Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. sept. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 11 fræðinga mánuðum aldrei líklegt til að I saman var j ekki að spyrja um, hvernig við leysa þann hugsum til Breta. En ég vil ekki vanda, sem við var að etja. Hér þurfti víðsýni og ákvörðunar- þrek þeirra manna, sem sjálfir bera ábyrgðina. í þessu urðum við að gera ráð fyrir, að við- horf hinna ábyrgu stjórnmála- manna væri allt annað en und- irmanna í erlendum ráðuneytum, sem eiga að svara til sakar gegn yfirboðurum sínum og gera sér ekki ljósa þá stjórnmálahags- muni, sem hér er um að tefla. Danska tillagan lýsti skilningi á þessu. Auk þess var hún bein- línis rökstudd á þann hátt, að vonað var, að hún leiddi til þess, að Bretar létu af herhlaupi sínu. Ef svo hefði orðið, hlutu Is- lendingar að fagna henni. Nið- urstaðan hefur órðið önnur, enda rann þessi tilraun út í sandinn. Eðli hennar var og annað en tillögu Sjálfstæðismanna, sem beinlínis byggðist á því, að ráð- herrafundurinn væri kallaður saman vegna ógnunar við frið- helgi íslenzks landsvæðis. Þar með var íslandi búin hin bezta sóknarstaða og hagnýttir þeir miklu möguleikar, sem íslend- ingar hafa aflað sér með því að vera jafnréttháir aðilar hinum voldugustu stórveldum innan At- lantshafsbandalagsins. Hvorir eiga þorskinn við strendur fslands, íslendingar eða Bretar? REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagrur 6. sept. Áhrif herhlaupsins Með herhlaupi Breta inn fyrir hin nýju fiskveiðitakmörk ís- lendinga, sköpuðust alveg ný viðhorf í landhelgismálinu. Þangað til varðaði það að vísu bæði hagsmuni og rétt íslenzku þjóðarinnar. Þar voru íslending- ar að sjálfsögðu sammála í meg- inatriðum en greindi þó á um einstök framkvæmdaratriði, svo sem verða hlýtur þegar frjálsir menn eigast við. Eftir herhlaup Breta er ekki einungis um að tefla hagsmuni og rétt, heldur einnig sæmd íslenzku þjóðarinn- ar. Vafalaust finnst sumum stór- þjóðum, að það orð láti illa i munni slíkrar kotþjóðar sem hinnar íslenzku. En þar finna íslendingar til, eins og Þorgeir í Vík forðum, þegar hann sagði: „En þetta var einasta aleigan mín, og allt, sem var dýrmætast mér — jafn dýrmætt mér, eins og þér eign þín, en það galt ei stórt fyrir þér.“ Vonum að réttlætið sigri Enginn ísiendingur má né mun láta sitt eftir liggja til að hags- munum þjóðarinnar, rétti hennar og sæmd verði borgið. En mis- skilningur er, ef menn halda að sigurinn komi af sjálfsdáðum. Væri Bretum þó mest sæmd í því og þá sýndu þeir manndóru, ef þeir hreinlega viðurkenndu glapræði sitt og bættu fyrir það með því að falla frá mótmælum gegn rétti Islendinga. Enn hafa þeir þó ekki sýnt þá höfðings- lund og má þess vegna búast við löngu þófi um málið, jafnvel þó að hinu versta verði afstýrt: „I því stríði hlýtur ofbeldið að tapa, en réttur Islendinga að sigra.“ Allir vonum við, að þessi orð rætist. En þau sýna glöggt, hversu undir niðri býr, þrátt fyr- ir allt, öruggt traust til nágranna þjóða okkar um, að þær láti ekki ofbeldið heldur réttinn' ráða þegar til lengdar lætur. Hin til- vitnuðu ummæli eru einmitt tek- in úr Þjóðviljanum og óskar Morgunblaðið þess, að sá, sem þau skrifaði, mæli allra manna heilastur. Ef svo reynist, þá verður það einungis vegna þess að þrátt fyrir herhlaup Breta; er sú aðferð að beita valdi til að skera úr deilum manna úr sögunni í þeim hluta heims, sem við byggjum. Breta eiga alls kostar við ís- lendinga. Að svo augljósri stað- reynd þarf ekki að eyða orðum. Engu að síður vita allir íslend- ingar, hvar í flokki, sem við stöndum, að þjóð okkar þarf ekki í þessari deilu að óttast örlög Eystrasaltsþjóðanna eða hinnar ungversku. Vildom reyna að hindra herhlaupið Þó að íslendingar óttist ekki að þurfa að sæta sams konar kúgun og þessar þjóðir, þá er herhlaup Breta ærið alvöruefni. Sagan mun á sínum tíma dæma um af hverju út í það heimsku- flan var lagt. Sú staðreynd er nú þegar