Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. okt. 1958 I Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðarritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla. simi 3J045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FORÐUMST FRAMSÓKNAR-RANGINDIN UTAN UR HEIMI Ö/voður Grænlendingur sofnabi á víðavangi Missti báðar hendur vegna kals STJÓRNARBLÖÐIN finna sér oftast eitthvað til að deila um. Þessa dagana kljást Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn um, hverjir hafi borið sigur af hólmi í Alþýðusambandskosn- ingunum. Forystugreinar beggja blaðanna fjalla í gær um það efni. Alþýðublaðið segir: „Þjóðviljinn reynir að stappa stálinu í lesendur sína með þeirri fullyrðingu að kommúnistar og handbendi þeirra eigi sigurs von á næsta Alþýðusambandsþingi. Slíkt er heimskuleg blekking. Meirihluti 6—11 atkvæðanna á síðasta Alþýðusambandsþingi verður ekki notaður til þess í haust að endurtaka leikinn frá því fyrir tveimur árum. Meiri- hlutinn, sem þá var, er minni- hluti í dag. Kommúnistum er þetta líka ljóst“. Þrátt fyrir það þótt Þjóðvilj- inn reyni að bera sig vel, virðist Alþýðublaðið hafa rétt fyrir sér í því, þegar það segir kommún- ista gera sér ljósan ósigur sinn. A. m. k. verður ekki annað mark- að af þessum orðum Þjóðviljans: „Hér skal ekki att kappi við Alþýðublaðið og reynt að draga flokkslega í dilka fulltrúa þá sem kosnir hafa verið á Alþýðu- sambandsþingið. — — — Full- trúar hafa viða verið kosnir með svo litlum atkvæðamun, að á til- viljun getur oltið en kjör þeirra segir ekkert um kraftahlutföll í hreyfingunni. Sé þetta athugað, mun engum blandast hugur um, að einingaröflin eru sterk innan Alþýðusambandsins. Og ekki er að efa að innan þess hóps, sem afturhaldið telur sér, eru marg- ir fulltrúar sem ekki munu reiðu búnir að afhenda flokki Bjarna Benediktssonar og Birgis Kjarans völdin í verkalýðssamtökunum á íslandi". ★ í þessum orðum kemur fram sú von kommúnista, að þeim tak- ist að sundra liði lýðræðissinna. Drukknandi manni er ekki lá- andi, þó að hann grípi í hálm- strá sér til bjargar. Hvað sem um samheldni lýð- ræðissinna verður, þá er víst að vonin um, að hún sundrist vegna valdhyggju Sjálfstæðismanna er haldlaust hálmstrá. Sjálfstæðis- menn munu aldrei leitast við að misnota verkalýðssamtökin á sama veg og valdhafar Alþýðu- sambandsins hafa nú gert.. Sjálfstæðismenn vilja einmitt losa Alþýðusambandið úr hinni pólitísku togstreitu og stuðla að því, að það sinni þeim verkefn- um, sem það var stofnað til og yfirgnæfandi meirihluti meðlima þess ætlast til, að það gefi sig að. Sjálfstæðismenn hafa ætíð barizt fyrir því, að allir verka- menn, hvar í flokki, sem þeir standa, njóti jafnréttis innan verkalýðssamtakánna, og séu metnir þar eftir athöfnum sín- um en ekki skoðunum á þeim efnum, sem verkalýðssamtökun- um eru óviðkomandi. Það er mikill vinningur fyrir frelsi og styrk verkalýðssamtak- anna, að fleiri Sjálfstæðismenn munu eiga sæti á næsta Alþýðu- sambandsþingi en áður. Enn þá meira máli skiptir sanit, að sýnt er, að án flokksgreinarálits vill meirihluti kjósendanna fylgja þeirri stefnu Sjálfstæðismanna, að verkalýðsfélögin séu ekki gerð að kúgunartæki ríkisvalds- ins gegn almenningi. Er og ekki um það að villast, að í kosningunum felst fullkom- ið vantraust á V-stjórninni. Það eru ekki lýðræðissinnar einir, sem eiga fylgi sitt að verulegu leyti að þakka andúð almennings á núverandi ríkisstjórn, heldur forðuðu kommúnistar algeru fylgishruni sínu með því að lýsa fordæmingu á stjórnarstefnunni. ★ Framsóknarmenn hafa með viðbrögðum sínum sannað, að þeir hafa áttað sig á þessum stað- reyndum. Tíminn hamaðist með kommúnistum allt fram á sunnu- daginn s. 1. Þá beindi hann sókn sinni einkum gegn lýðræðissinn- um í Iðju og