Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 20
veðJTð !
A gola og síðar kaldi. Léttskýjað
fram eftir degi, en rigning með
nóttinni. \
198. tbl. — Þriðjudagur 2. september 1958
Brezk herskip
stjórna innrásinni. Sjá grein á blað
síðu 11. —>
Danska nkisstjórnin biður um að ráðherrafundur
Atlantshafsbandalagsins verði kallaður saman
Fundurinn gœfi orðið
eftir fáa daga
DANSKA ríkisstjórnin ákvað
á fundi síðdegis á föstudag-
inn, að óska eftir því að aðal-
ritara Atlantshafsbandalags-
ins, og formann ráðs þess, að
hann kalli þegar í stað saman
ráðherrafund bandalagsins,
til að fjalla um landhelgis-
málið.
Samkvæmt heimild aðal-
blaðs dönsku ríkisstjórnar-
innar,Social-Demokraten, gaf
ríkisstjórnin að fundi sínum
loknum út svohljóðandi yfir-
lýsingu:
„Eftir að umræður meðal sér-
fræðinga í París út af fiskveiði-
lögsögu Islands hættu í gær, án
þess að nokkur árangur hefði
náðst, hefur ríkisstjórnin tekið
þetta mál, eins og það liggur fyr-
ir nú upp á fundi sínum síðdegis
í dag og íhugað það.
Með hliðsjón af þeirri stór-
kostlegu þýðingu, sem fiskveiði-
lögsaga Islands hlýtur að hafa
í sambandi við hagsmuni Fær-
eyja og Grænlands, er ríkisstjórn
in á þeirri skoðun að rík nauð-
syn sé til þess að nú þegar fari
fram nýjar tilraunir í framhaldi
af þeim sérfræðingaviðræðum,
sem nú eru hættar, til þess að
finna lausn á þeim árekstrum,
sem fyrir höndum eru. Með til-
liti til þessara kringumstæðna
var ákveðið á ráðherrafundinum
að stefna að því að milliríkja
umræður yrðu teknar upp og þá
á ráðherrafundi.
Fulltrúi Dana í NATO-ráðinu
hefur þess vegna í dag fengið
fyrirskipun um að snúa sér til
ritara ráðs Atlantshafsbandalags
ins og fara fram á það við þann
mann, sem nú fer með fram-
kvæmdastjórn og formennsku í
ráðinu að hann geri ráðstafanir
til þess við þau lönd, sem hér
eiga hlut að máli, að þau sendi
ráðherra til áframhaldandi við-
ræðna um málið sem allra fyrst.“
Símasamband við H. C. Ilansen
forsætis- og utanríkisráðherra
Social-Demokraten skýrði enn-
fremur frá því, að þegar snemma
á fostudag hafi málið verið rætt
meðal ráðherranna og hafi tekið
þátt í þeim umræðum, Jörgen
Jörgensen, sem gegnir störfum
forsætisráðherra og J. O. Kragh,
sem gegnir störfum utanríkisráð-
herra, auk fjármálaráðherrans
Viggo Kampman. Oluf Petersen
sjávarútvegsmálaráðherra var þá
á fundi í Jótlandi en var þegar
í stað kallaður heim til ráðherra-
fundar, sem halda skyldi klukk-
an 15,30. Þegar til fundar kom,
hafði Kragh ráðherra haft síma-
samband við H. C. Hansen, en
hann var á leið frá Júgóslavíu
til Hamborgar og náðist til hans
í Frankfurt.
Blaðið segir, að Kragh hafi á
ráðherrafundinum gert grein
fyrir því, hvernig málin stæðu,
eftir að umræður sérfræðing-
anna hefðu hætt í París, og var
niðurstaðan sú, sem um er getið
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
og birt er hér að ofan. Ségir síð-
an, að ríkisstjórnin hafi þegar í
stað fyrirskipað að taka nauðsyn
leg skref til að koma tillögu
dönsku ríkisstjórnarinnar á fram
færi við rétta aðila innan Atlants
hafsbandalagsins. , '
Spaak í fríi
Berlingske Tidende skýrir frá
því, að áður en danska ríkis-
stjórnin tók ákvörðun um að
gangast fyrir ráðherrafundi, hafi
málið verið lagt fyrir fulltrúa
Dana í ráði Atlantshafsbandalags
ins, M. A. Wassard, og hafi hann
aðeins beðið þess að fá staðfest-
ingu á því að ríkisstjórnin tæki
ákvörðun sína, til þess að geta
strax snúið sér til réttra aðila.
