Morgunblaðið - 13.09.1958, Page 11

Morgunblaðið - 13.09.1958, Page 11
Laugardagur 13. sept. 1958 M O R C T’ N fí L A Ð I Ð 11 Próf. Halldór Hermannson (1878—1958) Minningar- og kveðjuorð EINS og greint hefir verið frá í blaðafréttum, lézt prófessor dr. phil. Halldór Hermannsson, fyrr- um bókavörður við Fiske-safnið íslenzka í Cornell-háskóla, Ithaea, New York, á sjúkrahúsi þar í borg að morgni fimmtudagsins 28. ágúst s. 1. Með honum er til grafar genginn einn hinn allra mikilvirkasti og víðkunnasti fræðimaður íslenzkur á þessari öld. Hann var á áttugasta og fyrsta aldursári, fæddur 6. janúar 1878 að Velli í Rangárvallasýslu, son- ur Hermanníusar E. Johnson sýslumanns og Ingunnar Hall- dórsdóttur konu hans. Stóðu að Halldóri prófessor ágætar ættir á báðar hendur, enda bar hann það j með sér í sjón og reynd, að hann j var kjarnakvistur á traustum ættarmeiði. Má hið sama segja um hin mörgu systkini hans, bæði hvað snertir mannvænleik og mannkosti. Ungur var Halldór settur til mennta, og lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1898 með ágætiseink- imn. Síðan stundaði hann um skeið laganám við Kaupmanna- hafnarháskóla, en snemma á ár- um sínum þar komst hann í kynni við Willard Fiske, hinn góðkunna íslandsvin og bókasafnara, og vann með honum að skrásetningu hins mikla bókasafns hans og öðr- um bókfræðilegum störfum og útgáfum, fyrst í Flórens á Ítalíu en síðar i Ithaca. Að Fiske látn- um (1905) varð Halldór bóka- vörður við safnið, sem Fiske hafði gefið Cornell-háskóla, og jafnframt kennari þar í norræn- um fræðum. Gegndi hann því tvíþætta starfi samfleytt fram til sjötugsaldurs, að undanskildu árinu 1925—1926, er hann var bókavörður Árnasafns í Kaup- mannahöfn. Halldór naut að verðleikum virðingar og vinsælda af hálfu samkennara sinna og nemenda, enda var hann samvizkusamur og skemmtilegur kennari, og fór það að vonum um jafn-margfróðan mann og hann var og glögg- skyggnan í bezta lagi. Get ég um það borið af eigin reynd, því að ég las norrænu undir handleiðslu hans og naut lærdóms hans og hollra leiðbeininga við undir- búning og samningu ritgerða minna til meistara- (M.A.) og doktorsprófs. Veit ég, að aðrir nemendur hans, sem margir eru og dreifðir víðs vegar, myndu bera honum sömu söguna um alúð þá, sem hann lagði við kennsl- una, og óþreytandi fúsleika hans til þess að veðra nemendum sín- um að sem mestu liði, bæði á námsárum þeirra og síðar, er þeir leituðu til hans með fræðileg vandamál sín. Hefi ég annars stað ar á það bent, hve ólatur hann var að svara hinum mörgu fyrir- spurnum varðandi íslenzk og norræn fræði, sem honum bár- ust úr öllum áttum. Það eitt sér var víðtækt fræðslu- og kynn- ingarstarf í íslands þágu. En þó að háskólakennsla Hall- dórs væri farsæl og áhrif henn- ar næðu víða með nemendum hans, urðu bókavarðarstarf hans og ritstörf hans, sem eru nátengd því, aðal störf hans um langa og athafnaríka ævi hans. Ástin á bókum var honum í blóð borin, og fer hann um það þessum orðum í fróðlegri ritgerð „Bókasöfn skólans“ (Minningar úr Menntaskóla, Reykjavík 1946): „Það má líklega heimfæra upp á mig talsháttinn, að snemma beyrúst krókurinn til þess, sem verðr. vill. Faðir minn átti allgott bó’.iasafn, eftir því, sem gerðist til sveita á þeim tíma, og frá því