Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 18

Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 18
MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 2. september 1958 \P NorðurSandahlöBin átelia valdbeifingu Breta Bretar vœnfa enn sam komulags Hvað er að gerast? brezku herskipunum á íslands- miðum hefðu verið gefnar myndu koma í veg fyrir árekstra. Tals- maður stjórnarinnar í London vék að fundi þeirra Christian Herters, sem gegnir störfum ut- anríkisráðherra Bandarikjanna, Lord Hood brezka sendiráðu- nautsins í Washington og ísl. sendiherrans Thor Thors, en á þeim fundi mun Herter hafa lagt fram ákveðnar tillögur til þess að ekki kæmi til árekstra á íslands- miðum milli Breta og íslendinga. Talsmaðurinn sagði að brezka stjórnin myndi fallast á þessar tillögur svo fremi sem íslending- ar væru þeim einnig samþykkir. Ekki er enn vitað hér í London um svar íslendinga. Horft á aðgerðir Breta úr landi ÞÓRÐUR Jónsson á jlvallátrum sagði í símtali við Mbl. í gær- kvöldi að vel sæist til brezku togaranna í landhelginni af fjall- inu þar fyrir ofan bæinn. Kvaðst hann hafa séð í fyrrinótt, að mors sendingar fóru milli skipanna og um hádegi í gær sáust togararnir greinilega í sjónauka og eins brezka eftirlitsskipið.' Um sex- leytið í gærkvöldi var skyggni verra, en þá virtust togararnir dreifðari. í gærmorgun sást brezkt eftirlitsskip á venjulegri siglingaleið í mynni Patreksfjarð ar. — Þórður kvað menn þar vestra bera mjög þungan hug til Breta út af þessu tiltæki. Tass talar um þvingun LUNDÚNUM, 1. sept. — í frétta- skeyti Tass frá Lundúnum í dag segir, að sú neitun Breta að við- urkenna nýju landhelgina við ís- land sé til þess ætluð að þvinga íslendinga til að láta í minni pokann í landhelgisdeilunni, en málstaður íslendinga sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Bannað að beita krókstjökum! f REUTERSSKEYTI til Mbl. í gærkvöldi segir, að brezka flotamálaráðuneytið hafi fyr- irskipað togurum í einum af þremur hópunum á íslands- miðum að veiða innan hinn- ar nýju landhelgi og beita hvorki valdi né veita mót- spyrnu, ef íslenzk varðskip reyna að taka þá. KAUPMANNAHÖFN, 1. sept. — (Einkaskeyti til Mbl. frá Páli Jónssyni). Arbejderbladet í Oslo segir í dag, að valdbeiting brezku herskipanna á íslandsmiðum hafi slæm áhrif í Noregi og öðrum löndum. Þá er einhliða útvíkkun íslenzku landhelginnar einnig gagnrýnd. Blaðið segir, að smá- þjóðirnar hljóti að hafa meiri áhuga á því en aðrar þjóðir, að alþjóðleg deilumál séu leyst með samningum. Staða íslands yrði sterkari, ef íslendingar vildu semja um ágreiningsatriðm, seg- ir blaðið. Information segir í dag, að valdbeiting Breta hafi augsýni- lega ekki tilætluð áhrif. Aðfarir Breta hafi slæm áhrif í öðrum vestrænum löndum. Blaðið segir ennfremur, að togarar geti ekki veitt í hópum og þeir fá ekki nægilega vernd, þegar þeir yfir- gefa verndarsvæðin. Þá segir blaðið, að verið geti, að Bretar reyni með þessu að hafa hemil á illa öguðum og vanstilltum tog- arasjómönnum. — Brezka stjórn- in geti ekki til lengdar neitað að viðurkenna rétt íslendinga til að verja fiskimið sín. Rök Breta séu veik samanborið við hagsmuni íslands. Aðstaða Breta sé slæm, þegar þeir reynj að verja „frið- helgi úthafanna" með því að beita litla þjóð valdi. Kvöldberlingur segir, að ís- — Á flugi Framh. af bls. 11. arnir sem þarna eru staddir frá Grimsby og heita m. a. Churchill, York City, Coventry City og Derby County. ★ Við fljúgum enn yfir skipin. Það er augljóst að þarna fyrir mynni Arnarfjarðar eiga brezku togararnir sér stefnumótið. Stað- arákvörðunin, sem