Trésmiðafélaginu. Klókara þótti að láta Framsókn- armenn sem minnst koma nærri Dagsbrúnarkosningunum í al- manna augsýn. Úrslitin urðu og þau, að lýðræðissinnar unnu á, þar sem Framsóknarmenn höfðu haft sig mest í frammi, en komm- únistar héldu velli, þar sem að- stoð Framsóknar var eftir föng- um haldið leyndri. Skiljanlegt er, að Framsókn láti sér fátt finnast um úrslitin. Þau eru alger fordæming á V- stjórninni og ráðagerð Framsókn ar um að hrifsa til sín úrslita- ráð í Alþýðusambandinu til við- bótar rangfengnum völdum yfir ríkisbákninu og peningavaldi SÍS. Framsóknarmenn eru þó áreið- anlega ekk'i hættir við ráðagerðir sínar. Timinn er á ný farinn að segja frá tillögum um, að „heild- arsamtök verkalýðsins“ hafi á- kvörðunarvald í vinnudeilum. Þett'a lætur vel í eyrum, en forsenda þess er, að heildarsam- tökin séu lýðræðislega byggð upp. En fyrir Framsóknarflokkn- um vakir þvert á móti að koma á einræði lítillar klíku, þar sem hún sjálf hafi oddaaðstöðu og geti öllu ráðið. Nánari útfærsla ráðagerðar Framsóknar sést í fjárlagafrum- varpinu, sem haldið var leyndu fram yfir Alþýðusambandskosn- ingarnar. Þar miðar Eysteinn Jónsson tekjur og gjöld ríkis- sjóðs við sömu vísitölu og gert var við setningu bjargráðanna í vor. Síðan hefur vísitalan hækk- að um 25 stig. í fyrradag var til- kynnt hækkun um hvorki meira né minna en 13 stig. Þessar gíf- urlegu hækkanir koma samt eng- um á óvart, allra sízt Eysteini Jónssyni. Þó að honum sé farið að förlast, er hann ekki svo af sér genginn, að hann viti ekki hvað hefur verið að gerast í efnahagsmálunum í sumar. Hér duga ekki hinar gamal- reyndu aðferðir Framsóknar: Rangindi, blekkingar og kúgun auka aðeins á vandann. Hann verður einungis leystur með því, að allir geri sér ljóst, að meiri- hlutinn verður að ráða, og að réttar ákvarðanir verða því að- eins teknar, að málin séu lögð fyrir almenning af hreinskilni og heiðarleik. DÖNSK BLÖÐ hafa að undan- förmi gert sér tíðrætt um hið alvarlega ástand sem skapazt hef- ur á Grænlandi hvað áfengis- málum og kynsjúkdómum við- kemur. Ekki er þar með sagt, að ástandið hafi aldrei verið þessu líkt á Grænlandi fyrr. Síður en svo. En Dönum tókst á tíma- bili að bæta ástandið mjög. Það var ekki fyrr en hið mikla að- streymi danskra verkamanna hófst síðustu árin að aftur seig á ógæfuhliðina. Danskur yfirlæknir, Carl Clemmesen, hefur að undanförnu dvalizt í Grænlandi til þess að rannsaka ástandið og gera úr- bótatillögur. Við heimkomuna hafði hann þá sögu að segja, að fyrsta mánuðinn, sem hann var í Grænlandi, hafi hann aðeins séð einn Grænlending ölvaðan á almannafæri. Hins vegar hafði hann séð 5—6 Dani undir áhrif- um áfengis á þessum sama tíma. - ♦ - Enda þótt þetta gefi til kynna, að ekki séu þeir innfæddu einir um hituna, segir læknirinn, að síðar hafi hann komizt að raun um, að ástandið væri í raun og veru alvarlegt, því að Græn- lendingar drykkju mikið, þegar þeir á annað borð drykkju — og stórslys hefðu hlotizt af. Það fréttist m. a. nú á dögun- um, að tveir Grænlendingar, sem voru á leið milli byggðarlaga ekki langt frá Thule, hefðu orð- ið hart úti. Lögðu þeir upp að kvöldlagi, báðir mikið drukkn- ir — og ætluðu að vera á ferð um nóttina á hundasleðum sín- um. Menn, sem leið áttu milli sömu staða daginn eftir gengu fram á tvímenningana þar sem þeir höfðu dottið út af og sofnað á hjarninu um nóttina. Öðrum hafði tekizt að troða sér í svefn- poka sinn að mestu, en þó var hann kalinn á fingrum — og þurfti að taka nokkra af honum, þegar í snjóhús kom. Hinn hafði hins vegar aldrei komizt nema að hálfu leyti niður í sinn svefn- poka og hendur hans lágu berar í snjónum, kólu — og missti hann þær báðar. Þetta er eitt dæmið um það hvað drykkjuskapur Grænlendinga getur haft í för með sér. Að vísu eru slysin ekki öll