Morgunblaðið - 13.09.1958, Side 9

Morgunblaðið - 13.09.1958, Side 9
Laugardagur 13. sept. 195t> MOnCUlVBLABIB 9 Of margir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi náttúrurannsókna Frá grasasöfnun á Grænlandi i sumar Spjallað við ungan grasafrœðing nýkominn frá námi Poul Michelsen í gróðurhúsinu ,,í suðrœnu sólarlandi" NÝLEGA er kominn heim eftir nám ytra ungur íslenzk- ur grasafræðingur, Eyþór Einarsson að nafni, og hyggst hann nú leggja fram starfs- krafta sína við rannsóknir á íslenzku gróðurfari. Eyþór er Norðfirðingur að ætt, 29 ára að aldri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949. Sigldi hann síðan til Hafnar og lagði stund á náttúrufræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Lauk hann mag- isterprófi í þeirri grein með grasafræði sem aðalfag í maí í vor. Ritgerð Eyþórs fjallaði um efni sem okkur íslendingum er hugstætt, birkiskógana á norður- hveli jarðar, fyrst og fremst á íslandi, í Skandinavíu og í ’Suð Vestur Grænlandi. Vlð grasarannsóknir á Grænlandi Blaðamaður Mbl. hitti Eyþór skamma stund að máli nýlega og spjallaði við hann um nám hans og framtíðarstörf. Skömmu eftir að Eyþór lauk magisterprófi í grasafræði réðst hann í leiðangur til Grænlands sem farinn var í því skyni að rannsaka gróðurfar í þeim hlut- um Grænlands sem lítt voru áður kunnir grasafræðingum. Var för þessi kostuð af Carlsbergsjóðnum danska en þeir félagar, 3 grasa- fræðingar og 1 dýrafræðingur höfðu samflot við Lauge Koch og leiðangur hans sem í sumar var við rannsóknir á Grænlandi. Héldu þeir til Scoresbysunds á austurströnd Grænlands en verkefni þeirra var að gera gróðurathuganir í innfjörðunum sem ganga út frá meginfirðinum, en þar hafði fram að þeim tíma verið „hvítur blettur" á gróður- korti Grænlands og var sáralítið vitað um gróður allan á þeim slóðum. f förinni var m. a. einn þeirra 3 manna, danski grasafræðingur- inn Kjeld Holmen, sem ritað hafa Flóru Grænlands. Voru þeir félagar í 7 vikur alls í leið- angri þessum og segir Eyþór að það hafi verið sérlega fróðleg og skemmtileg för. Úti við ströndina er gróðurfarið að ýmsu leyti svipað hinu ís- lenzka, þó er þar allt með meiri heimskautablæ og hinar ráðandi tegundir því sums staðar aðrar en hér heima. í innfjörðum eru staðhættir hins vegar töluvert aðrir. Þar er meginlandsloftslag og mjög þurrt og hefir það sín áhrif á gróður- inn. Á Grænlandi finnast allmarg- ar tegundir sem ekki hafa fundizt hér á landi. Sumar þeirra eru vestlægar og ná ekki lengra aust ur á bóginn en til Austur-Græn- lands, aðrar vaxa í Skandinavíu eða enn lengra austur án þess þó að finnast á fslandi. Birki vex nokkuð í Grænlandi sem kunnugt er, en ekki þó nema á Suðvestur-Grænlandi. Fundu ókunnar tegundir — Hver varð árangurinn af þessum rannsóknum ykkar, nátt- úrufræðinganna? — Á rannsóknarsvæði okkar fundum við einstakar jurtir sem ekki hafa fundizt á Grænlandi áður, og einnig nokkrar tegundir sem þekktar hafa verið á Græn- landi, en ekki í austurhluta lands- ins. Annars höfum við aðallega afl- að frekari upplýsinga um út- breiðslu allra tegunda á þessu svæði og gert yfirlitsathuganir á gróðurfarinu í heild. Fyrir hvað ættuð þið að fá kaup? — Voruð þið margir fslending- arnir við nám við Hafnarháskóla í náttúrufræðum? — Nei, við vorum þrír og nú er aðeins einn eftir. Annars er það svo að þótt íslendingum við nám í náttúrufræði hafi fækka"ð á Norðurlöndum er mjög auðvelt að hljóta starf þar ytra sem nátt- úrufræðingur. Miklu auðvéldara en hér heima, er mér víst óhætt að segja, Mér þykir nokkuð á skorta eins og fleirum að fólk Eyþór Einarsson. flest geri sér ljóst hvert hlutverk okkar náttúrufræðinganna raun- verulega er. Margir telja að nægi legt sé það eitt að hafa Náttúru- gripasafnið opið vissan tíma í viku og þurfi þá ekki að ve'ta meira fé til náttúrufræða en til þess hrökkvi. Það er iíka svo að þegar