Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 1
20 síður > Þegar tungl-eldflauginni var skotið frá Flórída Hér heldur bandarískur vísindamaður á eftirmynd mselitækja- keílunnar, sem sat fremst í nefi eldflaugarinnar, sem þeir skutu áleiðis til tunglsins. Með mælitækjum þessum og útvarpssend- ingum fengu bandarískii vísindamenn meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um eðli himingeimsins. Öryggtsneínd Alsír snýstgegn deGaulle Hefur hershöfðinginn brugðizt vonum landnemanna ? Algeirsborg og París, 15. okt. (Reuter). ÖRYGGISMÁLANEFND Algeirsborgar, sem í maí sl. átti megin þáttinn í því að koma de Gaulle til valda í Frakklandi hefur nú fyrirskipað allsherjarverkfall í borginni til að mótmæla síðustu stjórnarráðstöfun de Gaulles. Virðist sú hætta yfirvofandi að upp úr sjóði í Alsír og fullkomið stjórnleysi taki við. Þetta er afleiðingin af tilkynningu þeirri sem de Gaulle gaf út í gær um að hermönnum yrði bannað að skipta sér af stjórn- málum eða neyta kosningaréttar í þingkosningum þeim sem fram fara 23. nóv. næstkomandi. Þetta er söguleg mynd. Sýnir hún eldráklna cftlr rakettuna Pioneer, þegar henni var skotið á loft frá Flórída-skaga áleiðis til tunglsins. Eldflaugin komst aldrei svo langt, en tilrauninni hefur verið lýst sem einu stærsta skrefi, sem stigið hefur verið á sviði geimflugsins. Túnis slítur stjórnmálasambandi við Egyptaland Telur Nasser sitja á svikráðum við sjálfstæði Túnis Túnis og Kaíró, 15. okt. (Reuter). T Ú NIS ákvað í dag að slíta stjórnmálasambandi við Ai'aóíska sambandslýðveldið. Habib Búrgíba, forseti Túnis, mun á morgun flytja ræðu á stjórnlagaþingi Túnis, þar sem hann mun gera grein fyrir ástæðuin vinslitanna milli þessara tveggja Arabaríkja. — Ræðu hans mun verða útvarpað. Sadok Mokkadem, utanríkis- ráðherra, Túnis, sendi egypzka sendiherranum í dag bréf, þar sem hann skipaði honum að verða á brott úr landinu. Túnis hefði ákveðið eftir margítrekað- ar móðganir og ofsóknir af Eg- ypta hálfu, að slíta öllu stjórn- málasambandi við Arabíska sam- bandslýðveldið. Mokkadem sagði að þessi ákvörðun væri rökrétt afleið- ing af óstjórnlegum árásum á Habib Búrgíba, Túnisfor- seta, í egypzkum blöðum, sem allar væru runnar undan rif j- um Nassers, einræðisherra Egyptalands. Sundurþykkja Túnis-manna og Egypta kom fyrst fram í dags- ljósið fyrir þremur dögum, þeg- ar El-Shatti, fulltrúi Túnis í Arababandalaginu, flutti ræðu, þar sem hann sakaði ónafn- greinda aðila um að vera með yfirgang og sitja yfir hlut ann- arra Arabaríkja í Arababanda- laginu. Egypzki fulltrúinn tók þessi ummæli til sín og gekk stórlega móðgaður af fundi. Kom hann ekki aftur til fundar fyrr en Arababandalagið hafði sam- þykkt að ummæli Túnis-búans skyldu strikuð út úr gerðabók bandalagsins. Jafnframt þessu hófust í eg- Framhald á bls. 19. öryggisnefndin í Algeirsborg kom saman í dag til að ræða fyrirskipanir de Gaulles. Þykir hinum öfgafullu nýlendumönn- um Alsírs, sem hershöfðinginn hafi svikið þá hrapallega, er hann heitir fyrst múhameðstrúarmönn um fullu stjórnmálalegu jafnrétti á við evrópskamenn og sviptir síðan borgararétti, einmitt her- mennina, sem hafa verið trygg- ustu verðir Frakklands. í tilkynningu öryggisnefnd arinnar í dag segir að nefndin sé furðu Iostin yfir fyrirskip- unum de Gaulles og kveður ástandið mjög alvarlegt. Nefnd in fyrirskipar sólarhrings verk fall á morgun og hvetur al- menning til að koma saman og mótmæla gerræði de Gaulles, er hér hafi hlýtt ráðum sér verri manna. Nefndin segir, að það sé ein- kennilegt þakklæti sem hermönn unum sé sýnt, þeim sem einmitt björguðu Frakklandi á hættu- stund, að svipta þá kosningarétti og kjörgengi, meðan að komm- únistar og aðrir svikarar fá ó- hindrað að vinna sín skemmdar- störf í frönskum stjórnmálum. Öryggisnefndin ákvað um leið að senda fjórum frönskum stjórn málaleiðtogum síraskeyti og biðja þá um að rétta hlut hermann- anna. Þeir sem skeytin fá eru Jacques Soustelle, innanríkisráð- herra, Georges Bidault, André Morice og Roger Duchet. Salan hlýðir de Gaulle í morgun átti de Gaulle viðræð ur við Raoul Salan hershöfðingja, yfirmann franska herliðsins í Alsír. í kvöld sneri Salan síð- an heim til Algeirsborgar og mun hann láta framfylgja fyrirskip- un de Gaulles. Harold King fréttaritari Reuters í París segir úr lausu lofti gripið að ósamkomulag sé milli de Gaulles og Salans. Þvert á móti segir hann að Salan hafi verið kunnugt um fyrirætlanir de Gaulles löngu fyrir fram. Mun Salan e. t. v. grípa til þess ráðs í fyrramálið að banna allsherjarverkfallið. Það er helzt yngri herforingjar sem eru mjög mótfallnir fyrir- Framh. áb!i 19 Fimmtudagur 16. október. Efni blaðsins er m.a.: BIs. 3: Togarinn Gerpir kemur í fyrsta sinn til Reykjavíkur. — 6: Erl. yfirlitsgrein — (Viðskipti Nassers og Sýrlendinga). — 8: Tízkufréttir frá Lundúnum •• (Kvennasíða). — 9: Nautgripasýningar á þessu ári. — 10: Forystugreinin: Forðumst Fram sóknarrangindin. Missti báðar hendur vegna kals — (Utan úr heimi). — 11: NATO — og deila íslands og Bretlands. — 12: Fréttabréf frá skákmótinu i Miinchen. — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.