fyrsta hafði ég gaman af að fást við það og halda því í góðu lagi“. Og hann bætir við: „Ég kom í Latínuskólann haustið 1892, og þá var mér einna mest forvitni á að kynnast bókasafni skólans“. Varð hann svo hand- genginn því, að rektorar skólans á skólaárum hans gerðu hann að aðstoðarmanni sínum við útlán bóka úr skólasafninu. Reyndin varð einnig sú, að Halldór varð, er stundir liðu, hvort tveggja í senn frábær bók- fræðingur, eins og rit hans sanna, og fyrirmyndar bókavörður. Tókst honum, með árvekni sinni og hagsýni, að gera Fiske-safnið að víðkunnri og mikils metinni menningarstofnun, án þess að lítið sé gert úr starfi þeirra manna, sem tóku við af honum; sérstaklega heffr núverandi bóka- vörður, Jóhaiin Hannesson, hald- ið ágætlega í horfinu bæði með bókavörzlu sinni og útgáfu Islandica-safnritsins. Óneitanlega hefði bókavarðar- starf Halldórs, jafn ágætt og það var og mikilsvert, nægt til þess að halda nafni hans á lofti, en, eins og kunnugt er, lét hann eigi þar við lenda. Hann gerðist ó- venjulega afkastamikill fræði- maður og rithöfundur. Með bóka- skrám sínum yfir Fiske-safnið, er út komu í þrem stærðar bind- um (1914, 1927 og 1943), vann hann ómetanlegt brautryðjenda- verk á sviði íslenzkrar bókfræði, enda hafa þessar bókaskrár rétti- lega verið taldar til fræðimann- legra stórvirkja, ekki sízt fyrsta bindið, sem er lang stærst, og ber fagurt vitni fágætri elju höf- undarins og vísindalegri nær- færni. En um það fór sá lærði >_ maður dr. Páll Eggert Ólason þessum orðum (Skírnir 1914): „Það er skjótast af að segja, að þetta rit er hið mesta stórvirki, sem innt hefir verið af höndum í íslenzkri bókfræði fram á þenna dag. Það má teljast ærið ævi- starf einum manni að hafa leyzt af höndum eitt slíkt verk sem þetta. Og er það þó með enn meiri fádæmum, með hvílíkri vandvirkni og vísindalegri ná- kvæmni verkið er unnið og út- gefið“. — Halldór gaf einnig út sérstaka og jafn vandaða skrá (1917) yfir rúnarit Fiske-safnsins. Eru fyrrnefndar bókaskrár hans yfir safnið með öllu ómissandi hverjum þeim, sem fæst við ís- lenzk fræði meir en að nafninu til. Steindór Steindórsson yfir- kennari á Akureyri hefir lauk- rétt að mæla, er hann kemst svo að orði um bókaskrár Halldórs í grein um hann (í Eddu 1946): „Hygg ég fleirum hafi svo farið en mér, að þeir eigi fátt bóka, sem þeir handleika oftar né þyk- ir vænna um“. Annað stórvirki og þarfaverk íslenzkum fræðum innti Halldór af hendi með útgáfu hins fjöl- skrúðuga og gagnmerka ritsafns Islandica, er hóf göngu sína 1908 og kom siðan út nærri árlega undir ritstjórn hans og samið af honum sjálfum hátt á fjórða ára- tug. Kennir þar margra grasa og góðra, því að í ritsafninu eru meðal annars skrár yfir útgáfur og þýðingar íslenzkra fornrita, yfir rit um Vínlandsferðirnar, íslenzkar bækur á 16. og 17. öld, og yfir íslenzka rithöfunda vorra daga fram til 1913, er það rit kom út. Ennfremur eru í safninu vand aðar útgáfur ýmissa íslenzkra fornsagna og annarra íslenzkra rita frá fyrri öldum, merkisrit um íslenzka kortafræði og jafn merk rit og fróðleg um einstaka menn og ritstörf þeirra, svo sem Eggert Ólafsson, Sir Joseph Banks og ísland og Sæmund Sig- fússon og Oddaverja. Útgáfunum og mörgum bókaskránum fylgir höfundur úr hlaði með ítarlegum og