Þess er getið, að Spaak, sem
bæði er aðalritari bandalagsins
og formaður í ráði þess, sé nú
sem stendur í leyfi og hafi til-
laga dönsku stjórnarinnar verið
flutt þeim manni, sem gegnir
störfum hans.
Blaðið segir að fundurinn eigi
að ná til 9 þjóða og gæti komiö.
saman innan fárra daga.
Forystugreinar blaðanna
Social-Demokraten birtir á
sunnudag stutta forystugrein um
málið og segir, að það hljóti að
vekja fögnuð að ríkisstjórn Dana
gangist nú fyrir því, að ráðherrar
Atlantshafsbandalagsins verði
kallaðir þegar í stað saman. Segir
blaðið, að landhelgismál Islands
snerti einnig Færeyjar og Græn-
land og sé auk þess mjög þýð-
ingarmikið fyrir sambandið milli
þátttakenda Atlantshafsbanda-
lagsins. Segir blaðið að það sé
„knýjandi nauðsyn að sérhver
möguleiki sé notaður."
Politiken birtir einnig forystu-
grein um málið og segir þar með-
al annars: „Þegar Danmörk nú
hefur stigið þetta skref er vænt-
anlega hægt að reikna með því,'
að ekki muni koma til árekstra
á íslandsmiðum þann tíma sem
líður, þar til ráðherrafundur
kemur saman og væntanleg nið-
urstaða fæst þar. Ennfremur seg-
ir blaðið: „Á þessum breiddar-
gráðum hljótum við að vera
komnir svo langt, að sérhver not
kun fallbyssna eða vélbyssna í
innbyrðisdeilum hljóti að vera
bannfærð. Deilur á að leysa með
viðræðum og ekki á neinn annan
hátt.“
PARÍS, 1. sept. — f fréttum frá
París segir, að í aðalstöðvum
Atlantshafsbandalagsins þar sé
nú verið að athuga tillögu dönsku
stjórnarinnar um sérstakan ráð-
herrafund vegna landhelgismáls-
ins.
I samtali við Mbl. í gær-
kvöldi sagði Guðmundur I.
Guðmundsson utanríkisráð-
herra, að ríkisstjórninni hefði
ekki borizt nein orðsending
frá NATO um tillögu Dana
og stjórnin enga afstöðu til
hennar tekið.
□—--------------------□
Síðustu fréttir
ÞEGAR blaðið hafði síðast fregn-
ir af brezku togurunum fyrir ut-
an Vestfirði í gærkvöldi voru
þeir enn við veiðar á svipuðum
slóðum undir vernd H.M.S. Russ-
el, góðan spöl fyrir innan fisk-
veiðitakmörkin.
n---------------------n
Stoke City siglir út úr Patreksf jarðarhöfn eftir að hafa skilið veikan skipverja eftir í sjúkraliúsinu þar
Brezkur togaras/émaður fékk tauga-
áfal! skömmu áður en flofinn hóf
en
veiðar í iandhelgi
Skipstjórinn óttaðist kaldar móttökur
á Patreksfirði
UM MIÐJAN DAG á sunnudag heyrðu þeir, seip hlustuðu á sam-
töl brezku togaranna fyrir Vesturlandi, að Stoke City kallaði á
brezka varðskipið Riassel og kvaðst eiga í erfiðleikum. Skipið
hafði komið með veikan mann til Patreksfjarðar, en skipstjórinn
sagðist helzt ekki vilja sigla einn inn í höfnina. Mátti ráða af
samtalinu, að hann hefði beðið fyrir utan án þess að honum væri
sinnt, og sagði hann eitíhvað á þá leið, að allir væru á móti sér
í plássinu.
Eftirlitsskipið gaf Stoke
City eins og öðrum togurum
á þessum slóðum fyrirmæli
um það, hvernig hann skyldi
hegða sér. Sögðu sjóliðarnir á
Russel, að togaramenn slcyldu
draga sjúkrafána að hún og
bíða þess að hafnsögumaður
kæmi til aðstoðar. Fengu tog-
aramenn ýmis önnur nauðsyn-
leg fyrirmæli, áður en samtal-
imu lauk.