ó- hagganleg, að Sjálfstæðismenn, einir af íslenzku stjórnmálaflokk unum, sáu hvað verða vildi þó að þeir vonuðu hið bezta, og gerðu raunhæfa tilraun til að af- stýra ofbeldinu, sem sannarlega gat og getur raunar enn haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í ógæfuátt. Yfir viðræðunum um landhelg- ismálið innan Atlantshafsbanda- lagsins hefur í allt sumar hvílt mikil launung. Sjálfstæðismenn töldu og telja, að sú leynd hafi verið mjög misráðin. Viðleitn- in þar var síður en svo þess eðlis, að hana þyrfti að fela. Þar var einmitt gerð tilraun til að efna loforð ríkisstjórnarinnar frá því í vor um að nota tím- ann til 1. september í því skyni að afla nauðsynlegs skilnings og viðurkenningar á útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. En jafn- skjótt og Sjálfstæðismönnum var gefinn kostur á að fylgjast með hvað gerðist, létu þeir uppi van- trú á, að þessar tilraunir leiddu til nokkurs. Þegar Sjálfstæðismenn sáu fram á árangursleysi þessara til- rauna til að afla skilnings og viðurkenningar á málstað okk- ar svo að ótvírætt virtist, að Bretar mundi bjóða út leiðangri til þess eins að sýna hinum nýju fiskveiðitakmörkum óvirðingu sína, þá þótti Sjálfstæðismönnum með því efnt til slíkrar óhæfu, að ekki mætti láta afskiptalaust. Þess vegna báru þeir fram til- lögu sína um, að íslendingar krefðust ráðherrafundar í At- lantshafsbandalaginu, vegna fyr- irsjáanlegrar ógnunar Breta við íslenzkt landsvæði. Sjálfstæðis- menn gerðu í samtali við utan- ríkisráðherra tillögu um, að for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra færu á þann fund til að flytja mál íslands. Stjórnin varð ekki við þessari tillögu. Um það skal ekki deilt nú, en einungis vakin athygli á þeirri staðreynd, að það sýnir sízt skort á samvinnuvilja stjórn- arandstöðu við ríkisstjórn að gera þvílíka tillögu og bjóða af flokksins hálfu fulla samvinnu um framkvæmd hennar. Stjórn- in taldi hitt réttara að hafna samvinnunni með þeim rökstuðn ingi, að áfram héldu viðræður, sem jafnskjótt var slitið, og, að hún tryði því ekki að óreyndu, að þeir atburðir gerðust, sem allir vissu nema hún, að yfir- vofandi voru. Allir eitt Nú er þetta hjá liðið, tilraun- in til að afstýra ofbeldinu mis- tókst og ný viðhorf komin. Um þau vitnar m. a. hinn voldugi útifundur, sem haldinn var hér sl. fimmtudag, og margháttaðar samþykktir félagssamtaka og opinberra aðila víðs vegar um landið. Ekki fer hjá því, að sitt sýnist hverjum um einstök atriði sumra þeirra samþykkta. Það skiptir þó engu í þessu sam- bandi. Aðalatriðið er, að menn sýni einhug í því að standa sam- an, þegar á reynir. Það er rétt, að með frumhlaupi sínu hafa Bretar einangrað sig. Engm önnur þjóð úr hópi þeirra, sem mótmælt höfðu einhliða fram- kvæmdum okkar um stækkuu fiskveiðilandhelginnar, vildi fylgja Bretum á ofbeldisbraut- inni. Því miður verðum við þó að búast við, að andstaða þeirra gegn okkar 'máli með úr að við séum með grjótkast og skrílslæti við brezka sendiráðið. Þeir menn, sem þar eru, hafa ekkert til sakar unnið og slík framkoma gerir ekki annað en spilla fyrir góðum málstað, sagði Sigurður að lokum.“ Rúðubrot blaðamanna En það eru ekki einungis rúðu- brot í eiginlegum skilningi, sem við íslendingar nú þurfum að forðast. Við skulum einnig minn- ast ummæla Bismarcks, stjórn- málamannsins mikla, þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ríkisstjórnir hafa oft ekki við að setja í þær rúður, sem blöðin hafa með grjótkasti brot- ið“. Glórulaust ofstæki gagnvart erlendum þjóðum er sízt lagað til þess að bæta okkar málstað. I innanlandsdeilum hafa íslend- ingar tamið sér annað og hvass- yrtara orðbragð en yfirleitt tíðk- ast í stjórnmálaumræðum með lýðræðisþjóðum. Hér á landi taka menn þetta ekki svo alvarlega af því, að þeir eru orðnir þessa vanir og láta það ekki á sig fá. En þegar þetta orðaval berst til annarra landa, er það skilið á nokkurn annan veg en jafnvel hinir hvassyrtu