Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 8
8 M O R C V N B L 4 Ð I Ð Fimmtudagur 16. okt. 1958 Óska eftir að leigja nú þegar tvö herbergi eða eina stóra stofu, helzt í Vesturbænum, sem næst Háskólanum. °9 liehnitiS HKEINN BENEDIKTSSON Sími 22-0-22. ÚTBOD Tilboð óskast í að reisa 700 rúmmetra geymsluskúr við Hólmgarð. Uppdrættir ásamt lýsingu fást af- hentir í verzluninni Kjöt og Ávextir, Hólmgarði 34 gegn 100 króna skilatryggingu. Iðnaðarhúsnæði óskast fyrir léttan iðnað ca. 3—400 ferm. helst á einni hæð. Tilboð merkt: „Framtíð — 7985“ sendist afgr. Mbl. fyirir 19. þ.m. ATVIIMIMA Viljum ráða nokkra menn til starfa við jarðboranir. Um framtíðaratvinnu getur verið að ræða. Uppl. í síma 17400. Gufuborun ríkis og Reykjavíkurbæjar. OPEL RECORD '58 til sölu. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9. — Símar 19092 og 19168. ATVINNA Kairlmaður óskast til iðnaðarstarfa. Upplýsingar í verksmiðjunni Brautar- holti 26. Sútunarverksmiðjan hf. Til sölu Vandað einbýlishús í smáibúðahverfi. Á hæð eru 4 her- bergi og eldhús. t risi eru 2 herbergi og eldhús. 1 kjallara er þvotta og ketilhús. Hagstætt verð. Semja ber við Eignamiðlun Austurstræti 14. — Símar 14-600 og 1-55-35. Sölubúð eða verzlunariiúsnæði til leigu í Garðasftræti 6. Upplýsingar í skrifstofu Eina'rs Sigurðssonar Garðastræti 6. Stúlku eðu unglingspíltur óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Stórholtsbúð Stórholti 16. Tízkufréttir frá Lundúnum EINN af fremstu tízkufrömuð- um Lundúna er ungur írlending- ur, John Cavanagh að nafni. Hann vissi snemma hvert hugur Stuttur kvöldkjóll (John Cavanagh) úr þykku hvítu blúnduefni með gullnum þræði. Mittið er hátt til þess að sýna línuna niður og fót- leggina. Svart belti með gulri rós. Iiárkollan! Takið eftir henni. Nýjasta í hattatízku. Búin til úr svörtum strútsfjöðrum. hans stefndi og þegar hann var 17 ára gamall (1932), skrifaði hann til eins bezta tízkufröm- uðar i Lundúnum, Captain Edward Molyneux og bað hann um að útvega sér vinnu. Hann fékk vinnu við að tína upp títu- prjóna! Meðal þekktra viðskipavina hans má nefna; Hertogafrúna af Kent, Alexandrínu prinsessu, Margot Fonteyn og Vivian Leigh. Ég skauzt inn á tízkusýningu hjá honum um daginn og hugsaði mér gott til glóðarinnar að kynnast „nýju línunni“ í kven- fatnaði. Aðsetur hans er í May- fair. Húsakynnin voru rúmgóð, hvítir veggir, ljós teppi á gólfinu og modelstúlkur trítluðu inn í alla vega skærlitum búningum og sýndu þá á sem beztan hátt. D r a g t i r Það athyglisverðasta við dragt irnar voru pilsin, sem voru öll þröng og náðu langt upp fyrir mitti. Látlausar, skærlitar blúss- ur girtar niður í pilsins, jafnan úr satíni og í sams konar lit og efni og fóðrið á jakkanum. Jakk- arnir voru víðir, uppmjókkandi, mjóar axlir, hnepptar upp í háls og með ermum rétt niður fyrir olnboga. Sumar höfðu há belti á jökkunum, sem hurfu inn í saum ana. Tweed-efni virtist vera yfirgnæfandi. K á p u r Víðar, há mitti og jafnan fell- ingar frá axlastykkjunum á bak- inu. Vasar mjög háir, rétt fyrir neðan ermarnar. Regnkápur voru flestar í skærum litum, t.d. skærbleikar (satinefni vants- helt), með loðkraga og háum VÖSUlll. K j ó I a r „Empire ‘ línan hefur nú tekið völdin af „sack“ kjólunum, sem voru hvergi sjáanlegir. Dagkjól- arnir voru flestir víðir með há- um og mjóum