merkilegum inngangsritgerð- um, en öll svipmerkjast þessi rit hans af víðtækum lærdómi og frábærri vandvirkni. Auk Island- ica-safnsins annaðist Halldór einnig útgáfu annarra íslenzkra merkisrita, af Fríssbók (1932), að ógleymdu hinu mikla og fagra riti hans um skrautlist íslenzkra handrita, Icelandic Illuminated Manuscripts of the Middie Ages (1935); en báðar komu bækur þessar, með merkum inngangsrit- gerðum, út í hinu víðfræga safni Ejnars Munksgaards bókaútgef- anda af ljósprentuðum útgáfum íslenzkra skinnbóka. En um hið mikla Islandica-ritsafn Halldórs má hið sama segja og um bóka- skrár hans, að það er ómissandi öllum þeim, sem leggja stund á íslenzk og norræn fræði, og hef- ir borið hróður fslands um allan hinn enskumælandi heim, og enn víðar um lönd. Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu, en auk fyrrnefndra rita og annarra ótalinna, hefir Halldór skrifað margar ritgerðir og rit- dóma um íslenzk efni í íslenzk og erlend blöð og tímarit og í al- fræðibækur. Kemur það fyrst til fullnustu á daginn, hversu af- kastamikill rithöfundur hann var þegar samin verður tæmandi skrá yfir ritverk hans. Fjarri fór því, að hann gengi heili til skógar hin síðari ár, eftir að hann lét af hóskólakennara- og bókavarðarstarfi sínu í Cornell; hann átti við langvar- andi gigtsýki að stríða, svo að hann varð að sitja í hjólastól; en hann bar það andstreymi með .því æðruleysi, sem einkenndi hann alla daga, því að hann var gæddur karlmennskulund í rík- um mæli. Hann hélt áfram fræði- iðkunum sínum og ritstörfum, og sendi frá sér á síðustu árum bæði athyglisverða ritdóma og merkar ritgerðir. Hann gekk einnig frá næsta bindi af Islandica, sem nú er 1 prentun, og kemur út bæði í tilefni af áttræðisafmæli hans og fimmtugs afmæli ritsafnsins. Var það mjög að verðleikum, og hafi Jóhann Hannesson bókavörður þökk fyr- ir þá ráðstöfun sína og aðrir hlut- aðeigendur. Annars var Halldór, að von- um, margvíslegur sómi sýndur í viðurkenningar skyni fyrir fjöl- þætt og mikilsverð fræðistörf hans. Háskóli íslands gerði hann heiðursdoktor í heimspeki Al- þingishátíðarárið 1930. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu með stjörnu 1939, en áður hafði hann hlotið bæði riddara- og stórriddarkross þeirrar orðu. Hann var heiðurs- félagi í Hinu íslenzka bókmennta félagi og einn af fyrstu heiðurs- félögum Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi. Frá því 1943 og til dauðadags var hann í stjórnarnefnd menningar- og fræðafélagsins The American- Scandinavian Foundation og átti árum saman sæti í útgáfunefnd þeirrar stofnunar. Hvað vænst ætla ég þó, að Halldóri hafi þótt um Afmælis- kveðjiu þá, stórt rit og vandað að sama skapi, sem Landsbóka- safn íslands gaf út honum til heiðurs sjötugum, er hófst á fag- uryrtu þakkarávarpi til hans og var undiritað af nærri 150 körl- um og konum, meðal þeirra ýms- ir kunnustu fræðimenn þjóðar- innar og aðrir forystumenn henn- ar, en margir'. fleiri velunnarar afmælisbarnsins myndu gjarnan hafa viljað vera með í þeim hópi, sem hyllti hann á þeim tímamót- um. Eins og ágætlega átti við, var afmælisrit þetta einkum bók- fræðilegs efnis og hafði inni að halda ritgerðir eftir kunna ís- lenzka fræðimenn innan lands og utan. En með Halldóri Hermannssyni er