Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 12
12 MORCinSBL AÐIÐ Fimmtnrlagur 16. okt. 1958 3 Wistoft vogir krómað stál, alveg sem nýjar til sölu af sérstökum ástæðum. 2 vigtar, sem vigta upp í 15 kg. og ein vigt sem vigtar 1 kg. Tilboð er tilgreini verð, sem kaupandi vill greiða, sendist afgr. Mbl. fyrir annað kvöld merkt: „Wistoft vigtar — 4105“. NÝKOMIN BEZTA TEGUND AF Einangrunarkorki FRA COKCHERA ESPANOLA S.A., ALGECIRAS Vegna sérstakrar framleiðsluaðferðar er korkið óvenju- létt, en jafnframt eru gæðin meiri en áður. Um leið er það ódýrara en annað kork á markaðnum. Verð: 2“ þykkt kr. 95.80 pr. fermeter iy2” — kr. 71.80 — — 1” — kr. 50.25 — Póll Þorgeirsson Laugavegi 22 Vöruaígr. Ármúla 13. Sími 1-64-12 Sími 3-40-00. íslendingar taplausir á fyrsta og öðru borði Skákbréf frá Munchen frá Balcfri Pálmasyni Miinchen, 10. okt. MUNCHENARBORG telst grund völluð 14. júní 1158 og heldur því hátíðlegt 800 ára afmæli sitt í ár. Hefur verið hér mikið um að vera síðan á afmælisdaginn í vor, og má teljast að því til- haldi hafi að mestu lokið með októberhátíðahöldunum svoköll- uðu, sem byrjuðu raunar kring- um 20. sept. og lauk á sunnu- daginn var, 5. okt. Þessi október- hátíð er árlegur viðburður og gömul og gróin hér um slóðir. Enn má þó sjá afmælisskilti í verzlunargluggum og á hótelum, og enn er framreiddur hátíðar- bjór. Er hann ótæpt drukkinn af gestum og heimamönnum, enda er þetta einhver kunnasta bjórborg í heimi hér. Skákmennirnir mega þó frem- ur lítið gefa sig að bjórþamb- inu, því sjálfsagt yrði það ekki til skerpingar dómgreind þeirra í flóknum taflstöðum. Á skák- stað er þeim borið molakaffi, og það talið duga betur í þeim tilgangi. Fyrirtækið Nescafe eða Nestle gefur kaffið og fær í staðinn að auglýsa það á hverju skákborði með kaffibaukum sin Siðasta umferð í forriðlum fór fram í gærkveldi, og biðskákir hreinsuðust upp í morgun. Réð- ust þá örlög skáksveita, að því er til flokkaskiptingar tekur í lokahrinunni. En áður en greint verði frá þeirri skiptingu, er bezt að gefa nokkurt yfirlit um skák- ir okkar manna í fjórum síðari umferðunum. Fyrsta og annars borðs menn okkar, Ingi R. Jóhannsson og Guðmundur Pálmason, tefldu allar forriðilsumferðirnar án hvíldar (utan hvað þeim bar að sitja yfir í næstsíðustu umferð) og unnu jafnframt það afrek að tapa ekki neinni skák. Er Ingi með 5Vz vinning (eða 69%) og Guðmundur með 4% vinmng (56%) eftir átta skákir. Heidenfeld brást hinn glaðasti við Fimmta umferð okkar sveitar var viðureign við Suður-Afriku- menn. Á fyrsta borði þeirra tefl- ir Heidenfeld, enda þótt hann sé fyrir ári eða svo fluttur búferl- um til Dyfiinnar. Annars er hann þýzkur að uppruna. Ingi | hafði svart og beitti Sikileyjar- I vörn, en í upphafi tafls kom IÁTIÐ HANN FÁ HONIG'S-súputeninga með á sjóinn svo hann getí hvenær sem er búið til nærandi og Ijúffengan drykk og þurfi engan tíma til undirbún- ings. Ef aðeins hann hefur H0NIGS súputeninga við hendina. Spyrjið eftir HONIGS súputeningum i bláu og rauðu dósunum, hjá kaupmanni yðar. — ES > Eggert Kristjánsson & Co. hf. Hotel Kongen ai Danmark — Köbenhavn Herbergi með morgunkaffi fra dönskum kr. 12.00. HOLMF.NS KANAL 15 C. 174 I mðboiguini — rett við hofnina Heidenfeld með nýlegan leik (Ra3), sem eignaður er Perú- manninum Canal. Ingi þekkti lítið til þessa afbrigðis og tók sér um klukkustundar umhugs- un á 5—6 leiki. Tókst honum þar með að gera staðgóða áætl- un um framhaldið. Heidenfeld mun ekki hafa valið