rithöfundar hér ætlast til. Þetta skyldu menn hafa í huga og ekki gera við- leitni ráðamanna þjóðarinnar til lausnar vandamálunum erfiðaxi en óhjákvæmilegt er með óþörf- um illyrðum. Ómaklegar árásir á ágætan mann Innbyrðisskammir eru mál fyrir sig og mætti þó gjarnan úr þeim draga og reyna að færa deilurn- ar yfir á málefnalegan grundvöll. Hitt tekur út yfir, þegar í blindu æði er ráðizt að þeim, sem hvergi koma nærri. Svo er t.d. með skrif Þjóðviljans sl. miðvikudag um ræðismann íslands í Grimsby, s® ekki Þar j Þórarin Olgeirsson. Þar er hon- sögunni. En þær vildu um brugðið um að senda togara ekki beita valdi og er það okkur sjna jjj hernaðaraðgerða gegn ís- lendingum. út af fyrir sig mikils virði. Málinu er þó ekki lokið og mik- ið liggur við, að á því sé haldið af „gætni og einurð“, eins og sagði í samþ. Stéttarsambands bænda sl. miðvikudag. Islend- ingar halda leið sína áfram ó- trauðir í vissu um góðan mál- stað og trausti á það, að þó að við séum beittir ofbeldi í bili, þá lifum við innan um .þær þjóðir, þar sem þvílík vinnu- brögð verða ekki þoluð til lengd- ar. Við skulum og ekki gleyma því, að þótt brezku stjórninni sjálfri hafi mjög missézt í þessu máli, þá verður hún að sæta heilbrigðri gagnrýni sinnar eig- in þjóðar, og má vel vera, að almenningsálitið heima fyrir knýi brezku stjórnina til að láta af ofbeldi sínu áður en varir. Rúðubrot Grjótkast og læti við heimili brezka sendiherrans, þar sem hann býr með konu og börnum, er íslendingum meira en ósam- boðið. Það er okkur til- tjóns og skammar. Einmitt tveir af fremstu mönnum íslenzku sjó mannastéttarinnar sögðu í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag, það sem um þetta þurfti að segja. Sæmundur Auðunsson sagði: „Afstaða Breta er mjög víta- verð og frekjuleg árás á hags- muni okkar. Væri óskandi að deilan leystist sem fyrst á far- sælan hátt. Á hinn bóginn finnst mér ekki vænlegt að hún verði leyst með grjótkasti eða öðrum ámóta heimskulegum tiltekt- um“. Og Sigurður Magnússon skip- stjóri á Eskifirði sagði: „Hér standa allir með stækk- og mannkosti. En þóf á milli sér- 1 un landhelginnar en það þarí Tillaga Dana Eftir að upp úr viðræðunum í París var slitnað, gerðu Danir tillögu um, að ráðherrafundur innan Atlantshafsbandalagsins yrði haldinn. Sú tillögugerð sýndi, að danska stjórnin áttaði sig á því, eins og Sjálfstæðis- menn, að ein af orsökuro þess, að ekki tókst að leiða málið til lykta í viðræðunum í París með skilningi og viður- kenningu á rétti okkar, var sú, að þar voru rangir menn að verki. Ekki svo að skilja, að þá út af fyrir sig skorti hæfileika Kunnugir vita, að Þórarinn Ol- geirsson á ekkert í því útgerðar- fyrirtæki, sem gerir út þann tog- ara, sem gefur Þjóðviljanum efni til þessara ummæla. Þvert á móti er vitað, að Þórarinn Ol- geirsson hefur ætíð staðið ein- arður með málstað íslands. Á meðan löndunarbannið stóð, tók hann ótrauður þátt i því að reyna að brjóta það á bak aftur og horfði hvorki í fé né fyrirhöfn af þeim sökum. Hann á því allra manna sízt skilið skammir fyrir afstöðu sína til útfærslu fisk- veiðitakmarka við ísland. Þórar- inn er einn þeirra af íslenzku bergi brotinn, sem setzt hafa ao erlendis og þar orðið þjóð sinni til mestrar sæmdar. Hann er að- sópsmikill drengskaparmaður, sem íslendingar mega vera stolt- ir af og á sízt skilið að fá skæt- ing héðan að heiman. Sjómeimirnir sómi Islands Stækkun fiskveiðilandhelginn- ar nú mun m. a. hafa þau áhrif. að afbragðsmenn á borð við Þór- arin Olgeirsson hverfi síður úr landi vegna þess að hér sé oln- bogarúmið of lítið. Ef ekki verð- ur að gert, urgast fiskimiðin upp og sjómennirnir hætta að geta fært þá björg í bú þjóðarinnar, sem gert hefur henni mögulegt að rétta sig úr kútnum síðustu áratugina. Islenzk sjómannastétt er kjarni þjóðarinnar. Það er ekki heiglum hent að sækja sjóinn við íslandsstrendur. Þeir, sem ekki Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.