eigi aðeins til moldar genginn framúrskarandi afkastamaður og mikilhæfur fræðimaður, heldur einnig heilsteyptur merkismaður um skaphöfn og lífshorf. Hann var mikill að vallarsýn, svo að engum fékk dulist, að þar fór skörungsmaður, og hann var að sama skapi höfðingsmaður í hugsun, vandur að virðingu sinni, fastur í lund, hreinskilinn og ber- orður, þegar því var að skipta, en hreinlundaður og frábærlega tryggur vinur vina sinna. Um það get ég borið eftir 36 ára náin kynni, og verður mér ofarlega í huga þakkarskuldin við minn kæra og mikilsvirta kennara og hollvin, og með sama huga munu aðrir gamlir nemendur og vinir minnast hans. Halldór Hermannsson ól mest- an aldur sinn utan íslandsstranda, en hann fylgdist flestum betur með íslenzkum málum; unni landi sínu og þjóð af heilum huga, var metnaðargjarn fyrir þeirra hönd og vildi veg þeirra sem mestan. Ævistarfið mikla og merka helg- aði hann einnig íslenzkum fræð- j um og menntum, og þess vegna j mun íslenzka þjóðin lengi minn- j ast hans með virðingu og þökk sem eins síns ágætasta sonar, glæsilegs merkisbera hennar og málsvara á erlendum vettvangi. Richard Beck. Mynd þessi var tekin í sumar austur við Úlfljótsvatn, þar sem kvöldsólin speglast í vatninu Ljósm.: Gunnar Pálsson. ísl. verzlunarstétt kynnir landhelgismálið erlendis ÞEGAR löndunarbanninu var skellt á í Bretlandi 1952, sendu íslenzkir innflytjendur, sem eru meðlimir í Félagi íslenzkra stór- kaupmanna, viðskiptasambönd- um sínum í Bretlandi bréf, þar sem þeir kynntu þeim málavöxtu og báðu þá að beita áhrifum sín- um í þá átt að löndunarbanninu yrði af létt. Bréf þetta var sent út í mörgum hundruðum eintaka til brezkra útflytjenda og hafði það áhrif í ýmsar áttir, m. a. leiddi það af sér fyrirspurnir í Neðri málstofu brezka þingsins og vakti yfirleitt áhuga meðal enskrar verzlunarstéttar á mál- stað íslendinga. Aldrei vikið frá ákvorðiMiinni um 12 milur LANDSSAMBAND íslenzkra verzlunarmanna fagnar stækkun fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómíl- ur og krefst þess að aldrei verði frá þeirri ákvörðun vikið. Jafnframt lýsir L.Í.V. yfir for- dæmingu sinni og fyrirlitningu á framferði Breta, sem virða að vettugi lög og rétt. Á fundi sínum hinn 9. þ .m. ákvað stjórn Félags íslenzkra stór kaupmanna að fara þess á leit við meðlimi sína að þeir sendu riú viðskiptasamböndum sinum erlendis sérstök kynningarbréí út af landhelgismálinu og er það í undirbúningi. Samkvæmt fregn um, sem borizt hafa mun Sam- band íslenzkra samvinnufélaga hafa sent samvinnusamtökum erlendis slík kynningarbréf, nú fyrir skömmu. ★ PARÍS, 11. sept. — NTB. — Reuter. — í dag voru 120 Serkir, sem eru meðlimir alsírsku frelsis hreyfingarinnar, handteknir í París. Undanfarinn sólarhring hafa 340 Serkir verið handteknir. í dag var komið upp hindrunum við flesta þjóðvegi í Frakklandi, og hatt verður dag og nótt ná- kvæmt eftirlit með öllum vegfar- en(lum. ★ BUENOS AIRES, 11. sept. — NTB. — Reuter. — Stjórnin í Argentinu mun vera í slæmri klípu vegna óánægju innan hers- ins. Aramburu, sem um skeið gegndi forsetastörfum, áður en Frondizi var kjörinn forseti, sagði í dag, að alvarlegir atburðir kynnu. að vera í aðsigi vegna óánægjunnar innan hersins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.