við sem langt háskóia- nám eigum að baki okkar hverf- um heim og orðum það á kurteis- legan máta að æskilegt væri að við hefðum sæmileg laun, eftir svo langan námsferil þá segir fólk: Hvað, þið vinnið þó ekki nema nokkra tíma á viku! Fyrir hvað ættuð þið að fá kaup? Þetta meinar það vafalaust fyrst og fremst til þeirra vísinda- manna, náttúrufræðinga og ann- arra, sem hafa að einhverju leyti ofan af fyrir sér með kennslu en ekki hygg ég að allir geri sér Ijóst að auk þess hvíla rannsókn- arstörf á mjög mörgum sem við kennslu fást og vinnutíminn er örugglega æði miklu lengri en stundirnar sem kennt er við ein- hvern skólann. Þetta er hugarfar, sem þarf að breytast. Verkefnin næg — Þú hefir næg verkefni við að glíma hér á landi, Eyþór, í fræði- grein þinni? — Já, ekki skortir þau. Grasa- fræðingar hafa aðeins starfað við Náttúrugripasafnið um stundar- sakir síðan 1926. Mikið verk við rannsóknir á því sviði er því eðli- lega óunnið. Væntanlega mun ég eitthvað starfa við Nátturugripa- safnið og þar verða verkefni mín líklega fyrst og fremst þau að auka þau grasasöfn sem þar eru fyrir hendi. íslenzku söfnin fyrst og fremst. Síðan að vinna að al- mennum gróðurrannsóknum. Þar er mikið verk óunnið og væri t. d. mikil þörf á því að rannsaka út- breiðslu hinna ýmsu tegunda miklu nánar. Öspin hefir t. d. fundizt allvíða á Austurlandi en ekki er vitað nákvæmlega hver útbreiðsla hennar þar er. Annars er að mínu áliti ekki mikið vitað um gróðurfar í þeim landshluta og ekki sízt þörf á að vinna þar að rannsóknum á þessu sviði. Annars er takmarkað hverju maður fær áorkað á þessu sviði. Landið okkar er svo stórt. — Þú hefir heyrt spjallað um þá hugmynd að koma upp gras- garði í Reykjavík? — Já, um það hefi ég heyrt. Það væri ákaflega gaman og æskilegt að það áform kæmist í framkvæmd. En víst mun það kosta mikið fé. Það er eitt af mörgum verk- efnum á sviði grasafræðinnar sem enn eru óleyst og bíða framtíðar- innar. Brjánslækjar- kirkja liálfrar aldar Patreksfirði, 10. sept. BRJÁNSLÆKJARKIRKJA verð ur 50 ára á sunnudaginn kemur og verður afmælisins minnzt með hátíðamessu. Það var Jón trésmíðameistari Ólafsson frá ísafirði, sem byggði kirkjuna sumarið 1908, og voru nemendur hans við það verk með honum þeir Zakarías Guðmunds- son og Guðmundur Ebenezer- son. Rögnvaldur Ólafsson, húsa- meistari, hafði gert teikningar að kirkjunni. Hún var vígð af sr. Bjarna Símonarsyni prófasti á Brjánslæk með aðstoð sr. Jóns Þorvaldssonar á Stað á Reykja- nesi. Kirkjan er byggð úr timbri á steingrunni, traustbyggð og vönd- uð. Á sl. vori var gert við kirkj- una og hún máluð hátt og lágt og er nú söfnuðinum til hins mesta sóma. Brjánslækur var prestssetur í margar aldir, en nú eru all-mörg ár síðan þar hef- ur setið prestur og er prestakall- inu þjónað af sóknarprestinum í SauðlauKsdal. —Karl. LUNDÚNXJM og WASHINGTON, 11. sept. — Reuter. — NTB. — Ríkisstjórnir Bandarikjanna og Bretlands sendu í dag sovézku stjórninni orðsendingu þess efnis, að þær séu fúsar til að hefja við- ræður um alþjóða bann við til- raunum með kjarnorkuvopn 31. okt. n.k. í Genf. í orðsendingu sinni fellst Bandaríkjastjórn á að ljúka eigi ráðstefnunni eins skjótt og mögu legt er. Hins vegar geti hún ekki fallizt á þá tillögu Sovétstjórnar- innar, að fyrirfram verði ákveð- ið, að ráðstefnan standi 2—3 vik- ur. I brezku orðsendingunni er tekið í sama streng og bent á, að viðræður þessar séu svo mikil- vægar, að ekki megi setja þeim tímatakmörk. ★ ★ ★ Einnig segir í báðum orðsend- ingunum, að fjalla verði á ráð- stefnunni sjálfri um ágreinings- atriði austurs og vesturs um til- gang ráðstefnunnar. Rússar vilja takmarka viðræðurnar við end- anlega samþykkt um stöðvun til- rauna með kjarnorkuvopn, en komið verði á stofn alþjóðaeftir- litskerfi til að fylgja eftir fram- kvæmd bannsins. Einnig líta Vesturveldin á slíkt bann sem fyrsta