Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 16. okt. 1958 „Þetta er ekki verk fyrir flug- herinn“, hafði Shears fullyrt. — „Það er ekki neinn barnaleikur að eyðileggj-a trébrú úr lofti. Hitti sprengjurnar markið, þá skemm- ast aðeins tveir eða þrír bogar. Japanirnir gætu gert við það á svipstundu — þeir eru hreinustu snillingar í að lappa upp á minni- háttar skemmdir. Hins vegar get- um við, ekki aðeins sprengt alla brúna í loft upp, og jafnað alla stólpana við jörðu, heldur er okk- ur líka í lófa lagið að láta spreng inguna verða einmitt þegar járn- brautarlest er á leiðinni yfir brúna. Þá myndi lestin öll hrapa niður í fljótið, auka þannig tjón- ið að miklum mun og eyðileggja hvern einasta stólpa og planka í henni. Ég hef fyrr séð slíkt ger- ast. Öll umferð og allir flutning- ar stöðvuðust vikum saman. Og það var þó í hinum svokallaða sið aða heimi, þar sem óvinirnir gátu flutt krana og lyftivélar á slys- staðinn. Hér verða þeir að i>yg&ja alla brúna upp að nýju — að maður nefni ekki eyðileggingu iestarinnar og farmsins. Ja, því- líkur sjónleikur. Ég get alveg séð hann fyrir mér. . . Þeir gátu allir þrír gert sér það í hugarlund hvílíkur sjónleikur það myndi verða. Árásin hafði tek ið á sig hlutlega mynd í hugum þeirra allra. Röð af ímynduðum augnabliksmyndum, sumar dauf- ar og óskýrar, aðrar í björtum og breyttum litum, trufluðu svefn Joyces. Þær fyrrnefndu tilheyrðu hinum leynilega undirbúningi, hin ar síðarnefndu voru svo bjartar og greinilegar, að hvert minnsta smáatriði sást furðulega vel: — lestin svífandi í loftinu, uppi yfir gildjúpinu, með Kwai-fljótið glitr- andi fyrir neðan, milli hárra skógi-vaxinna bakka. Hönd hans sjálfs krepptist um handfangið. Augu hans störðu á vissan blett á miðri brúnni. Fjarlægðin milli blettsins og eimvagnsins styttist óðum. Hann varð að þrýsta hand fanginu niður á réttu augnabliki. Nú var vegalengdin á milli þeirra aðeins nokkur fet, aðeins eitt fet. Á því andartaki ýtti hann hand- fanginu niður, alveg ósjálfrátt og vélrænt: Á brúnni, sem hann sá í draumum sínum, hafði hann þegar fundið og ákveðið hentugan stað, nákvæmlega á henni miðrir Dag einn hafði hann sagt, mjög áhyggjufullur: — „Ég von-a bara að strákarnir í flughernum geri ekki árás á hana á undan okkur, sir“. — „Ég er nú þegar búinn að senda skilaboð til þeirra um að láta þetta algerlega afskiptalaust", hafði Shears svarað. — „Ég held að við þurfum ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því“. Á þessu tímabili hins algera að- gerðaleysis höfðu þeim borizt margvíslegar fréttir og upplýs- ingar, sem allar snertu brúna á einn og annan hátt — brúna sem njósnarar þeirra höfðu mjög ná- kvæmar gætur á, frá nálægu hæð ardragi. Sjálfir höfðu þeir enn ekki farið þangað, til þess að fyr- irbyggja að staðarbúar fengju nokkurt veður af nærveru hvítra manna þar í nágrenninu. Þeir höfðu fengið ótalmargar lýsing- ar af brúnni og skynsömustu er- indrekarnir höfðu jafnvel dregið upp mynd af henni í sandinn. Frá fylgsni sínu höfðu þeir fylgzt með byggingu hennar, stig af stigi og furðuðu sig mjög á hinum óvenju- legu aðferðum og fyrirkomulagi, sem virtist stjórna hverri nýrri útlitsbreytingu og var stað- fest í hverri skýrslu er þeim barst. Þeir voru vanir að sía sann- leikann úr hverjum orðrómi og höfðu fljótlega orðið varir við tilfinningar, skildar aðdáun í lýs ingum erindrekanna á brúnni. — Síamarnir höfðu ekki hæfileika til að meta að verðleikum hina vei'klegu snilligáfu Reeves höfuðs manns, né heldur þá skipulagn-, ingu sem Nicholson ofursti var ábyrgur fyrir, en þeir gerðu sér samt fulla grein fyrir því, að þetta var enginn ólögulegur timburköst- ur, eins og þeir, sem Japanirnir kölluðu brýr. Frumstæðir þjóð- flokkar kunna ósjálfrátt að meta hagnýta list og framkvæmdir. „Guð almáttugur", hrópaði Shears stundum örvæntingarfull- ur. — „Ef strákarnir okkar segja | satt og rétt frá öllu, þá er þetta önnur George Washington-brú, sem þeir eru að byggja þarna. — Þeir eru bersýnilega að reyna að keppa við okkur“. „Getur verið“, hafði Shears svarað. — „En okkur er með öllu ómögulegt að komast í samband við þá. Slíkt kemur alls ekki til nokkurrá mála, Joyce. 