leðurbeltum, rétt fyrir neðan brjóstin. Dagfatnað- ur er mjög stuttur og áherzla er lögð á langa leggi. Cocktail kjólar voru flestir úr blúnduefn- um eða tafti, látlausir með berár axlir en þó efnismiklir í bakið. Sarrfa má segja um kvöldkjólana eða þá síðu, efnið er ekki sparað í bakið eða þá beint framan á maganum! Á einum frábærlega fallegum síðum samkvæmiskjól, sem var sýndur var ferkantað stykki skorið úr að framan svo að fótleggirnir kæmu vel í ljós! Athyglisvert var að hvergi var slaufa sjáanleg. Litir Grænt virtist vera aðallitur- inn í ár. Allavega grænt, — grænblátt, himinblátt, rósbleikt, rósrautt, skærrautt, brúnt og svart. E f n i Grófgerð tweedefni virðast mjög í tízku. Einnig hin svo- kölluð Ascherefni, sem eru skín- andi falleg, unnin úr mohair og nylon, þola þvott og kosta um £3 per yard i búðunum hér en í París kosta þau £ 10 per yard! Satín, taft og ekta silki fyrir létta kjóla. H a t t a r Hárkollur! Gerðar úr strúts- fjöðrum, rauðum, svörtum og Blár, síður kvöldkóll úr tafti (John Cavanagh), efnismikill á alla vegu. Beltið er miðdep- illinn, sett, hátt upp, rétt fyrir neðan brjóstin. hvítum. Hattar mjög háir, Kó- sakkalagaðir og falla vel að and- litinu. Sterkir litir, sérstaklega græni liturinn. S k ó r Úr mjúku kálfsleðri með satín skóreimum. Oddhvassa táin hef- ur verið gerð lítið eitt ávalari, og hælarnir eru ekki mjög háir; þægilegir í notkun. Sokkar — grænir Ég var svo heppin að þekkja eina sýningarstúlkuna, svo ég bað hana um að drekka með mér te og segja mér frá vinnu sinni. Ég vissi að hana hafði alltaf lang að til að verða „model“ og nú var hún svo heppin að vinna hjá Cavanagh fyrirtækinu. Við kom- um okkur fyrir á rólegri testofu í Mayfair. „Mér þykir voðalega gaman að vera „model“, sagði vinkona mín, „en stundum getur það verið nokkuð erfitt þegar við erum að sýna fyrir ríkar kerlingar, sem vilja fá sams konar kjóla og við sýnum, en gleyma að taka það með í reikn- inginn að vöxtur þeirra hefur breytzt dálítið! Við fáum öll und irföt frítt, sokka, skó og „make- upp“, sem eru geysileg hlunnindi. Við fáum líka afslátt af hárlagn- inu. Öll fötin eru sniðin á okkur, Ljósblá kápa eftir John Cavanagh. Látlaus samur frá brjóstlínu niður bakið,. háir vasar. Takið eftir skónum (Bally), allra nýjasta tízka, gerðir úr grænu kálfsskinni. við stöndum þráðbeinar á meðan „bossinn“ er að pinna efnið á okkur og „skapa“ línurnar". Segðu mér, hvaða verð er yfir- leitt á þessum drögtum og kjól- um, sem ég sá í dag? Vinkona mín brosti. „Dragtirnar eru frá 75—95 gns. stykkið og kvöld- kjólarnir eru um £175 hvor!“ — Ég sat þegjandi langa stund og hugsaði um alla þá, sem eru svangir og kaldir á meðan þeír ríku hafa efni á að kaupa sér kjól fyrir þetta verð. „Dragtirnar voru auðvitað voðalega fallegar", sagði ég loks- ins, „fáið þið ekki afslátt fyrir ykkur “ „Hálfviðri er jafnvel of dýrt fyrir okkur", sagði vinkona mín og hló. — Við yfirgáfum veitingastofuna og gengum út úr Mayfair, þar sem Jaguar og Rolls-Royce bílarnir skríða eftir götunum, á meðan tötralegir betl arar þenja harmonikurnar og hringla penníunum í blikkdós- un’ Dragt úr tóhakslítuðu tweedefni, ... g sköpunar verk Cavanaghs. Jakkinn er mjög víður að neðan og pilsið nær hátt upp. Hattur: Drapplitaður, frá Sim- one Mirman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.