Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16 okt 1958 jtf O R C 1 \ n 1. 4 Ð I Ð 9 Nautgripasýningar haldnar á þessu ári Á ÞESSU sumri bar að halda nautgripasýningar í nautgripa- ræktarfélögum á Vesturlandi á svæðinu frá Hvítá í Borgarfirði að Hrútafjarðará. Auk þess höfðu nokkur nautgriparæktarfélög á Norðurlandi óskað eftir af- kvæmasýningum á nautum. Voru sýningarnar haldnar í júní og júlí, og var ráðunautur Búnaðar- félags íslands í nautgriparækt formaður dómnefnda á öilum sýningunum. Nautgripasýningar á Vesturlandi Alls voru sýndar i 23 felögum á Vesturlandi 1115 kýr og 35 naut, eða 1150 nautgripir, og var þátttaka nokkru meirj, en á næstu sýningum áður, sem haldnar voru árið 1954, á þessu svæði. Af kúnum hlutu 53 I. verðlaun, 180 II. verðlaun, 332 III. verðlaun og 550 engin. Verð- ur ekki séð af heildarniðurstöð- um, hvaða breytingar hafa orðið á kúastofninum, þar sem ný fé- lög hafa bætzt við. í eldri félög- unum hafa þó Iitlar breytingar átt sér stað á afurðasemi kúnna. Nautin, sem sýnd voru, flokkuð- ust þannig, að 1 hlaut I. verð- laun, 23 II. verðlaun og 11 engin. Hefur nautastofninn á svæðinu greinilega batnað siðustu árin. Af hinum 24 nautum, sem við- urkenningu hlutu, voru 19 að einhverju leyti af Kluftastofni, 3 #f Mýrdalsstofni (1 af báðum þessum stofnum) og 2 voru vest- firzk að ætt. Þær greinar Klufta- stofnsins, sem útbreiddastar eru á Vestfjörðum, eru afkomendur Suðra V 1 í Mosvallahreppi og Búa í Bæjarhreppi, en þeir voru báðir synir Mána frá Kluftum. Mátti rekja ætt 10 nautanna til Mána. Á Snæfellsnesi og í Mýra- sýslu eru flest nautin af Klufta- stofninum komin út af Suðra í Mývatnssveit, frá Kluftum. Flestar kýr sýndar í einu fé- lagi voru 108. Var það í Hvítár- síðu, en þar eru nokkur álitleg kúabú. Annars er dauft yfir nautgriparæktarstarfsemi í Mýra sýslu, en þó voru sýningar haldn- ar í flestum hreppum sýslunnar. Á Snæfellsnesi hafa nýlega verið stofnuð nokkur nautgriparæktar- félög, og voru sýningar haldnar í 5 hreppum á búnaðarsambands- svæðinu. Sökum skorts á afurða- skýrslum hlutu fáar kýr þar við- urkenningu. Snæfellingar og Mýramenn þurfa að vanda til uppeldis kúnna meira en gert er nú og beita mjólkandi kúm á ræktað land sumarlangt. Yrðu kúabúin þá arðsamari en nú er. Dalamenn starfa ekki félagslega að nautgriparækt, og voru þvi engar sýningar haldnar þar nú fremur en áður. Á Vestfjörðum starfa nokkur nautgriparæktarfélög í hverri sýslu, alls 12 talsins, og voru sýningar haldnar í öllum félög- unum. Þar er víða nokkur áhugi á nautgriparækt, jafnvel þar, sem mjólkursala er engin, og er fóðrun kúnna alls staðar góð og víða ágæt í þessum félögum. Athyglisverðasti stofninn er í Mosvallahreppi, þar sem kyn- bótanautin hafa verið gerð gömul, og því hefur hvert þeirra sett svip sinn á stofninn. Félagið á nú 1 I. verðlauna naut, Suðra V 1, undan Mána og Ósk 5 á Kluftum. Suðri er fæddur 20 júní 1945, og er þvi kominn á 14. árið og er enn í fullu fjöri. Margar álitlegar dætur hans voru sýndar nú. Meðal þeirra var Heiðrún á Kirkjubóli í Bjarnardal, sem hlaut hæstu viðurkenningu fyrir byggingu á sýningum nú, 86 stig. Næstar henni að stigatölu voru þær mæðgurnar, Ófeig og Lukka, á Kolbeinsá í Bæjarhreppi, en þær hafa komið nokkuð við sögu kyn- bótastarfseminnar á Vestfjörð- um og viðar síðustu árin. Víðar eru til á Vestfjörðum álitlegar kýr en í þessum tveimur sveit- um og má þar til viðbótar nefna bæði Ingjaldssand og örlygs- höfn. Mest brjóstummál, 191 sm, höfuð tvær kýr á Ingjaldssandi, þær Skugga á Brekku og Rósa- lind á Hrauni. Minnst brjóstum- mál miðað við fullorðnar kýr mældist á Snæfellsnesi, 149 sm. Afkvæmasýningar á Norðurlandi Beiðnir bárust Búnaðarfélagi íslands um afkvæmasýningar á 9 nautum á Norðurlandi. A slíkum sýningum þarf að sýna með hverju nauti minnst 12 dætur þess bornar, og skulu skýrslur