Hræddir
Mátti heyra á togaraskipstjór-
anum, að hann var hræddur við
að fara inn á höfnina bæði vegna
ókunnugleika og svo hins, að
Patreksfirðingar væru fjandsam-
legir Bretunum. En eftir fyrir-
mæli Russels mun togaramönn-
um hafa vaxið ásmegin, a. m. k.
sigldu þeir inn í höfnina og skil-
uðu manninum í sjúkrahúsið
Enginn bjóst við Breta
Mbl. talaði í gær við Ara
Kristinsson, sýslumann, um ferð-
ir togarans, en hann fór um borð
í hann, þegar skipið var lagzt
við bryggju. Sýslumaður sagði,
að hann hefði verið á ferðalagi
hinum megin við fjörðinn —
„enda bjóst enginn við brezkum
togara tii Patreksfjarðar í gær,
allra sízt Stoke City, því að hann
hafði þá nýlega verið á Þing-
eyri“. Togarinn var hér úti á
flóanum um þrjú leytið, og þeg-
ar ég kom niður að höfn um sex-
leytið, var hann lagztur við
bryggju. Mun hann því hafa lón-
að hér fyrir utan um hríð.
Umboðsmaðimnn ekki við
Fréttamaðurinn spurði sýslu-
manninn, hvort nokkur sérstök
ástæða hefði verið fyrir ótta tog-
aramanna og kvaðst hann ekki
vita um það mál. Togaramenn
hafi verið hinir rólegustu, þegar
hann fór um borð, og beðið um
lækni. Ég fór bæði upp í brú og
niður í skip, sagði sýslumaður,
og varð ekki var við neinn tauga-
óstyrk. Annars flautaði togarinn
úti á flóa og hefur viljað fá hafn-
sögumann, en hér er enginn lög-
skipaður hafnsögumaður, svo að
honum var ekki sinnt. Þess má
einnig géta, að togaramenn gátu
ekki fengið samband við um-
boðsmann sinn hér á staðnum,
Jakob Helgason, því að hann var
ekki við. Eins og fyrr getur, var
ég ekki heldur við, hélt sýslu-
maður áfram, og læknirinn var
kallaður út í sveitina, svo að
skipstjórinn gat ekki náð tali af
neinum þessara manna. Þá skýrði
Ari sýslumaður frá því, að brezku
togararnir hefðu venjulega sam-
band við umboðsmenn sína á
Patreksfirði í gegnum talstöðina
og ef þeir fara þess á leit að
einhver komi um borð, þá snúi
umboðsmaðurinn sér til sýslu-
skrifstofunnar. Fái þeir þá alla
nauðsynlega fyrirgreiðslu.
Fengu upplýsingar
En Stoke City hefur augsýni-
lega ekki náð neinu sambandi
við land og þótt það ills viti.
Hann hefur samt ekki viljað
bíða, því að hann sigldi inn i
höfnina upp á eigin spýtur.
Fengu togaramenn nauðsynlegar
upplýsingar hjá íslenzkum fiski-
báti sem sigldi framhjá skipi
þeirra, Sögðu þeir íslenzku sjó-
mönnunum, að þeir væru ókunn-
ugir í Patreksfjarðarhöfn og
báðu um aðstoð. Islendingarnir
bentu þá Bretunum á innsigl-
ingamerkin og sigldi togarinn
síðan að bryggju.
Þá átti fréttamaður Mbl. einnig
tal við Hannes Finnbogason,
lækni. Hann kvaðst ekki hafa
verið í bænum, þegar Stoke City
kom til Patreksfjarðar. Togara-
menn fóru sjálfir með sjúkling-
inn upp á spítalann og skildu
hann þar eftir, kváðust ekki mega
vera að því að bíða öllu lengur
eftir lækninum. Hannes læknir
gat þess, að sjúklingurinn hefði
fengið taugaáfall og gæti t. d.
lítið sem ekkert sagt. Þó gat
hann stunið því upp, að hann
væri 38 ára gamall og væri frá
Grimsby. Ekki hafði maðurinn
orðið fyrir neinu slysi. í ráði er
að senda hann heim til Grimsby
við fyrsta tækifæri. Mbl. hefur
fregnað, að hér sé um að ræða
stýrimann á Stoke City.
Loks má geta þess, að síðar um
kvöldið slóst Stoke City í hóp
brezku landhelgisbrjótanna, sem
réðust inn í landhelgina í skjóli
eftirlitsskipsins Russels.
Harðorð mótmæli
Á 8. SÍÐU blaðsins í dag er birt
ræða sú sem Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkisráðherra
flutti um landhelgismálið í Ríkis-
útvarpið í gærkvöldi. Þar gat
ráðherrann þess, að hann hefði
í gær afhent sendiherra Breta
harðorð mótmæli sökum þess að
brezk herskip hefðu varnað ís-
lenzku varðskipi að leysa af
hendi skyldustörf sín, er þaS
reyndi að stöðva brezkán togara
sem brotið hafði íslenzk lög.
Þá gat utanríkisráðherra þess
einnig að hann hefði falið sendi-
herra íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu í París að skýra
framkvæmdastjórn bandalagsins
frá þessari valdbeitingu brezku
herskipanna. -