1 okkar starfi er öryggið hið fyrsta nauð- synlega, jafnvel á meðal vina. — Þeir myndu láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Þeir myndu reyna að hjálpa okkur og gætu jafnvel eyðilagt allt með því að reyna sjálfir að eyðileggja brúna. Japanirnir kæmust á snoð ir um það og eini árangurinn yrði hinar grimmilegustu hefndarað- gerðir. Nei, það verður að halda þeim alveg utan við þetta. Við megum ekki einu sinni leyfa Jap- önunum að hugsa um möguleik- ann á samvinnu okkar og fang- anna“. Dag nokkurn hafði Shears skyndilega ákvéðið að sannreyna áreiðanleika hinna ótrúlegu upp- „Byrjaðu á byrjuninni“, sagði Shears, þrátt fyrir óþreyj<u sína. „Hvernig gekk ferðin?“ líiyer'annemn Rétt stilling á dieselolíu- verki og toppum tryggir öruggan gagn bátsins. Önnumst viðgerðirnar með fullkomnustu tækjum og af æfðum fagmönnum. Góð varahlutaþjónusta. BOSCH umboðið á fslandi. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3 — Sími 11467. Svona óvenjulega mikið mann- virki, sem nánast mátti kalla óþarfa og fjárbruðl —- pví :.ð samkvæmt fullyrðingum lands- manna lá vegur meðfram brautar- línunni sem var svo breiður að vel mátti aka þar tveimur flutninga- vögnum samhliða — var ills viti. Slíkar framkvæmdir yrðu eflaust háðar mjög ströngu eftirliti. Hins vegar gat þarna verið um jafn- vel enn meiri hernaðarlega þýð- ingu að ræða, en hann hafði gert sér í hugarlund, svo að hin fyrir- hugaða árás þeirra myndi ef til vill verða mai'gfalt mikilvægari en ella. Hinir innfæddu höfðu margt og mikið um fangana að segja. Þeir höfðu séð þá við Vinnu, því nær allsnakta í steikjandi sólar- funanum, hvíldarlaust og undir mjög ströngu eftu'liti. Þegar þre- menningarnir heyrðu þetta gleymdu þeir í svipinn áformum sínum og fyrirætlunum og hugs- uðu einungis um hina hrjáðu og þrælkuðu landa sína og félaga. Þeir þekktu Japanina það vel, að þeir áttu hægt með að hugsa sér með hve mikilli grimmd og sið- leysi þeir myndu knýja fangana áfram til þess að Ijúka verki sem þessu. „Ef þeir bara vissu að við er- um hér á næstu grösum“, hafði Joyce sagt einn daginn. „Ef þeir vissu bara að þessi brú þeirra mun aldrei verða notuð.......Það kynni að styrkja örlítið siðferðis- þrek þeirra". lýsinga sem bárust nær daglega frá Kwai-fljótinu. „Einhver okkar þriggja verður að fara og rannsaka þetta nánar. Verkinu getur nú lokið hvaða dag sem vera skal og við getum ekki haldið áfram að reiða okkur alger lega á skýrslur þessara náunga, sem vægast talað virðast mjög f jarstæðukenndar. Líklega væri bezt að þér færuð, Joyee. Ég vil fá öruggar upplýsingar um það, hvernig brúin sú arna er í raun og veru. Hvað er hún stór? Hvað erai stólparnir margir? Hvernig er hægt að komast að henni? — Hvernig er vörnum háttað í ná- grenni hennar? Hvaða möguleikar eru til árásar á hana? Gerðu það sem þú getur, en farðu varlega. Mundu, að þú mátt ekki láta nokk urn lifandi mann sjá þig. En í guðs bænum, Joyce, útvegaðu mér einhverjar áreiðanlegar og rétt- ar upplýsingar um þessa andsk.. . brú“. 15. „Ég sá hana í sjónaukanum mínum, sir, eins greinilega og ég sé ykkur núna“. „Byrjaðu á byrjuninni", sagði Shears, þrátt fyrir óþreyju sína. „Hvernig gekk ferðin?" Joyce hafði lagt af stað að næt urlagi í fylgd með tveimur inn- fæddum möpnum, sem vanir voru slíkum leynilegum næturleiðangr- um, þar sem atvinna þeirra var að smygla opiumdufti og vindling úm yfir landamæri Burma og L ú 6 Gh', NO/...ANDY'S DONE 1T AGAIN, CHERRY... I'M AFRAID WE'RE REALLV IN TROUBLE THIS ___TIME/ . THAT EVIL DOG/ HE BRINGS A CURSE UPON OUR PEOPLE/ AT THE NAVAHO*SlNGj WHILE MARK AND CHERRY SHOOT PICTURES, ANDY INVADES THE PRIVACY OF A SWEAT LODSE iJI Vnk U Navahoindíánarnir syngja, Markús og Sirrí taka myndir og á meðan ræðst Andi inn í baðhús Indíánanna. „Þessi bannsetti hundur! Hann færir ættstofni okkar ógæfu“. 