skrefið til að koma á alls- her j ar af vopnun. Talsmaður brezka utanríkis- VIÐ ÖKUM austur veginn í glampandi sól og góðu skapi. Ferðinni er heitið svona eitthvað út í bláinn. Á Kambabrún tefjum við litla stund og sjáum, að allt sem hægt er að sjá þaðan, er á sínum stað. „Áfram veginn í vagninum ökum“, — og þarna er Hveragerði. Fram hjá þeim garði er ekki gott að fara, svo sveigt er inn á aðalstræti þess. Brátt blasir skilti við okkur: Pottablóm í úrvali. Á hliðinu stendur „Pálshús“. Hvaða Páll býr hér? spyrjum við og nemum staðar, förum úr vagninum og komum inn í dálítinn Edensgarð. ráðuneytisins sagði í kvöld, að Bretar myndu standa við þá yfir- lýsingu sína frá 22. ágúst, að Bretar muni hætta tilraunum með kjarnorkuvopn þann dag, sem viðræðurnar hefjast, og muni engar tilraunir gera í eitt ár, svo framarlega sem sovézka stjórnin hefji ekki tilraumr að nýju. ★ ★ ★ Stjórnmálamenn í Moskvu létu í dag í ljós þá skoðun, að engar hindranir ættu nú að vera í vegi fyrir þriggja velda ráðstefnu um stöðvun tilrauna með kjarncrku vopn. Bent ei á, að sjónarmið Sovétríkjanna hafi xomið fram í viðtali Krúsjeffs forsætisráð- herra við Pravda 31. ágúst s.l., svo að ekki ætti að vera þörf á, að ríkisstjórnir þessara þriggja landa skiptust frekar á skoðim- um um málið. í þessu viðtali krafðist Krúsjeff þess, að skil- yrðislaust yrðu stöðvaðar allar tilraunir með kjarnorkuvopn og ásakaði Vesturveldin um, að þau vildu draga þetta á langinn. í orðsendingu til Sovétstjórn- arinnar 22. ágúst s.l. lögðu Bretar og Bandaríkjamenn til, að ráð- stefna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn yrði haldin 31. okt. í New York. í svarbréfi Sovétstjómarinnar var lagt til, að ráðstefnan yrði haldin í Genf. Þar er margt að sjá. Við kveðjum dyra á litlu íbúðarhúsi, sem fer svo vel í garðinum. Það kemur í ljós, að þarna býr Poul Michel- sen garðyrkjubóndi og kona hans Sigríður Ragnarsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavik, meira að segja fyrir vestan læk. Poul Mich- elsen er fæddur á 'Sauðárkróki 17. júlí 1917. Lærði garðyrkju í Fagrahvammi hjá Ingimar Sig- urðssyni garðyrkjubónda og einn ig í Danmörku í nokkur ár og á einmitt 25 ára garðyrkjuafmæli á þessu ári. Fyrir tveim árum stofnaði hann sína eigin garð- yrkjustöð að Pálshúsi. Á hann nú þegar 380 ferm. undir gleri og ræktar nær eingöngu potta- blóm. Býður hann okkur til vermihúsa. Var engu líkara í þessu glaða sólskini en við vær- um komin í suðrænt sólarland. Þvílíkt litskrúð. Blóm í öllum regnbogans litum og dýrleg vinberin hengu í klösum úr loft- inu. Eins og ósjálfrátt fer ég að litast um eftir suðrænum aldin- um. Og sjá. Þarna vex dálítið fíkjutré með þroskuðum ávöxt- um, og vitanlega er þarna ban- anaplanta, en of ung er hún til að bera ávexti. En auðvitað eru það pottablómin, sem eru aðal- vöxtur hússins, og kennir þar margra grasa. Aðallega blómstr- andi, en einnig grænar plönt- ur í miklu úrvali. 150-200 eru tegundirnar. Þarna voru t.d. ný litaafbrigði af coleus, sem er svo fallegur innan um grænar plönt- ur, einnig ný litbrigði af croton, ljómandi falleg. Líklega einar átta tegundir af efeu, nokkrar tegundir af burknum og fleira og fleira, sem of langt er upp að telja. Við spjöllum dálitla stund saman um þessa litlu, ungu og skemmtilegu garðyrkjustöð, þar sem snyrtimennskan er í önd- vegi og fjölsltyldan vinnur sam- an. Það hlýtur að spá góðu. En sjón er* sögu ríkari, og ekki er króur að koma í Pálshús. —Ó. ★ KAUPMANNAHÖFN, 11. sept. — NTB. — Ólafi Noregs- konungi og Ástríði prinsessu var tekið með kostum og kynjum í Kaupmannahöfn í dag, er þau komu þangað í opinbera heim- sókn. Heimsóknin mun standa yfir í þrjá daga. í kvöld var peim haldin veizla í Kristjánsborgar- nöll. Vesturveldin fallust n róðsteinu um bunn við kjurnorkuvopnn- tilruunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.