við höfðum heyrt H.M.S. Russel gefa fyrr í dag stendur heima. Þar safnast þeir Saman í hóp og bíða væntan- lega myrkurs, bíða miðnættis er hin mikla stund rennur upp. Það er furðuleg sjón að sjá Ægi og H.M.S. Russel liggja þarna nær því hlið við hlið í lognsævinu. Sigurður flugstjóri segir okkur að varðskipin tvö, hið brezka og íslenzka séu rétt utan við 12 mílna línuna, togararnir örugg- lega góðan spöl fyrir utan. Allt er enn með kyrrum kjörum en ógnun og óvissa liggur í loftinu. Brezka herskipið sendir ekki lengur ljósmerki, við rennum enn einu sinni yfir togarahópinn og fram hjá Ægi, sem liggur nú næst landi og hefur íslenzka fán- ann við hún. Stefnan er tekin beint til lands, á hina hrikalegu hamrahlíðar Kópaness, sunnan- megin Arnarfjarðar. Klukkan 7.40 Á leið inn á Patreksfjörð. Við höfðum heyrt fyrr í dag að þang- að hefði togarinn Stoke City hald ið um hádegið með veikan mann í læknisleit. Aðeins hraustir menn og heilbrigðir eru færir til átakanna, — ef þá í odda skerst. Það hefir dimmt mjög í lofti og þegar við komum yfir Vatneyri sjáum við gegnum hryðjurnar siglingaljós togara, sem er í þann veginn að sigla út úr höfn- inni. Það er Stoke City á leið til fundarins út af Arnarfirði. Klukkan 7.55 Við höldum aftur út úr Pat- reksfirði, fyrir Látrabjarg og tök um stefnuna heim á leið yfir Breiðafjörðinn. Undan Snæfells nesi sjáum við hvar grátt skip klýfur öldurnar. Þar er kominn varðbáturinn Óðinn og er á vest- urleið. Nokkru utar siglir brezk- ur togari og heldur í sömu átt. Þeir hittast undir kvöldið út af Arnarfirðinum. ggs. lenzkir kommúnistar reyni að græða á landhelgisdeiiunni. Blað- ið segir, að vel geti komið til vopnaviðskipta eins og nú horfi og því sé ráðlegt að ræða málið í NATO. Umræðugrundvöllur verði að vera tillaga Bandaríkj- anna á Genfarráðstefnunni. Þá segir blaðið, að það verði ekki hægt á NATO-fundi nú að fá annað en bráðabirgðalausn á mál inu og gæti hún gilt þangað til það yrði endanlegt leyst. Sum dönsk blöð eru þeirrar skoð unar, að ekki sé fullvíst að ráð- herrar sæki fundinn af hálfu allra bandalagsríkjanna. Talið er, að danska stjórnin verði harðánægð, ef stjórnir þeirra ríkja, sem bein_ an hlut eiga að máli, sendj ráð- herra til fundarins. „Politiken“ segir, að svo virð- ist sem tilmæli dönsku stjórn- arinnar um ráðherrafund ásamt tilmælum Bandaríkjastjórnar til stjórna íslands og Bretlands um að fara varlega í sakirnar hafi haft góð áhrif og dregið úr hætt- unni á að í odda skærist. Banda- ríkjastjórn hafi gert ákveðnar til lögur um fyrirmæli til varðskipa og herskipa og Bretar hafi lofað að notfæra sér tillögurnar, ef fs- lendingar gerðu hið sama. En ekki sé fyllilega ljóst í hverju þessar tillögur séu fólgnar. Brezku herskipin veita landhelgis- brjótunum vernd FJÖGUR brezk herskip veita brezka togaraflotanum hér við land vernd við veiðar innan fisk veiðitakmarkarina, sem hófust á miðnætti í fyrrinótt. Herskip þessi eru öll úr 5. flotadeildinni, sem hefir bækistöðvar sínar í Hull. Hafa þau á undanförnum árum annazt eftirlitsstörf með brezka togaraflotauum í Norður- höfum og eru skipstjórnarmenn þeirra því öllum staðháttum hér| kunnugir. Stærst skipa þessara er tundurspillirinn H.M.S. Russel, 2000 tonn að stærð, og er hann forystuskipið. Hin skipin eru freigáturnar H.M.S. Hound, H.M. S. Palliser og H.M.S. Eastbourne, sem einnig gegnir hlutverki birgðaskips flotans. H.M.S. Russel, veitir togurum þeim, sem í landhelgí veiða út af Dýrafirði vernd, en hin þrjú skipin fylgja togurum þeim, sem veiða í landhelgi út af Horni, og Hvalbak við Suð-Austuriand. Kanadamenn % í OTTAWA hefir kanadiski utan- ríkisráðh. Sidney Smith látið í ljós vonir um að lausn fengist á deilunni, eða þá að hún yrði látin liggja niðri þangað til alþjóðleg ráðstefna yrði kvödd saman. Hann sagði neðri málstofu þings- ins að Kanadastjórn hefði miklar áhyggjur af deilu Breta og ís- lendinga, og hefði hún tjáð ríkis- stjórnum beggja landa áhyggjur sínar. Skipstjórinn, Ivan Barss sem er fæddur í Kanada, hrópaði til varðskipsins, að hann væri utan við 4 mílna landhelgina, sem hann viðurkenndi löglega. Brezka freigátan Russel kom þegar á vettvang að beiðni Cov- „Vinsemd44 brezkra togaraeigenda LONDON, 1. september. Einkaskeyti frá Reuter. í DAG var tilkynnt af hálfu sam- taka brezkra togaraeigenda, að samtökin stæðu einhuga að baki brezku stjórninni og ákvörðun hennar „að snúast gegn öllum af- skiptum af skipum okkar á höf- um úti og tilraunum hennar til þess að ná sanngjarnri lausn deilumálsins“. í yfirlýsingu samtakanna, sem birt var í Grimsby, sagði, að brezki sjávarútvegurinn hefði fallizt í meginatriðum á tvær miðlunartillögur, sem lagðar voru fram á Parísarfundunum, „enda þótt um töluverða eftir- gjöf væri að ræða“. íslendingar hafa hins vegar vís að á bug hingað til hverri þeirri tilraun, sem gerð hefur verið til þess að finna sanngjarna lausn, sagði ennfremur. Ef íslendingar væru reiðubúnir til þess að halda viðræðum áfram mundu þeir mæta „vinsemd og skilningi af hálfu brezka sjávar- útvegsins11, sagði að lokum. Bretar fallast a rdðherrafund LUNDÚNUM, 1. sept. — Tals- maður brezka utanríkisráðuneyt isins sagði í kvöld, að brezka stjórnin mundi geta fallizt á ráð- herrafund á vegum NATO um landhelgisdeiluna. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að brezku stjórninni þætti miður, hvernig ástandið hefði orðið og þætti á- kaflega leitt, að samningaviðræð- urnar hefðu farið út um þúfur. Þá skýrði hann ennfremur frá því, að Macmillan hefði í dag rætt málið við Allan Noble, að- stoðarutanríkisráðherra. Þá segir ennfremur í þessu Reutersskeyti, að dr. Kristinn Guðmundsson hafi rætt málið við Brimelow ráðuneytisstjóra í dag. Viðræðurnar hafi farið fram í vinsemd og dr. Kristinn hafi skýrt frá því, að íslenzku varð- skipin mundu aðeins skjóta við- Góð síld í reknet frá ísafirði ÍSAFIRÐI 1. sept. — Bátar héðan fóru út á reknet á föstudags- kvöldið var eftir storminn. Að- eins tveir létu drífa, en hinir sneru við vegna þess hve sjór var mikill. Annar báturinn, Gunn vör, fékk 100 tn, en hinn Guð- björg, fékk 37. Síldin var söltuð hér og reyndist góð. Þeir aðilar, sem standa að sölt- un hér eru Samvinnufélag ísfirð- ina o. fl. í dag voru aflahæstu bátarnir Guðbjörg og Auðbjörg með 70 til 80 tn. Síldin var bæði fryst og söltuð. — Togarinn ís- borg landaði í síðustu viku 240 tonnum af karfa. Sólborg er nú að landa um 320 tonnum af karfa. —Guðjón. entry City og sigldi upp á milli íslenzka varðskipsins og brezka togarans. Albert sneri þá frá, en einn af foringjunum um borð kallaði til Coventry City, að skipið yrði tekið, hvenær sem það kæmi inn fyrir 4 mílur frá ströndinni. London, 31. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter. Brezka stjórnin tilkynnti í dag að hún væri reiðubúin til þess að halda áfram viðræðum í ís- lenzku fiskveiðideilunni, en ef samkomulag næst ekki „verður hún að vernda rétt brezkra skipa á úthöfunum". Forsætisráðu- neyti Bretland? gaf út tilkynn- ingu um aðgerðir vegna útvíkk- unar íslendinga á landhelgi sinni úr 4 í 12 mílur. í yfirlýsingunni er skýrt frá andstöðu Breta gegn hinum nýju fiskveiðitakmörkum, eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnarinnar frá 4. júní. Fram- haldsfundur alþjóðaráðstefnu eigi að fjalla um réttindin á haf- inu, segir í tilkynningunni. Bretar eru hvenær sem er reiðubúnir til þátttöku í ráð- herrafundi eða frekari umræðum sérfræðinga eins og að undan- förnu hafa farið fram innan At- lantShafsbandalagsins til að leysa íslenzku fiskveiðideiluna, sagði opinber talsmaður hér í kvöld. í London skýrði annar opinb. talsm. svo frá, að Bretar væntu þess að þær fyrirskipanir, sem Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá sjávarútvegsmála- ráðuneytinu: Það hefur korriið í ljós, að fisk veiðiskip allra þjóða, sem veiðar stunda við Island, nema Breta, hafa virt hina nýju 12 mílna fisk- veiðilandhelgi íslands. Þannig liggur fyrir formleg viðurkening frá Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi og vitað er, að skip frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Vestur- Þýzkalandi og Belgiu munu virða hina nýju fiskveiðilandhelgi. Belgísk skip og þýzk, sem voru að veiðum innan 12 mílna mark- anna á sunnudag, færðu sig út fyrir 12 mílna línuna áður en reglugerðin gekk í gildi. Á tveim ur stöðum við landið hafa brezk- ir togarar undir stjórn brezkra herskipa gert tilraunir til að veiða innan hinnar nýju fiskveiði landhelgi. Þar er um að ræða 11 skip, 9 á öðrum staðnum og 2 á hinum. Alls staðar annars staðar við landið hefur fiskveiðilandhelgm verið laus við ágang brezkra skipa af ótta við landhelgisgæzl- una. Það er því augljóst, að strax á fyrsta degi hefur mikilvægum áfanga verið náð, þar sem skip allra þjóða, sem fiskveiðar stunda við ísland, nema Breta, viðurkenna í framkvæmd fisk- veiðilandhelgi íslands. Tilraunir Breta til veiða undir stjórn her- skipa eru fyrirfram dæmdar til að mistakast, þar sem slíkar veið ar er ekki hægt að stunda með neinum árangri. Þá er einnig vitað um ýmsa brezka togara, sem hafa haldið sig fyrir utan 12 mílna mörkin og vilja ekki veiða innan fisk- veiðilandhelginnar. Þeir brezkir togarar, sem veitt hafa innan fiskiveiðilandhelg- innar verða allir teknir á sínum tíma og sektaðir. Nöfn þeirra og númer hafa þegar verið tekin upp, og fullnægjandi sannanir liggja fyrir um sekt þeirra. Tólf mílna fiskveiðilandhelgin er því þegar orðin staðreynd, sem ekki verið hvikað frá. Albert aðvoraði Covcntry Clty LONDON, 1. sept. — Reuter — Fréttaritari Reuters um borð í brezka togaranum Coventry City, sem er að veiðum við ísland, símaði í morgun, að íslenzka varðskipið Albert hefði komið á vettvang og tilkynnt skipstjóranum að togarinn, sem er frá Grimsby, væri 3% mílu innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi. Macmilian mjög mœddur vörunarskotum. Engin tilkynning var gefin út að viðræðunum loknum og segja fréttamenn, að óvíst sé hvort eða hvenær samn- ingaýiðræður milli Breta og ís- lendinga hefjast á ný. — Tvísýnt ástan d TAIPEI, 1. september. — Samkv. áreiðanlegum heimildum hefur Bandaríkjastjórn heitið þjóðernis sinnum á Formósu fullum stuðn- ingi Bandaríkjahers, ef kínversk ir kommúnistar freista þess að taka Quemoy herskildi. Lundúna fregnir herma, að brezka stjórnin líti málið nú mjög alvarlegum augum og óttist að til átaka geti komið hvenær sem er. Miklir liðsflutningar Bandaríkjamanna fara nú fram á Kyrrahafi. Kjarnorkubann GENF, 1. sept. — Um 5 þús. vís- indamenn frá 66 þjóðlöndum sitja nú á ráðstefnu um kjarnorku í þágu friðarins og var fluttur þar boðskapair forystumanna stór- veldanna. í boðskap Krúsjeffs kom það fram, að hann væri fús til þess að gera samning um bann við kjarnorkuvopnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.