svona alvarleg, en úrbótar er engu að síður þörf. - ♦ - Carl Clemmesen yfirlæknir hefur fundið marga^ ástæður til misnotkunar Grænlendinga á áfenginu. Ein ástæða* er sú, að loftið í Grænlandi er mjög þurrt, íbúarn- ir þarfnast mikils vökva, drykkj- arvatn er hins vegar víða af skornum skammti — og sums staðar ill-drekkandi vegna ó- bragðs. Önnur er sú, að í augum Græn- lendinga er áfengisneyzla eins konar mælikvarði á þjóðfélags- lega stöðu. Fyrst og fremst þykja þeir loðnir um lófana, sem geta leift sér að drekka daglega — í öðru lagi hefur fordæmi Dana ekki verið sem bezt Mörgum dönskum starfsmönnum í Græn- landi leiðist vistin þai, þeir eru flestir fjarri fjölskyldu og ætt- ingjum og drepa þá gjarnan tím- ann með því að fá sér í staup- inu í frístundum. Þá segir læknirinn, að Græn- lendingar séu að eðlisfari skemmt anafýknir og glaðværir. Finnst þeim áhrif áfengisins auka mjög á ánægjuna sem svo mörgum öðrum. - ♦ - En ótalið er það, sem senni- lega er einna þyngst á metunum hvað þetta snertir. Grænlending- ar hafa alla tíð lifað á því, sem þeir hafa getað aflað frá degi til dags, Grænlandsverzlunin hef ur á síðustu áratugum keypt af þeim ýmsar sjávarafurðir í vax- andi mæli — og nú er svo komið, að Grænlendingarnir afla meira en fyrir nauðsynlegri úttekt ný- lenduvarnings og annarra nauð- synja hjá Dönum. Nú orðið fá því Grænlendingar greitt fyrir afla sinn í peningum — og „pen- ingaflóðið" jókst meira en lítið, þegar námuvinnsla og önnur því- lík starfsemi hófst í Grænlandi. Þá fengu margir hinna innfæddu vinnu og tekjur þeirra jukust mjög. - ♦ - Danski læknirinn kennir yfir- völdunum um það, að ekki hafi verið nægilega brýnt fyrir Græn- lendingunum hvers virði pening- arnir væru, þeim hafi ekki ver- ið gert skiljanlegt raunverulegt gildi peninganna, sem þeim eru tiltölulega nýir — og óþekktir. Það er fátt munaðarvarnings í hillum Grænlandsverzlunarinn- ar og áfengið er þar einna girni- legast. Og, þegar Grænlending- arnir eru á annað borð með pen- inga í höndunum — þá kaupa þeir fyrir þá — eitthvað. Þannig er alruúginn a. m. k. — ♦ — Danski læknirinn telur eitt helzta úrlausnarefnið vera, að flytja meiri og fjölbreyttari munaðarvarning til Grænlands svo að þeir innfæddu eigi úr einhverju að velja, þegar þeir eiga peninga afgangs. Bendir hann t. d. á húsgögn, af þeim segir hann mjög lítið í Græn- landi. Telur hann jafnframt að örva eigi Grænlendingana til meiri híbýlaprýði. Húsgagnainn- flutningur gæti orðið eitt ráðið til þess. Leggst hann alveg gegn algeru áfengisbanni, hins vegar eigi að ýtrýma öllu heimabruggi sem nú gerir vart við sig í vaxandi mæli — bæði meðal Dana og Græn- lendinga. Merkisbóndi ÞÚFUM, 7. okt. — Nýlega lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík Samúel Guðmundsson bóndi á Hrafna- björgum í Ögursveit eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Samúel var einn hinn mesti jarðabóta- maður hér við Djúp. Hafði á fá- um árum breytt lítilfjörlegri jörð í gott ábýli og stórbætt jörð- ina bæði að húsakosti og jarða- bótum og sýnt hinn mesta dugn- að í hvívetna. Kvæntur var Samúel Hildi Hjaltádóttur, ljós- móður sveitar sinnar, og áttu þau 8 börn, sum uppkomin en önnur á ungum aldri. Allt mann- vænleg og myndarleg börn. Er mikill skaði að fráfalli þessa dug andi og ágæta bónda, og mikill harmur búinn hinu myndarlega heimili hans. — P.P. Sjang Kaj-Sjek, forseti þjóðernissinnastjórnarinaar á Formósu vill ekki í neinu gefa eftir við Kina-kommúnista í sambandi við átökin um Quemoy. Hér á myndinni sést Sjang (t.v.) ræða við Harrv P. Felt aðmírál, yfirmann alls herafla Bandaríkjamanna á Kyrrahafi, er Felt skýrði for»etaiiu„í ná sjónarmiðum Bandaríkjastjórnar í þessu viðkvæma og alvarlega máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.