tilkynnt, að ég gæti vitjað peninga fyrir fargjaldi og jafnframt fyrstu út- borgunar iauna í Hong Kong- og Shanghai-bönkum. Ég sótti peningana og keypti mér annars framrýmis farseðil til Tokyo hjá B. O. A. C. flug- félaginu. Fjárupphæðin hafði ver ið miðuð við fyrsta farrými, og fyrir mismuninn fór ég með Suzie að verzla. Siðan hún missti aleigu sína, hafði hún ekki keypt sér neitt, nema ódýra kínverska kjóla og nauðsynlegasta nærfatn að, þar sem henni hafði verið mjög óljúft að eyða peningum minum, en nú bættum við heldur betur úr því. Við keyptum skó, inniskó, sokka, siðbuxur, kjóla og heilmikið af öðrum flíkum og snyrtivörum, sem hverri konu er nauðsynlegar, þótt hún hefði orð- ið að komast af án þeirra um tíma. Síðan héldum við, hlaðin pökkum og innkaupatöskum, til bankans á fund Gordons Hamilton, og þar lagði ég peninga inn á nafn hennar. Hún eignaðist ávís- anahefti í fyrsta skipti á ævinni, og Hamilton skýrði henni frá því, að hvenær sem hana vantaði pen- inga, gæti hún komið til hans og hann myndi skrifa fyrir hana á- vísun, sem hún siðan skrifaði tindir. Hún settist niður til þess að æfa sig á undirskriftinni, vand aði sig mjög mikið, hallaði undir flatt, rak tunguna út í munnvikið og skrifaði Suzie á þann hátt sem henni var eiginlegt með stórri Fám stundum síðar lentum við á Okinawa til að taka benzin. Við héldum strax af stað aftur, og um sólarlag vorum við í tuttugu þús- und feta hæð yfir sjó. Ég sá birt- una dvína á himninum, unz nið- dimmt var orðið, að undanteknum sterkum Ijósrauðum bjarma úti við sjóndeildarhringinn. Skyndi- lega bar strýtulaga skuggamynd við eldrauðan bjarmann „Mount Fuji“, sagði flugfreyjan — þetta var það fyrsta sem sást af Japan. Hálfri stundu siðar lentum við á Haneda flugvellinum. Ég ók til Tokyo í bifreið flugfélagsins og gisti um nóttina í Imperial gisti- húsinu. Morguninn eftir heimsótti ég skrifstofu tímaritsins þar á staðnum. „Má bjóða yður „kók“? spurði hinn bandaríski yfirmaður skrif- stofunnar. „Ungfrú Yamaguchi, gjörið svo vel að koma með tvær flöskur af „kók“.“ Við sátum góða stund og skröfuðum saman, jafnframt því að við sötruðum kældan drykkinn í gegnum strá. Það var ekki laust við, að hið íburðarmikla umhverfi skrifstof- unnar ylli mér feimni, og jafn- framt fór ég hjá mér vegna þess, að skriístofustjórinn stóð aug- sýnilega í þeirri trú, að ég væri þekktur og viðurkenndur lista- maður og kom fram við mig eftir því. Mér fannst ósjálfrátt, að ég væri þarna staddur á fölskum forsendum, og ég gat ekki losað mig við þá sektarmeðvitund byrj- andans, sem ásótti mig fyrir að taka við peningum fyrir það, sem ég gerði mér til ánægju. Ég roðn- aði í hvert skipti sem minnzt var á hina háu þóknun, og þegar skrif stofustjórinn fór að tala um ferða kostnað og miðaði allt við dýr- ustu gistihús og óhófseyðslu, reyndi ég vandræðalega að sann- færa hann um, að ég gerði ekki ýkjamiklar kröfur. Að lokum komumst við að samkomulagi um ákveðna upphæð fyrir hvern dag, og sú upphæð hefði dugað mér í hálfan mánuð í Hong Kong, þótt ég hefði kvenmann á framfæri — en neðar tókst mér ekki að koma honum. Mér tókst einnig að draga úr þeim fjölda staða, sem hann vildi, að ég heimsækti í ferð minni, þar sem engum var ljós- ara en mér, að ég myndi geta starfað mest með því að eyða sem minnstum tíma í ferðalög og hafa nægan tíma fyrir mér. Við sömdum ferðaáætlun, sem veitti mér viku í Tokyo, mánuð í Kyoto og suðurhlutanum, síðan aðra viku í Tokyo, og að lokum hálfan mánuð á hinni norðlægu eyju Hokkaido. Næsta skrefið var að flytja frá hinu alþjóðlega gistihúsi, Imper- ial, til japansks gistihúss. Og allt í einu var sem ég væri kominn í annan heim, jafnvel aðra öld. Ég fór úr skónum við útidyrnar og hélt áfram á sokkunum, sat á hækjum mér við lágt borð við máltíðir, buslaði í sjóðheitu vatni í geysistórum niðurgröfnum bað- kerum, svaf á dýnu á gólfinu, og var klæddur, afklæddur og stjan- að við mig á alla lund af smá- vöxnum þjónustumeyjum í falleg um japönskum sloppum. Þær flykktust um mig eins og spör- fuglahópur. f hvert skipti sem ég kom eða fór, var allur hópurinn á pallinum fyrir utan, þær féllu á kné með flata lófana fyrir fram- an hné sín á strámottunni