2) „Æ-i, Andi hefur aftur gert illt af sér. Ég er hræddur uno að við förum illa út úr því í þetta smn“. Síams. Þeir höfðu haldið því fram að vegirnir sem þeir völdu, væru •alveg hættulausir og öruggir, en það var svo áríðandi að Japanirn ir fengju ekki neinn grun um það að Evrópumenn væru á næstu grös um, að Joyce ákvað engu að síður að dulbúast sem síamskur bóndi og litaði því hörund sitt með brúnum lit, sem búinn hafði verið til í Calcutta, einmitt til slíkra þarfa. Hann sannfærðist brátt um það að leiðsögumenn hans höfðu hermt rétt frá. Hinir raunveru- legu óvinir í þessum frumskógi voru fyrst og fremst mýflugurnar og þó sérstaklega blóðsugurnar sem sugu sig fasta við bera fót- leggi hans og skriðu svo upp all- an líkamann. Hann fann hvernig þær bitu sig fastar í hvert skipti sem hann strauk hendinni um bert hörundið. Hann hafði reynt allt til að vinna bug á viðbjóðin- um og reynt að látast ekki sjá kvikindin og honum hafði nærri tekizt það. Hann gat hvort sem var ekki losnað við þau á nóttun- um. Hann reyndi að brenna þau af sér með logandi vindlingi, en ágrangur slíkra gagnráðstaf ana var næsta lítill. „Erfitt ferðalag?" „Já, mjög erfitt, sir. Eins og ég sagði, þá varð ég að styðja hend- inrii á öxl þess sem á undan mér gekk, til þess að verða ekki við- skila við h-ann. Og þessir svoköll- uðu ,,vegir“ leiðsögumanna minna voru nú ekki sem beztir". I þrjár nætur samfleytt höfðu þeir klöngrazt upp brattar og grýttar hlíðar, þeir fylgdu urð- óttum árfarvegum sem sums stað •ar voru næstum lokaðir af daun- illum haugum rotnaðra jurtaleifa og í hvei't skipti sem þeir tróðu sér meðfram einni slíkri beðju réð ust heilir herskarar af hungruð- um blóðsugum á þá. Leiðsögumenn irnir kusu þó að fylgja þessum „vegum" végna þess að þá töldu þeir enga hættu á þ"í að þeir villt ust af réttri leið. Þannig héldu þeir áfram þessari erfiðu píslar- göngu, allt til þess að dagur rann. Þegar fyrstu sólargeislarnir féllu á veg þeirra, lögðust þeir niður í kjarrið og borðuðu nesti sitt, soð- ið kjöt og hrísgrjón. Að því loknu settust Síamarnir á hækjur sínar undir tré og tottuðu vatnspípur sínar sem þeir höfðu alltaf með sér á öllum ferðalögum. Þannig hvíldust þeir eftir erfiði næturinn ar. Öðru hverju létu þeir sér renna í brjóst, en ekki nema and- artak í einu og án þess að breyta nokkuð um Iíkamsstellingar. Joyce vildi hins vegar njóta hæfilegs svefns til þess að safna nýjum þrótti. Hann byrjaði á því að losa sig við blóðsugurnar sem þöktu líkama hans. Sumar þeirra, ajtltvarpiö Finmitudagur 16. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Á frívaktinni, sjómannaþátt ur (Guðrún Erlendsdóttur). — 19,00 Þingfréttir. 19,30 Harmon- ikulög (plötur). 20,30 Úr Grund- arfirði: Viðtöl (Gestur Þorgríms- son o. fl.). 21,10 Lög úr söng- leiknum „The Vagabond King“ eftir Rudolf Friml. (O. cste og Jean Fenn flytja með kór og hljóm sveit undir stjórn Henri René). 21,30 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,50 Útdráttur úr „Silfýð- unni“ eftir Chopin (Boston Prome nade hljómsveitin ieikur; Arthur Fiedler stjórnar). 22,10 Kvöldsag- an: „Presturinn á VökuvöIIum" XXIII. (Þorsteinn Hannesson les). 22,30 Létt lög (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur 17. oktúber: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 20,30 Erindi: Minningar um Kötlugosið 1918 (séra Óskar J. Þorláksson). 20,55 íslenzk tónlist: Tónverk eftir Jón Leifs. 21,30 Útvarpssagan: „Út- nesjamenn", III. (Séra Jón TKor- arensen). 22,10 Kvöldsagan: — „Presturinn á Vökuvöllum" XXIV, sögulok (Þorsteinn Hannes son les). 22,30 Sinfóniskir tónleik ar (plötur). 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.