happa- drýgstu leið, og náði Ingi í bili dálítilli sókn á f-línu, en hinum tókst að eyða henni von bráðar. | Svo fór að Ingi bauð jafntefli ; í 23. leik, enda var hann þá mjög | þreyttur orðinn eftir hma löngu j þaulhugsun í byrjun taflsins og : þó öllu fremur eftir erfiða skák við Czerniak kvöldið áður og i langvarandi biðskák þennan sama morgun. Segja má að staðan hafi engan veginn verið rakin jafnteflisstaða, en „betn er ein kráka í hendi en tvær í skógi“ stendur þar. Brást Heid- enfeld hinn glaðasti við og taldi sér sóma að jafntefli vlð fyrsta borðs mann svo sterkrar skák þjóðar sem íslendinga. Fyrsti stórmeistarton í sjöttu umferð fíkk Ingl fyrsta stórmeistarann andspænis sér, Unzicker. Þegar hér var komíð sögu, höfðu íslendingar 12 vinninga í 5 umferðum, en Vestur-Þjóðverjar 9 vinninga í 4 umferðum. Spánn og Banda- ríkin voru komin kippkorn fram fyrir. Var talsverður hugur í mannskap okkar að reyna að klekkja á heimaþjóðinni, ekki aí neinum kala, síður en svo, heldur í drengilegum leik og reyna að halda þriðja sætinu áfram. Ingi hefði því gjarnan viljað tefla til vinnings í þessari skák, en Unzicker valdi leið, sem lagði megináhættuna Inga á herðar, ef hann gerði sig tii einhvers lík- legan. Náði Þjóðverjinn nokkru færl um stundarsaKir, en Inga tókst að fyrirbyggja allar meiri- háttar aðgerðir hans. Urðu við það tvöföld mannakaup og síð- an samið jafntefli í mjög á- þekkri stöðu á báða bóga. Spanverjar hafa komið nokk- uð á óvart með ágætri frammi- stöðu sinni, en þeir tefla fram öllum sínum beztu mönnum og nafa verið í fararbroddi í nðl- mum allan tímann. Gegn Pomar lék Ingi mótteknu drottningar- bragði, sem hann kveðst hafa kynnt sér nokkuð fyrir mótið. Pomar gat ekki varizt peðstapi en náði nokkru gagnfæri í stáð- mn, bauð svo upp á annað peð, sem Ingi hefði e. t. v. ekki átt að þiggja, þar sem því fylgdi hættan á skiptamunstapi, en með því að Ingi hafði þá tvö peð þar á móti og vafasamt var, hvort vlnningur leyndist í stöðunni fyr ir Spánverjann, gekk hinn síðar- nefndi greiðlega að jafnteflisboði Inga. Skákin varð ekki löng. Enn jafntefli við stórmeistara I síðustu umferð hafði Ingi hvítt gegn sjálfum Reshevsky, sem bar fyrir sig kóngsindverska vörn. Ingi beitti aftur á móti biskupaaðferðinni (Ba2 og Bg5), og var því líkast sem hún hitti veikan punkt á Reshevsky, sem tefldi framhaldið ekki sem ná- kvæmast. Staðan varð gríðarlega flókin, enda fóru engin manna- kaup fram. Þegar komnir voru tæplega 20 leikir, höfðu báðir eytt miklum tíma, áttu aðeins eftir um 50 mín. hvor. Þá skeði það í umhugsunartima Inga, að bandaríski fyrirliðinn Spann kemur til hans og býður jafn- tefli fynr Reshevskys hönd. Enda þotc þetta væri óneitan- lega allskrítin aðferð, fannst Inga ekkl borga sig að leggja út i erfiða úrvinnslu þessarar margslungnu stöðu og samsinnti því boðinu. Tal fylgdist með PAIMTIÐ HJÁ OKKLR Krstjánsson hl. Borgartúni 8. — Símar: 12800 & 14878. „ALKATHENE" plast-vatnspípur. Springa ekki í frosti og tærast ekki. Eru léttar í meðförum og koma í allt að 500 feta rúllum. Endast endalaust. Hagstætt verð. Mjög auðvelt er að leggja pípur þessar í jörð. Bændur, það er óráð að nota annað í vatnsleiðslur. PLASTIK TIL UiMBÍJÐA 1 örkum og slöngum af ýmsum víddum, útvegum við á lægsia verði. Það er deginum ljósara, að „PERSPEX“ báru plast-plötur eru það allra bezta, sem þér getið feng- ið í glugga á verksmiðjur og útihús. Gerið pantanir yðar sem íyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.