og hneigðu sig, unz enni þeirra námu við jörð. Eigandi gistihússins var fyrr- verandi „geisha", kona um þrí- tugt, og enn mjög falleg. Þegar ég kom til gistihússins tók hún á móti mér í japönskum slopp og með hárið sett upp á þann hátt, að það minnti á myndir í jap- anskri list. Daginn eftir sá ég grannvaxna konu á gangi í garðinum. Hún var klædd gulum síðbuxum, með klút um höfuðið og þung sviss- nesk armbönd um úlnliðina. Ég dró þá ályktun af klæðaburði hennar, að hún væri bandarísk. En allt í einu leit hún við og brosti, og þá sá ég, að þetta var engin önnur en gleðikonan fyrr- verandi, eigandi gistihússins. íbúi herbergisins við hliðina á mér tók sams konar umskiptum, að vísu í gagnstæða átt. Fyrsta kvöldið, sem ég dvaldist í gisti- húsinu, hafði ég séð hann í gang- inum með skjalatösku úr leðri undir handleggnum, klæddan svörtum jakka, röndóttum bux- Hún settizt niður til þess að æfa sig á undirskriftinni. um og með stífan, hvítan flibba. Klukkustundu síðar, er ég gekk fram njá dyrum herbergis hans, varð mér ósjálfrátt litið inn um dyrnar, sem stóðu í hálfa gátt, og sá þá sama smávaxna verzlunar- manninn sitjandi á hækjum sér á mottu á gólfinu, og í baksýn í herberginu mátti sjá merki hins táknræna japanska einfaldleika, vasá með tveim blómum og lauf- blaði og myndrúllu, sem hengd var upp að japönskum sið. í stað dökku fatanna hafði hann klæðzt japönskum sloppi, og öll merki hins vestræna uppruna hans voru gersamlega horfin. Þessa tvöfeldni í lífsvenjum Japana gat hvarvetna að líta. Ég hafði í sjálfu sér ekki gert neina mikilvæga uppgötvun í þessu sam bandi, en engu að síður var þetta svo táknrænt og oft skoplegt, að ég ákvað að nota það sem grund- völl teikninga minna. Er ég hafði tekið þá mikilvægu ákvörðun, hélt ég suður á bóginn. Mánuðurinn, sem fór í hönd, var mér einskær unaður, því að ég hafði aldrei áður dvalizt í landi, sem svo mjög gladdi auga mitt, og auk þess naut ég þar frábærrar gestrisni og alúðar, og það eina, sem skyggði á gleði mina var, að Suzie skyldi ekki vera með mér. Það olli mér mik | illi undrun, hve mjög ég sakn- aði hennar, Áður en ég fór frá Hong Kong, hafði hvarflað að mér að minnast á hjúskap við hana, en ég hafði ekki gert það, þar sem ég hafði hugsað, að vísu með hálfgerðri sektarmeðvittund að svo kynni að fara, að ég gleymdi henni, er svo margt nýtt og athyglisvert bæri fyrir augun í nýju landi, með nýrri þjóð. En á annan veg fór en ég ætlaði, því að nú, er ég ferðaðist einn um, SHÍltvarpiö Þriðjudagur 2. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Flóttinn frá heimilunum (Hannes J. Magnússon skólastjóri). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,40 Útvarps- sagan: „Konan frá Andros" eftir Thornton Wilder; IV. (Magnús Á. Árnason listmálari). 22,00 Frétt- ir, íþróttaspjall og veðurfregnir. 22,15 Kvöldsagan: „Spaðadrottn- ingin“ eftir Alexander Pushkin; I. (Andrés Björnsson). 22,30 Hjör dís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagslcrárlok. Miðvikudagar 3. september Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af pl. — 19.30 Tónleik- ar. — 20.30 Tónleikar (pl.): Fiðlu konsert eftir Willy Burkhard. — 20.50 Erindi: Galileo Galilei, meistari undir merki Kopernik- usar; síðari hluti (Hjörtur Hall- dórsson menntaskólakennari). — 21.10 Einleikur á orgel: Haukur Guðlaugsson leikur. — 21.30 Kímnisaga vikunnar: „Riddarar gullna bikarins“ eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal (Ævar Kvaran leikari). — 22.10 Kvöld- sagan: „Spaðadrottningin“ eftir Alexander Pushkin; ll. (Andrés Björnsson). — 22.30 „Boðið upp í dans“; Hljómsveit Gunnars Ormslev leikur. Söngvari: Hauk- ur Morthens. — 23.00 Dagskrár- lok. 1) „Herrar mínir, hér er ákæra varðandi vegarlagningu gegnum landsvæði, sem nefnist Týndu skógar“, segir dómarinn. 2) „Viðkomandi yfirvöld hafa úrskurðað að vegarins sé óþörf í þágu almennings og búið var að útnefna matsmenn og .... “ 3) „Tommi minn, hvað er að þér, barn? Ertu eitthvað lasinn? Það er erfitt aS laga verulega gott kaffi, án þess a8 nota hæfi- legan skammt af úrvals kaffibæli í könnuna. — Kaffibætisverksmiðja 0. Jahnson & Kaaber h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.