yfir aíurðii* dætranna jafnframt lagðar fram á sýningu. Þessir 9 systurhópar skiptust þannig eft- ir búnaðarsamböndum, að 2 voru í S-Þingeyjarsýslu, 4 í Eyjafirði og 3 í Skagafirði. Voru alls sýndar 149 dætur þessara nauta, en við ákvörðun um kyn- bótagildi þeirra var tekið tillit til afurða allra skráðra dætra nautanna, þótt þær væru ekki sýndar allar. Aðeins tvenns konar viður- kenning á kynbótanautum er veitt: II. verðlaun, þar sem tekið er tillit til byggingar nautsins og ættar, og I. verðlaun, þar sem til viðbótar er tekið tillit til byggingar og afurða systrahóps- ins undan hverju nauti. Fyrstu verðlaun eru því verðlaun fyrir afkvæmi. Öll 9 nautin höfðu áður hlotið II. verðlaun, en aðeins eitt þeirra náði I. verðlauna viður- kenningu nú, enda eru kröfur til þeirra að sjálfsögðu strangar. Þetta naut var Rauður N 46 i Reykdælahreppi í S-Þingeyjar- sýslu, sonur Loftfara N 6 úr Hrunamannahreppi, en eyfirzkur í móðurætt. Dætur Rauðs eru vel byggðar og ágætir afurðagripir, þótt ungar séu. Höfðu 13 þeirra komizt í 15.3 kg hæsta dagsnyt að 1. kálfi að meðaltali og 7 í 18.5 kg að 2. kálfi. Fyrsta heila skýrsluárið höfðu 7 dætur Rauðs mjólkað að jafnaði 3103 kg með 4.01% mjólkurfitu eða 12470 fitu- einingar. Þrjú naut hlutu biðdóm varð- andi I. verðlaun, en það þýðir, að dætur þeirra hafa hlotið við- urkenningu fyrir byggingu, en ónóg reynsla komin á mjólkur- lagni þeirra og mjólkurfitu. Þessi naut voru Kolur N 56 í Reyk- Mynd sú er liér fylgir er tekin af togaranum „Þ orsteini þorskabít", er hann var að leggjast að hafskipabryggjunni í Stykkishólmi 30. f. m. eftir fengsæla veiðiferð við Nýfundnaland. 1 ferð þessari var skipið aðeins 11 sólarhringa frá því að það sigldi frá tslandi og til þess dags að það lagðist að bryggju í Stykkishólmi með um 270 tonn. — „Þorsteinn þorskabítur“ var á síldveið- um fyrir Norðurlandi í sumar undir skipstjórn Guðmundar Jörundssonar og aflaði vel. Ljósm. Ágúst Sigurðsson. dælahreppi og tveir synir Kols N 1 í Eyjafirði, þeir Funi N 48 og Ægir N 63, en þeir eru báðir í eigu S.N.E. Hin 5 nautin héldu viðurkenningu sinni sem II. verð- launa naut, og var mælt með notkun sumra þeirra áfram. Þau voru Dalur N 32 í eigu S.N.E., Brandur N 51 í Svarfaðardal og 3 naut í Skagafirði, þau Rauður N 29 í Óslandshlíð, Brandur N 35 í Staðarhreppi og Höttur N 50 í Seyluhreppi. Dætur Dals eru margar hverj- ar ágætir afurðagripir, en komið hefur fram spenagalli á nokkr- um þeirra og benda líkur til þess, að Dalur sé með erfðavísi að þessum galla. Dætur Brands N 51 í Svarfaðardal eru vel byggðar kýr með óvenjugóðar malir, en þær hafa lága mjélkur fitu (3.5—3.6%), og nálægt þvi önnur hver er seígmjólk Þær eru mjólkurlagnar. í Skagafirði var yfirleitt ekki hægt að bera saman afurðasemi systrahóp- anna við mæður þeirra á sama aldri sökum skorts á afurða- skýrslum yfir mæðurnar á þeim tíma. Þó má fullyrða, að Höttur í Seyluhreppi og Brandur í Stað- arhreppi hafi báðir aukið mjólk- urfitu stofnsins. í Skagafirði var allmikill munur á afurðum dætr- anna eftir því, frá hvaða bæjum þær voru. Má vera, að niðurstöð- ur dóma hefðu eitthvað breytzt, ef fóðrun hefði verið jafnari og betri á sumum bæjum. Af hinum 9 nautum, sem sýnd voru með afkvæmum á Norður- landi, voru 7 af Kluftastofni og 3 af Espihólsstofni í Eyjafirði (eitt af báðum þessum stofnum). Af 149 sýndum dætrum voru 13 hyrndar eða tæp 9%. Voru hyrndu kýrnar undan 4 nautum aðeins. Öll nautin eru rólynd og I góð í meðferð og hirðingu. íbúB Eldri hjón óska eftir 2—3 herb. íbúð. Uppl. í síma 32498. i Gömul búð fjerð sem ný Veínaðarvöm- og skódeatd jKuiavuiuusilg 12 — Simi 12723. ☆ Veínaíarvara ☆ Íilbiíinn fatnaður ☆ Skúfatnaður Meira úrval en nokkru smni. Innkaupin ánæsju- legri og auðveldari. Giörið svo vel og lítið inn oa ''eynið viðskiptin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.